Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C
fHtfgmifelaMfe
139.tbl.81.árg.
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nýr mið- og hægriflokkur í Japan
„Skipaður mörg-
um af spilltustu
þingmönnunum"
Tókýó. Reutcr.
44 ÞINGMENN, sem sögðu sig úr Frjálslynda lýðræðisflokkn-
um í Japan, stofnuðu nýjan flokk í gær og sögðust ætla að
binda enda á 38 ára valdatíma stjórnarflokksins í þingkosning-
unum 18. júlí. Japanski stjórnmálaskýrandinn Reiko Tamura
sagði að nýi flokkurinn væri skipaður „mörgum af flekkuð-
ustu og spilltustu þingmönnunum".
„Við höfum stofnað flokk fyrir
næstu öld sem hyggst koma á
stjórnmálaumbótum, endurlífga
stjórnkerfíð og brjóta blað í sög-
unni," sagði Tsutomu Hata, leiðtogi
nýja flokksins, sem heitir Shinseito
(Ný fæðing). Hata er 57 ára og
gegndi embætti fjármálaráðherra
þar til í desember.
Kjósendur tregir?
„Almenningur vill breytingar eft-
ir að hafa fylgst með því sem er
að gerast annars staðar í heiminum,
eins og sigri demókrata í Bandaríkj-
unum eftir margra ára valdatíma
repúblikana," sagði Reiko Tamura.
„Vandinn við Shinseito er sá að
flokkurinn er skipaður mörgum af
flekkuðustu og spilltustu þingmönn-
unum. Kjósendur kynnu að reynast
tregir til að kjósa slíkan flokk."
Athygli vakti að Ichiro Ozawa,
fyrrverandi     framkvæmdastjóri
Frjálslynda lýðræðisflokksins, var
ekki viðstaddur stofnun Shinseito.
Ozawa var helsti hvatamaðurinn að
stofnun flokksins og talið er að
hann eigi eftir að hafa mikil áhrif
á bak við tjöldin.
Reuter
„Heitur" fundur
STOFNENDUM Shinseito - flokksins virðist hafa hitnað talsvert á blaðamannafundi sem haldinn var í
Tókýó í gær til þess að marka nýtt upphaf í japönskum stjórnmálum. Tsutomu Hata, fyrrverandi fjár-
málaráðherra (til vinstri) og Koze Watanabe fyrrverandi viðskiptaráðherra (fyrir miðju), virtust hins
vegar ekki láta hitann á sig fá.
Friðarfundur
MANGOSUTHU Buthelezi (til
vinstri), foringi Inkathahreyfíng-
arinnar í Suður-Afríku, og Nel-
son Mandela, forseti Afríska
þjóðarráðsins, áttu með sér frið-
arfund í gær. Að honum loknum
gáfu þeir út yfírlýsingu þess efn-
is að þeir hefðu sæst á leiðir til
þess að binda enda á ófrið þess-
ara tveggja helstu hreyfinga
blökkumanna í landinu. Þetta er
í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtog-
arnir hittast að máli.
Friðartillögur um framtíð Bosníu heldur óljósar að mati Owens
Serbar og Króatar vilja
skipta Bosníu í þrennt
Ný „útlendingalög" samþykkt í Eistlandi
Rússar boða refsi-
aðgerðir fljótlega
Moskvu. Keuter.
RÚSSNESKA stjórnin hefur ákveðið að grípa til refsiaðgerða
gegn Eistlandi vegna nýrra „útlendingalaga", sem hún telur
beinast sérstaklega gegn rússneska minnihlutanum í landinu.
Verður um að ræða efnahagslegar sem pólitískar aðgerðir.
„Við vöruðum Eista við en þeir
sinntu því ekki. Rússneska utanrík-
isráðuneytið vinnur nú að því að
ákveða til hvaða aðgerða verður
gripið en þær verða jafnt pólitískar
sem efnahagslegar," sagði Vítalíj
Tsjúrkín, aðstoðarutanríksráðherra
Rússlands, í gær.
Lögin umræddu skylda aðra en
Eista til að sækja um ríkisborgara-
rétt eða dvalarleyfi innan tveggja
ára eða hafa sig ella burt úr land-
Genf, Sarajevo. Reuter.
FORSETAR Serba og Króata lögðu fram á friðarráðstefnu
í Genf í gær tillögur sínar um leiðir til að binda enda á
styrjöldina í Bosníu. Leggja þeir til að landinu verði skipt
í þrjú ríki múslima, Serba og Króata. Owen lávarður, sátta-
semjari Evrópubandalagsins, sagðist hafa orðið fyrir von-
brigðum með tillðgur forsetanna, sem væru óyósar hvað
landamæri varðaði.
