Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR B/C
tfgnaftlfifeife
STOFNAÐ 1913
77.tbl.82.árg.
FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þingmenn
í uppreisn
gegn Zhír-
ínovskíj
Moskvu. Reuter.
TVEIR þingmenn sögðu sig úr
þingflokki rússneska þjóðernis-
sinnans Vladímírs Zhírínovskíjs
í gær og annar þingmaður í
flokknum hótaði að „eyðileggja
mannorð hans sem stjórnmála-
manns".
Vladímír Borzjúk og Vladímír
Novíkov, forystumenn flokksins í
héruðunum Orjol og Údmúrtía,
sögðu sig úr þingflokknum til að
mótmæla öfgafullum yfirlýsingum
Zhírínovskíjs. „Ég er algjörlega
andvígur lýðskrumi Zhírínovskíjs,
sem skaðar ekki aðeins flokkinn
heldur gengur gegn lagalegum og
siðferðilegum mannúðarreglum,"
sagði Borzjúk í ræðu í Dúmunni,
neðri deild þingsins.
Annar uppreisnarmaður innan
flokksins, Viktor Kobelev, kvaðst
hafa upplýsingar sem gætu skaðað
Zhírínovskíj en sagðist ætla að bíða
með að skýra frá þeim. „En ef hann
misbýður mér persónulega eyðilegg
ég mannorð hans sem stjórnmála-
manns."
Þremenningunum var ekki boðið
á flokksþing um helgina þar sem
Zhírínovskíj var veitt eins konar
alræðisvald innan flokksins.
Sambandsráðið, efri deild rúss-
neska þingsins, bauð í gær Borís
Jeltsín forseta birginn með því að
neita að samþykkja afsögn Alexejs
Kazanníks, sem sagði af sér sem
ríkissaksóknari í febrúar til að mót-
mæla tilraunum forsetans til að
koma í veg fyrir að andstæðingar
hans yrðu látnir lausir úr fangelsi
eftir að þingið hafði veitt þeim sak-
aruppgjöf. Jeltsín gaf út yfirlýsingu
um samþykkt þingsins og sagði að
Kazanník yrði ekki ríkissaksóknari
aftur.
Serbar vilja allsherjarvopnahlé
Reuter
SERBAR héldu í gær áfram stórskotaárásum sínum á
bæinn Gorazde í Bosníu sem er eitt af þremur svokölluð-
um „griðasvæðum" Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að
minnsta kosti 360 manns hafa beðið bana í árásunum
undanfarna daga. Serbar fóru þess þó á leit við Michael
Rose, yfirmann friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, að
hafa milligöngu um fund við yfirmann Bosníuhers um
allsherjarvopnahlé í landinu. Alija Izetbegovic, forseti
Bosníu, sagði að slíkt vopnahlé gengi ekki nema Serbar
létu öll þungavopn sín af hendi. Tvö ár eru nú liðin frá
því umsátur Serba um Sarajevo hófst og borgarbúar
hafa hafist handa við endurreisn borgarinnar. Búist er
við að Bosníustjórn óski eftir jafnvirði 19 milljarða króna
fjárhagsaðstoð til að fjármagna brýnustu viðgerðir. Á
myndinni eru verkamenn að flytja burtu skemmda bíla
í bosnísku höfuðborginni.
Búrúndí og Rúanda
Forsetar
drepnir
Bujumbura. Reuter.
FORSETAR Mið-Afrikuríkjanna
Búrúndí og Rúanda biðu bana í
gærkvöldi þegar flugskeyti var
skotið á flugvél sem þeir voru í
við lendingu í Rúanda, að sögn
vestrænna stjórnarerindreka í
höfuðborg Burundi, Bujumbura.
Stjórnarerindrekarnir sögðust
sannfærðir um að Cyprien Ntary-
amira, forseti Búrúndí, og Juvenal
Habýarimana, forseti Rúanda,
hefðu látið lífið í árásinni.
Forsetarnir voru að koma af
fundi leiðtoga Afríkuríkja í Tanzan-
íu. Flugvélin brann til kaldra kola
á flugvellinum í Kigali í Rúanda.
Sylvestre Ntibantuganya, forseti
þingsins í Búrúndí, flutti sjónvarps-
ávarp þar sem hann hvatti lands-
menn til að sýna stillingu. Sam-
kvæmt stjórnarskránni tekur þing-
forsetinn við störfum þjóðhöfðingja
falli hann frá.
2.500 friðargæsluliðar á vegum
Sameinuðu þjóðanna eru í Rúanda,
sem er að rétta úr kútnum eftir
þriggja ára borgarastyrjöld milli
Hútúa og Tútsa. Hútúar eru um
85% íbúanna í Rúanda og Búrúndí
en hafa lengi verið undirokaðir af
Tútsum.
