Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64SIÐURB/LESBOK
STOFNAÐ 1913
ll.1tt.82.arg.
LAUGARDAGUR15. JANUAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Framtíð S-Afríku
Hægnöfl
aftur til
viðræðna
Pretoríu, Jóhannesarborg.  Reuter,  The
Daily Telegraph.
FRELSISBANDALAGIÐ, sam-
tök suður-afrískra hægrimanna
sem ekki hafa viljað feta leið
Afríska þjóðarráðsins (ANC) og
Þjóðarflokks F.W. de Klerks
forseta, ákvað í gær að ganga
til viðræðna um framtíð lands-
ins. Ágreiningur- hafði verið í
samtökunum og hafði leiðtogi
heimalandsins Ciskei sagt sig
úr þeim og sótt um aðild að
Framkvæmdaráðinu, stofnun
allra kynþátta sem hefur eins
konar eftirlit með stjórn lands-
ins næstu fimm árin.
Flokkar og samtök í Frelsis-
bandalaginu eru jafnt úr röðum
svartra sem hvítra og er Mango-
suthu Buthelezi, helsti leiðtogi
zúlúmanna, meðal leiðtoganna.
Helsta krafa bandalagsins er að
hvert hérað Suður-Afríku fái veru-
legt sjálfsforræði í innri málum
sínum.
Nelson Mandela, leiðtogi ANC,
hvatti í gær ungliða hreyfingarinn-
ar til að taka sig á, standa sig
betur í skólanum og forðast fíkni-
efni. Hann sagði að liðsmenn ANC
yrðu að forðast hefndarhug gagn-
vart hvítum og kynnti víðtæka
stefnuskrá samtaka sinna vegna
þingkosninganna í apríl sem hann
sagði mótast af hagsmunum fólks-
ins.
Blandað hagkerfi
í stefnuskránni er gert ráð fyrir
blönduðu hagkerfi þar sem ríkis-
valdinu er þó ætlað stórt en sveigj-
anlegt hlutverk. Sagt er að efna-
hagslífið eigi að einkennast af
„dínamísku" jafnvægi opinberra
afskipta og einkareksturs og ætl-
unin er að skapa sem best skilyrði
til þess að laða að erlendar fjárfest-
ingar.
Mótsagna þykir gæta í stefnu-
skránni, á einum stað er rætt er
um að draga skuli úr ríkisrekstri
en annars staðar bent á þjóðnýt-
ingu sem valkost á sumum sviðum.
Bandarísk fyrirtæki
Blóðugir
tölvuleikir
sérmerktir
BANDARÍSKIR framleiðendur
tölvuleikja hafa ákveðið að láta
undan þrýstingi srjórnmálamanna
og almennings og merkja leikina
með tilliti til þess hve mikið of-
beldi og klám er í þeim, að sögn
breska dagblaðsins Financial Tim-
es.
Samband framleiðendanna, sem
eru um 1.100, leggur til að leikir sem
aðeins hæfa fullorðnum verði merkt-
ir með AO, þeir sem allir megi nota
fái bókstafinn E en alls verði flokk-
arnir fjórir.
Framleiðendur myndu sjálfir ann-
ast merkinguna en yrðu að sæta
sektum ef sérstakt eftirlitsráð á veg-
um fyrirtækjanna teldi að farið hefði
verið á svig við reglur um röðunina.
Nokkur fyrirtæki merkja þegar leiki
sína, þ. á m. Sega, sem nú er orðið
stærra á Bandaríkjamarkaði en Nint-
endo.
í desembermánuði ákvað
leikfangakeðjan Toys "R" Us að fjar-
lægja óvenju blóðugan leik úr hillum
sínum. Tveir þingmenn hafa hótað
að beita sér fyrir lagasetningu þar
sem kveðið yrði á um opinberar
merkingar á tölvuleikina.
Reuter
Úkraína afsalar sér vopnum
BILL Clinton Bandaríkjaforseti, Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, fagna
því í sameiningu að undirritaður hefur verið samningur-um eyðingu þess hluta kjarnavopna Sovétríkj-
anna gömlu sem var á úkraínsku landi. Úkraína er þriðja mesta kjarnorkuveldi heims. Stórveldin tvö
heita því að tryggja öryggi landsins sem einnig fær aukna efnahagsaðstoð og greiðslur fyrir úran í kjarna-
oddum sem breytt verður í eldsneyti fyrir kjarnorkuver.
Sögulegur afvopnunarsamningur á leiðtogafundi í Moskvu
Þriðja mesta kjarna-
vopnaforðanum eytt
Moskvu, Kíev, Bonn, London. Reuter, The Daily Telegraph.
FORSETAR Bandaríkjanna og Rússlands, Bill Clinton og Borís Jeltsín,
luku leiðtogafundi sínum í Moskvu í gær með því að undirrita tvo samn-
inga. 1 öðrum er kveðið á um að ríkin hætti að miða kjarnorkuflaugum
sínum hvort á annað, í hinum, sem Leoníd Kravtsjúk Úkraínuforseti
ritaði einnig undir, að kjarnorkuvopnum Úkraínu verði eytt. „Þetta
er hinn mikli sigur okkar," sagði Jeltsín, geislandi af ánægju. Fyrri
samningurinn er. fyrst og fremst talinn hafa táknræna merkingu um
endalok óvináttu risaveldanna, með hinum verður þriðja mesta kjarna-
vopnabúr heims úr sögunni fyrir aldamót. Enn er þó eftir að fá þing-
menn í Úkraínu til að staðfesta samninginn, margir þeirra brugðust
hart við í gær og sökuðu Kravtsjúk um landráð.
