Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 Hættir um áramót GÍSLI J. Ástþórsson, blaðamað- ur, lætur af störfum við Morg- unblaðið um þessi áramót, en hann varð sjötugur 5. apríl sl. Gísli hóf störf á ritstjóminni í ársbyijun 1946, skömmu eftir að hann kom heim frá námi í blaða- mennsku við University of North Carolina í Bandaríkjunum. Gísli vann sem fréttamaður, en skrifaði jafnframt vikulegan pistil, „I frá- sögur færandi". Hann starfaði við blaðið um fímm ára skeið. í ársbyijun 1953 réðst Gísli til Vikunnar sem ritstjóri, en árið 1958 varð hann ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Á þeim árum birtust fyrstu „fréttateikningar" hans, ádeilur á Breta vegna þorska- stríðsins. Þetta var undanfari Siggu Viggu, teiknimyndaseríu, sem síðar birtist í Morgunblaðinu. Þegar Gísli hætti sem ritstjóri Alþýðublaðsins starfaði hann um tveggja ára skeið við Ríkisútvarp- ið, en sneri sér síðan að kennslu. Gísli hóf aftur störf á Morgun- blaðinu 1. janúar 1973, m.a. til að taka þátt í að undirbúa breyt- ingar á blaðinu vegna offsett- prentunar þess. Teikningar hafa verið stór þáttur í starfí hans á blaðinu síðustu árin, ekki sízt „Þankastrik" og teikningar með greinum. Teikningar Gísla, sem upphaflega voru aukagrein í blaðamennsku hans, urðu undir lokin aðalviðfangsefnið. Samhliða blaðamennsku hefur Gísli skrifað sjö bækur, skáldsög- ur, smásögur og þætti, auk þess sem fímm kiljur með myndasög- unum um Siggu Viggu og félaga hafa verið gefnar út. Loks hefur Gísli skrifað þijú sjónvarpsleikrit, það síðasta „Öskubuska og mað- urinn, sem átti engar buxur“. Þegar Gísli lætur nú af störfum við Morgunblaðið spannar blaða- Gisli J. Ástþórsson mennskuferill hans nær hálfa öld. Hann segir, að þegar hann hóf störf á ritstjóminni í ísafoldarhús- inu við Austurstræti hefðu alls unnið þar sjö manns og húsa- kynni ritstjómar hefðu auðveld- lega rúmast í anddyri nýja Morg- unblaðshússins í Kringlunni 1. Jón H. Karlsson skipaður formað- ur Ríkisspítalanna Myndi ekki stangast á við stjómsýslulög- in að mati lögfræðings segir ráðherra GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Jón H. Karlsson, aðstoðarmann sinn og mág, formann stjórnarnefndar Ríkispítalanna í stað Guðmundar Karls Jónssonar, lögfræðings og for- stjóra Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Heilbrigðisráðherra segir að lögfræðingur ráðuneytisins hafi talið að skipunin myndi ekki stang- ast á við nýju stjórnsýslulögin sem taka gildi um áramótin en á það muni ekki reyna. Guðmundur Karl sagði að hann hefði verið skipaður í stöðuna á sín- um tíma vegna persónulegra tengsla sinna við Sighvat Björgvinsson, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, og þegar hann hefði látið af störfum hefði hann boðið nýjum ráðherra að víkja fyrir öðrum honum tengdari. Ráð- herra hefði stuttu fyrir jól óskað eft- Eftirlitsstofnun EFTA kraf- in álits á starfsháttum ÁTVR VERSLUNARRÁÐ íslands hefur beint bréflegum tilmælum til Eftir- litsstofnunar EFTA þess efnis að kannað verði hvort lagalegur grund- völlur reksturs og viðskiptahátta ÁTVR samræmist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs segir bréfið m.a. byggt á 16. grein samningsins þar sem segir að breytingar skuli gerðar á einkasölufyrirtækjum þannig að enginn greinarmunur sé gerður milli ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA-ríkja hvað snertir skilyrði