Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64SIÐURB/C/D
STOFNAÐ 1913
256.tbl.81.árg.
MIÐVIKUDAGUR10. NOVEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hart sótt
að forset-
anumá
Xtalíuþingi
Rómaborg. Reuter.
HART var sótt að Oscar Luigi
Scalfaro, forseta ítalíu, á þingi
landsins í gær en Carlo
Azeglio Ciampi forsætisráð-
herra lýsti yfir fullum stuðn-
ingi við forsetann. Fyrrver-
andi yfirmaður ítölsku leyni-
þjónustunnar, SISDE, hafði
staðfest að gðgn, sem sýna að
Scalfaro þáði miklar fjárhæðir
úr sjóðum leyniþjónustunnar,
væru ófölsuð.
Ciampi hélt ræðu á ítalska
þinginu og fordæmdi „tilraunir
til að koma æðsta embættis-
manni lýðveldisins á kné". Þing-
menn stjórnarandstöðunnar
hæddust að ræðunni og þing-
menn eins flokksins komu með
platsprengju á þingfund í full-
trúadeildinni. Að sögn þeirra
átti sprengjan að tákna tengsl
leyniþjónustunnar^ við fjölda
sprengjutilræða á ítalíu á liðnum
áratug.
Umberto Bossi, leiðtogi Norð-
ursambandsins, sakaði Ciampi
um að reyna að breiða yfír mis-
ferli forsetans og hótaði því að
þingmenn flokksins, sem eru 80,
gengju af þingi ef ekki yrði boð-
að til nýrra kosninga.
Þáði hann 4,2 milljónir á
mánuði?
Mikið uppnám varð á fj'ár-
málamörkuðum ítalíu í síðustu
viku þegar skýrt var frá því að
Scalfaro hefði þegið jafnvirði 4,2
milljóna króna á mánuði úr sjóð-
um leyniþjónustunnar þegar
hann var innanríkisráðherra á
síðasta áratug.
Skýrt var frá því í gær að
Alessandro Voci, yfirmaður
leyniþjónustunnar á árunum
1991-92, hefði sagt við yfír-
heyrslur að gögn, se'm aðrir fyrr-
verandi          leyniþjónustumenn
höfðu lagt fram, væru ófölsuð..
Gögnin þykja sanna að stjórn-
málamenn, þeirra á meðal Scalf-
aro, hefðu þegið fé úr sjóðum
leyniþjónustunnar.
Reuter
Spilltur forseti?
OSCAR Luigi Scalfaro, for-
seti ítalíu, er sakaður um
aðild að spillingarmáli.
Hvölum bjargað á Nýja Sjálandi
SJÁLFBOÐALIÐAR björguðu í gær 45 grindhvölum frá ofþornun eftir að þeir höfðu synt upp í fjöru á Nýja
Sjálandi. Þegar sjálfboðaliðarnir höfðu lokið björgunarstarfínu bárust þeim fréttir um að 110 grindhvalir til
viðbótar væru ósjálfbjarga í fj'öru í aðeins 20 km fjarlægð. Á mánudag höfðu 90 grindhvalir synt á land á
sömu slóðum og 45 þeirra drápust í gær þar sem ekki tókst að bjarga þeim. Ekki er vitað hvernig á þessu stendur
en nýsjálenskir sjávarlíffræðingar sögðu að hópur háhyrninga hefði verið á þessum slóðum og kynni að hafa
hrætt grindhvalina. Talið er að þegar hvalir syndi á land gefi þeir frá sér neyðarmerki sem laði aðra hvali að
þannig að þeir syndi líka í strand. Á myndinni reyna sjálfboðaliðarnir að halda lífinu í hvölum með því að hella
yfir þá vatni.
Mannskæð árás á
skóla í Sarajevo
Sarajevo. Reuter.
SJÖ manns, þeirra á meðal þrjú
bðrn og kennari þeirra, lágu í
valnum í sprengjuárás sem gerð
var á barnaskóla og torg í
Sarajevo í gær. Þetta er mann-
skæðasta árás á borgina frá því
í lok september, þegar múslimar
hðfnuðu friðaráætlun Sameinuðu
þjóðanna.
Um 40 manns, aðallega lítil börn,
en einnig nokkrir foreldrar, særðust
alvarlega í árásinni á skólann. Á
meðal þeirra sem særðust var barn
sem missti báða fæturna.
Sprengja sprakk í glugga
kennslustofu þegar kennsla var að
hefjast og önnur sprakk við inngang-
inn, þar sem nemendur biðu í röðum
eftir því að verða hleypt inn.
Skömmu síðar sprakk þriðja
sprengjan á torgi sem er kílómetra
frá skólanum. Þar sat fólk og naut
veðurblíðunnar en aðrir voru í biðröð
hjá brauðsala. Þrír biðu þar bana.