Rannsókn tollyfirvalda á viðskiptum norskra fiskútflytjenda
Þriðjungur getur ekki gert
grein fyrir uppruna fisksins
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
EINN af hverjum þremur norskum fiskútflyljendum getur ekki
gert grein fyrir uppruna þess fisks, sem seldur hefur verið til landa
Evrópubandalagsins (EB) árið 1992. Þetta eru bráðabirgðaniður-
stöður rannsóknar tollayfirvalda fyrir framkvæmdastjórn EB, seg-
ir í fréttablaðinu Nordlys.
Samkvæmt upprunareglum í við-
skiptasamningi Noregs og EB fá
Norðmenn aðeins tollfrjálsan að-
gang fyrir fisk af norskum uppruna
og fiskur af rússneskum uppruna
fellur þannig ekki undir samning-
inn. Þeir útflytjendur sem ekki
geta sannað að sá fiskur sem þeir
selja sé norskur, eiga það á hættu
að þurfa að endurgreiða þau gjöld
sem þeir hafa fengið niðurfelld.
Tollayfirvöld   hafa   nú   þegar
rannsakað 36 af um 180 fyrirtækj-
um í fiskútflutningi og segja niður-
stöðuna þá að þriðjungurinn geti
ekki gert grein fyrir uppruna þess
fisks sem þau hafa landað, unnið
og selt. Lokaniðurstöður athugun-
arinnar munu liggja fyrir í vor eða
sumar.
Fiskútflytjendur segja því fyrst
og fremst um að kenna að tollayfir-
völd hafi ekki gefið nógu góðar
upplýsingar um upprunareglurnar.
Með „Moskvuyfirlýsingunni", eins
og samningurinn við Úkraínumenn
er nefndur, er ákveðið að eyða öllum
1.800 kjarnaoddum í vopnum Sovét-
ríkjanna gömlu á landi Úkraínu-
manna. Þeir heita Rússum að af-
henda þeim minnst 200 kjarnaodda
næstu tíu mánuðina og afganginn
„eins fljótt og auðið er". Kravtsjúk
sagði við komu sína heim til Kíev
að vopnin væru orðin gömul og yrðu
landsmönnum sjálfum hættuleg inn-
an fimm ára, þess vegna væri best
að losna við þau. Ákvörðunin myndi
einnig auka álit Úkraínu á alþjóða-
vettvangi. Þjóð hans fær ríflega fjár-
hagsaðstoð að launum og loforð um
að stórveldin tryggi öryggi hennar.
Þjóðverjar og Bretar fögnuðu í gær
afvopnunarsamningnum.
Talið er að niðurstaða fundarins
treysti mjög stöðu Jeltsíns Rúss-
landsforseta heima fyrir en hann á
nú mjög í vök að verjast vegna þess
hve þjóðernissinnar og kommúnistar
eru öflugir á þingi.
Clinton hét Jeltsín því að Banda-
ríkin myndu auka efnahagsaðstoð
við Rússa og stjórnvöld í Washington
myndu reyna að stuðla að bandarísk-
um fjárfestingum í landinu. Rúss-
neski forsetinn sagði að fyrst og
fremst þyrftu Rússar að fá að auka
viðskipti sín við Vesturlönd. „Það.er
ekki hjálparstarf sem við þurfum
heldur   raunveruleg   samvinna   þar
sem tekið er tillit til þess hve veik-
burða hið unga markaðshagkerfi
okkar er ennþá," sagði hann. Rússar
hétu því með nokkrum semingi að
berjast ekki gegn svonefndri Friðar-
samvinnu Atlantshafsbandalagsins
við fyrrverandi sovésk leppríki í Mið-
og A-Evrópu.
Rætt við almenning
Clinton lagði mikla áherslu á að
styrkja sjálfstillit Rússa með lofsam-
legum ummælum um þjóð sem ætti
sér glæsta fortíð og framtíð. Efnt
var til fundar í bandarískum stíl þar
sem bandaríski forsetinn svaraði
hratt og af öryggi spurningum rúss-
neskra borgara víðs vegar úr ríkinu,
notaður var gríðarstór skjár í upp-
tökusal Ostan/dno-sjónvarpsstöðvar-
innar til að sýna þátttakendur. Clint-
on sagðist hafa mikla samúð með
Rússum sem gengju nú í gegnum
þjáningafullt skeið umskipta en hann
væri þess fullviss að bjartari tíð íynni
upp.
Fosetinn gantaðist við kósakka frá
Stavropol og lagði sig fram við að
bera nöfn borganna rétt fram. „Jæja,
förum nú til Nízníj Novgorod, var
þetta rétt hjá mér?" Minnstu munaði
að forsetinn kæmi of seint í viðhafn-
arkvöldverð Jeltsíns í Kreml, svo
ákafur var hann í að ræða við rúss-
neskan almenning.
Sjá fréttir á bls. 22-23.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48