til aðdráttar og markaðssetn- ingar vara. Vilhjálmur segir einnig að Versl- unarráð hafni þeim rökum íyfirlýs- ingu ríkisstjórna Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar í samningnum að áfengiseinkasala sé mikilvægur liður í stefnu þeirra í heilbrigðis- og félagsmálum því hægt sé að þjóna þeim markmiðum með verð- lagningu áfengis. „Hin háa skatt- lagning á áfengi sem hér tíðkast getur hæglega talist framlag til félagslegra og heilsufarslegra markmiða. Þar að auki er alltaf verið að opna fleiri og fleiri útsölu- staði fyrir ÁTVR og markaðurinn krefst sífellt aukinnar þjónustu Ekki breytingar á útlánsvöxtum ÚTLÁNSVEXTIR banka og sparisjóða breytast ekki á vaxtabreyting- ardegi 1. janúar. Hins vegar breytast innlánsvextir á verðtryggðum reikningum í íslandsbanka og Búnaðarbanka og breytingar eru á vöxtum gjaldeyrisreikninga. Vextir á reikningum til tveggja ára og lengri tíma lækka í íslands- banka um 0,5 prósentustig en hækka í Búnaðarbanka um 0,25 prósentustig. Þá hækka vextir á húsnæðisspamaðarreikningum í ís- landsbanka um 0,25 prósentustig. Vextir á sérkjarareikningum lækka þannig að óverðtryggð kjör í ís- landsbanka lækka um 2 prósentu- stig og um eitt prósentustig í Bún- aðarbanka. Innlánsvextir sparisjóð- anna og Landsbanka breytast ekki. Munur á vöxtum óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfaiána er 3,50-4,25 prósentustig. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána eru 5,25-5,50% og kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfalána em 9-9,5%. Lánskjaravísitala í janúar er lægri en sú sem gilti í desember og samkvæmt spá Seðlabanka ís- lands hækkar vísitalan ekki fram á vor. þannig að þau rök að einkasalan sem slík takmarki aðganginn að áfengi eru fallin um sjálf sig,“ seg- ir Vilhjálmur. Hann segir að framleiðendur áfengis og tóbaks á efnahagssvæð- inu hafí ekki jafnan aðgang að ís- lenska markaðinum því ÁTVR velji tilteknar tegundir til innflutnings og dreifíngar í verslunum sínum. Einnig beiti innlendir framleiðendur og umboðsaðilar erlendra framleið- enda aðferðum á borð við beina sölustarfsemi til veitingahúsa, vöm- kynningar, umfjöllun í tímaritum og blöðum auk aðgerða til þess að skapa velvild hjá starfsfólki ÁTVR til að kynna framleiðslu sína því áfengisauglýsingar séu bannaðar hérlendis. Framleiðendur áfengis á efnahagssvæðinu sem vilji koma vöm sinni á framfæri búi því ekki við jafnræði í samanburði við þá aðila sem fá vömr sínar seldar hjá ÁTVR með reglulegum hætti í öll- um smásöluverslunum. Einnig dregur Vilhjálmur í efa að einkasal- an samræmist 31. grein samnings- ins þar sem Ijallað er um rétt manna til þess að hefja og stunda sjálf- stæða atvinnustarfsemi. Vilhjálmur segist reikna með að Eftirlitsstofnun taki máiið fyrir eft- ir áramót og falist eftir skriflegri greinargerð frá stjómvöldum hér. „Við vonumst til að þeir kynni sér þessa mismunun og hvort starfsemi ÁTVR samræmist ákvæðum EES- samningsins. Væntanlega fá þeir einhvers konar syör frá stjórnvöld- um, kynna sér lþgmæti áfengis- verslunarinnar og taka svo ákvarð- anir í framhaldi af því. Þeir geta skilað því áliti að þetta stangist á við samninginn og farið fram á að starfseminni verði breytt,“ segir Vilhjálmur Egilsson að lokum. Islensk dagskrá textuð SJÓNVARPIÐ mun brydda upp á þeirri nýjung í þjónustu sinni við heyrnarlausa og heyrnarskerta að texta helstu liði