Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
19.tbl.82.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reynt að
sökkva
norskum
hvalbát
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morgunblaðsins.
SEA Shepherd-samtökin hafa
í annað sinn unnið skemmdar-
verk á norskum hvalbát. Að
þessu sinni reyndu liðsmenn
þeirra að sökkva bátnum Senet
við bryggju fyrir utan Fredrik-
stad en á síðustu stundu tókst
þó að koma í veg fyrir það.
Arvid Enghaugen, eigandi Se-
nets, var að líta eftir bátnum
snemma í gærmorgun þegar hann
sá, að kominn var í hann mikill
sjór og stutt í, að hann sykki. Á
sömu stundu barst svo lögreglunni
í Fredrikstad skeyti frá Sea Shep-
herd þar sem samtökin hreyktu
sér af því að hafa sökkt bátnum
með því að skera í sundur tvær
slöngur frá lensidælunni. Var
sama aðferð viðhöfð þegar reynt
var að sökkva bátnum Nybræna
í Lófót. Enghaugen kallaði á
slökkviliðið í bænum til hjálpar og
tókst því að dæla úr Senet en
verulegar skemmdir urðu samt á
ýmsum tækjum.
Litið alvarlegum augum
Norska utanríkisráðuneytið ætl-
ar að taka þetta mál upp . við
bandarísk stjórnvöld og fá úr því
skorið hvort þau leggi blessun sína
yfir, að hryðjuverkastarfsemi af
þessu tagi sé stunduð frá Banda-
ríkjunum en höfuðstöðvar Sea
Shepherd eru í Kaliforníu. Sagði
talsmaður ráðuneytisins, að
norska stjórnin liti þennan atburð
mjög alvarlegum augum.
Nýr yfirmaður kynntur
Reuter
FRAKKINN Jean Cot hershöfðingi (t.v), yfirmaður gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Júgóslavíu fyrrver-
andi, kynnti í gær breska hershöfðingjann Michael Rose við athöfn á flugvellinum í Sarajevo en Rose
hefur tekið við sem yfirmaður liðsins í Bosníu-Herzegóvínu. Cot lætur af starfi í mars vegna ágreinings
við Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, um gæslustörfin.
Agreiningur vex um friðargæslustarf SÞ í Bosníu
Frakkar hóta að
kalla lið sitt heim
Sarajevo. Reuter.
ÁGREININGUR er með Frökkum og Bandarikjamönnum um hlut-
verk gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Herzegóvínu og Alain
Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, hótar að kalla franska herlið-
ið heim verði ekki fundin leið til að stöðva stríðið. Yfirmaður
gæsluliðs SÞ sagði í gær, að verið væri að endurskiputeggja starf-
semi þess til að það gæti sinnt hlutverki sínu betur. Óvenju hörð
sprengjuhríð var í Sarajevo í gær en þar hefur verið tiltölulega
kyrrt í hálfan mánuð.
Eftirmaður Les Aspins í embætti varnarmálaráðherra
Clinton forseti
tilnefnir Perry
Washington, New York. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær William Perry í
embætti ráðherra varnarmála en hann hefur að undanförnu ver-
ið aðstoðarráðherra Les Aspins, núverandi varnarmálaráðherra.
Perry kom hingað til Iands fyrr í mánuðinum til að undirrita
samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarstöð-
ina á Keflavíkurflugvelli.
Talið er að þingið greiði atkvæði
um tilnefninguna eftir mánuð.
Dagblaðið The New York Times
sagði í gær að Perry hefði á laugar-
dag sagt starfsmannastjóra Hvíta
hússins, Thomas McLarty, að hann
vildi ekki embættið. Al Gore, vara-
forseti og vinur Perrys, hefði
skömmu síðar hringt í Perry og
beðið hann að bregðast stjórnvöld-
um ekki. Þá hitti Perry Clinton
forseta á föstudag'þar sem forset-
inn fór yfir lista með nöfnum þeirra
sem til greina komu í starfið. Clint-
on viðurkenndi í gær að hann hefði
boðið öldungadeildarþingmannin-
um Sam Nunn starfið en hann
hefði hafnað boðinu.
Undanfarið ár hefur Perry, sem
er 66 ára gamall, borið ábyrgð á
daglegum rekstri varnarmálaráðu-
neytisins. Hann hefur beitt sér fyr-
ir notkun hátæknivopna og er sagð-
ur talsmaður þess að vopnaiðnaðin-
um verði haldið gangandi. Haft var
eftir embættismanni i varnarmála-
ráðuneytinu að Perry hefði það eitt
á móti sér að ékki væri víst að
William Perry á blaðamanna-
fundi í Reykjavík er kynnt var
samkomulag Bandaríkjanna og
Islands um varnarmál.
hann yrði harður talsmaður ráðu-
neytisins, hann væri ekki þekktur
fyrir slíka hagsmunagæslu.
