Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR B/C
tvgiiaMfifrife
STOFNAÐ 1913
22.tbl.82.árg.
FOSTUDAGUR 28. JANUAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir innlimunina 1940 hvorki hafa verið innrás né hernám
Reuter
Hátíðahöld í Pétursborg
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var viðstaddur hátíðahöld í Pétursborg í gær en þá var þess minnst,
að hálf öld er liðin síðan aflétt var umsátri Þjóðverja um borgina, sem þá hét Leníngrad, í síðari heims-
styrjöld. Hér er verið að leggja blómsveig að minnismerki um þá, sem féllu við vörn borgarinnar.
Eystrasaltsríki
varist ögranir
Moskvu. Reuter.
STJÓRNVÖLD i Rússlandi sökuðu ríkissljórnir í Eystrasaltsríkjunum
í gær um að leita eftir ágreiningi og árekstrum við Rússa og sögðu,
að þær gætu aðeins gætt hagsmuna landanna með samstarfi við Moskvu-
stjórnina. „Það eru verulegir erfiðleikar í samskiptum okkar við Eystra-
saltsríkin," sagði Vítahj Tsjúrkín aðstoðarutanríkisráðherra á frétta-
mannafundi í Moskvu. Þá sagði hann, að hvorki hefði verið um innrás
né hernám að ræða þegar Eystrasaltsríkin voru innlimuð í Sovétríkin.
„Við viljum leysa vandamálin án
þess að beita valdi. Valdbeiting getur
leitt til styrjaldar, sem hefði í för
með sér miklar hörmungar fyrir
óbreytta borgara," sagði Tsjúrkín en
í Eystrasaltsríkjunum eru Rússar
mjög fjölmennir. Settust langflestir
þeirra að í löndunum eftir innlimun-
ina 1940.
Tsjúrkín sagði, að vissulega hefði
innlimun ríkjanna verið „mistök" en
bætti síðan við: „Auðvitað hörmum
við það, sem gerðist, en það er ekki
hægt með neinum lagalegum rökum
að kalla atburðina 1940 innrás eða
hernám. Núgildandi alþjóðalög komu
fyrst til eftir síðara stríð og taka
ekki til þess, sem áður gerðist."
Tsjúrkín sakaði sérstaklega stjórn-
völd í Eistlandi og Lettlandi um að
brjóta rétt á Rússum í löndunum,
meðal annars með því að neita þeim
um að kjósa í sveitastjórnarkosning-
um. Kvaðst hann efast um, að brott-
flutningur rússnesks herliðs frá þess-
um tveimur ríkjum myndi bæta hlut-
skipti Rússa þar. Tsjúrkín sagði að
nú væru 3-4.000 rússneskir hermenn
í ríkjunum en yfirvöld þar segja, að
þeir séu um 20.000 talsins.
„Ríkisstjórnir Eystrasaltsríkjanna
telja, að þær geti gætt hagsmuna
sinna með því að ögra Rússum. Það
er mikill misskilningur. Eina færa
leiðin fyrir þær er að hafa samstarf
við okkur," sagði Tsjúrkín.
Sjá „Jeltsín einangraður ..." á
bls. 24.
Kanna áætlanir um hern-
að gegn Bosníu-Serbum
París, Bonn, Davos, Genf. Reuter.
BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, hefur fengið í sínar hendur skýrslu embættismanns þar
sem eru raktar áætlanir Atlantshafsbandalagsins, NATO, um
hernaðaraðgerðir, þ. á m. loftárásir, gegn stöðvum Bosníu-Serba
til að aflétta herkví þeirra um Tuzla-flugvöll og borgina Srebren-
ica í Bosníu-Herzegóvínu. Á leiðtogafundi NATO fyrir skemmstu
var ákveðið að beita hervaldi til að aflétta umsátri serbneska
liðsins færu SÞ fram á það. Francois Mitterrand Frakklandsfor-
seti og Edouard Balladur forsætisráðherra hvöttu til þess í sam-
eiginlegri yfirlýsingu fyrr í vikunni að hervaldi yrði beitt.
Færeyskt sveitarfélag
vill fá greiðslustöðvun
Kaupmannahöfn. Fra Sigrunu Daviðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
KLAKKSVÍK, næst-stærsta sveitarfélag Færeyja, hefur farið fram
á greiðslustöðvun en skuldirnar nema sem samsvarar um tveimur
milljörðum íslenskra króna. Fleiri færeyskir kassar eru tómir,
því atvinnuleysissjóður Færeyja er nú þurrausinn.
sveitarfélag geti orðið gjaldþrota.
Atvinnuleysissjóður Færeyja er
þurrausinn og skuldar auk þess
sem nemur um sex hundruð millj-
ónum íslenskra króna. Raddir eru
uppi um að fjármagna greiðslur
hans með lánum, en ekki þykir
vænleg^t við núverandi aðstæður
að auka á skuldasöfnun eyjanna.
