Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72SIÐURB
tfgmililafeifr
STOFNAÐ 1913
92. tbl. 82. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reynt að trufla fyrstu frjálsu kosningarnar í S-Afríku með sprengjutilræðum
Yfirráðum hvítra manna
lýkur með kosningunum
Dauði og tortíming
AÐ minnsta kosti 19 manns
týndu lífi í tveimur sprengju-
tilræðum í Suður-Afríku í gær
og í fyrradag og tugir manna
slösuðust. Hér eru lögreglu-
menn á vettvangi sprenging-
arinnar, sem varð í gærmorg-
un í einu úthverfi Jóhannesar-
borgar en þar fórust 10
manns og hátt í 40 slösuðust,
sumir lífshættulega.
Jóhannesarborg, HBfðaborg. Reuter.
BLÓÐUG sprengjutilræði settu svip sinn á lokasprett kosningabarátt-
unnar í Suður-Afríku en alls týndu nítján manns lífinu í tveimur spreng-
ingum í Jóhannesarborg á sunnudag og mánudag. Fleiri sprengjur
sprungu víðs vegar um landið en urðu engum að bana. Yfirvöld greindu
í gær frá því að verið væri að yfirheyra einn mann í tengslum við til-
ræðin. Kosningarnar hefjast í dag og munu þær standa í þrjá daga. I
dag kjósa „sérstakir kjósendur", aðallega fatlaðir og Suður-Afríku-
menn, sem búsettir eru erlendis, en á miðvikudag og fimmtudag fara
hinar almennu kosningar fram. Niðurstaðna kosninganna er líklega
ekki að vænta fyrr en um helgina. Með kosningunum er bundinn endi
á 350 ára yfirráð hvítra manna í Suður-Afríku og hélt þing þeirra
síðasta fund sinn i Höfðaborg í gær, þar sem þingið var endanlega
leyst upp.
Stjórnmálaskýrendur telja flestir
að sú ætlan tilræðismannanna að
reyna að trufla kosningarnar muni
ekki ganga eftir. Þvert á móti auki
sprengingarnar líkurnar á því að
kjósendur kjósi annan stóru flokk-
anna tveggja, Afríska þjóðarráðið
(ANC) eða Þjóðarflokk F.W. de
Klerks forseta. Eru sprengjutilræðin
talin vera tákn um vaxandi örvænt-
ingu meðal hvítra öfgamanna úr röð-
um Búa.
De Klerk hét því í gær að kosning-
arnar yrðu haldnar samkvæmt áætl-
un. „Við ætlum ekki að láta hægri-
öfgamenn eða nokkurn annan tefja
þessar kosningar," sagði forsetinn í
gærmorgun.
Þúsundir hafa fallið
Pólitískt ofbeldi hefur verið fyrir-
ferðarmikið í Suður-Afríku frá því
að de Klerk nam aðskilnaðarstefnuna
úr gildi árið 1990. Hafa rúmlega
fimmtán þúsund manns fallið í inn-
byrðis átökum blökkumanna á þeim
tíma sem síðan er liðinn.
Flestir ganga út frá því að Nelson
Mandela og ANC muni vinna yfir-
burðasigur í kosningunum. í við-
skiptum í kauphöllinni í Jóhannesar-
borg, þar sem menn gátu boðið í
verðbréf miðað við spár um kosn-
ingaúrslit, varð niðurstaðan sú að
ANC var spáð 55% fylgi, Þjóðar-
flokknum 24% og Inkatha 9,5%.
Alls eru 22,7 milljónir manna á
kjörskrá og er kosið um 200 þing-
sæti af landslistum og 200 til viðbót-
ar á kjördæmalistum. Einnig eru
kosnir fulltrúar á níu héraðaþing og
mun hvert þeirra útnefna tíu jnenn
til að sitja í öldungadeild þingsins.
----------? ? ?---------
Er stjórn
Hata fallin?
Tókýó. Reuter.
SÓSIALISTAR í Japan sögðu sig
úr samsteypustjórninni í gær,
aðeins nokkrum klukkustundum
eftir að hafa staðið að kjöri Tsu-
tomu Hata sem nýs forsætisráð-
herra. Stjórnin hefur því ekki
lengur meirihluta á þingi.
Astæðan fyrir úrsögn sósíalista
er sú, að samstarfsflokkarnir, mið-
og hægriflokkar, mynduðu með sér
einn þingflokk án samráðs við
sósíalista. Tomiichi Murayama, leið-
togi sósíalista, sagði, að þeir myndu
segja af sér öllum embættum en
myndu samt standa að afgreiðslu
fjárlaganna.
Sjá „Sjötti ..." k bls. 28.
Létt yfir evrópskum fjármálaráðherrum
Mikil umskíptí í
efnahagslífinu
Washington. Reuter.
