Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56SIÐURB/C
(fttunUa^ib
STOFNAÐ 1913
20.tbl.82.árg.
MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stefnuræða Clintons Bandaríkjaforseta
Aðaláherslan á
heilbrigðismál
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti lagði höfuðáherslu á umbætur í heil-
brigðismálum og velferðarkerfinu og baráttuna gegn glæpum í stefnu-
ræðu sinni í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt, að sögn aðstoðar-
manns hans, George Stephanopoulos. I viðtali við NBOsjónvarpsstöð-
ina í gær sagði Stephanopoulos að Clinton sé fylgjandi þeirri hugmynd
að menn hljóti lífstíðardóm fremji þeir þrjú alvarleg afbrot.
Ekki var búist við tímamótayfir-
lýsingum í stefnuræðunni, að sögn
embættismanna í Hvíta húsinu. Talið
var að Clinton myndi ítreka áherslu
sína á umbætur í heilbrigðismálum,
sem hann hefur sagt vera mikilvæg-
asta mál sitt á þinginu. Hann leggur
Olíuverð í
10 dollara?
London. Reuter.
OLÍUVERÐ á heimsmarkaði gæti
farið niður í 10 dollara fatið ef
OPEC, Samtök olíuútflutnings-
rjkja, koma sér ekki fjjótlega sam-
an um að minnka framleiðsluna.
Var þetta haft eftir evrópskum
olíumiðlurum í gær en verulegur
þrýstingur var á olíuverðið í fyrra-
dag vegna fréttar í fréttabréfinu
Middle East Economic Survey en
þar sagði, að óvíst væri að Saudi-
Arabar og bandamenn þeirra í
Persaflóaríkjunum féllust á að
minnka framleiðsluna á öðrum árs-
fjórðungi.
Olíuráðherrar OPEC-ríkjanna
koma saman til fundar 25. mars til
að ræða nýja kvóta fyrir tímabilið
apríl-júní, en þá er eftirspurnin eft-
ir olíu hvað minnst. Segja evrópsk-
ir olíumiðlarar, að verði þá ekki
samið um að minnka framleiðsluna
úr 24,52 milljónum fata á dag eins
og hún er nú, muni það hafa
„skelfileg" áhrif á verðið, það er
að segja valda verulegri verðlækk-
áherslu á að hver einasti Bandaríkja-
maður verði sjúkratryggður en repú-
blikanar segja tillögurnar kalla á
skattahækkanir.
Vegna aukinnar umræðu um
glæpatíðni og aðgerðir gegn henni,
mun forsetinn koma inn á þau mál
í ræðu sinni. Samkvæmt nýlegum
skoðanakönnunum telja 37% Banda-
ríkjamanna glæpi vera meginvanda
landsins en um 20% að það séu heil-
brigðismál.
Aðstoðarmenn Clintons sögðu að
hann myndi koma víða við í stefnu-
ræðunni. Meðal annars myndi hann
ræða endurþjálfun þeirra sem hafa
verið atvinnulausir um lengri tíma,
batnandi efnahag og fjárhagsaðstoð
við Rússa.
Launin
greidd í
svínakjöti
DRENGIR virða
fyrir sér verka-
mannalaunin í Serb-
íu, sundraða svíns-
skrokka. Peninga-
kerfið er hrunið til
grunna og efna-
hagsstarfsemin
byggist á vöruskipt-
um eða þýskum
mörkum. Ríkis-
stjórnin hyggst nú
reyna að ráða bót á
ástandinu með nýj-
um „ofurdínar" en
hann hefur sama
verðgildi og eitt
þýskt mark og á að
auðvelda baráttuna
við verðbólgu-
ófreskjuna, sem var
einn milljarður pró-
senta á síðasta ári.
Gömlu seðlarnir
verða þó áfram í
gildi en sumir þeirra
hafa verðgildið 10
milljónir dínara þótt
búið hafi verið að
skeraaftanafþví
15 núll.
Reuter
Svört skýrsla bandarísku leyniþjónustunnar um Úkraínu
Spáir því að land-
ið liðist í sundur
Afmæli fiðlusnillings
FIÐLULEIKARINN Nigel Kennedy fagnar hinum aldna fiðlusnillingi
Stephane Grappelli í lok góðgerðartónleika sem haldnir voru á mánu-
dagskvöld í tilefni afmælis Grappellis, en hann verður 86 ára í dag.
Grappelli lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir aldurinn og seg-
ir tónlistina halda sér gangandi.
Washington. Reuter.
