Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
123.tbl.81.árg.
FOSTUDAGUR 4. JUNI 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Síhanouk
tekurvið
völdum í
Kambódíu
Phnom Penh. Reuter.
NORODOM Síhanouk prins
tók við völdum í Kambódiu
í gær sem þjóðhöfðingi, for-
sætisráðherra og æðsti yfir-
maður hersins, samkvæmt
samkomulagi tveggja flokka
sem báru sigur úr býtum í
þingkosningum í vikunni
sem leið.
Sihanouk var við völd í landinu
frá 1941, þá 18 ára, til 1970 og
aftur 1975-76. Þjóðarflokkur
Kambódíu, næststærsti flokkur-
inn eftir kosningarnar, sagði að
Hun Sen, fráfarandi forsætisráð-
herra, yrði aðstoðarforsætisráð-
herra ásamt Norodom Ranariddh
prins, leiðtoga Einingarflokks
Kambódíu, sem fór með sigur af
hólmi í kosningunum. Ranariddh
er sonur Sihanouks.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
eftir að 90% atkvæða höfðu verið
talin fær Einingarflokkurinn 57
þingsæti og Þjóðarflokkurinn 52.
Nýkjörið þing fær það hlutverk
að semja nýja stjórnarskrá, sam-
kvæmt friðaráætlun Sameinuðu
þjóðanna.
Talsmaður stjórnarinnar sagði
að Þjóðarflokkurinn hefði krafist
þess að Rauðu khmerarnir ættu
ekki aðild að nýju stjórninni. Si-
hanouk og Ranariddh hefðu fallist
á kröfuna þótt þeir hefðu áður léð
máls á því að Rauðu khmerarnir
fengju einhver ráðherraembætti.
Sihanouk stofnaði Einingar-
flokkinn en lét af formennsku í
honum árið 1991 þegar hinar
stríðandi fylkingar f landinu sam-
þykktu að gera hann að hlutlaus-
um þjóðhöfðingja.
Tankskip alelda eftír árekstur í svartaþoku undan Oostende í Belgíu
Brennandi eldsmatur
KOLSVARTUR reykjarmökkur stígur upp af breska tankskipinu British Trent eftir árekstur við flutningaskip frá Panama undan
Oostende í Belgíu. Björgunarskip dæla sjó án afláts á skipið til þess að reyna að slökkva elda um borð.
„Stukkum í logandi hafið"
„SJÓRINN Iogaði þegar við stukkum fyrir
borð. Ég hélt að dagar okkar allra væru
taldir, en þegar ég stökk í sjóinn hugsaði
ég um það eitt að slá án afláts í hafflötinn
og skyndilega komst ég út úr bálinu," sagði
Raymond Manlon, annar vélstíóri á breska
tankskipinu Brítísh Trent sem varð alelda
eftír árekstur við vðruflutningaskipið
Western Winner í svartaþoku 15 sjómílur
undan belgísku borginni Oostende í gær.
Sjö sjómenn af breska skipinu biðu bana
og tveggja var saknað.
Við áreksturinn rifnaði stórt gat miðskips
bakborðsmegin á tankskipinu. Fossaði bensín
þar út bæði ofan og neðan sjólínu. Gífurleg
sprenging varð við áreksturinn og eldhnöttur
gaus upp. Varð skipið strax alelda en um
borð voru 24.000 tonn_ af bensíni sem flytja
áttí frá Antwerpen til ítalíu.
Áhöfnin, 3f manns, átti ekki annarra kosta
völ en hraða sér frá borði og stökk í sjóinn
af brúarvæng. „Við reyndum að setja niður
björgunarbáta en þá kviknaði í sjónum þeim
megin. Við urðum að fleygja okkur í logandi
hafið," sagði Manlon. Nokkrir félaga hans
kváðust hafa synt kafsund er þeir flúðu bensín-
eldana á haffletinum.
