Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C
*fgun(Iafeife
STOFNAÐ 1913
249.tbl.81.erg.
ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mikill hagnaður hjá norsku bönkunum
Ríkið fær aft-
ur framlögin
NORSKA ríkið hefur fengið aftur mestan hluta þeirra 200 milh'-
arða ísl. kr., sem notaðir hafa verið á síðustu árum til að bjarga
bankakerfinu frá gjaldþroti. Er ástæðan þau miklu umskipti,
sem orðið hafa í rekstri bankanna en hjá flestum stefnir í mik-
inn hagnað, segir í danska blaðinu Berlingske Tidende.
Um tíma mátti heita, að norska
bankakerfið væri meira eða minna
í ríkiseigu en nú hefur ríkið fengið
björgunarkostnaðinn aftur að stór-
um hluta með því að selja hlutabréf-
in í bönkunum á almennum mark-
aði. Þau verða þó ekki seld öll því
að ríkisstjórnin vill áfram hafa mik-
il ítök í þremur stærstu viðskipta-
bönkunum.
Methagnaður sparisjóða
Á síðustu árum hafa norsku
sparisjóðirnir tapað miklu en búist
Renault og Volvo
Efasemdir
umsamruna
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt-
ur, fréttaritara Morgunblaðsins.
VAXANDI óánægja meðal hlut-
hafa í Volvo-fyrirtækinu gæti orð-
ið til þess að fyrirhugaður sam-
runi Volvo og frönsku Renault-
verksmiðjanna rynni út í sandinn.
Frá þessu var skýrt á forsíðu
Svenska Dagbladet í gær. Þar var
sagt að Pehr Gyllenhammar, for-
stjóri Volvo, væri á leið út úr fyrir-
tækinu. Hann er harðlega gagnrýnd-
ur fyrir að hafa fórnað hagsmunum
Volvo til að komast sjálfur í for-
stjórastól nýju samsteypunnar.
Það hefur einnig valdið óánægju
hjá sænskum hluthöfum Volvo að
franska ríkið, aðaleigandi Renault,
hefur neitunarrétt í væntanlegri
samsteypu en hluthafar Volvo ekki.
er við, að nú á þessu ári verði
rekstrarhagnaðurinn fyrir skatt
rúmir 36 milljarðar ísl. kr., sá mesti
frá upphafi. Viðskiptabankarnir
horfa einnig fram á góða tíma.
Eftir gífurlegt tap síðustu árin
stefnir í tæplega tíu milljarða hagn-
að hjá Den Norske Bank, í það
sama hjá Kreditkassen og í góða
afkomu hjá Fokus Bank, þriðja
stærsta bankanum.
Þessir þrír bankar hefðu orðið
gjaldþrota, hefði ríkið ekki hlaupið
undir bagga með þeim, en það, sem
hefur snúið rekstri þeirra við, eru
fyrst og fremst vaxtalækkanir i
Noregi, gengishagnaður og hag-
ræðing í rekstri þeirra.
Reuter
Ástvinur syrgður
KRÓATÍSK kona í Sarajevo grætur á gröf sonar síns sem féll í fyrra.
Gagnrýnir
fósturvísa-
tilraunir
Páfagarði. Reuter.
JÓHANNES Páll II páfi fordæmdi
á sunnudag visindatilraunir sem
gengju í berhögg við siðferðis-
reglur og vanvirtu mannkynið.
Þótt páfi hafi ekki minnst á nein-
ar sérstakar tilraunir er talið að
hann hafi verið að vísa til banda-
rískra vísindamanna sem hafa
fjöldaframleitt fósturvísa.
Páfi sagði í ræðu í Péturskirkjunni
að hann hefði miklar áhyggjur af
„ólögmætum og uggvekjandi tilraun-
um" sem hann kvað brjóta í bága
við siðferðisreglur. „Menn átta sig á
... að það er ekkert lengur sem
verndar manninn fyrir ótrúlegri mis-
notkun og tilraunum til sjálfseyðandi
dáraskapar," sagði páfi. „Margt
breytist í manninum og í umhverfi
hans en eðli hans verður ekki breytt."
Vísindamenn við George Washing-
ton-háskóla í Washington hafa skýrt
frá því að þeim hafi tekist að fjölda-
framleiða fósturvísa en þeir hættu
tilraunum í vikunni sem leið vegna
harðra mótmæla fólks sem telur þær
brot á siðferðisreglum.
Glundroði í Mið-Bosníu vegna framferðis herliðs múslima og Króata
Mörg þúsund manns fiýja
heimili sín í örvæntingu
Sarajevo. Reuter.
RAUÐI krossinn hvatti í gær Króataog múslima í Bosníu til að
virða rétt óbreyttra borgara og fanga á stríðstímum og þyrma
lífi þeirra sem eru í hættu vegna harðra átaka í miðhluta lands-
ins. Stofnunin skýrði frá mikilli eyðileggingu og glundroða í
bænum Vares og nágrenni, þar sem þúsundir manna, aðallega
múslima, hafa flúið heimili sín til að bjarga lífi sínu. Þá var skýrt
frá því að hermenn í stjórnarher Bosníu hefðu skotið 19 króa-
tíska hermenn til bana þegar þeir reyndu að flýja eftir að hafa
verið teknir til fanga í Bugojno, 60 km vestur af Vares.