Forza Italia hótar að
knýja fram kosningar
Rómaborg. Reuter, The Daily Telegraph.
FLOKKUR ítalska fjölmiðlajöfursins Silvios Berlusconis
hótaði í gær að knýja fram nýjar þingkosningar ef Umb-
erto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, héldi áfram að
hindra myndun nýrrar ríkisstjórnar.
„Ef Umberto Bossi heldur áfram
að brjóta gegn vilja þjóðarinnar eig-
um við ekki annars úrkosti en að
efna aftur til kosninga," sagði í yfir-
lýsingu frá flokki Berlusconis, Forza
Italia (Áfram ítalía). Flokkurinn
bætti við að kjósendur myndu örugg-
lega refsa Bossi fyrir þvermóðsku
hans og ábyrgðarleysi. „ítalia má
ekki vera bananalýðveldi þar sem
vilji þjóðarinnar er sniðgenginn af
hálfu flokksleiðtoga sem vill gera
allt til að halda völdum sínum og
leiðir hjá sér vandamál landsins."
Berlusconi ákvað á þriðjudag að
fresta frekari viðræðum við Norður-
Kcuter
Mannskæð sprengjuárás í ísrael
ÁTTA manns biðu bana og um 50 særðust þegar bifreið hlaðin sprengi-
efni sprakk í loft upp rétt við strætisvagn í bænum Afula í ísrael í gær.
íslömsku öfgasamtökin Hamas lýstu tilræðinu á hendur sér. Fulltrúi sam-
takanna í Jórdaníu sagði að sprengjutilræðið væri réttmæt hefnd vegna
morðanna í Hebron þar sem ísraelskur landnemi myrti að minnsta kosti
30 Palestínumenn. Hann bætti við að Hamas myndi grípa til frekari að-
gerða gegn her ísraels og landnemum á hernumdu syæðunum. Á mynd-
inni er stúlka sem særðist í tilræðinu borin i sjúkrabíl.
Sjá „Börnin í „ljósum logum" ..." á bls. 31.
Kvenprestum hafnað
Lampeter. Reuter.
TILLAGA um að heimila
prestvígslu kvenna fékk ekki
nægilegan stuðning í atkvæða-
greiðslu hjá biskupakirkjunni
í Wales í gær.
Biskupar, prestar og fulltrúar
leikmanna tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni eftir heitar umræður.
Leikmenn og biskupar voru lang-
flestir hlynntir prestvígslu
kvenna en andstaðan var of mik-
il á meðal presta til að tillagan
fengi tilskilinn meirihluta, tvo'
þriðju atkvæða.
Biskupar sögðust ætla að efna
til skyndifundar til að ræða
hvernig koma mætti í veg fyrir
klofning innan kirkjunnar. Þar
sem litlu munaði að tillagan yrði
samþykkt geta biskuparnir efnt
til annarrar atkvæðagreiðslu á
næsta ári en þangað til að
minnsta kosti verða konur ekki
vígðar prestar í Wales.
Áður hafði móðurkirkjan í
Englandi samþykkt að heimila
prestvígslu kvenna. Það varð til
þess að tugir presta og ýmsir
þekktir menn gengu í kaþólsku
kirkjuna, þeirra á meðal tveir
ráðherrar.
sambandið um myndun 53. stjórnar
ítalíu eftir heimsstyrjöldina síðari.
Bossi hafði þá hafnað Berlusconi
sem forsætisráðherra og sett úrslita-
kosti um myndun sambandsríkis á
ítalíu.
Forystumenn Norðursambandsins
tilkynntu í gær að þeir hygðust hefja
viðræður við helsta miðflokkinn, It-
alskan sáttmála, um að fela stjórn-
lagaþingi að setja stjórnarskrá nýs
sambandsríkis. Mario Segni, leiðtogi
ítalsks sáttmála, kvaðst þó ekki
hafa fengið tilboð um slíkar viðræð-
ur og gat ekki svarað því hvort eða
hvenær þær hæfust.
Bossi gagnrýndur
ítölsk dagblöð birtu í gær forystu-
greinar og lesendabréf þar sem Bossi
er gagnrýndur harðlega. „Með því
að hætta viðræðunum við Bossi hef-
ur Berlusconi bundið enda á eina
af smánarlegustu uppákomunum í
ítölskum stjórnmálum," sagði í for-
ystugrein La Stampa.
Flokkur Bossis er með um þriðj-
ung þingsæta hægriflokkanna
þriggja í Frelsisbandalaginu, 120
sæti af 366 í neðri deildinni. Berlusc-
oni segir að margir af þingmönnum
Norðursambandsins hafi náð kjöri
vegna stuðnings fylgismanna Forza
Italia í einmenningskjördæmum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64