Stjórn Rússlands
Verðstöðv-
un íhuguð
Moskvu, Bonn. Reuter.
VÍKTOR Tsjernomýrdín, forsæt-
isráðherra Rússlands, átti fund
með Borís Jeltsín forseta í gær
og sagði eftir hann að enginn
ágreiningur væri milli sín og for-
setans. „Nýja srjórnin er rétt að
hefja störf ... og menn eru strax
búnir að grafa hana," sagði ráð-
herrann og vísaði þar til harðrar
•gagnrýni umbótasinna. Hann
sagðist vilja ræða möguleika á
verðstöðvun við ráðamenn stór-
fyrirtækja og verkalýðssamtök.
Brotthvarf róttækra umbóta-
sinna úr stjórninni veldur víða
óvissu. Talsmenn erlendra fyrir-
tækja sem fjárfest hafa í Rússlandi
lýsa margir vonleysi sínu, einkum
segja þeir að skattakerfið sé þeim
andstætt. „Stjórnin er í örvænting-
arfullri leit að erlendri fjárfestingu
en virðist ekki vilja eiga nein sam-
skipti við fjárfestana," sagði einn
þeirra.
í könnun sem gerð var meðal
stjórnenda 1.400 þýskra fyrirtækja
er hafa viðskipti við Rússa er sagt
að skortur hinna síðarnefndu á al-
þjóðlegum gjaldeyri sé erfiðasta
hindrunin. Einnig eru nefnd spilling
embættismanna, glæpir, óvissa í.
réttarkerfinu, vandkvæði í tengsl-
um við eignarrétt, verðbólga og
ófullkomin fjarskipta- og sam-
göngukerfí. Aðeins 20% aðspurðra
voru ánægð með viðskipti sín við
Rússa.
Juppé lagði til í viðræðum við
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í París í gær,
að stríðandi fylkingum í Bosníu yrði
gert að fallast á ákveðið friðarsam-
komulag en Christopher hafnaði
því. Var haft eftir bandarískum
embættismanni, að Bandaríkja-
menn vildu ekki gera múslimum,
sem hefðu ekki hafið stríðið, slíka
afarkosti. Þá lægi það líka í hlutar-
ins eðli, að samkomulaginu yrði að
fylgja eftir með hervaldi og til þess
væru Bandaríkjamenn ekki tilbúnir
að öðru leyti en því, að þeir styddu
samþykkt Atlantshafsbandalagsins,
NATO, um loftárásir á Bosníu færu
Sameinuðu þjóðirnar fram á það.
Gagnrýna skriffinnsku hjá SÞ
Franski hershöfðingi Jean Cot,
yfirmaður ^UNPROFOR, gæsluliðs
SÞ í Bosníu, sagði í gær, að verið
væri að vinna að ýmsum endurbót-
um á starfsemi þess til að það gæti
betur sinnt hlutverki sínu. Cot lætur
af starfmu í mars vegna ágreinings
við Boutros Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóra SÞ, en Cot krafðist
heimildar til að kalla á herþotur
NATO til verndar gæsluliðinu án
þess að bera það hverju sinni undir
„skriffinnana" í aðalstöðvunum í
New York. Cot og aðrir yfirmenn
gæsluliðsins hafa gagnrýnt yfir-
stjórn SÞ harðlega fyrir gífurlega
skriffinnsku og segja þeir, að það
sé nánast óvinnandi vegur að koma
einföldustu málum í gegnum yfir-
boðarafrumskóginn þar á bæ.
Sjá frétt á bls. 22.
Yfirlýsing páfa
Sjónvarpið
ógnarfjöl-
skyldunni
Páfagarði. Reuter.
JÓHANNES Páll II páfi fór
hörðum orðum um sjónvarpið
í gær og sagði það vera beina
ógnun við heilbrigt fjölskyldu-
líf. Þar væri kynlíf og ofbeldi
í hávegum haft og áróður rek-
inn fyrir rönguni lífsgildum.
Skoraði hann á foreldra að
„slökkva   einfaldlega  á  tæk-
Páfi var mjög harðorður í ræðu
sinni og fordæmdi foreldra sem
notuðu sjónvarpið sem eins konar
barnfóstru. Hvatti hann foreldra
til að rísa upp gegn framleiðend-
um og auglýsendum og krefj'ast
þess, að settar yrðu strangar
siðareglur til að vernda börnin.
Sagði hann að þó.tt sumt sjón-
varpsefni væri uppbyggilegt,
mætti flokka megnið af því und-
ir niðurrifsstarfsemi.
„Foreldrar geta haft áhrif á
sjónvarpsgláp barna sinna ein-
faldlega með því að slökkva á
tækinu. Það er margt þarflegra
við tímann að gera," sagði páfi
og nefndi sem dæmi að óvirk
seta fyrir framan tækið kæmi í
veg fyrir eðlileg samskipti og
samræður milli fólks.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48