Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C
wgunbUútíb
STOFNAÐ 1913
128.tbl.81.árg.
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vilja ákæra Giulio
Andreotti fyrir morð
Tfjldl   lfiillíí'1-                                                                                    ^*^
SAKSÓKNARAR á ítalíu báðu í gær þing landsins að rjúfa þing-
helgi Giulios Andreottis, fyrrverandi forsætisráðherra, svo hægt
yrði að ákæra hann fyrir að hafa gefið fyrirmæli um morð á ít-
ölskum blaðamanni fyrir 14 árum.
Heimildarmenn í Róm sögðu að
í 100 síðna skýrslu, sem lögð var
fyrir þingið, væri Andreotti sakaður
um að hafa skipað fyrir um morðið
á blaðamanninum Carmine Pecor-
elli, sem var skotinn fyrir utan skrif-
stofu tímaritsins „OP" árið 1979.
„OP" þreifst á fréttum sem einn
helsti andstæðingur Andreottis inn-
an leyniþjónustunnar laumaði að
tímaritinu. Að sögn rannsóknar-
dómara notaði Pecorelli oft upplýs-
ingarnar til að kúga stjórnmála- og
kaupsýslumenn.
Andreotti kveðst saklaus
Andreotti kveðst ekki hafa fyrir-
skipað morðið. „Það sem sagt er
um mig er algjör uppspuni," sagði
í yfirlýsingu frá honum í gær. „Eg
vil mótmæla harðlega þessari til-
raun til að taka mig af lífi." Þing-
helgi Andreottis, sem er 74 ára, var
aflétt í síðasta mánuði vegna ann-
ars máls, meintra tengsla hans við
mafíuna. Hann segir ásakanirnar
lið í tilraunum mafíunnar til að refsa
sér fyrir að hafa fyrirskipað herferð
gegn henni á valdatíma sínum.
Tengist morðinu á Moro
Nýjustu ásakanirnar eru byggðar
á vitnisburði fyrrverandi mafíufor-
ingja, sem sagði saksóknurum að
Andreotti hefði beðið mafíuna um
að myrða blaðamanninn. Vitnið
hafði eftir Gaetano Badalamenti,
mafíuforingja sem hefur verið í
fangelsi frá 1986, að Andreotti
hefði haft áhyggjur af því að Pecor-
elli kynni að komast að leyndarmál-
um sem vörðuðu morðið á Aldo
Moro, fyrrverandi forsætisráðherra,
árið 1978. Rauðu herdeildirnar
rændu Moro og myrtu hann eftir
að stjórn Andreottis hafði neitað
að semja við mannræningjana.
Brúðkaup á japanska vísu
BEIN sjónvarpsútsending frá aðdraganda giftingarathafnar Naruhit-
os, krónprinsins í Japan, og Masako Owada í gær. Athöfnina sjálfa
fengu engir að sjá, hvorki boðsgestir né sjónvarpsáhorfendur.
Sjá „Boðar krónprinsessan..." á bls. 20.
Ólgan í Þýskalandi
Lögreglan
máttvana
Bonn. Reuter.
ÞÝSKA lögreglan segist ekki
geta hindrað íkveikjuárásirnar
sem beinast gegn útlendingum,
einkum Tyrkjum, í Þýskalandi.
íkveikjur hafa verið svo til dag-
legt brauð í landinu undanfarnar
vikur og er það skoðun sumra
þingmanna að landið rambi á
barmi borgarastyrjaldar.
Stjórn Helmuts Kohls hefur lítið
annað aðhafst en að fordæma árás-
irnar og segir Hans Raidel, þing-
maður systurflokks Kristilegra
demókrata í Bæjaralandi, að tíma-
bært sé að koma í veg fyrir hugsan-
lega borgarastyrjöld. „Fyrst lög-
reglan er að missa taumhald á al-
menningi er tími til kominn að setja
neyðarlög," sagði Reitel.
Lðgreglan hefur viðurkennt að
hún sé næstum ófær um að koma
í veg fyrir íkveikjuárásir hægriöfga-
manna og biður almenning að vera
á varðbergi gagnvart árásum á
nágranna. Stjórnarliðar hafa lagt
fast að Kohl að koma í veg fyrir
upplausnarástand í Þýskalandi.
Þúsundir Króata á flótta
Reuter
MATE Boban, leiðtogi Króata í Bosníu, sakaði í gær múslima um að hafa stökkt 15.000 Króðtum á flótta og
handtekið eða drepið þúsundir manna. Hann hvatti stjórnina í Króatíu til að skerast tafarlaust í leikinn. A
myndinni ganga Króatar, sem börðust gegn múslimunum en flúðu á yfirráðasvæði Serba, framhjá serbneskum
hermanni eftir að hafa gefið sig á vald Serba.