Morgunblaðið 80 ára
í DAG eru liðin 80 ár frá því
er fyrsta tölublað Morgun-
blaðsins sá dagsins ljós. Stofn-
endur blaðsins voru þeir Vil-
hjálmur Finsen, sem var rit-
stjóri þess fyrstu 6 árin og
Ólafur Björnsson ritstjóri ísa-
foldar. Attu þeir sinn hvorn
helming blaðsins þessi ár, en
1. júlí 1919 keypti núverandi
eigandi blaðsins, Árvakur hf.,
blaðið af þeim félögum.
Morgunblaðið hefur mikið
breytzt í tímans rás. Áður en blað-
ið kom út 2. nóvember 1913 hafði
tekizt að safna 38 áskrifendum, en
þeim fjölgaði stórum fyrsta út-
komudaginn. Upplag blaðsins var
1.000 eintök og seldist upp. í dag
seljast daglega tæp 52 þúsund ein-
tök. Þá voru 35 íslendingar um
hvert eintak blaðsins en í dag eru
þeir 5. Pjöldi starfsmanna var þá
7, en er í dag um 280. Velta blaðs-
ins fyrsta árið á verðlagi árins 1993
var 21.9 milljónir króna, en er
áætluð rúmlega 1,6 milljarðar
króna í ár.
Sá maður, sem lengst hefur ver-
ið ritstjóri Morgunblaðsins er Val-
týr Stefánsson, sem var ritstjóri frá
1924 til 1963 eða í 39 ár. Næstur
kemur annar núverandi ritstjóra
blaðsins, Matthías Johannessen, en
hann hefur verið ritstjóri í 34 ár.
Þá hafa aðeins tveir menn gegnt
stöðu framkvæmdastjóra, Sigfús
Jónsson sem starfaði frá 1923 til
1968 eða í 45 ár og Haraldur
Sveinsson frá 1968.
í tilefni þessara tímamóta í sögu
blaðsins fylgir afmælisblað Morg-
unblaðinu í dag, B-blað, sem ber
heitið „Morgunblaðið - 80 ár". I
því er ágrip af sögu blaðsins í
myndum og máli, rakin er fram-
leiðsluþróun blaðsins og tækniþró-
unin í þessa átta tugi ára. Þá er á
bls. 4 kynning á kvikmynd, sem
gerð hefur verið um Morgunblaðið
og er á dagskrá Ríkissjónvarpsins
í kvöld kl. 20.35. Viðtöl eru á bls.
2 við tvo jafnaldra Morgunblaðsins,
sem einnig eiga afmæli í dag.
„Glundroði virðist ríkja í Vares.
Þúsundir óbreyttra borgara hafa
neyðst til að flýja .heimili sín. Þeir
eru að flýja rán og gripdeildir,
morðhótanir, barsmíðar og eru í
örvæntingarfullri leit að vernd,"
sagði í yfirlýsingu frá Rauða kross-
inum. Oldruð kona var í hópi þeirra
sem höfðu eytt mörgum nóttum á
gangstéttum í Vares þrátt fyrir
nístandi kulda; víða gengu hermenn
um götur með hlaupstuttar hagla-
byssur í leit að ránsfeng. „Ég treysti
bara bláhjálmunum [sænskum frið-
argæsluliðum í borginni]", sagði
konan. „Þeir björguðu lífi mínu í
nótt".
Aftökur án dóms og laga
Embættismenn Rauða krossins í
Sarajevo sögðust margsinnis hafa
heyrt ásakanir um að óbreyttir
borgarar og fangar væru teknir af
lífi án dóms og laga í Mið-Bosníu.
Þeir hvöttu Bosníuher og her Kró-
ata í Bosniu til að binda enda á
gróf brot á alþjóðareglum um rétt
óbreyttra borgara og fanga á stríðs-
tímum.
Breskir friðargæsluliðar rann-
sökuðu á sunnudag drápin á króat-
ísku stríðsföngunum 19. Þeir fengu
ekki að fara inn í Bugojno en fengu
þær upplýsingar frá múslimum að
mennirnir hefðu verið skotnir til
bana eftir að hafa reynt að flýja.
Vitað var að þrír Króatar til viðbót-
ar voru í haldi hersins en friðar-
gæsluliðarnir fengu ekki að sjá þá.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna    hafa    ennfremur    miklar
áhyggjur af harðnandi átökum í
grennd við múslimska bæinn Sre-
brenica í austurhluta Bosníu. Sam-
kvæmt friðarsamningi sem gerður
var fyrr á árinu áttu múslimskir
hermenn, sem hafa varið bæinn,
að afvopnast en þeir létu aðeins lít-
inn hluta af vopnum sínum af hendi.
Friðargæslulið SÞ heimilaði í gær
matvælaflutninga að nýju um flug-
völlinn í Sarajevo, en þeim hafði
verið hætt vegna árásar á flugvóll-
inn á sunnudag.
Nýnasistar
til Israels
DRESDEN-borg í Þýskalandi
sendi nýlega 19 unga nýnas-
ista í kynningar- og endur-
hæfingarferð til ísraels og
var markmiðið að fá þá til að
hætta að svívirða gyðinga.
Danska blaðið Berlingske
Tidende segir að ekki sé Jjóst
hvort ferðin hafi borið nokk-
urn árangur.
Fé til fararinnar, nær þrjár
milljónir króna, var tekið úr sjóði
sem ætlað er að styrkja gyðinga
er flust hafa til Þýskalands eftir
umrótið í Austur-Evrópu og
Rússlandi. Embættismaðurinn
sem skipulagði ferðina mun ekki
hafa fengið leyfi til að nota sjóð-
inn, sem nú er upp urinn, með
, þessum hætti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48