Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Heilbrigðisráðuneytið veitir aukafjárveitingu vegna hvíldardeildar fyrir aldraða Verktakastarf á Landakoti ÞRÍR hjúkrunarfræðingar á Landakoti hafa tekið að sér rekstur hvíldardeildar fyrir aldraða á spítalanum í júlí. Heilbrigðisráðuneyt- ið veitti aukafjárveitingu til reksturs deildarinnar, sem annars hefði verið lokuð vegna sumarleyfa í júlímánuði. Þá hafa hjúkrunarfræð- ingarnir, sem sjálfar eru í sumarfríi, fengið annað starfsfólk spítal- ans, sem einnig er í fríi, til að starfa á deildinni, en þar verða 17 aldraðir. Hjúkrunarfræðingamir leituðu til heilbrigðisráðherra um að nýta Jokun deildarinnar í júlí. Heil- brigðisráðherra gerði svo samning við Landakot um slíkt verkefni og er hjúkrunarþáttur deildarinn- ar í verktakaformi. Aukafjárveit- ingin nær yfir allan rekstur deild- arinnar. Heils árs hvíldardeild Margt starfsfólk deildarinnar starfar á öldrunardeild Landakots og hefur þannig kynnst þörf á slíkri starfsemi. „Það myndi leysa mörg vandamál ef hægt væri að koma á laggirnar heils árs deild sem væri svona hvíldardeild þann- ig að fólk gæti komið og verið á deildinni í mánuð í senn,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, einn hjúkr- unarfræðinganna. Deildin er ætluð sem hvíldar- deild fyrir aldraða, sem búa ýmist einir eða hjá aðstandendum sín- um. „Fyrir fólk er þetta í raun hvíld og tilbreyting frá því hefð- bundna," segir Sigríður. Morgunblaðið/Sverrir Verktakar annast hvíldardeild Á MYNDINNI má sjá frá vinstri húkrunarfræðingana Sigríði Ólafsdóttur, Sigríði Konráðsdóttur, Ingibjörgu Einarsdóttur og Elínu Ólafsdóttur ásamt nokkrum vistmönnum deildarinnar. I ! I VEÐUR Síldarverksmiðjum breytt í hlutafélag I r r r ÍDAGkl. 12.00 f / ’ Heimíld: Veðurstofa íslands ' (Syggl á veSurapd kl. 16.1S í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 7. JULI YFIRLIT: Yfir austanverðu landinu er minnkandi 1.013 mb lægð. Vax- andi lægðardrag suður af hafi hreyfist austur og verður suður af landinu á morgun. SPÁ: Austanátt og síðar norðaustlæg átt. Þurrt og víða bjart veður í innsveitum á Norður- og Vesturlandi en annars skýjað. Rigning með suður- og síöar austurströndinni og vaxandi hætta á súld noröanlands eftir því sem vindur verður norðaustlægari. Hiti á bilinu 5-13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: NA-strekkingur um allt land. Skúrir eða súld norðanlands og austan, einkum við ströndina, en víða bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 5-14 stig, kaldast á annesjum norðanlands en hlýjast sunnan til. HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg norölæg átt. Skýjað með köflum norðanlands og sumstaðar dálítil súld á annesjum en annars léttskýjað víðast hvar. Hiti verður á bilinu 6-16 stig, hlýjast sunnanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. y Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * r * * / r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig-. FÆRÐ Á VEGUM: (ki. 17.30 tgær) Greiðfært er um þjóðvegi landsins. Hálendisvegir eru óðum að opnast hver af öðrum, og er t.d. orðið fært um Uxahryggi, Kaldadal, í Eldgjá að sunnan, Veiðivötn, Jökulheima, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og Land- mannaláugar um Sigöldu. Einnig er Kjalvegur orðinn fær stórum bílum. Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir um að virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti ( síma 91-631500 og ágrænnilfnu, 99-6315. Vegagerðin. r VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 skýjað Reykjavík 8 skýjað Bergen 11 skúr Helsinki 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Narssarssuaq 8 iétt8kýjað Nuuk 4 heíðskírt Ósló 16 skýjsð Stokkhólmur 19 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 29 heiðskfrt Amsterdam 18 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlín 16 skýjað Chicago 20 skýjað Feneyjar 26 skýjað Frankfurt 17 skýjað Glasgow 15 skýjað Hamborg vantar London 18 skýjað Los Angeles 19 alskýjað Lúxemborg 14 skýjað Madrid 27 léttskýjað Malaga 23 þoka Mallorca 29 léttskýjað Montreal vantar NewYork 24 mistur Orlando vantar París 19 hálfskýjað Madeira 22 léttskýjað Róm 26 þokumóða Vín 16 aiskýjað Washington 27 þokumóða Winnípeg 11 8kúr SR mjöl hf. takí yfir l.ágúst STOFNFUNDUR SR mjöls hf. fór fram á Siglufirði í gær. Hlutafélag- ið tekur við öllum rekstri Síldarverksmiðja ríkisins um næstu mánaða- mót. Hlutafé verður 650 milljónir og sér nýskipuð stjórn um sölu á eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra telur að eftir að ríkissjóður hafi yfirtekið 400 miHjónir af skuldum SR verði hið nýja félag vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Hann minnir á að útlit sé fyrir ágæta loðnuveiði á næstu vertíð. Þorsteinn sagði að Arndís Stein- þórsdóttir veitti hinni nýju stjórn forystu. Aðrir í henni væru Arnar Sigmundsson, Pétur Bjarnason, Þórhallur Arason og Hermann Sveinbjörnsson. Hann sagði að stjórninni hefði þegar verið falið að standa að sölu á eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. „Við reiknum með góðri loðnuveiði og jafnvel tveimur góðum loðnuár- um þannig að aðstæður ættu að vera góðar til að selja fyrirtækið. Það þarf hins vegar að vanda það verk vel og menn þurfa að leggja niður fyrir sig hvernig best verði Hagvirki- Klettur með lægsta boð OPNUÐ hafa verið tilboð í verk við mislæg gatnamót Reykjanes- brautar og Ásbrautar. Lægsta tilboðið á Hagvirki-Klettur, tæp- lega 97 milljónir króna, og er það um 85% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun var 112.029.840 krónur. Suðurverk hf. átti næstlægsta tilboð, 97.850.280 krónur. Sjö verktakar buðu í verkið. að því staðið,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði hann að stefnt væri að því að selja hlutabréfin eins fljótt og kostur væri en engin tíma- setning hefði verið tiltekin í því sambandi. Starfsmennirnir Síldarverksmiðjur ríkisins starf- rækja fimm verksmiðjur með um 60 starfsmönnum og sagði Þor- steinn að nýja hlutafélagið myndi ráða alla starfsmennina til sín. Starfsemi fyrirtækisins myndi líka vera haldið í fyrra horfi, til að byija með að minnsta kosti. Þegar hann var hins vegar spurð- ur að því hvers vegna ráðist hefði verið í að breyta rekstrarfyrirkomu- lagi fyrirtækisins sagði hann að almennt séð væri ekki æskilegt að ríkið stæði í atvinnurekstri af þessu tagi í samkeppni við einkaaðila. „Þess vegna tel ég eðlilegt að ríkið losi sig við sinn hlut. Að þessar verksmiðjur eins og aðrar keppi á þessum markaði á jafnréttisgrund- velli,“ sagði hann. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við ágreining vegna breytingarinn- ar. „Eg held að það sé almennur skilningur manna á þeim stöðum þar sem verksmiðjurnar eru reknar að nýr tími kalli á breytingar og aðstæður séu með öðrum hætti en þegar verksmiðjurnar fóru af stað fyrir mörgum áratugum.“ Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Kranabóma gaf sig BÓMAN á þessum krana gaf sig þegar verið var að hífa 40 feta gám á vegum kanadísks verktaka við flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflug- velli síðdegis í gær. Engin slys urðu á fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.