SAMDRÆTTINUM í efnahagslífinu er loks að tfúka að dómi fjár-
málaráðherra helstu Evrópuríkjanna. Búist er við, að samdrátturinn
snúist upp í 1,5% hagvöxt í Þýskalandi á þessu ári og álíka í Frakk-
landi og í Bretlandi er hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi nú meiri en
spáð hafði verið.
„Við erum að verða vitni að mikl-
um umskiptum í efnahagsmálunum,"
sagði Edmond Alphandery, efna-
hagsmálaráðherra Frakklands, á
fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Alþjóðabankans í Washington í gær
en fjármálaráðherrar helstu iðnríkj-
anna, Sjö-ríkja-hópsins, komu auk
þess saman til sérstaks fundar. Theo
Waigel, fjármálaráðherra Þýska-
lands, sagði, að hagvöxtur í landinu
yrði h'klega um 1,5% og Kenneth
Glarke, fjármálaráðherra Bretlands,
sagðist bjartsýnn á, að hagvöxtur í
bresku efnahagslífi yrði um 2,5%.
Þá er einnig búist við hagvexti á
ítalíu og í Svíþjóð er efnahagslífið
að rétta úr kútnum.
Theo Waigel sagði í gær, að nú
yrði ráðist gegn fjárlagahallanum í
Þýskalandi en Vestur-Þjóðverjar
hafa veitt meira en 150 milljarða
marka árlega til uppbyggingar í
austurhlutanum. Er stefnt að því að
fjárlagahallinn verði ekki meiri en
3% af landsframleiðslu 1995.
Reuter
Brottflutningur þungavopna frá Gorazde virðist hafinn
Rússlandssljórn klofín
í afstöðunni til Serba
Washington, Moskvu. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að svo virtist sem
þrýstingur af hálfu Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) og SÞ og
hótanir um loftárásir á Bosníu-
Serba við Gorazde hefðu dugað.
Bosníu-Serbar hefðu staðið við
fyrirheit um að hætta skotárás-
um á Gorazde og virtust vera
að draga stórskotaliðssveitir
sínar út fyrir griðasvæði SÞ
umhverfis borgina. Mikill
ágreiningur virðist vera innan
rússnesku ríkisstjórnarinnar
um viðbrögð við árásum Bosníu-
Serba á Gorazde og hafa utan-
ríkis- og varnarmálaráðuneytið
gefið út gjörólíkar yfirlýsingar
um það á síðustu dögum.
Clinton hvatti jafnframt til þess
að settur yrði kraftur í að leysa
Bosníudeiluna eftir pólitískum
leiðum. „Nú er rétti tíminn til þess
að hefja samninga að nýju," sagði
Clinton. í þeim tilgangi var ætlun-
in að utanríkisráðherrar Banda-
ríkjanna, Frakklands og Bretlands
ræddust við í London í gær.
Á öndverðum meiði
Athygli vakti í gær þegar Pavel
Gratsjev, varnarmálaráðherra
Rússlariás, hvatti NATO til þess
að falla frá hótunum um loftárásir
á Bosníu-Serba. Með því virðist
staðfestur klofningur milli ráðu-
neyta í Moskvu því Andrej Koz-
yrev utanríkisráðherra sagði á
laugardag að loftárásir af hálfu
NATO væru það eina sem hugsan-
lega dygði gegn sveitum Serba við
Gorazde. Gaf Gratsjev í skyn, að
hann þekkti stöðuna í Bosníu bet-
ur en Kozyrev en báðir heyra þeir
undir Borís Jeltsín forseta.
Sir Michael Rose, yfirmaður
hersveita SÞ í Bosníu, sagði í gær
að Serbar hefðu hafið brottflutn-
ing stórskotaliðsvopna út af griða-
svæðinu um Gorazde sem nær 20
kílómetra út frá borginni.
Ferðaþjónusta vopn
gegn atvinnuleysinu
Antalya. Reuter.
EFNAHAGS- og þróunarstofn-
unin (OECD) telur að ferða-
þjónusta verði helsta vopnið í
baráttunni gegn atvinnuleysi í
framtíðinni. Kom þetta fram á
ráðstefnu í Tyrklandi.
Alþjóða ferðamálaráðið (WTO)
hefur áætlað að vöxtur í ferða-
þjónustu verði frá 4,6% til 12,7%
á ári fram til ársins 2005 en fram
kom, að aðeins helmingur þess,
sem ferðamenn eyddu, rynni til
fyrirtækja í hinni hefðbundnu
ferðaþjónustu. Því væri framlag
hennar til  atvinnusköpunar oft
vanmetið.
Vegna þess hversu árstíða-
bundin ferðaþjónustan er, gætir
meiri hreyfingar á starfsfólki og
launin eru um 20% lægri en í
öðrum starfsgreinum. Abdulkad-
ir Ates, ferðamálaráðherra Tyrk-
lands, hvatti til þess á ráðstefn-
unni, að ferðaþjónustan yrði skil-
greind alþjóðlega sem sjálfstæð
atvinnugrein á borð við landbún-
að og aðrar framleiðslugreinar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60