BANDARÍSKA leyniþjónustan (CIA) spáir því að efnahagsástandið
í Úkraínu muni leiða til þess að landið liðist í sundur og hart verði
deilt um kjarnavopn þau sem enn eru í Úkraínu. Þetta kemur fram
í frétt The Washington Post í gær. Vitnar blaðið í leynilega skýrslu
leyniþjónustunnar þar sem segir að ef efnahagsástandið batni ekki,
muni fylgi aukast við sameiningu við Rússland meðal minnihluta-
hópa í Úkraínu.
Ibúar Ukraínu eru um 51 milljón,
þar af eru Rússar um fimmtungur.
Leyniþjónustan telur hættu á að
íbúarnir muni skiptast upp í and-
stæðar fylkingar eftir þjóðerni og
búsetu. Rússneski minnihlutinn í
austurhluta landsins muni vilja
segja sig úr lögum við Úkraínu ,en
meirihluti Úkraínumanna í vestur-
hlutanum muni leggja áherslu á að
koma í veg fyrir það og að halda
sjálfstæði sínu. Hefur blaðið heim-
ildir fyrir því að í skýrslunni segi
að þetta gæti leitt til átaka, mögu-
lega með þátttöku rússneska hers-
ins.
Taki íbúar austurhlutans ákvörð-
un um að sameinast Rússlandi, þar
sem efnahagsástandið er mun betra
en í Úkraínu, gæti það ýtt enn frek-
ar undir áhuga áhrifamanna í vest-
urhlutanum á því að halda eftir
þeim kjarnavopnum sem enn eru í
landinu til að koma í veg fyrir yfir-
ráð Rússa.
Samkvæmt heimildum blaðsins
var lokið við skýrsluna' sama dag
og Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hélt upp í Evrópuför sína,
fyrr í mánuðinum. I henni undirrit-
aði hann meðal annars samning við
Reutor
Leoníd Kravtsjúk, forseta Úkraínu,
um að Úkraínumenn afhentu
kjarnavopn sín og hlytu í stað þess
efnahagsaðstoð. Hefur Kravtsjúk
orðið fyrir hörðum árásum á þingi
vegna undirritunar sinnar, sem
margir þingmenn telja sviksamlega.
í skýrslunni kemur fram sameig-
inlegt álit bandarískra leyniþjón-
usta, svo sem CIA, leyni- og upplýs-
ingaþjónustu útanríkisráðuneytis-
ins, leyniþjónustu varnarmálaráðu-
neytisins, og bandarísku öryggis-
stofnunarinnar.
Bandaríska leyniþjónustan hefur
neitað að tjá sig um skýrsluna.
Timbur-
menneru
veikindi
Toronto. Reuter.
GERÐARDÓMSTÓLL             í
Kanada hefur úrskurðað að
maður sem mætti ekki til vinnu
vegna timburmanna hafi átt
rétt á að fá greiddan veikinda-
dag. Vinnuveitandi mannsins
taldi hann ekki eiga rétt á
greiðslum, þar sem um hefði
verið að ræða „fyrirfram
ákveðið ástand sem hann hefði
sjálfur átt sðk á".
Dómurinn sagði að þrátt fyrir
að enginn vafi iéki á því að mað-
urinn hefði tekið sér frí vegna
þess að hann hefði haft timbur-
menn, ætti hann rétt á launum
vegna þess að hann hefði verið
alls ófær um að sinna starfi sínu.
Segir í niðurstöðu dómsins að
líkja megi timburmönnum
mannsins við lungnakrabbamein
í reykingamönnum, sem þeir eigi
sannarlega sjálfir sök á.
Borís Fjodorov vill
hiklausan stuðning
Moskvu. Reuter.
BORÍS Fjodorov, fjármálaráðherra í sljórn Víktors Tsjernomýrdíns í
Rússlandi, hefur ekki enn sent Borís Jeltsín forseta formlega afsögn.
Talið er að með þessu hyggist Fjodorov þvinga forsetann til að taka
skýra afstöðu með eða móti nýrri stjórn Tsjernómýrdíns sem umbóta-
sinnar og vestrænir hagfræðingar telja að hyggist leggja umbætur að
mestu á hilluna og nota miðstýringu í stað markaðsvæðingar.
Forsetinn og Fjodorov munu hitt-
ast í dag. Jeltsín hefur ekki tjáð sig
sjálfur um deilur umbótaafla við
Tsjernomýrdín en verður nú að kveða
upp úr um það hvort hann styðji
Fjodorov sem krefst þess að Víktor
Geratsjenko seðlabankastjóra og
Alexander Zaverjúka aðstoðarfor-
sætisráðherra verði vikið úr stjórn.
Þeir styðja Tsjernomýrdín sem hét
stórfyrirtækjum í gær auknum
fjárstuðningi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44