Forsetarnir tveir, Slobodan Mi-
losevic og Franjo Tudjman, funduðu
með alþjóðlegu sáttasemjurunum
Owen lávarði og Torvald Stolten-
berg, og auk þess sat leiðtogi Bosn-
íu-Serba, Radovan Karadzic, fund-
inn. Þrátt fyrir orð Owens um tor-
ræðni tillagnanna, virðist nokkur
mynd vera að komast á mögulega
framtíð Bosníu. í tillögum Owens
og Vance, sem voru lagðar til hlið-
ar í fyrrí viku, var gert ráð fyrir
að landinu yrði skipt upp í 10 svæði,
en nú hillir undir skiptingu í þrjú
ríki, sem verða dreifð á fímm eða
sex landsvæði. Serbar, sem hafa
tögl og hagldir á um 70% lands í
Bosníu, krefjast þess að fá eitt
„Lýðveldi Serbíu" sem næði frá
landamærunum við Serbíu og að
vesturlandamærum Bosníu. Bosníu-
Króatar, sem eiga nú í heiftarlegum
átökum við fyrrum bandamenn
sína, múslima, í Mið-Bosníu, fengju
króatískt lýðveldi í suðvesturhluta
Bosníu-Hersegóvínu og ef til vill
nokkurt land við norðurlandamærin
að Króatíu. Múslimar, sem voru
44% íbúa Bosníu áður en stríðið
inu. Þá eru settár miklar skorður
við, að hermenn, sem áður voru í
sovéska hernum, og fjölskyldur
þeirra geti sótt um ríkisborgararétt.
Tsjúrkín sagði, að refsiaðgerðirn-
ar myndu til dæmis taka til við-
skipta milli landanna og fyrirhugað-
an brottflutning rússneskra her-
sveita frá Eistlandi. I Eistlandi búa
1,6 milljónir manna, þar af eru
600.000 rússneskumælandi.
hófst, yrðu að sætta sig við ræmu
lands undir „Lýðveldi Bosníu" fyrir
norðan Sarajevo, sem og skika
umhverfis bæinn Bihac.
Karadzic sáttur við
ríkjasamband
Þegar Karadzic kom til Genfar
sagði hann að bæði Serbar og Kró-
atar vildu fremur, þótt ekki væri
þeim það kappsmál, sættast á ríkja-
samband innan Bosníu, svo sem
sáttasemjararnir Owen og Stolten-
berg teldu æskilegast. „Eg held að
betra væri að semja um þrjú aðskil-
in ríki," sagði Karadzic við frétta-
menn, „en ef þjóðír heims vilja að
við höldum hópinn þá hljótum við
að mynda ríkjasamband." Hann
sagði ennfremur að múslimar
fengju besta hluta landsins, 30%
lands, en þar með rúmlega helming
allra framleiðslutekna.
Owen lávarður sagði við frétta-
menn að forsetarnir hefðu valdið
sáttasemjurunum nokkrum von-
brigðum. „Þeir höfðu engar ákveðn-
ar hugmyndir um hvemig kortið
ætti að líta út," sagði Owen. „En
það var ef til vill til hins betra, því
okkur leist alls ekki á margt af því
sem þeir höfðu að segja." Owen
vildi ekki ræða tillögur forsetanna
í smáatriðum, en sagði að þeir
væru áfram um að allir deiluaðilarn-
ir þrír tækju þátt í að móta endan-
legt landakort.
Spennandi
NATO-ferð
Brussel. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, fyrr-
verandi utanríkisráðherra
Sovétríkjanna og núverandi
leiðtogi Georgíu, var svo
spenntur í sinni fyrstu heim-
sókn í aðalstöðvar NATO árið
1989, að hann skildi þar eftir
leyniskjöl frá Varsjárbanda-
laginu.
„Eg var svo yfir mig spennt-
ur, að mér urðu á þau ófyrirgef-
anlegu mistök að gleyma öllum
skjölunum mínum í einu fundar-
herberginu,"    sagði    She-
vardnadze á fundi með fulltrúum
í Atlantshafsráðinu í Brussel í
gær. Sagði hann, að þeim hefði
öllum verið skilað og lauk væðu
sinni með því að segja, að nú
vildi hann glaður skilja öll sín
gögn eftir hjá NATO.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44