Frönsk stofnun, sem Danielle
Mitterrand, forsetafrú í Frakklandi,
veitir forstöðu, stofnaði barnaskól-
ann. Serbar hafa setið um borgina
í 19 mánuði en dregið hafði úr
sprengjuárásunum síðustu vikurnar.
Friðarviðræðum hafnað
Norðmaðurinn Thorvald Stolten-
berg,  milligöngumaður  Sameinuðu
Reuter
Stoltenberg í Sarajevo
THORVALD Stoltenberg, milligöngumaður Sameinuðu þjóðanna
(t.v.), var í Sarajevo í gær og ræddi við forsætisráðherra Bosníu,
Haris Silajdzic (t.h.), eftir að forseti og varaforseti landsins höfðu
hafnað viðræðum við hann.
þjóðanna, var í Sarajevo þegar árás-
in var gerð. Hann kom þangað til
að hefja að nýju viðræður við ráða-
menn í Bosníu en þær hafa legið
niðri frá því múslimar höfnuðu frið-
aráætlun Sameinuðu þjóðanna. Alija
Izetbegovic, forseti Bosníu, kom sér
hjá því að mæta á fund með Stolten-
berg og varaforsetinn, Ejup Ganic,
neitaði að ræða við hann vegna
óánægju með að Serbar skyldu hafa
rænt tveimur embættismönnum inn-
anríkisráðuneytisins í Bosníu þegar
þeir vom á ferð undir vernd Samein-
uðu þjóðanna. Stoltenberg ræddi
þess í stað við Haris Silajdzic forsæt-
isráðherra, sem sagði það tilgangs-
laust að hefja friðarviðræður að
nýju nema sáttasemjararnir hættu
að setja Bosníumönnum úrslitakosti
til að fá þá til að fallast á landvinn-
inga Serba.
Barentshaf
Fá Fær-
eyingar
aukínn
kvóta?
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morgunblaðsins.
FÆREYINGAR gera sér vonir um
að ná samningum um meiri þorsk-
kvóta í Barentshafi og Eystrasalti
í þeim viðræðum, sem fyrir dyrum
standa við Noreg, Rússland og
Eystrasaltsríkin þrjú. Rúmur
þriðjungur alls útflutningsverð-
mætis Færeyinga er nú fyrir fisk,
sem að mestu leyti er kominn úr
BarentshafL
Kjartan Hoydal, sjávarútvegsráð-
herra Færeyja, segir, að svo vel
horfi nú fyrir þorskstofninum, eink-
um í Barentshafi, að Færeyingar
ættu að geta gert sér vonir um
meiri kvóta. Byrja viðræðurnar um
framlengingu rammasamninganna
fyrir næsta ár í Kaupmannahöfn þar
sem rætt verður við fulltrúa Eystra-
saltsríkjanna 17.-19. þ.m. en 29.
nóv. til 3. des. verður rætt við Rússa
í Þórshöfn um þorskkvóta jafnt í
Eystrasalti sem Barentshafi.
Viðræðurnar við Norðmenn verða
í Björgvin 9.-10. desember og þar
verður rætt um kvóta í Barentshafi
og Norðursjó. Gegn þorskveiðum í
Barentshafí leyfa Færeyingar norsk-
úm línuveiðurum að veiða innan
sinnar landhelgi.
----------? ? »
f srael og Jórdanía
Vináttu-
sainningur
boðaður
Brussel. Reuter.
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis-
samfaka Palestínumanna (PLO),
sagði í gær að ísraelar og Jórd-
anir hygðust undirrita vináttu-
samning á næstu dðgum. Hann
sakaði jafnframt Sýrlendinga um
óbeina aðstoð við róttæka Palest-
ínumenn sem eru andvígir friðar-
samkomulagi Israela og PLO.
Arafat vildi ekki tjá sig frekar
um vináttusamning ísraela og Jórd-
ana. Fyrstu frjálsu þingkosningarn-
ar í Jórdaníu í 37 ár fóru fram á
mánudag og úrslitin eru túlkuð
þannig að Hussein konungur hafi
fengið umboð þjóðarinnar til samn-
inga við ísraela. Flokkur heittrúaðra
múslima, íslamska fylkingin, sem
leggst gegn samningum við ísraela,
fékk aðeins 16 þingsæti af 80, en
hafði 22.
Arafat sagði að Hafez al-Assad,
forseti Sýrlands, væri hvorki með
né á móti friðarsamkomulaginu. „En
á sama tíma gefur hann andstæðing-
um þess og hreyfingum öfgamanna
lausan tauminn," sagði hann á fundi
með utanríkismálanefnd belgíska
þingsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44