Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						6   C  FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALOG
fif -MŒffiiíYiWvr*^ i' - -"jmm	
p;   ¦	V'^^I"^P^^''
	
¦ .	«-v_* ' - /   -'               •
. ¦ JE J'	___      »#'    ¦ ' |      ''•,    s/     :f^ ji.-^_  '* ¦•' / i ''f/
	1 J     U-Í^ !  , _.....  ¦•     ¦¦> C—-*fc- k . <j_ ¦
4 \  \	^V.           ^^>--                    '^^mBtKm
FLESTIR koma í Skallagrímsgarðinn gangandi en þessi þýski
ferðamaður, Dieter H. Kolb fór um garðinn á lystivagni sínum.
Morgunblaðið/Theodór
FRÁ „BJÖSSARÓLÓ" á Vesturnesi sem er neðst í gamla bænum.
Galierí Hönd op
Skallagrímsgarður
FLESTIR sem koma til Borgarness
byrja á að stoppa á Brúartorgi og
fara þá annað hvort á Shellnesti
eða í Hyrnuna, áður en þeir fara
niður í gamla bæinn eða halda
áfram ferð sinni lengra. En nú
hefur bæst við verslun á Brúartorg-
ið sem heitir Gallerí Hönd og höndl-
ar með minjagripi og gjafavöru.
Þeir sem leið eiga í gegn um
Borgarnes hafa eflaust tekið eftir
snotru timburhúsi sem komið er á
Brúartorgið á milli Hyrnunnar og
Shellstöðvarinnar. Það er félag
handverksfólks í Borgarfirði og
fleiri sem stofnuðu samvinnufélag
og reka verslunina, Gallerí Hönd,
í þessu húsi. Höndlað er með ýmsa
handgerða muni svo sem minja-
gripi, gjafavöru, skrautmuni og
einnig nytjahluti sem handverks-
fólkið hefur sjálft gert. Þarna er
hægt að kaupa góðar lopapeysur,
vettlinga, sokka, handgerð og út-
saumuð kort, hálsmen og eyrna-
lokka, svo eitthvað sé nefnt. Ef
menn eru eitthvað slappir er einnig
hægt að kaupa sér orkupoka eða
orkusteina hjá handverksfólkinu og
taka þá allir gleði sina á ný. Versl-
unin verður opin daglega í sumar.
Fyrir þá sem hyggja á að skoða
sig um í Borgarfirði má benda á
að nýverið létu Ferðamálasamtök
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
prenta þjónustukort sem tekur yfir
báðar sýslurnar ásamt Akranesi. Á
kortinu eru greinargóðar upplýs-
ingar um þá þjónustu sem hægt
er að fá í héraðinu. Kortið kostar
ekkert og liggur frammi í verslun-
um og söluskálum. Ferðamálasam-
tökin hafa einnig látið prenta ritið
„Söguferð bæ frá bæ um Borgar-
fjörð" sem er í samantekt Ingi-
bjargar Bergþórsdóttur. í inngangi
ritsins segir m.a.: „Þetta kver, sem
fylgir nýja kortinu okkar af Borg-
arfírði, á að vera ferðafólki leiðsögn
um söguslóðir. Við kusum að taka
hvern hrepp fyrir sig og fylgja þjóð-
veginum bæ frá bæ í vegaröð,
þannig að lýsingin verði sem að
gengilegust." Þá er fólki bent á
Mæðgurnar,     Guðríður
Jónsdóttir  og  Ingibjörg
Jónasdóttir, stóðu vaktina
í Gallerí Hönd.
aðra ferðabók um Borgarfjörð sem
er eftir Björn Hróarsson. Síðan
segir: „Við reynum að rekja sögu
allra bæja á svæðinu og segja frá
borgfirskri menningu. Á hverju
sumri ferðast þúsundir fólks um
Borgarfjörð á bílum, hestum, hjól-
um eða bara tveimur jafnfljótum.
Nú eiga allir að geta verið sínir
eigin leiðsögumenn, þegar þeir
leggja land undir fót eða hjól eða
þá hestahófa."
Sé haldið niður í Borgarnes er
tilvalið að skoða Skallagrímsgarð-
inn sem segja má að sé í hjarta
bæjarins og eitt helsta stolt bæj-
arbúa. í garðinum er meðal annars
haugur Skallagríms Kveldúlfsson-
ar. Þá er í bænum er rnjög sérstak-
ur leikvöllur sem kallast „Bjössa-
róló" og kenndur er við smiðinn
Björn Guðmundsson sem smíðað
hefur öll leiktækin sjálfur. Fjöl-
margir heimsækja þennan frum-
lega leikvöll, jafnt heimamenn sem
ferðafólk. Staðsetning hans gerir
það að verkum að á meðan börnin
eru að leika sér geta foreldrarnir
notið útsýnisins og sólað sig. ¦
Theódór Kr. Þórðarson
Dvöl og/eða kvöl
í flughOfnum
MÉR ÞYKIR yfírleitt gaman á flug-
völlum. Mér þykir spennandi að sitja
með bjórglas og horfa á fólkið sem
streymir fram og aftur í búðarrápi,
situr yfir veitingum eða bara situr
og bíður þangað til flugið er kallað.
