Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR14.MAÍ 1994 43 FRÉTTIR Fjölum- dæmaþing Lionsfélaga LIONSFÉLAGAR hér á landi halda dagana 13.-14. maí sitt 39. fjölumdæmisþing. Fundarstaður- inn er íþróttahúsið í Þorlákshöfn og Hótel Örk, Hveragerði. Við þingsetningu léku 10 íslensk ung- menni sem valin hafa verið í Nor- rænu hljómsveitina spila. „Orkest- er Norden“ er sameiginlegt verk- efni Lionshreyfingar Norðurland- anna í samvinnu við Samband norrænufélaganna á Norðurlönd- um. Strax að loknum tónleikunum hófst sjálft fjölumdæmisþingið þar sem Lionsmenn ræða þaú verk sem þeir eru að ljúka, verk- efni sem framundan eru, auk al- mennra málefna hreyfingarinnar. ■ KÓPA VOGSSKÓLI og For- eldrafélag Kópavogsskóla efna til fjölskylduhátíðar sunnudaginn 15. maí í tilefni 45 ára afmælis skólans og árs íjölskyldunnar. Hátíðin hefst í Kópavogsskóla kl. 13 og lýkur kl. 18. Á þeim tíma verður starfrækt kaffihús. Þar mun foreldrafélagið annast sölu veitinga á vægu verði og nemend- ur flytja tónlist og sitthvað fleira. í íþróttahúsi kl. 14 verður skemmtidagskrá. Þar munu nem- endur sýna dans, íþróttir o.fl. og Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Skemmtidagskráin í íþróttahúsinu verður endurtekin kl. 16. í skóla- portinu verður komið fyrir ýmsum leiktækjum. ■ 25. LANDSÞING Slysa- varnafélags íslands er haldið í Reykjavík dagana 13.-15. maí nk. Björgunarverðlaun verða af- hent á þinginu. Á landsþinginu verður fyrst og fremst rætt um málefni Slysavarnafélags íslands og má þar nefna m.a. tillögu að breyttum lögum félagsins. Gert er ráð fyrir að tæplega 200 full- trúar víða af landinu sæki þingið. ■ FYRRI hluta lýðveldis- göngu Útivisfar lýkur nk. sunnu- dag 15. maí. Þá verða teknir fyr- ir atburðir ársins 1934. Farið hef- ur verið mánaðarlega frá áramót- um og rifjaðir upp atburðir sem gerðust á hundrað ára tímabili frá 1894 til 1944. Á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní tekur Úti- vist þátt í dagskrá þjóðhátíðar- nefndar. Sunnudag 15. maí verða rifjaðir upp merkir atburðir í Rangárvallasýslu árið 1934 undir leiðsögn fróðra manna. Lagt verð- ur af stað frá Ingólfstorgi kl. 10.30 með viðkomu á Umferðar- miðstöðinni og við Árbæjarsafn. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. ■ ODDUR Albertsson, skóla- stjóri í Reykholtsskóla, heldur sunnudaginn 15. maí kl. 16 erindi í Norræna húsinu sem hann nefnir Menntun: Baráttan gegn blekkingu. Oddur Albertsson hef- ur verið skólastjóri í Reykholts- skóla í 2 ár og hefur próf í heim- speki og kennslufræðum. Hann hefur starfað við lýðháskóla og kynnt sér alþýðumenningu á Norðurlöndum áður en hann hóf núverandi starf. Að loknu erind- inu verða almennar umræður. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. ■ ALÞJÓÐLEGUR fjölskyldu- dagur er sunnudaginn 15. maí. Af því tilefni munu félagasamtök í Hafnarfirði verða með uppá- komur víðsvegar um bæinn. í fréttatilkynningu segir að Hafn- aríjarðarbær muni bjóða bæjarbú- um frítt í sund og fría veiði í Hvaleyrarvatni og að í hádeginu verði efnt til grillveislu á plönun- um fyrir framan Þjóðkirkju og Hafnarborg. ■ KVENNALISTINN í Kópa- vogi hefur opið hús í dag, laugar- daginn 14. maí, kl. 10-13 í Hamraborg 7. Frambjóðendur Kvennalistans í Hafnarfirði koma í heimsókn, Ulla Magnússon kynnir SOS-barnaþorpin á Ind- landi og frambjóðendur Kvenna- listans í