Sjóðurinn er undir stjórn land-
stjórnarinnar. Hluti af gagnrýni
Dana á hendur Færeyingum vegna
ástandsins þar beinist einmitt að
því hvernig félagslegum greiðslum
ýmiss konar hefur verið háttað.
Klakksvík hefur í raun verið
undir stjórn Færeyjabanka, sem
hefur lánað sveitarfélaginu fram-
kvæmdafé. Nú treystir bankinn sér
hins vegar ekki til að lána því frek-
ar og hefur það farið fram á
greiðslustöðvun. Starfsmenn þess
fengu ekki laun sín greidd um síð-
ustu mánaðamót og eiga inni
tveggja mánaða laun hjá sveitarfé-
laginu. Þar með leggjast fram-
kvæmdir eins og sorphirðing og
fleira niður. Ekki er Ijóst hvernig
farið verður með beiðni Klakksvík-
inga þar sem ekki hefur verið viður-
kennt við  svipaðar  aðstæður  að
Frakkar hafa fjölmennasta liðið í
friðargæslusveitunum sem eru létt-
vopnaðar og mega aðeins grípa til
vopna sé á þær ráðist. Völlurinn í
Tuzla hefur verið notaður til flutn-
inga á hjálpargögnum og um hann
átti að fara gæslulið til að leysa af
hólmi kanadíska SÞ-liða í Sre-
brenica.
Helmut Kohl Þýskalandskanslari
varaði í gær eindregið við því að
reynt yrði að stöðva átökin í Bosníu
með hervaldi. Hann sagði að til þess
þyrfti hundruð þúsunda hermanna,
aðgerðirnar myndu kosta miklar
fórnir af hálfu óbreyttra borgara og
auk þess væri alls óvíst að alþjóðlegu
herliði tækist að koma á friði. „Sann-
leikurinn er sá — þótt það geti verið
sannleikur blandinn reiði og beiskju
— að það er ekki til nein einföld
lausn á þessum deilum. Forgangs-
verkefni okkar er að koma hjálpar-
gögnum til almennings í Bosníu-
Herzegóvínu."
„Undarlegt siðferðismat"
Mike McCurry, tafsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í
gær að það bæri vitni um „undarlegt
siðferðismat" er Frakkar hvettu
Bandaríkjamenn til að þrýsta á músl-
ima í Bosníu um að sætta sig við
skiptingu landsins milli þjóðarbrota.
Talsmaður franska utanríkisráðu-
neytisins, Richard Duque, brást hart
við og sakaði Bandaríkjamenn um
hræsni. „Ef við ræðum um siðferði
þá stendur valið milli þess annars
vegar að láta nægja að fylgjast með
bardögunum og hins vegar að gera
allt sem hægt er til að stöðva þá."
Þessi ummæli þykja til marks um
óvenju bitran ágreining meðal Vest-
urveldanna í málefnum Bosníu. Alain
Juppé, utanríkisráðherra Frakk-
lands, sagði í viðtali við The New
York Times í vikunni að kenna yrði
Bandaríkjastjórn um þær skelfingar
sem hlotist gætu af því að múslimar
færu að treysta á utanaðkomandi
stuðning við tilraunir til að sigra
með vopnavaldi.
Hástéttar-
hreimur-
innvíkur
London. Reuter.
BRESKA útvarpið, BBC, hyggst
hætta að leggja áherslu á að ein-
göngu sé notaður hástéttarfram-
burður þar á bæ. Verða ráðnir
nokkrir þulir sem tala með mál-
lýskuhreim er þótt hefur ófínni.
Liz Forgan framkvæmdastjóri
sagði að hljómurinn í sumum deildum
stofnunarinnar væri orðinn „dálítið
fornaldarlegur" og ekki fyllilega í
takt við tungutak þjóðarinnar. Hún
sagðist ekki vilja að allir þulirnir
töluðu eins og hún sjálf. Bretar geta
yfirleitt heyrt á mæli landa sinna
hvort þeir eru af há- eða lágstétt.
j	4	H'-	y*3	Srf"-----"
				
				
			Wm   mí ¦¦>¦ **mii ¦¦   '•**»"	0
AUsherjarverkfall á Spáni
MILLJONIR Spánverja tóku í gær þátt í sólarhringslöngu allshetjarverk-
falli, sem verkalýðsfélögin höfðu boðað til. Með því voru þau að mót-
mæla fyrirhuguðum breytingum á vinnulöggjöfínni en stjórnvöld segja,
að hún kyndi beinlínis undir atvinnuleysi í landinu. Það er nú 23%. Mynd-
in er frá Madrid en víða kom til átaka og slösuðust tugir manna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52