Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56SIÐURLESBOK/C
tfgiiaMafeife
STOFNAÐ 1913
253.tbl.81.árg.
LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rússar vara við slæmu ástandi kjarnavopna í Úkraínu
Hætta sögð á verra
slysi en í Tsjernobyl
Moskvu. Rcuter.
ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær
að stjórn landsins hefði miklar áhyggjur af fréttum um slæmt
ástand kjarnavopna í Úkraínu og kvað hættu á kjarnorkuslysi
sem yrði „miklu verra en í Tsjernobyl".
Kozyrev sagði að samkvæmt
nýjustu upplýsingum sem rúss-
nesku stjóminni hefðu áskotnast
væri brýn nauðsyn á því að Úkra-
ínumenn stæðu við samning þeirra
yið Rússa um að láta kjarnavopnin
af hendi svo hægt yrði að eyði-
leggja þau. Úkraínumenn hafa
verið tregir til að flytja vopnin til
Rússlands og segjast vilja meiri
bætur fyrir afhendingu þeirra og
ákveðnar skuldbindingar í örygg-
ismálum.
„Síðustu klukkustundirnar höf-
um við fengið afar uggvekjandi
upplýsingar frá Úkraínumönnum
sjálfum um ástand nokkurra eld-
flauga," sagði Ahdrej Kozyrev.
„Ástand þeirra gæti leitt til harm-
leiks sem yrði miklu verri en í
Tsjernobyl."
Oruggar í aðeins tvo mánuði
Utanríkisráðherrann lét þessi
orð falla^ áður en hann lagði af
stað til Úkraínu til viðræðna við
þarlenda ráðamenn um kjarna-
vopnin og fleiri máL Hann sagði
að Rússar vildu að Úkraínumenn
hæfu flutning vopnanna 1. janúar
eins og gert var ráð fyrir í samn-
ingnum. „Kjarnaoddarnir í Ukra-
ínu geta aðeins talist öruggir í tvo
mánuði. Eftir það getum við ekki
verið öruggir," sagði Kozyrev.
Rússar hafa nokkrum sinnum
kvartað yfir 130 gömlum SS-19-
eldflaugum og 46 nýrri eldflaug-
um af gerðinni SS-24 í Úkraínu.
Úkraínumenn hafa viðurkennt að
margar SS-19-eldflauganna séu
að verða ónothæfar og 20 þeirra
hafa verið fluttar frá skotpöllunum
af þeim sökum.
Rússnesk-
bandarísk
geimstöð?
Lundúnum. The Daily Telegraph.
BANDARÍSKIR og rússnesk-
ir embættismenn kynntu í
gær drðg að áætlun um smíði
sameiginlegrar geimstöðvar
fyrir aldamót - en mörg
vandamál eru þó enn" óleyst.
Helsta vandamálið er að
bandarískir iðnrekendur óttast
að Rússar noti þetta sameigin-
lega verkefni til að öðlast þekk-
ingu í rafeindatækni og beiti
henni í iðnframleiðslu sinni í
samkeppni við bandarísk fyrir-
tæki.
Áformin gætu ennfremur
kostað Bandaríkjamenn mörg
störf. Áætlun Bandaríkja-
stjórnar um smíði eigin geim-
stöðvar hefur staðist margar
atlögur á þinginu, einkum
vegna þess að hún myndi skapa
tugþúsundir starfa í 37 ríkjum
Bandaríkjanna. Þar sem Rússar
hafa miklu meiri reynslu á
þessu sviði - hafa sent átta
geimstöðvar í geiminn - er
talið líklegt að með samvinnu
við þá verði smíði nýju stöðvar-
innar ekki svo mannfrek.
Saljút-7 geimstöðin.
Reuter
Svín stöðva umferðina
UM 50 svín ollu usla í umferðinni í miðborg spænsku borgarinn-
ar Zaragoza í gær. Svínabændur slepptu svínunum lausum á
einni af aðalgötunum til að mótmæla því sem þeir kölluðu „van-
rækslu stjórnvalda á þessum framleiðslugeira". Á myndinni eru
lögreglumenn að smala svínunum, en þau stöðvuðu umferð um
götuna í nokkrar klukkustundir.
