Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
ffttiniIiIfiMto
STOFNAÐ 1913
7.tbl.82.árg.
ÞRIÐJUDAGUR11. JANUAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sex skipverjar björguðust en einn fórst þegar Goðinn strandaði í Vöðlavík
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Bj örgunar mennir nir
ÁHAFNIR þyrlna varnarliðsins voru að jafna sig eftir erfiðan dag á Hótel Egilsbúð í gærkvöldi, sælir og ánægðir að lokinni vel heppnaðri björgunaraðgerð.
Frækilegt björgunarafrek
þyrlusveitar varnarliðsins
ÁHAFNIR tveggja þyrlna björgunarsveitar varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli björguðu í gær sex skipverjum af þaki björgunarskipsins
Goðans sem var strandað og hálfsokkið í Vöðlavík. Mönnunum var bjarg-
að upp í þyrlurnar af þaki brúar skipsins og telur foringi leiðangursins
að þyrlunar hefðu ekki mátt koma andartaki síðar, svo bágar hafi að-
stæður skipverja verið. Karl Eiríksson, formaður flugslysanefndar, seg-
ir að þyrlusveitin hafi unnið frækilegt björgunarafrek. Goðinn var að
undirbúa björgun Bergvíkur af strandstað í Vöðlavík þegar brotsjór
gekk yfir skipið með þeim afleiðingum að það drapst á vélinni og öðrum
tækjum og það rak srjórnlaust upp á grynningar. Einn úr sjii manna
áhöfn skipsins drukknaði eftir að brotsjór hreif hann með sér.
Vegna veðurs og annarra að-
stæðna var ekki hægt að bjarga
mönnunum af sjó eða landi.
Aðstæður ógnvekjandi
Þyrla Landhelgisgæslunnar varð
að snúa við á leiðinni austur vegna
ísingar. Varnarliðsþyrlurnar flugu
með suðurströndinni og þurftu að
berjast gegn mótvindi og þungu
slydduregni alla leiðina.
„Aðstæður voru ógnvekjandi.
Goðinn lá í briminu um 150 frá
ströndinni og 8-9 metra háar öldur
braut á honum ofanverðum þegar
við komum að strandinu. Aðstæður
mannanna um borð voru hinar
verstu. Þeir ríghéldu sér í reykháf
skipsins, handrið og annað það sem
var fast á brúarþakinu," sagði Sills
undirofursti, yfirmaður flugsveitar-
innar. Tveir menn voru látnir síga
niður í Goðann til að aðstoða skip-
verja og síðan voru skipbrotsmenn-
irnir selfluttir upp í fjöruna.
Þyrlurnar flugu með tvo menn
úr áhöfn Goðans til Neskaupstaðar
þar sem þeir voru lagðir inn á
sjúkrahúsið til aðhlynningar. Hinir
fjórir fóru landleiðina með björgun-
arsveitarmönnum. Komu þeir seint
í gærkvöldi til Eskifjarðar.
Sjá fréttir á bls. 18-20.
NATO fyllir öryggis-
tóm í Austur-Evrópu
Brussel. Reuter.
LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) buðu
ríkjum Mið- og Austur-Evrópu í gær til samstarfs á sviði varnar-
mála undir formerkjum svonefndrar Friðarsamvinnu. Er litið á
það sem fyrsta skrefið til hugsanlegraraðildar einhverra gömlu
varsjárbandalagsrikjanna að NATO. Ákvörðun leiðtoganna á
fundinum, sem hófst í Brussel í gær, kemur ekki til móts við
kröfur nýfrjálsra ríkja í Austur-Evrópu sem vildu öðlast NATO-
aðild strax en leiðtogar þeirra hafa fallist á hugmyndirnar um
náið varnarsamstarf sem besta kostinn í stöðunni.
Reuter
DAVIÐ
forseta
Jónsson
Leiðtogar heilsast
Oddsson forsætisráðherra heilsar Bill Clinton Bandaríkja-
á Ieiðtogafundi NATO í gær. Á milli þeirra eru Albert
og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra hjá NATO.
Nokkur ríki, þar á meðal Ung-
verjaland, Slóvakía og Rúmenía,
hafa gefið ótvírætt til kynna að
þau muni ganga til Friðarsam-
vinnunnar, sem m.a. felur í sér
sameiginlega þjálfun og æfingar
varnarsveita.
NATO ábyrgist ekki öryggi
ríkja sem þátt taka í Friðarsam-
vinnunni en þau geta sótt ráð til
bandalagsins telji þau öryggi sínu
ógnað. Segir ekki hver viðbrögð
NATO yrðu en Manfred Wörner
framkvæmdastjóri bandalagsins
hefur ítrekað sagt að árás á ná-
grannaríkin í austri yrði ekki lát-
in afskiptalaus.
Frumkvæði NATO-ríkjanna er
ætlað að fylla tómarúm í öryggis-
málum sem hrun kommúnismans
og lyktir kalda stríðsins skildu
eftir í austanverðri Evrópu, und-
irbúa ríki næst austurjaðri banda-
lagsins undir hugsanlega aðild
síðar og fullvissa Rússa um að
ekki sé ætlunin að einangra þá.
Friðarsamvinnan stendur ekki
eingöngu gömlu kommúnistaríkj-
unum til boða og sögðust Finnar
í gær myndu íhuga að ganga til
samstarfsins.
Leiðtogar NATO-ríkjanna ít-
rekuðu á fundinum í gær að
bandalagið væri reiðubúið að
grípa til lpftárása á Bosníu til
þess að verja Sarajevo og gæslu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna.
Sjá fréttir af leiðtogafundin-
um í Brussel á bls. 24 og 25.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52