Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64SIÐURB/C
**gmil)fafr&
STOFNAÐ 1913
82.tbl.82.árg.
MIÐVIKUDAGUR13. APRIL 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kigalíað
falla og
stjórnin
er flúin
Kigali. Reuter, The Daily Telegraph.
RÍKISSTJÓRNIN í Rúanda flýði
öll frá höfuðborginni, Kigali, í gær
en þá var búist við, að hún félli í
hendur uppreisnarsveitum Tutsi-
manna á hverri stundu.
Talið er, að tugþúsundir manna
hafi fallið í óöldinni í landinu síðan
forseti landsins og forseti nágranna-
ríkisins Búrúndis fórust þegar flug-
vél þeirra var skotin niður í síðustu
viku. Belgískir yfirmenn í eftirlits-
sveitum Sameinuðu þjóðanna í land-
inu segjast hafa séð þegar hermenn
úr úrvalssveitum sjálfs forsetans
hafi grandað vélinni en áður voru
Tutsi-menn grunaðir um verknaðinn.
Talið er, að ríkisstjórnin, 19 ráð-
herrar, hafí flúið til bæjarins Gitar-
ama, sem er í 40 km fjarlægð frá
Kigali, en á sama tíma skoraði út-
varpið á borgarbúa að berjast með
stjórnarhernum gegn uppreisnar-
mönnum af Tutsi-ættbálknum, sem
voru þá komnir að borgarhliðunum.
Sjá „Höfum ekki..." á bls. 24.
----------? ? ?---------
Lög gegn
ofbeldis-
myndum
Lundúnum. Reuter.
MICHAEL Howard, innanríkis-
ráðherra Bretlands, hyggst leggja
fram frumvarp til laga sem kveð-
ur á um hörð viðurlög við því að
leigja börnum myndbönd með of-
beldismyndir.
Verði frumvarpið að lögum eiga
myndbandaleigur yfír höfði sér fang-
elsis- eða sektardóma leigi þær börn-
um myndir sem eru bannaðar börn-
um. Ennfremur er gert ráð fyrir
strangari flokkun mynda.
Sögulegur GATT-fundur settur
Reuter
Fjögurra daga fundur ráðherra frá 125 ríkjum var
settur í borginni Marrakesh í Marokkó í gær og
ráðgert er að þeir undirriti nýjan GATT-samning
um frjálsari heimsviðskipti á föstudag. Samningnum
er ætlað að binda enda á „frumskógarlögmálið" í
heimsviðskiptunum og gert er ráð fyrir öflugri eftir-
litsstofnun. Áætlað hefur verið að samningurinn
verði til þess að heimsviðskiptin aukist um 235 millj-
arða dala á ári innan áratugar. Krónprins Marokkó,
Sidi Mohammed, setti fundinn og myndin er af líf-
vörðum konungsins sem tóku þátt í setningarathöfn-
inni.
Noregur og ESB
Samning-
urinnfrá-
genginn
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morgunblaðsins.
GENGIÐ var frá samningnum
um aðild Norðmanna að Evrópu-
sambandinu í gær og texti samn-
ingsins verður lagður fyrir Evr-
ópuþingið í dag.
Mikil óvissa var um samninginn
fram á síðustu stundu vegna deilu
um orðalag þeirrar greinar sem
fjallar um áframhaldandi forræði
Norðmanna yfir fiskimiðunum á
verndarsvæðinu umhverfis Sval-
barða.
Aðalsamningamaður          Norð-
manna, Eivinn Berg, sendiherra hjá
Evrópusambandinu, sagði að 611
vandamálin hefðu verið leyst. Spán-
veriar reyndu að tryggja sér fisk-
veiðiheimildir við Svalbarða en að
sögn Aftenposten héldu þeir þeirri
kröfu ekki til streitu.
Gro Harlem Brundtland, forsæt-
isráðherra Noregs, sagði að þjóðar-
atkvæðið um aðild Norðmanna að
Evrópusambandinu færí að öllum
líkindum fram 28. nóvember. Þing-
ið ákveður dagsetninguna og
Brundtland sagði að það yrði gert
eftir nokkrar vikur.
