Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64SIÐURB/C
tfgunlilafrifr
STOFNAÐ 1913
93. tbl. 82. árg.
MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Serbar virt-
ust hlíta
úrslitakost-
um N ATO
Genf, Sarajevo, London, Moskvu. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandarikjanna, sagði í
gærkvöldi að svo virtist sem Bos-
níu-Serbar myndu hlíta úrslita-
kostum Atlantshafsbandalagsins
(NATO) um áð flylja öll þunga-
vopn að minnsta kosti 20 km frá
Gorazde fyrir miðnætti liðna nótt.
Christopher, sem er staddur í
Genf, þar sem hann fundaði með
hinum rússneska starfsbróður
sínum, Andrej Kozyrev, sagði að
yrði raunin sú að Serbar hefðu
ekki flutt öll vopn á brott, yrði
ekki af loftárásum fyrr en seinni-
part dagsins í dag. Seint í gær-
kvöldi staðfesti talsmaður Sam-
einuðu þjóðanna að Serbar hefðu
flutt vopn sín á brott.
Á blaðamannafundi að viðræðum
loknum lögðu utanríkisráðherrarnir
áherslu á að lausn á stríðinu í Bosn-
íu næðist einungis eftir pólitískum
leiðum, hernaðarátök ein og sér
myndu ekki binda endi á það. Sögðu
þeir ríkin myndu leggja mikla áherslu
á samstarf í málefnum Bosníu.
Kosyrev hefur verið gagnrýndur
harðlega á rússneska þinginu fyrir
að gefa í skyn að loftárásir NATO
á Bosníu-Serba fyrr í mánuðinum
hafi átt rétt á sér. Þá þykir þjóðern-
issinnuðum þingmönnum að Rússar
hafi ekki veitt Bosníu-Serbum fullan
stuðning í stríðinu við múslima.
Skiptar skoðanir voru uppi um
hvenær ljóst yrði hvort Serbar hefðu
flutt vopn sín á brott. Taldi Warren
Christopher að það yrði tæpast fyrr
en í dag.
Finnará
leið út úr
kreppunni
Helsinki. Reuter.
SAMDRÆTTINUM í finnsku
efnahagslífi er lokið, að mati
finnska fjármálaráðuneytis-
ins, sem spáir því, að hagvöxt-
ur á þessu ári verði 2% og
5% á því næsta. Iðnfram-
leiðsla og útflutningur hafa
aukist verulega og svo virðist
sem botninum sé náð hvað
varðar eftirspurnina innan-
lands.
„A þessu ári mun efnahags-
lífið loksins komast út úr krepp-
unni og horfurnar framundan
eru góðar, jafnt hvað varðar
atvinnulífið og einkaneysluna,"
sagði í tilkynningu fjármála-
ráðuneytisins, en þar sagði
einnig, að spáin um 5% hagvöxt
á næsta ári væri byggð á því,
að Finnland yrði aðili að Evr-
ópusambandinu frá næstu ára-
mótum. Ef það brygðist yrði
hagvöxturinn eitthvað minni.
Gert er ráð fyrir, að greiðslu-
jöfnuðurinn verði hagstæður á
þessu ári í fyrsta sinn í 16 ár,
eða frá 1978, og enn hagstæð-
ari á næsta ári. Atvinnuleysi í
Finnlandi er nú 18,5%.
