Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
mmnWbiM^
STOFNAÐ 1913
137.tbl.81.arg-
ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hryðjuverk í Madrid
Reuter
TVÆR bílsprengjur sprungu með stuttu millibili í
miðborg Madridar í gærmorgun með þeim afleiðing-
um, að sjö manns, þar af fimm hermenn, biðu bana.
Fjöldi vegfarenda slasaðist enda urðu sprengingarn-
ar á háannatíma. í annarri sprakk upp herflutninga-
bifreið sem hér má sjá en hinni sprengjunni hafði
verið komið fyrir rétt við bandaríska sendiráðið í
borginni. Talið er að baskneskir aðskilnaðarsinnar,
ETA, hafi staðið fyrir sprengingunum.
Bílsprengjur__" á bls. 22.
Allsherjarringulreið í Azerbajdzhan
Leiðtogi upp-
reisnarmanna
kallar til valda
Bakú. Reuter.
AZERSKIR uppreisnarmenn voru í gær komnir að úthverf-
um Bakú, höfuðborgar Azerbajdzhans, og Suret Guseinov,
leiðtogi þeirra, gerði kröfu til æðstu valda í Iandinu.
Guseinov sagði á blaðamanna-
fundi í Gyandzha, höfuðvígi upp-
reisnarmannanna, að sér bæri
skylda til að taka að sér stjórn
landsins. Hann kvað forseta þings-
ins, Geidar Aliyev, ekki hafa neinn
rétt til að taka við forsetaembætt-
inu eftir að Abulfaz Elchibey flúði
höfuðborgina á föstudag þegar
uppreisnarmennirnir sóttu í átt að
borginni. Er hann nú í Nakhítsje-
van, sem er azerskt sjálfstjórnar-
svæði en landfræðilega aðskilið.
Engin mótspyrna
Guseinov hóf uppreisn í vestur-
hluta Azerbajdzhans 4. júní og
krafðist afsagnar Elchibeys. A
viku hafa hersveitir hans sótt alla
leiðina að úthverfum Bakú án þess
að stjórnarherinn veitti mót-
spyrnu.
Elchibey hefur sagt að hann
hafi ekki sagt af sér og Alijev
gegnir forsetaembættinu aðeins til
bráðabirgða. Þingið krafðist þess
í gær að Elchibey kæmi aftur til
Bakú og tæki að nýju við skyldu-
störfum sínum.
Uppreisnarherménn hafa nú
þegar komið sér fyrir á ýmsum
stöðum í útjaðri Bakúborgar og
var komu þeirra fagnað af stjórn-
arhermönnum. Einn helsti stuðn-
ingsmaður Elchibeys forseta á
þingi sagði í gær, að kæmist Gus-
einov til valda, væri búið með póli-
tískt frelsi í landinu.
Rættum
fjármál
flokkaí
Bretlandi
London. Reuter.
AÐ KRÖFU Verkamanna-
flokksins fer í dag fram á
breska þinginu umræða um
fjármögnun stjórnmála-
flokkanna. Er tilefni kröf-
unnar fréttir um að kaup-
sýslumaðurinn Asil Nadir
hafi yeitt illa fengnu fé í
sjóði íhaldsflokksins.
Búist hafði ver-
ið við, að Michael
Heseltine iðnað-
arráðherra yrði
einn helstí mál-
svari         íhalds-
flokksins í um-
ræðunni í dag en
af því verður þó
ekki þar sem Hes-
eltine fékk hjarta-
áfall í gær, þegar
hann var á ferðalagi í Feneyjum.
Síðustu fregnir herma að hann sé
á batavegi.
Nadir-málið hefur vakið mikla
athygli í Bretlandi en það snýst
um gjaldþrot stórfyrirtækisins
Pollys Pecks, flótta Nadirs úr landi
og hugsanleg tengsl hans við
ýmsa frammámenn.
Sjá „íhaldsflokkurinn ..." á
bls. 23.
Heseltine
Efnahagssamdráttur og Bosnía aðalefni leiðtogafundar EB-ríkjanna
Atta liða áætlun um úr-
ræði í efnahagsmálum
KaupmannahtSfn. Reuter.
JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjórn-
ar Evrópubandalagsins, EB, kynnti í gær á
fyrra degi leiðtogafundar EB-ríkjanna í Kaup-
mannahöfn áætlun, sem ætlað er að hleypa
nýju lifi í efnahagsstarfsemi aðildarríkjanna
og draga úr atvinnuleysi. Voru efnahagsmálin
aðalviðfangsefni fundarins í gær en stríðið í
Bosníu verður efst á baugi í dag. Áætlun
Delors, sem er talin munu kosta 3.300 inillj-
Búist er við samdrætti í stað
hagvaxtar í Evrópubandalagsríkj-
unum á þessu ári í fyrsta sinn frá
því á áttunda áratugnum og tala
atvinnulausra stefnir í 20 milijónir
á næsta ári. Helmut Kohl, kansl-
ari Þýskalands, þótti því hitta í
mark þegar hann sagði, að Evr-
ópuríkin yrðu að losa sig við ímynd
getuleysisins. I áætlun Delors er
fullyrt, að sameiginlegur gjaldmið-
ill muni auka hagvöxt og atvinnu
en einna mesta áherslu leggur
hann á, að gengið verði fljótt frá
nýjum GATT-samnmgi.
Delors leggur til, að fjárframlög
til rannsókna og þróunar, sam-
gangna, fjarskipta og tæknilegra
nýjunga verði stóraukin og tillaga
er um endurskipulagningu
menntakerfisins með það fyrir
augum, að allir hafi rétt til endur-
arða kr., er í átta liðum og er þar meðal ann-
ars lögð áhersla á, að EB-ríkin vinni að því
að taka upp einn gjaldmiðil; að gengið verði
strax frá nýjum GATT-samningi um frjáls
viðskipti ríkja í milli; að notkun takmarkaðra
auðlinda verði skattlögð sérstaklega en launa-
skattur og aðrir skattar á atvinnurekstur
lækkaðir og framlög til stofnana, sem vinna
að málefnum atvinnulausra, stórhækkuð.
Reuter
EB beðið ásjár
ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, veifaði til viðstaddra þegar hann
kom í liðsbón tíl EB-fundarins í Kaupmannahöfn í gær.
menntunar hvenær sem er á lífs-
leiðinni.
Höfum lifað um efni fram
Delors tók fram þegar hann
kynnti áætlunina, að svarið við
vaxandi atvinnuleysi væri ekki að
ráðast gegn evrópsku félagsmála-
og vinnulöggjöfinni og tóku sumir
undir það með honum. John Maj-
or, forsætisráðherra Bretlands,
sagði hins vegar, að veruleg hætta
væri á, að allsherjarsamræming
innan bandalagsins leiddi af sér
rándýran ósveigjanleika á vinnu-
markaði, sem ræki fyrirtækin úr
landi og til þriðjaheimsríkja. Kohl
þótti einnig taka áætiun Delors
fálega og gaf raunar í skyn, að
örlæti velferðarkerfisins ætti sinn
þátt í þrengingum Þjóðverja. „Við
höfum lifað um efni fram. Innan
velferðarkerfisins er að finna út-
gjöld, sem ekki er hægt að rétt-
læta," sagði hann.
Delors lagði til, að fram-
kvæmdastjórnin gengi frá endan-
legri áætlun um endurreisn efna-
hagslífsins ekki síðar en í desem-
ber og var búist við, að það yrði
samþykkt.
Sjá „Izetbegovic ..." á bls. 23.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48