Borís Jeltsín mótmælir loftárásum NATO á Serba í Bosníu
Segir hervald aðeins
leiða til „eilífs stríðs"
Madrid, Sarajevo. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
varaði í gær leiðtoga Vestur-
landa við því að ef þeir reyndu
að binda enda á stríðið í Bosniu
Hjónaefni með sjö-
tíu ára aldursmun
Rómabonr. Reuter.
93 ÁRA gömul kona á ítalíu
hyggst giftast manni sem er
nógu ungur til að vera barna-
barnabarn hennar.
Margherita Bazzani og Andrea
Pezzoni, 24 ára, ætla að gifta sig
í Tórínó á mánudag. Þau hafa
verið í sambúð í tvö ár.
„Ég vona að allir sem eru orðn-
ir gamlir og einir finni einhvern
eins og Andrea. Aldurinn skiptir
ekki máli og ekki heldur fegurðin,
finnið bara rétta manninn," sagði
Bazzani.
Gamla konan kvaðst hafa
kynnst Pezzoni þegar hann var
14 ára og gisti á heimili hennar.
Móðir hans var þá ráðskona Bazz-
ani og hún réð hann síðar sem
bílstjóra sinn.
„Foreldrar hans höfðu yfirgefið
hann og ég ætlaði að ættleiða
hann en þar sem það tekur svo
langan tíma og ég er orðin svo
gömul var ég hrædd um að ég
yrði dauð áður en ættleiðingin
yrði að veruleika," sagði Bazzani.
Pezzoni verður annar eigin-
maður konunnar, sem er barnlaus
og bjó í 50 ár aðskilin frá fyrri
manninum, sem lést fyrir átta
árum.
„Ást okkar er platónsk en dýpri
og fallegri en allt annað," sagði
hún.
með hervaldi myndi það leiða til
„eilífs stríðs". Hersveitir Bosníu-
stjórnar gerðu í gær sprengju-
vörpuárásir á serbneskar stór-
skotasveitir suðvestur af
múslímaborginni Gorazde.
„Ég er sannfærður um að leiða
beri stríðið til lykta með samninga-
viðræðum," sagði Jeltsín á blaða-
mannafundi í Madrid þar sem hann
er í opinberri heimsókn. „Vanda-
málið verður ekki leyst með her-
valdi. Slíkt leiðir til eilífs stríðs."
Jeltsín hafði áður kvartað yfir
því við BiII Clinton Bandaríkjafor-
seta að hann skyldi ekki hafa verið
hafður með í ráðum þegar ákveðið
var að gera loftárásir á umsáturslið
Serba í grennd við Gorazde á
sunnudag. Þrátt fyrir það gerði
Atlantshafsbandalagið, NATO,
aðra árás á Serba daginn eftir; að
beiðni fulltrúa framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna.
Haf na Rússar friðarsamvinnu?
Jeltsín kvaðst vona, að „þessi
mjög svo harða og alvarlega yfirlýs-
ing" yrði til þess að afstaða leiðtoga
Vesturlanda til stríðsins í Bosníu
breyttist. Hann gaf einnig til kynna
IffltlUAtll
Statfonit i
CIK-neM catahm
iiSA-SAtmsn£ST
Reuter
Loftárásunum mótmælt í Pétursborg
RÚSSAR mótmæla loftárásum Atlantshafsbandalagsins á stöðvar
Serba í grennd við Gorazde fBosníu við skrifstofu ræðismanns Banda-
ríkjanna í Pétursborg í gær.
að þróunin í Bosníu gæti haft áhrif
á það hvort Rússar tækju þátt í
áætlun NATO um „Samstarf í þágu
friðar".
ívan Rybkín, forseti neðri deildar
rússneska þingsins, sagði það óvið-
unandi að NATO skyldi hafa gert
árásirnar án samþykkis öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. „Árásirnar á
stóðvar Bosníu-Serba gætu hindrað
aðild Rússa að Samstarfi í þágu
friðar," sagði hann.
Rob Annink, talsmaður friðar-
gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna i
Sarajevo, sagði að hersveitir Bosn-
íuhers hefðu gert sprengjuvörpu-
árásir á Serba í grennd við Gorazde
en þeir hefðu ekki skotið frá borg-
inni sjálfri. Áður hafði Michael
Rose, yfirmaður friðargæsluliðsins,
gagnrýnt Bosníuher fyrir að gera
árás frá borginni að tilefnislausu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52