Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72SIÐURB/C
**0uuliI*Mfe
STOFNAÐ 1913
21.tbl.82.argr.
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rúmenar fyrstir
til samstarfs um
friðviðNATO
Brussel. Reuter.
RUMENAR undirrituðu í gær fyrstir austantjaldsríkja samkomulag
um friðarsamvinnu við Atlantshafsbandalagið (NATO) og við það
tækifæri sagði Teodor Melescanu utanríkisráðherra að Rúmenar
vonuðust til þess að verða fullgildir aðilar að NATO í fyllingu tímans.
„Þjóð mín lítur á Samstarf um
frið sem undanfara fullrar aðildar
Rúmeníu að NATO," sagði Melesc-
anu er hann ávarpaði fastafulltrúa
aðildarríkjanna 16 við athöfn í höf-
uðstöðvum bandalagsins 1 gær.
Friðarsamvinnan felur í sér nánara
samstarf á sviði varnarmála, m.a.
þátttöku í sameiginlegum heræf-
ingum. Amedeo de Franchis aðstoð-
arframkvæmdastjóri NATO lýsti
undirrituninni í gær sem „virkilega
sögulegri stund"..
Ráðgert var að Litháar undirrit-
uðu samkomulag af þessu tagi í
Brussel í dag.
í gær hefði Nicolae Ceausescu
fyrrum einræðisherra í Rúmeníu
orðið 76 ára hefði honum enst aldur
en hann var tekinn af lífi í blóð-
ugri uppreisn skömmu fyrir jólin
1989. Kom á annað hundrað stuðn-
ingsmanna Ceausescu saman í
kirkjugarði þar sem hann er graf-
inn. Fluttu þeir lofræður um fyrrum
leiðtoga sinn og báðu fyrir því að
kommúnistar kæmust á ný til valda.
? ? ?------------
Kaldara
um helgar
London. Reuter.
KENNINGIN um að mannlegar
athafnir, þar á meðal ferð til
vinnu, leiði til hækkandi lofthita
hefur verið staðfest með sérstök-
um hitafarsmælingum á árunum
1979 til 1992.
í breska vísindablaðinu Nature
segir að leitt hafí verið í ljós með
rannsóknum í Adeleide í Ástralíu að
loft sé kaldara um helgar en virka
daga. Líklegasta skýringin er að þá
haldi fólk fyrst og fremst kyrru fyr-
ir, sé minna á ferli en virka daga.
Manntjón er þak hrundi
Reuter
OTTAST var um líf allt að 18 manna eftir að þak
hrundi á stórmarkaði i borginni Nice á frönsku rivíer-
unni í gær. Lík þriggja höfðu fundist í gærkvöldi í
rústunum en 15 var enn saknað. Að minnsta kosti 90
slösuðust. Slysið varð klukkan 15 að staðartíma og
meðal þeirra sem biðu bana voru bæði starfsmenn og
viðskiptamenn, að sögn sjónvarpsstöðvanna TF-1 og
France-2. Unnið hafði verið að framkvæmdum við
bygginguna sem hýsir stórmarkaðinn sem ber nafnið
Casino. Stendur hún við strandveginn skammt frá flug-
velli borgarinnar. Til stóð að loka versluninni í næstu
viku meðan smiðshöggið væri rekið á framkvæmdirnar.
Borís Fjodorov spáir þjóðf élagslegri sprengingu í Rússlandi
Segir framtíð Rússlands
nú vera í höndum Jeltsíns
Reuter
Zhírínovskíj hefur í hótunum
ÁKÆRA var gefin út á hendur herskáa rússneska þjóðernissinnanum
Vladímír Zhírínovskíj í gær fyrir stríðsæsingar. í nýlegri bók hvatti
hann til þess að Rússar legðu undir sig Tyrkland, íran og Afganist-
an. Reiddist hann ásökununum á blaðamannafundi í gær, vísaði
stríðsæsingum á bug og hótaði að senda pólitíska andstæðinga sína
í útlegð til Síberíu. Sakaði hann fjölmiðla um samsæri um að sverta
sig í augum Rússa og umheimsins. Við hlið hans sat Gerhard Frey,
leiðtogi hægri öfgamanna í Þýskalandi, sem minnti blaðamennina á
að senn yrði Zhírínovskíj rússneskur forseti. Hann sagði það ekki
þjóna neinum tilgangi að móðga verðandi forseta, allra síst væri það
í þágu Þjóðverja. Að svo mæltu rak Zhírínovskíj þýskum vini sínum
rembingskoss á kinn og var myndin tekin við það tækifæri.
Moskvu. Reuter.
