Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88SIÐURB/C
*fgmi(!0frife
STOFNAÐ 1913
84.tbl.82.árg.
FOSTUDAGUR15. APRIL 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Leyniskyttur aftur að verki í Sarajevo
Serbar með ögr-
anir við SÞ-liða
Sarajevo, Reuter.
BOSNÍU-Serbar héldu í gær uppi árásum á griðasvæði múslima í
Bosníu og virtust einnig skipulega reyna að ögra friðargæsluliðum
Sameinuðu þjóðanna, að sögn talsmanns UNPROFOR. Héldu þeir
m.a. uppi stórskotaliðsárásum á flugvöllinn í Tuzla, sem er á valdi
SÞ, og hnepptu fimmtán kanadíska friðargæsluliða í hald, skammt
frá Gorazde. Engin særðist í árásinni á Tuzla.
Sveitir Serba umkringdu einnig
birgðastöð í grennd við Sarajevo þar
sem þungavopn þau er þeir létu af
hendi í febrúar til að koma í veg
fyrir loftárásir NATO eru geymd af
friðargæsluliðum SÞ. Voru rnennirnir
með skriðdreka með í för og kröfð-
ust þess að fá þungavopnin afhent
en friðargæsluliðarnir voru tilbúnir
til að verjast og NATO-flugvélar
sveimuðu uppi yfir tilbúnar til að
skerast í leikinn.
Serbneskar leyniskyttur létu einn-
ig til sín taka í Sarajevo á ný og
særðist einn franskur friðargæsluliði
alvarlega.
Eftir að herþotur NATO gerðu
loftárásir á sveitir Serba við Gorazde
hættu þeir árásum sínum á borgina.
Aðgerðir þeirra gagnvart friðar-
gæsluliðinu hafa hins vegar stöðugt
magnast.
Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra
Rússiands, sagði í gær að Rússar
hygðust endurskipuleggja samskipti
sín við Vesturlönd til að koma í veg
fyrir frekari „óvæntar uppákomur"
á borð við loftárásir NATO án þeirra
vitneskju. Sagði hann loftárásirnar
gera það að verkum að ekki væri
víst hvort hann héldi til höfuðstöðva
NATO í næstu viku til að undirrita
samkomulag um þátttöku Rússa í
friðarsamstarfi við NATO.
Vaxtalækkun
víða í Evrópu
Frankfurt, Brussel. Reuter.
ÞÝSKI seðlabankinn kom fjármálamörkuðunum á óvart í gær þegar
hann lækkaði mikilvægustu vextina um fjórðung úr prósenti. Fóru
seðlabankar í Hollandi, Belgíu, Sviss og Danmörku strax að dæmi
hans og lækkuðu sína vexti.
Forvextir þýska seðlabankans
voru lækkaðir úr 5,25% í 5% og
Lombardvextir  eða  endurkaupa-
í vesturvíking
NORSKA víkingaskipið Haförn
sigldi upp Tempsá í gær og
framhjá breska þinghúsinu en
að þessu sinni fóru Norðmenn-
irnir með friði. Þeir tóku þátt í
hátíðahöldum í tilefni af því, að
Víkingasafnið í Jórvík er 10 ára
um þessar mundir. Voru þeir á
nákvæmri eftirlíkingu af Gauks-
staðaskipinu.
vextir úr 6,75% í 6,50%. Búist hafði
verið við örlítilli lækkun í síðar-
nefnda vaxtaflokknum en engri í
hinum. Hans Tietmeyer seðla-
bankastjóri sagði á blaðamanna-
fundi í gær, að verðbólga í Þýska-
landi yrði innan við 3% á síðari
misseri þessa árs.
• Seðlabankar í Hollandi og Belgíu
brugðust strax við með vaxtalækk-
un og í Sviss voru forvextir lækkað-
ir um hvorki meira né minna en
hálft prósentustig, úr 4% í 3,5%. í
Danmörku voru tveir helstu vext-
irnir lækkaðir um fjórðung úr pró-
sentustigi annars vegar og um einn
tíunda hins vegar. Var hér um að
ræða tólftu vaxtalækkunina í Dan-
mörku á átta mánuðum.
Morgunblaðið/Ragnar Th. Sigurðsson
Vestfirskir snjóhamrar
Breiðadals- og Botnsheiði hafa löngum reynst Vestfirðingum örðug-
ur farartálmi. Snjóþyngsli hafa valdið töfum og oft og tíðum hefur
snjórinn safnast saman í háa skafla eða björg eins og sjá má að
ofan. Hafa hér myndast eins konar snjógöng í svokallaðri Kinn á
Breiðadalsheiði og er hærri kanturinn að sögn Péturs Ásvaldssonar,
starfsmanns Vegagerðar, 6 til 7 m á hæð. Hann sagðist ekki telja
að skaflinn yrði hærri eða hætta stafaði af honum. Myndin var tekin
á þriðjudag en yegurinn yfir heiðina var opnaður um hádegi í gær.