hátíðardagskrárinnar um áramótin í Textavarpinu. Texti þessi birtist eingöngu sé hann kallaður fram í tækjum sem búin eru textavarpsmóttak- ara og er hann á síðu 888. Síðu 888 er aðeins unnt að kalla fram þegar textað er. Síða 875 er send út fyrir þá sem vilja sjá hvemig textun í Textavarpinu lítur út. ir að hann léti af störfum og úr því hefði orðið nú um áramót. Jón H. Karlsson var skipaður forma,ður stjómamefndar frá og með 31. des- ember 1993. Skipaður daginn áður en ný lög taka gildi Jón er mágur heilbrigðisráðherra og er hann skipaður daginn áður en ný stjórnsýslulög taka gildi. Þau lög geyma strangar hæfísreglur, sem hingað til hafa gilt að nokkru leyti ólögfestar, og fela það í sér t.d. að ráðherra má yfírleitt ekki hafa afskipti af meðferð máls er varðar nána venslamenn, þ. á m. mága. Morgunblaðið spurði Guðmund Áma hvort hann teldi eðlilegt að grípa til þessarar skipunar nú rétt fyrir áramót í ljósi þess að svo virt- ist sem hann hefði orðið vanhæfur til meðferðar málsins eftir áramót. „Ég lét nú lögfræðing ráðuneytisins kanna það sérstaklega og það var nú mat hans að svo væri ekki,“ sagði Guðmundur Ámi. Þetta myndi sem sagt ekki stangast á við nýju stjómsýslulögin? „Nei, en eins og þú bendir rétti- lega á þá reynir ekki á það. Varð- andi þessi skipti þá eru þau í fram- haldi af tali sem ég átti við Guð- mund Karl. Hann bauð það á haust- dögum, þar sem hann er skipaður af forvera mínum, að víkja þar sæti enda mikilvægt að heilbrigðis- ráðheira hafí greiðan og góðan aðgang að formanni stjórnar Rík- isspítala sem velta á sjöunda millj- arð króna. í því Ijósi taldi ég heppi- legt að það væri aðstoðarmaður ráðherra sem sinnti þessu starfí. Það gefur mér óneitanlega nokkur tök á að fylgjast mjög grannt með gangi mála þar.“ — Þessi skipun hefði sem sagt að þínu mati alveg eins getað farið fram í næstu viku? „Hefði og hefði, þessi maður er skipaður frá 31. desember og um það er ekkert meira að segja.“ í dag Vakaóyfir barrti Viðtal við foreldra stúlku sem haldin er sjaldgæfum hormónasjúkdómi 12 Sjónarspil Haraldur Haraldsson segir að ákveðið hafí verið fyrirfram hver átti að fá SR-mjöl 17 DAGLEGT W-jObctfia rrykísjctfloaa Viö áramóí Áramótagrein Davíðs Oddssonar forsætisráðherra 24-25 Leiðari 1994 24 B-bloð ► Brennur - eftirminnilegast á árinu - messur - stjömuspá - bamagetraun - unglingagetraun - fullorðisgetraun - fréttamyndir - tíu bestu kvikmyndir ársins Daglegt líf ► Á skemmtiferðarskipi í Karab- íska hafí - heimur karla - í Víet- nam - krem og baðvörur úr mysu - moska Marokkókonungs - ár íjölskyldunnar MorgunblaÆið/Ingveldur Ámadóttír Lokað í Vestursand TVEIR bæir í Vestursandi í Kelduhverfi eru lokaðir vegna krapa- vatns úr Jökulsá á FjöIIum. Vegnrinn í Vestursand enn lokaður Kraftur í rennslinu MIKIÐ rennsli er í skarðinu í gegnum veginn í Vestursand í Keldu- hverfi og treystir Vegagerðin sér ekki til að opna veginn fyrr en flóðið minnkar. Grímur Grímsson hjá Vegagerðinni á Kópaskeri segist ekki eiga von á því að hægt verði að fylla í skarðið á næstu dögum. Vegna krapastíflu í Jökulsá á I gær fóru vegagerðarmenn á Fjöllum rennur áin í Skjálftavatn staðinn. Þeir ætluðu að byija á því og þaðan í gamlan farveg Jökulsár að gera vamargarð við laxeldi sem og yfír veginn í Vestursand. Tveir komið var í hættu vegna breytinga bæir eru lokaðir af. á rennsli árinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.