Kópavogi verða á staðn- um. Kvennalistinn í Kópavogi efn- ir til fjölskyldugöngu sunnudag- inn 15. maí. Lagt verður af stað kl. 13 frá kosningaskrifstofu Kvennalistans, Hamraborg 7. Á laugardag verður Kvennalistinn í Kópavogi með sölubás í Kolaport- inu kl. 10-16. ■ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Seltjarnarnesi gengst fyrir fuglaskoðun fyrir alla fjölskyld- una laugardaginn 14. maí kl. 13.30 á sunnanverðu Seltjarnar- nesi. Komið verður saman við Bakkatjörn. Öllum er heimil þátt- taka og er fólki bent á að taka með sér sjónauka ef kostur er. ■ / BISKUPSTUNGUM verður ýmislegt um að vera fyrir fjöl- skyldur á alþjóðlegum degi fjöl- skyldunnar. Fjölskyldumessa verður í Skálholtskirkju kl. 11 árdegis, þar munu börn syngja og aðstoða við helgihaldið. Kl. 14-18 verður samfelld dagskrá í Reykholti. Sýningar á listmunum barna og fullorðinna verða í leik- skóla, grunnskóla Bergholti fé- lagsmiðstöð aldraðra og í félags- heimilinu Aratungu. Ýmis dægra- dvöl og leikir verða utanhúss og innan s.s. boltaleikir, borðtennis, boðhlaup og sund. Skemmtiatriði og almennur söngur verða í Ara- tungu og þar verða einnig kaffi- veitingar. í Lukkuleik fjölskyld- unnar eru margir vinningar í boði. Sérstaklega blómum skreytt sam- göngutæki, Tungna- Skreppur verður í förum á svæðinu. ■ PER Ariansen, lektor við Háskólann í Osló, heldur fyrirlest- ur í Félagi áhugamanna um heim- speki laugardaginn 14 maí kl. 14 í stofu 101 í Odda. í fréttatil- kynningu segir að í fyrirlestrinum fjalli Per Ariansen um heimspeki umhverfisins, þ.e. heimspekilegar spurningar sem vakna í kringum umhverfismál með einhveijum hætti. Einnig fjallar hann um hvernig verðmætamat og um- hverfismál tengjast og hvemig umhverfisvandamál snerta sið- ferðileg vandamál. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. ■ Á VEGUM Fóstrufélags ís- lands fór fram atkvæðagreiðsla í júní 1993 þar sem fóstrur völdu á milli starfsheitanna fóstra og leikskólakennari. Niðurstaðan varð sú að yfirgnæfandi meiri- hluti valdi starfsheitið leikskóla- kennari. í lögum um leikskóla sem samþykkt voru frá Alþingi 7. maí 1994 er starfsheitið leik- skólakennari komið í stað fóstra áður. Á aðalfundi Fóstrufélags íslands, sem haldinn verður í dag, 14. maí, í Skúturmi í Hafnarfirði, mun fóstrustéttin breyta starfs- heiti sínu og einnig heiti á stéttar- félaginu. Vordagar haldnir í Húsasmiðjunni VORDAGAR standa nú yfir í Húsa- smiðjunni, en þar er viðskiptavinum fyrirtækisins boðið upp á vörukynn- ingar, auk skemmtunar og uppá- koma af ýmsu tagi. Þetta er í fjórða sinn sem Húsasmiðjan efnir til vor- daga. A vordögum er lögð megin- áhersla á að kynna fyrir fólki ýmis- legt sem viðkemur sumarbústöðum og garðvinnu. Við Húsasmiðjuna í Skútuvogi verða til sýnis fimm hús sem eru hálf- eða fullkláruð. Þar eru einnig leiktæki fyrir garðinn ásamt ýmsu sem snýr að garðinum og viðhaldi hans. í tengslum við dagana verður efnt til getraunaleiks þar sem nokkrir ferðavinningar verða í verð- laun. - kjarni málsins! sr Sjáanlegur árangur eftir 15 daga Byrjaðu strax! Cellulite burt! einkunn 'mnr Þorsteinn Sæberg Sigurðsson skólastjóri Arbæjarskóla Alfreð Eyjólfsson skólastjóri Austurbæjarskóla Helgi Arnason skólastjóri Rimaskóla Steinunn Armannsdóttir skólastjóri Alftamýrarskóla Hjalti Jónasson skólastjóri Seljaskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.