Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C
tfttiuililaMfe
STOFNAÐ 1913
86. tbl.82. árg.
SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Engin sök að
biðja um koss
ÍTALSKUR dómstóll kvað upp þann
dóm á föstudag að koss væri aðeins
koss or- ekki glæpur þótt annar aðilinn
hafni öilu kossaflensi. Áfrýjunardóm-
stóll í bænum Cortona sýknaði fimm-
tugan ítala, Guido Mammoli, af ákæru
um að hafa áreitt unga ferðakonu með
því að ávarpa hana og biðja um koss.
Undirréttur sýknaði manninn í fyrra
en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum.
„Ef við ættum að dæma alla sem slá
öðrum gullhamra myndi dómskerfið
lamast," sagði í úrskurði áfrýjunar-
dómstólsins.
Zhírínovskíj á
fund Saddams
RÚSSNESKI þjóðernis-
öfgamaðurinn Vladím-
ír  Zhírínovskíj  heldur
senn til íraks þar sem
hann verður gestur í
afmæli Saddams Hús-
seins forseta 28. april,
að sögn /níerfax-frétta-
stofunnar.  Talsmaður
flokks   Zhírínovskíjs,
Frjálslynda   lýðræðis-
flokksins,   sagði   að
flokksformaðurinn ætlaði að lyfta ír-
ösku þjóðinni upp á afmælisdegi Sadd-
ams því í föruneyti /hírínovskíjs yrði
knattspyrnulið og þjóðlagasveit.
Handaband og
handalögmál
LENGI hefur þótt sjálfsögð kurteisi
meðal íþróttamanna að takast í hendur
að loknum leik en nú hafa nokkrir skól-
ar í grennd við Los Angeles bannað
nemendum að iðka þennan sið. Ástæðan
er ótti við að handaböndin hafi í för
með sér handalögmál. Skólarnir eru
allir í Ventura-sýslu sem aðallega er
byggð hvítu fólki og ekki hefur þurft
að kljást við óaldarflokka unglinga.
Verstir þykja leikmenn í hefðbundinni,
evrópskri knattspyrnu. Sumir þeirra
spýta í lófana áður en þeir bjóða hönd-
ina, aðrir muldra móðgunarorð og
stundum er bætt við höggum, jafnvel
sparki í höfuð. Mörgum finnst sem
bannið sýni að skólaíþróttir endur-
spegli æ betur árásargirnina og gleði-
skortinn í atvinnuíþróttum. Kennarar
segja að stundum hafi þjálfarar og for-
eldrar ýtt undir áflogin og elt embættis-
menn skólans að bílum þeirra eftir
leiki. „Það virðist vinsælt að hrækja í
knattspyrnu", segir íþróttastjóri eins
skólans.
ÆRSL I LAUGINNI
Deilt um orsök árásar-
innar á þyrlurnar í Irak
Kveikt var á viðvörunarbúnaði sem átti að sýna að um vinaþyrlur var að ræða
Washington, London. Reuter.
TALSMAÐUR stjórnar Bills Clintons
Bandaríkjaforseta gagnrýndi harð-
lega þingmenn Repúblikanaflokksins
fyrir að halda því fram að árásin á
bandarísku herþyrlurnar í norður-
hluta íraks á fimmtudag væri afleið-
ing niðurskurðar stjórnarinnar á út-
gjöldum til varnarmála.
Öldungadeildarmaðurinn John McCain
og fulltrúadeildarmaðurinn Newt Gingrich
höfðu sagt að það gæti skýrt atvikið að
einhverju leyti að bandaríski heraflinn héngi
nánast á horriminni vegna niðurskurðar
stjórnarinnar í varnarmálum. Dee Dee My-
ers, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði á
föstudag að þessi fullyrðing væri afar óvið-
eigandi og með öllu ótæk.
Undir forystu Bandaríkjamanna hafa
sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna fram-
fylgt fiugbanni í norðurhluta íraks frá lok-
um Persaflóastríðsins 1991, til þess að
vernda byggðir Kúrda fyrir aðgerðum af
hálfu hersveita stjórnar Saddams Husseins
íraksforseta. Bandarískar F-15C orrustu-
þotur töldu sig vera að skjóta á íraskar
árásarþyrlur er þær skutu niður tvær
bandarískar UH-60 Blackhawk-þyrlur með
26 manris innanborðs á flugbannssvæðinu.
Sérfræðingar undrandi
Sérfræðingum þykir atvikið með ólíkind-
um þar sem áhöfn AWACS-ratsjárvélar
sem stýrði aðgerðunum gegn þyrlunum
hafði upplýsingar um ferðir þeirra og um
borð bæði í AWACS-þotunni og F-15-þot-
unni er búnaður sem auðveldlega hefði átt
að greina að þarna voru ekki óvinir á ferð.
Þess utan voru þyrlurnar í sjónfæri er flug-
menn orrustuþotnanna skutu flugskeytum
sínum á þær. Embættismenn í bandaríska
varnarmálaráðuneytinu sögðu í fyrrinótt frá
því að kveikt hefði verið á viðvörunarbún-
aði í þyrlunum sem átt hefði að sýna öðrum
bandarískum herflugvélum hveijir þar voru
á ferð. Talið er að atvikið verði til þess að
hraðað verði þróun nýs viðvörunarbúnaðar.
William Perry, varnarmálaráðhen-a
Bandaríkjanna, hét því að starfsháttum
yi*ði breytt til þess að koma í veg fyrir að
atburðir af þessu tagi endurtækju sig.
ATVINNULEYSI
*=5I
Rætumar
liooia djupt
14
20
SAGAN UM
öscar
Shindler
ÞARHALDAKONW
UMSTJÓRNTAUMANA

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48