Norman Lamont gagnrýnir John Major í ræðu á breska þinginu
Stjórnin situr en stjórnar ekki
London. Keuter, The Daily Telegrapn.
NORMAN Lamont, fyrrverandi fjármála-
ráðherra í bresku stjórninni, fór ómjúkum
höndum um John Major forsætisráðherra
í neðri deild breska þingsins í gær. Lam-
ont hélt ræðu á þinginu tíl að verja störf
sín sem fjármálaráðherra og lét þau orð
falla að sljórn Majors „sæti en stjórnaði
ekki" og tæki of mikið mark á skoðana-
könnunum við mótun stjórnarstefnunnar.
Major hefur sætt gagnrýni að undanfðrnu
og hafa þau ummæli verið látin falla að
ekkert sem hann leggi hönd á verði að gulli.
Ágreiningur  innan  íhaldsflokksins  um
Maastricht-samkomulagið hefur skotið upp
kollinum á ný og eiga ummæli Margaretar
Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, mik-
inn þátt í að ýfa gömul sár. Thatcher vill þjóð-
aratkvæðagreiðslu um Maastricht en Whitelaw
vísigreifi segir kjörnum þingfulltrúum treyst-
andi til að sinna skyldu sinni. íhaldsflokkurinn
er ekki talinn hafa verið í meiri lægð síðan
Profumo-hneykslið felldi stjórnina 1963 og var
brottvísun Lamonts og uppstokkun í ráðuneyt-
unum ætlað að styrkja stöðu ríkisstjórnar
Majors og íhaldsflokksins. Sú ráðstöfun hefur
ekki skilað tilætluðum árangri.
Major „skammsýnn"
Norman Lamont veittist einkum að Major  ar.
fyrir skammsýnar ákvarðanir, sem teknar
væru í samræmi við skoðanakannanir og ættu
lítið skylt við skýrt markaða stjórnarstefnu.
Hann kvað sitthvað athugavert við framgöngu
ríkisstjórnarinnar, ekki bæri að taka ákvarðan-
ir eftir höfði framkvæmdastjóra flokksins.
Sagði hann að stjórnin myndi hvorki sitja við
völd né eiga það skilið að öllu óbreyttu. Lam-
ont sagðist ekki bera ábyrgð á ríkjandi efna-
hagsástandi, sagði lægðina frá dögum Majors
sem fjármálaráðherra og kvaðst óska þess að
uppstokkun forsætisráðherrans myndi skila
þeim árangri sem til var ætlast. Vakti það
talsverða kátínu í röðum stjórnarandstöðunn-
Franska stjórnin
Vill sam-
ewópskan
öryggis-
sáttmála
Ljær máls á landa-
mærabreytingum
París. Reuter.
EDOUARD Balladur, forsætis-
ráðherra Frakklands, kynnti í
gær tillögu um samevrópskan
öryggissáttmála, sem myndi
miða að því að tryggja mann-
réttindi í Evrópu, vernda minni-
hlutahópa og heimila breytingar
á landamærum- ef þörf kræfi til
að leysa deilur milli þjóða.
Rætt á leiðtogafundi EB
Balladur sagði á ríkisstjórnar-
fundi að hann hygðist leggja tillög-
una fyrir leiðtogafund Evrópu-
bandalagsins í Kaupmannahöfn
21.-22. júní. „Evrópubandalagið
verður að læra af sorglegri reynslu
okkar af stríðinu í fyrrverandi
Júgóslavíu. Komá verður á póli-
tískum stöðugleika í Evrópu, sem
nauðsynlegur er fyrir efnahagsþró-
unina í álfunni," hafði talsmaður
frönsku stjórnarinnar, Nicolas
Sarkozy, eftir Balladur.
30 ríki efni til ráðstefnu
Að sögn talsmannsins sagði ráð-
herrann að til greina kæmi að
breyta landamærum í Mið- og
Austur-Evrópu til að leysa þjóðern-
isdeilur sem komið hafa upp á yfir-
borðið eftir hrun kommúnismans.
Balladur vill að um 30 ríki, þeirra
á meðal EB-ríkin 12, Bandaríkin,
Kanada, flest Mið-Evrópuríkin og
nokkur af fyrrverandi lýðveldum
Sovétríkjanna, efni til ráðstefnu til
að undirbúa sáttmálann, sem
myndi aðallega fjalla um öryggis-
mál, rétt minnihlutahópa, mann-
réttindi og efnahagssamvinnu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44