Blóðbað-
inu linn-
irekki
Kigali. Reuter.
SÍÐUSTU belgísku hersveitirnar
bjuggu sig í gær undir að hverfa
á braut frá Kigali, höfuðborg
Rúanda, en skæruliðar gerðu þá
árásir á alþjóðaflugvöllinn í borg-
inni. Var ekki h'óst hvort flugvélar
kæmust á loft frá honum eða hvort
eina leiðin frá blóði drifinni borg-
inni væri landleiðin til Búrúndí.
Hjálparstarfsmenn sögðu að blóð-
baðinu í Kigali linnti ekkert. Herinn
stundaði fjöldamorð, heimili manna
væru brennd til kaldra kola og bar-
dagar stæðu annan daginn í röð á
milli stjórnarhersins og skæruliða.
Höfðu starfsmenn Rauða krossins
byrgt glugga með hrísgrjónasekkjum
og margir grétu af skelfingu. Höfðu
þeir heyrt að talsverður hluti hina
innfæddu starfsmanna hefði verið
drepinn.
---------? ? ?----------
Nú mega
flugurn-
ar vara sig
Amsterdam. Reuter.
MEÐ rannsóknum sem staðið hafa
í fimm ár hefur tekist að sýna
fram á hvenær og hvernig best
er að drepa flugu. Það er síðdegis
þegar aðeins er farið að bregða
birtu og árangursríkast er að vera
rauðklæddur og með rauðan
flugnaspaða.
Hollenska dagblaðið De Telegraaf
skýrði frá þessu í gær og hefur eftir
vísindamanninum, Rene Bult við há-
skólann í Groningen, að flugur fari
með 75% heilaorkunnar í sjónina.
Hún daprast hins vegar töluvert þeg-
ar komið er fram yfir miðjan dag
enda er þá sólin farin að lækka á
lofti og flugurnar að þreytast. Þá er
best að leggja til atlögu við þær.
Bult segir, að flugur sjái best
grænt og fjólublátt en átti sig illa á
rauðu. Þess vegna er best að vera í
rauðum herklæðum. Rannsóknanið-
urstöður Bults verða gefnar út síðar
í mánuðinum.
Tuttugu og sex manns f órust í árás bandarískra flugvéla yfir Irak
Grönduðu eigin þyrlum
Irbil. Reuter.
TUTTUGU og sex manns fórust þegar tvær bandarískar F-15-her-
þotur skutu niður tvær bandarískar þyrlur yfir Norður-írak í
gær. Sagði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, á fréttamanna-
fundi í Hvíta húsinu í gær, að um hefði verið að ræða „hörmulegt
slys" en flugmenn orrustuþotnanna héldu að þyrlurnar væru írask-
ar en þær voru á svæði þar sem umferð íraskra flugvéla er bönn-
uð. Mennirnir, sem fórust, voru frá Bandaríkjunum, Bretlandi,
Frakklandi, Tyrklandi og íraskir Kúrdar. Ekki hafði verið skýrt
frá nöfnum þeirra.
Með þyrlunum fórust 15 Banda-
ríkjamenn og Malcolm Rifkind,
varnarmálaráðherra Bretlands, sem
nú er staddur í Washington, sagði,
að um borð hefðu verið tveir bresk-
ir  foringjar.  I  yfirlýsingu  frá
franska varnarmálaráðuneytinu
sagði, að einn franskur foringi
væri meðal hinna látnu og sam-
kvæmt upplýsingum frá Tyrklandi
voru þrír tyrkneskir foringjar um
borð. Að auki fórust fimm íraskir
Kúrdar.
Þessi atburður er mikið áfall fyr-
ir bandaríska herinn, en bandarísk
ratsjárflugvél var á svæðinu og er
sögð hafa aðstoðað við árás orr-
ustuþotnanna á þyrlurnar, sem voru
af  gerðinni  UH-60  Blackhawk.
William Perry, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, kvaðst í gær taka
á sig fulla ábyrgð á „slysinu" og
fyrirskipaði nákvæma rannsókn á
því.
Herafli frá Bandaríkjunum, Bret-
landi, Frakklandi og Tyrklandi hef-
ur haldið uppi eftirliti með
flugbannsvæðinu, sem ákveðið var
yfir Norður-írak skömniu eftir
Persaflóastríðið 1991, en tilgangur-
inn með þyí er að koma í veg fyrir
loftárásir Irakshers á Kúrda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52