Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JLINÍ1994 3? LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD 50 ÁRA Margir hættu við að fara með rútu vegna umferðaröngþveitisins Fé lagl 1 sam- vinnusjóð Morgunblaðið/Jón Stefánsson LANGAR biðraðir mynduðust eftir rútum í Mjódd og við Umferðamiðstöðina, þar sem þessi mynd er tekin. Kl. rúmlega hálf eitt biðu 200-250 manns eftir rútum í Mjódd. Tvær rútur fóru kl. 12.45 þaðan en þegar Ijóst var að næstu rútur myndu ekki koma fyrr en að verða tvö hættu margir við að fara og fengu endurgreitt. Þá hafði fólk beðið í biðröðinni í rúmar tvær klukkustundir. I biðröðum í tvo tíma Lögregla vísaði langferðabílum að þjónustu- miðstöð en allar bifreiðar áttu að skila af sér farþegum við efri enda Almannagjár ÁÆTLAÐ er að 4-5 þúsund manns hafí farið með langferðabifreiðum til Þingvalla til að fagna 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins, en fjöl- margir urðu frá að hverfa vegna umferðaögþveitisins sem skapaðist á mesta álagstímanum. Um 100 bifreiðar voru í förum, að sögn Guð- laugar Þórisdóttur hjá Þingvallaleið, en vegna umferðarhnútsins kom- ust bílarnir ekki aftur til Reykjavíkur til að fara aðra ferð. Þá hefði lögregla vegna misskilnings vísað mörgum langferðabifreiðum að þjón- ustumiðstöðinni, en allar rútur hefðu átt að skila af sér farþegum og taka upp farþega við útsýnisskífuna við efri enda Almannagjár. Af þessum sökum hefðu margir þurft að ganga lengi til að ná rútu í bæinn. Morgunblaðið/Golli ÞREMENNINGARNIR glaðbeittir á Þingvöllum. F.v. Gylfi Guð- jónsson, Guðmundur Jóhannesson í Króki og Bjarni Sigfússon. Skemmti sér hið besta Farið var frá tveimur stöðum í Reykjavík, Umferðamiðstöðinni og Mjódd í Breiðholti og fóru fystu bílar upp úr 7 um morguninn og var seinasti bíll ekki kominn í bæinn fyrr en að ganga 11 um kvöldið. Tæplega sjötíu manns höfðu keypt sér miða í rúturnar fyrirfram, en aðrir keyptu sam- dægurs. Guðlaug sagði ekki ljóst enn hve margir hefðu fengið end- urgreitt, en það hefði verið ósköp eðlilegt að fólk gæfist upp eftir að hafa verið klukkutíma á leið- •nni upp Ártúnsbrekkuna, auk þess sem margir hefðu hætt við að fara af sömu sökum. Allir sem vildu fara hefðu hins vegar verið búnir að fá far klukkan tvö. Hún hefði farið þá og hefði verið tvo tíma á leiðinni á Þingvöll. Margir sem hefðu lagt fyrr af stað hefðu verið fjóra klukkutíma á leiðinni en það væri ekki við þá sem stjórn- uðu langferðabílunum að sakast hve hægt þetta hefði gengið, held- ur umferðarhnútinn. Margt fór úr böndunum Guðlaug sagði að allar bifreið- arnar hefðu átt að skila af sér farþegum við útsýnisskífuna við efri enda Almannagjár og fólk hefði átt að taka bílana á sama stað og það fór úr þeim. Vegna misskilnings hefði lögregla hins vegar vísað mörgum langferðabif- reiðum niður að þjónustumiðstöð- inni. Þetta hefði farið úr böndun- um og margir lent í því að ganga þaðan og upp að efri enda Al- mannagjár til að ná í bifreið í bæinn. Aðspurð hvernig fólk hefði tekið þessum erfiðleikum sagði hún að það hefði verið mesta furða, enda