Reuter
Fyrstu fjölfíokkakosningar Jórdana í tæp 40 ár
FYRSTU fjölflokkakosningarnar í Jórdaníu í tæpa fjóra áratugi fara fram á mánudag. 559 frambjóðendur
berjast þar um 80 þingsæti, þeirra á meðal þrjár konur. Þær voru á meðal tólf kvenna sem buðu sig fram
árið 1989 án þess að ná kjöri en hinar konurnar níu eru ekki í framboði nú. Konurnar segja að heittrúað-
ir múslimar hafí margsinnis hótað þeim lífláti fyrir ytrúvillu". Konur fengu kosningarétt í Jórdaníu fyrir
19 árum en engin kona hefur náð kjöri til þingsins. Ólíklegt þykir að einhver kvennanna þriggja nái kjöri
nú, einkum sökum reynsluleysis þeirra í stjórnmálum og fjárskorts. Myndin er af börnum á kosningafundi
eins af heittrúuðu karlframbjóðendunum í Amman.
Nýja Sjáland
Jöfnustu
kosning-
ar í 10 ár
Wellineton. Reuter.
NÝSJALENDINGAR ganga að
kjörborðinu í dag og Jim Bolger
forsætisráðherra spáði „hnif-
jöfnum" kosningum en taldi þó
að stjórnarflokkurinn, Þjóðar-
flokkurinn, færi með sigur af
hólini. Fréttaskýrendur telja að
þetta verði jöfnustu kosningarn-
ar í landinu i tíu ár.
. Naum forysta
Síðustu skoðanakannanir benda
til þess Þjóðarflokkurinn haldi
naumum meirihluta þingsæta í
kosningunum. Mike Moore, leið-
togi Verkamannaflokksins, kvaðst
ekki taka mark á slíkum spádóm-
um. „Kannanirnar eru ekki mark-
tækar. Síðustu þrjá dagana hefur
orðið fylgissveifla," sagði hann.
Samkvæmt skoðanakönnunum
heldur Þjóðarflokkurinn 6,8 pró-
sentustiga forystu, sem þýðir að
hann gæti fengið um 10 sæta
meirihluta.
Sjá frétt á bls. 18.
Japansstjórn bíður álítshnekkí
Tókýó. Reuter.
ICHIRO Ozawa, einn af frammámönnum í núverandi samsteypu-
stjórn í Japan, viðurkenndi í gær að hafa þegið fé frá stóru bygging-
arfyrirtæki. Hann hélt því hins vegar fram, að um hefði verið að
ræða lögleg, pólitísk framlög. Þykir þetta mál vera áfall fyrir stjórn-
ina, sem telur sig hafna yfir spillinguna, sem einkenndi fyrri stjórn
Frjálslynda lýðræðisflokksins.
Dagblaðið Asahi Shimbun flutti
þá frétt í gær, að Ozawa, sem er
annar formanna Japanska endur-
reisnarflokksins,    hefði    reglulega
tekið við miklum fjárhæðum, sem
ekki hefðu verið gefnar upp, frá
byggingarfyrirtækinu Kajima en
það er miðpunkturinn í miklu og
vaxandi mútuhneyksli. Hefur blaðið
eftir Shinji Kiyoyama, aðstoðarfor-
seta Kajima, að hann hafi látið
Ozawa fá rúmlega 3,2 milljónir kr.
á misserisfresti um nokkurra ára
skeið.
Ozawa sagði það eitt í gær um
fréttina, að sér þætti hún skrítin
því að hann hefði ekki vitað betur
en að um hefði verið að ræða lög-
leg, pólitísk framlög.
Ozawa var einn aðalmaðurinn á
bak við uppreisnina innan Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins en hún
leiddi til klofnings hans og batt þar
með enda á áratugatök hans á
valdataumunum. Verði Ozawa
fundinn sekur um spillingu getur
það haft mikil áhrif á framtíð sam-
steypustjórnarinnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40