Síðdegis tókst að ráða að mestu niðurlögum
eldanna í breska skipinu og var það tekið í
tog út frá ströndinni. Ráðgert er að draga það
til hafnar í dag og dæla upp því sem eftir er
af farmi þess. Fimm kflómetra löng bensínbrák
var á sjónum en talið var að hún myndi gufa
upp á tveimur dögum og sagði umhverfísráð-
herra Belgíu að ekki væri lengur nein hætta
á mengun.
Þrír skipverjanna sem fórust voru Bretar,
tveir írar og tveir voru frá Sierra Leone. Sakn-
að var Breta og manns frá Sierra Leone.
„Mennirnir brunnu lifandi í eldhafinu umhverf-
is skipið," sagði Charles Demey, yfirlóðs í
Oostende. Sex þeirra sem komust lífs af hlutu
slæm brunasár, þar á meðal skipstjórinn.
Kcutcr
Harmi slegnir Tyrkir stofna til óeirða
ÓEIRÐIR brutust út í Köln í Þýskalandi í gær að lokinni minningar-
athöfn um stúlkurnar þrjár og konurnar tvær sem biðu bana í
íkveikjuárás í Solingen sl. laugardag. Nokkur hundruð Tyrkir gengu
berserksgang, brutii rúður og rændu verslanir. Ef grannt er skoðað
sést byssa detta úr vasa óþekkts manns í ryskingum við ungan
Tyrkja. Að sögn sjónarvotta veifuðu þátttakendur tyrkneska fánanum
og hrópuðu Tyrkland, Tyrkland í sífellu.
Sjá „Forsetinn segir árásina . . ." á bls. 24.
Meirihluti í öryggísráði SÞ fyrir ,að senda liðsauka til Bosníu
Gæsluliðar fá aukið svig-
rúm tíl að beita vopnum
New York, Sarajevo. Reuter.
ALLT benti tU þess í gærkvöldi að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) samþykki í dag tillögu Frakka, Breta, Spánverja og Rússa um
að senda hersveitir til þess að gæta sérstakra verndarsvæða SÞ f Bosn-
iu og leyfa fríðargæsluUðum að beita vopnum. Mikill meiríhluti var á
bak við tillögu af þessu tagi en freista átti þess að ná fullri samstöðu
alls ráðsins.
Evrópskir        stjórnarerindrekar
sögðu að bil ólíkra sjónarmiða ríkja
í öryggisráðinu hefði verið svo til
alveg brúað en Pakistanar hefðu þó
enn verið ósáttir við orðalagið. Þeir
eru í forystu samtaka islamskra rfkja
og stuðningur þeirra því talinn mikil-
vægur.
Tillagan gerir ráð fyrir þvf að
sendur verði 5.000 hermanna liðs-
auki til þess að gæta sex verndar-
svæða múslima f Bosníu, en þar á
meðal eru höfuðborgin Sarajevo,
Gorazde, Srebrenica, Tuzla og Bihac.
Einnig miðar tiUagan að því að
auka svigrúm friðargæsluliða til þess
að beita vopnavaldi, þar á meðal
loftárásum, í sjálfsvörn, svo sem
þegar skotið er á eða ráðist inn á
verndarsvæði eða flutningar hjálp-
argagna eru hindraðir.
Owen lávarður og Thorvald Stolt-
enberg, milligöngumenn Evrópu-
bandalagsins (EB) og SÞ, sögðu að
tveggja stunda viðræður við Radov-
an Karadzic leiðtoga Bosnfu-Serba
í Pale í gær hefðu engan árangur
borið.
Inúítar fá
sjálfstjórn
Toronto. The Daily Telegraph.
STJÓRN Kanada hefur samið
um   að   veita   eskimóum   í
Nunavut sjálfstjórn.
Nunavut er álíka stórt og öll
ríki Evrópubandalagsins, um
fimmtungur alis landsvæðis í
Kanada en samt búa þar aðeins
22.000 manns, þar af 80% esk-
imóar. Þeir fá eigið þing sem
tekur m.a. ákvarðanir um
vinnslu málma og olíu, sem
svæðið gæti verið auðugt af.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52