hefði svo vel viljað til að veðrið hefði verið hagstætt. Margir hefðu hins vegar verið orðnir langþreyttir á þessum vand- ræðum og látið það í ljósi. GUÐMUNDUR Jóhannesson lét ekki aldurinn aftra sér frá því að fara á Þingvöll. Guðmundur er fæddur í Króki í Grafningi árið 1897, er því 97 ára og vel ern. Guðmundur sat í brekkunni fyrir ofan þingpallinn ásamt tengdasyni sínum, Gylfa Guð- jónssyni, og Bjarna Sigfússyni og leiðbeindi þeim um fjalla- hringinn á Þingvöllum. Guðmundur var á Alþingishá- tíðinni árið 1930, en segist bara rétt hafa skotist á lýðveldishátíð- ina 1944. Það hafi verið svo mik- il rigning. Honum leist vel á há- tíðina nú og sagðist skemmta sér hið besta. Helsti munurinn á fyrri hátíðum og þeirri nú sé að miklu fleiri krakkar eru á hátíðinni nú. í TILEFNI af 50 ára afmæli Lýðveldisins íslands hafa for- sætisráðherrar Danmerkur og íslands ákveðið að leggja við- bótarfé í sjóðinn fyrir samvinnu íslands og Danmerkur að upp- hæð 1 milljón danskar krónur og 3,5 milljónir íslenskar krón- ur. Tilgangurinn með að auka þannig fé sjóðsins er sá að leggja áherslu á og treysta enn frekar þau nánu bönd sem eru 4 milli þjóðanna og ríkisstjórna landanna tveggja. Fulltrúar ríkisstjórna land- anna mun afhenda sjóðnum gjafaféð á hátíðarsamkomu sem Dansk-Islands Samfund mun standa fyrir til að minn- ast 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Samkoman verður haldin í ráðhúsinu á Friðriks- bergi sunnudaginn 26. júní 1994. Sjóðurinn var stofnaður af danska ríkinu árið 1959 og var tilgangurinn með stofnun hans að auka skilning og samvinnu milli Danmerkur og íslands jafnt á menningarsviði sem öðrum sviðum. Stofnfé sjóðins kom upphaflega frá umframfj- ármagni ákveðinna stríðs- tryggingarsjóða. Fé sjóðsins var fyrir alls 3,5 milljónir danskra króna. Á ár- inu 1993 var úthlutað úr sjóðn- um u.þ.b. 300.000 danskra króna í styrki til danskra og íslenskra ríkisborgara. Styrk- irnir voru veittir vegna at- vinnu- og námsdvala í löndun- um tveimur, verklegrar þjálf- unar, vísindastarfa, gagn- kvæmra. gestaleikja, listsýn- inga og annars, sem ætlað er að vekja áhuga á danskri starf- semi og menningu á Islandi og íslenskri starfsemi og menn- ingu í Danmörku. Formaður sjóðsins er Bent A. Koch aðal- ritari á Fyns Stiftstidende. Hluthafafundur Hluthafafundur í íslenska útvarpsfélaginu h.f., Lynghálsi 5, Reykjavík, verður haldinn á Holiday Inn föstudaginn 8. júlí 1994, kl. 11. Fundarefni: 1. Afturköllun á umboði núverandi stjórnar. 2. Kjör stjórnar. Stjómin. 1 Morgunblaðið/Þorkell Best að fá pulsu Yngsta kynslóðin skemmti sér ekki síður vel og þótti vinunum Sigríði og Gunnari hátíðarhöldin hafa tekist vel. „Það er búið að vera gaman,“ sagði Gunnar Ing- ólfsson. „Mér fannst skemmtileg- ast að klifra í klettunum," segir hann og á við klettana fyrir ofan hátíðarsviðið á Efri-völlum. Sig- ríði fannst gaman að vera efst í brekkunni á Efri-völlum og horfa .yfir mannfjöldann. Eitt bar þó af, að hennar mati: „Mér fannst best að fá pulsu,“ sagði hún feimnislega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.