Reuter
Blökkumenn í Suður-Afríku kjósa í fyrsta sinn
BLÖKKUMENN í Suður-Afríku kusu í fyrsta sinn í þingkosningum í
gær eftir fjögurra áratuga kynþáttaaðskilnað og 350 ára yfirráð hvíta
minnihlutans. Einni mínútu fyrir miðnætti var gamli fáni Suður-Afríku
dreginn niður í síðasta sinn. Á miðnætti tók gildi ný bráðabirgðastjórnar-
skrá, sem færir blökkumönnum sömu pólitísku réttindi og hvítum. Mín-
útu síðar var nýr fáni landsins dreginn að húni. Nelson Mandela, leið-
togi Afríska þjóðarráðsins, sem verður líklega fyrsti blökkumaðurinn í
embætti forseta landsins eftir kosningarnar, hvatti landsmenn til að
neyta atkvæðisréttar síns í þágu friðar og gefa sig ekki fyrir hvítum
öfgamönnum, sem staðið höfðu fyrir mannskæðum sprengjutilræðum
til að trufla kosningarnar. F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, tók í
sama streng. „Við eigum við brjálaða hægriöfgamenn að etja ... Við
mætum þeim af fullri hörku og það gerir einnig þjóðstjórnin sem mynd-
uð verður eftir kosningarnar," sagði forsetinn. Kjörfundurinn stendur í
þrjá daga og Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokksins,
fór þess á leit við kjörstjórnina að kjördögunum yrði fjölgað, en beiðni
hans var hafnað. Buthelezi sagði að flokkurinn hefði ekki haft nægileg-
an tíma til að ná til kjósenda. Flokkurinn ákvað ekki fyrr en átta dög-
um fyrir kosningarnar að taka þátt í þeim.
Sjá einnig „Mandela hvetur. . . " á bls. 24.
261 fórst er Airbus A-300 þota frá Tævan brotlenti í Nagoya í Japan
Annað mesta flugslysið
sem orðið hefur í Japan
Nagoya, Tókýó. Reuter.
261 lést er þota af gerðinni Air-
bus A-300 frá tævanska flugfé-
laginu China Airlines brotlenti í
lendingu á Nagoya-flugvellinum
í Japan í gær. 257 farþegar voru
um borð í vélinni og 14 manna
áhöfn. Ekki er vitað hvað olli slys-
inu, sem varð um kl. 20 að staðar-
tíma, en veður var gott. Spreng-
ing varð í vélinni við brotlending-
una og gaus upp mikið eldhaf.
Liðu um 40 mínútur frá því að
slysið vavð og þar til slökkviliðs-
mönnum tókst að ráða að niður-
lögum hans. Tíu manns lifðu slys-
ið af og voru fluttir á sjúkrahús
með alvarleg brunasár.
Japönsk sjónvarpsstöð sýndi
beint frá slysstað, sem er um 260
km vestur af Tókýó. Sáu áhorfend-
ur flak vélarinnar standa í Ijósum
logum og tugi líka, sem komið
hafði  verið  við  flugbrautina  og
Komst lífs af
Reuter
ÞESSI litla stúlka var ein þeirra tíu farþega sem komust lífs af úr
flugslysinu í Nagoya í gær.
breitt yfír. 158 farþeganna voru
Japanir, 63 Tævanir og 36 af öðru
þjóðerni.
„Vélin var á leið inn yfir flug-
brautina á leið til lendingar, en
reis skyndilega upp að framan. Svo
sá ég kvikna í hreyflunum. Vélin
brotlenti og mikil sprenging varð,"
sagði sjónarvottur að slysinu.
Japönsk          samgönguyfirvöld
sögðu flugstjórann hafa reynt lend-
ingu en síðan virst reyna að hefja
vélina á loft að nýju en þá rakst
hægri vængur hennar í jörðu og
hún brotlenti.
Framleiðendur vélarinnar, Air-
bus A-300-600R, segja hana þá
fyrstu sinnar tegundar sem brot-
lendir. Þetta er hins vegar í annað
sinn á hálfu ári sem vél frá China
Airlines lendir í slysi; í nóvember
sl. þeyttist vél flugfélagsins út af
rennvotri flugbraut í Hong Kong.
Þetta er annað mesta flugslysið
sem orðið hefur og annað mesta
sögu Japans, árið 1985 fórust 520
manns er Boeing 747-þota Japan
Airlines brotlenti í fjallshlíð norð-
austur af Tókýó.
¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52