FUNDI þeirra Borísar Fjodorovs, fjármálaráðherra Rússlands, og
Borísar N. Jeltsíns forseta lauk í gærmorgun með því að hinn fyrr-
nefndi lagði fram formlega lausnarbeiðni sína vegna ágreinings uiu
stjórnarstefnuna. „Þú getur ekki kastað öllu frá þér og gengið á
brott," hafði Fjodorov eftir forsetanum. Ráðherrann fyrrverandi
sagðist ekki geta setið í stjórn með „hugmyndafræðilegum fjendum"
sínum og tjáði Jeltsín að verið væri að tortíma umbótastefnunni.
Framtíð Rússlands væri nú í höndum forsetans.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í stefnuræðu sinni í fyrrinótt
að Bandaríkin myndu áfram hafa
samstarf við Rússa og hvetja þá til
að halda áfram efnahagsumbótum.
Forsetinn var fyrir skömmu í
Moskvu en síðan hafa nær allir
umbótasinnar sagt sig úr ríkisstjórn
Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráð-
herra.
Borís Fjodorov vill m.a. beita
háum vöxtum gegn verðbólgunni og
hraða einkavæðingu. Hann krafðist
þess að tveir skjólstæðingar Tsjerno-
mýrdíns yrðu látnir víkja úr ríkis-
stjórninni en Jeltsín hafnaði skilyrð-
um hans. Forsætisráðherrann vill
hverfa frá róttækum markaðsum-
bótum og veita risastórum fyrir-
tækjasamsteypum frá tímum Sovét-
ríkjanna gömlu, sem ekki hafa verið
einkavæddar, aukinn fjárstuðning.
Þær eru nú margar gjaldþrota í
reynd og hjara aðeins á ríkisstyrkj-
um, sama er að segja um samyrkju-
búin í landbúnaðinum.
I tilfinningaþrungnu ákalli Fjod-
orovs til forsetans sem Interfax-
fréttastofan birti sagði ennfremur:
„Borís Níkolajevítsj: Verið er að
fremja efnahagslegt valdarán í land-
inu, afturhvarf til fortíðar. Allar
vonir eru nú bundnar við þig." Fjod-
orov spáði því að slæmir tímar væru
að renna upp. „Hættan á þjóðfélags-
legri sprengingu er að færast af
vettvangi fræðanna yfir í raunveru-
leikann", sagði hann.
Átak gegn glæpagengjum
Einn af ráðgjöfum Jeltsíns, Pjotr
Fílípov, sagði í gær að vel skipulögð
mafíusamtök, grá fyrir járnum,
væru nú farin að ráða lögum og
lofum í miklum hluta landsins.
„Þetta líkist næstum því borgara-
styrjöld," sagði hann. í nýrri skýrslu
leggur Fílípov til að lögum verði
breytt svo að hægt verði að hafa
menn í varðhaldi allt að þrjá mánuði
án þess að þeir séu dregnir fyrir
dómara. Einnig verði komið á lag-
girnar sérþjálfuðum úrvalssveitum
undir forsetastjórn, þær verði há-
launaðar og einbeiti sér að því að
uppræta glæpagengin.
Sjá viðtal við Arnór Hannibals-
son á blaðsíðum 26 og 27.
Berlusc-
oni fer í
framboð
Mílanó. Reuter.
SILVIO Berlusconi, 57 ára
fjölmiðlakóngur, ákvað í gær
að snúa sér að stjórnmálum
og sagðist verða í fylkingar-
brjósti í „krossferð frjálsræð-
isaflanna" gegn vinstrimönn-
um í þingkosningunum í
mars.
„Það er óhjákvæmilegt að
stofna frelsisbandalag gegn
samfylkingu vinstrimanna,"
sagði Berlusconi er hann kynnti
ákvörðun sína í útsendingu_ á
sjónvarpsstöð sinni, Stöð-4. „Ég
vil ekki búa í landi sem stjórnað
er af mönnum sem eru nátengd-
ir pólitískum og efnahagslegum
mistökum fortíðarinnar."
Berlusconi hefur gert kjörorð
íþróttamanna, „Afram Italía",
að kjörorði stjórnmálafylkingar
sinnar. Vegna stjórnmálaaf-
skipta sinna sagðist hann
myndu víkja úr sæti forstjóra
Fininvest-fjölmiðlasamsteypu
sinnar sem á þrjár sjónvarps-
stöðvar, blaðaútgáfu, stórversl-
anakeðju og knattspyrnufélagið
AC Milan.
Skoðanakannanir frá í síð-
ustu viku bencte til þess að
bandalag vinstriflokka með
gamla kommúnistaflokkinn,
Lýðræðisflokk vinstrimanna
(PDS), í broddi fylkingar hljóti
um 40% atkvæða í kosningun-
um 27.-28. mars.
Djúpstæður ágreiningur hef-
ur komið í veg fyrir að mið- og
hægriflokkarnir myndi kosn-
ingábandalag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52