Það er skemmtilegt að velta fyr-
ir sér hvert þetta fólk er að fara,
hvers vegna og hvaðan það er og
hvað það geri þegar það er ekki
að bíða eftir flugvél. Búa til sögur
um það í huganum. Svo verður fólk
öðruvísi í laginu á flughöfnum. Það
er yfir því drýldinn myndugleiki:
það er að takast á hendur þessa
ferð, hvorki meira né minna. í sum-
um andlitum vottar fyrir krepptum
rólegheitum; það fólk hefur sætt
sig við örlögin og tekið ákvörðun,
það ætlar með þessari tilteknu vél
og verður ekki aftur snúið.
Vitanlega eru flughafnir misfor-
vitnilegar, aðbúnaður upp og ofan
og mér líður ekki alltaf jafn vel.
Ef fyrir höndum er meira en fjög-
urra klukkutíma bið eru fáir staðir
enn á vinsældalistanum að þeim
liðnum. Fólk er ekki spennandi
lengur og kaffíð hefur fyrir æði-
löngu leyst bjórinn af hólmi.
Þó hef ég komið í flughafnir sem
hafa upp á svo ótal margt að bjóða
að tíminn fiýgur og áður en ég
veit af hef ég gert undarlegustu
innkaup með nokkurn veginn fullri
rænu, eytt morð fj'ár í blöð og bæk-
ur, sælgæti og jafnvel minjagripi
þó svo að ég hafi ekki komist lengra
í landinu en í þessa flugstöð.
Flugstöðin í Jóhannesarborg til
fyrirmyndar
Nýjasta dæmið er flugstöðin í
Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þar
beið ég tvívegis í samtals 14
klukkutíma á nýliðnu Afríkuflakki.
Flugstöðin er hæfilega lítil eða stór,
svona eftir því hvernig á það er lit-
ið, verslunum er skynsamlega fyrir
komið, vöruúrval prýðilegt, greið
bankaþjónusta, aðeins ein veitinga-
stofa en þar er að fá allt frá morg-
unverði upp í sælkeramáltíð. Ég var
örg í fyrra skiptið því ég hafði ekki
fengið að komast inn í landið til
að sofa á mínu flugvallarhóteli og
lét fyrirberast í einu af hvíldarher-
bergjum flugstöðvarinnar sem er
miðlungi góður kostur en að vísu
afar ódýr. Ég vaknaði neikvæð og
svöng og hugsaði um það eitt að
tíminn liði svo ég kæmist um borð
í vélina til Maputo.
En þegar vinalegur kokkur í veit-
ingastofunni hafði snúist í kringum
Fólk verður öðru-
vísi í laginu ó
f lughöfnum. Það
er yf ir því drýld-
inn myndugleiki:
það er að takast
ó hendur þessa
ferð, hvorki
meira né minna.
mig og fært mér nánast allt um
leið og ég hugsaði það, búið til sér-
stakt múslí út í jógúrtina og soðið
eggið nákvæmlega eins og mér
þóknaðist var auðvitað farið að
birta til. Þetta var snemma morg-
uns en ég gat strax tékkað farang-
ur inn og og rölti um frí og frjáls,
að vísu enn staðráðin í að kaupa í
mesta lagi Herald Tribune. Þegar
ég hafði skoðað mig um vissi ég
að sitt af hverju ætlaði ég að festa
kaup á þegar ég kæmi hér í baka-
leið. Ég settist svo hin kátasta með
blaðabunka inn á veitingastofuna.
ið
in
hs
A.
ui
te
le
to
se
ec
E
té
ai
til
m
h<
ai
st
lo
b<
la
oí
Ul
h-
írj
Ferðasprenging
í Rúmeníu
MIKIL uppsveifla er nú í rúmenskri ferðaþjónustu
og erlend fyrirtæki hafa lagt í umtalsverðar fjárfest-
ingar víða í landinu m.a. í bænum Poiana Brasov.
Hann er við rætur Karpatafjalla í Transylvaníu. ísra-
elskt stórfyrirtæki lagði t.d. 12 milljónir Bandaríkja-
dollara í byggingu hótels í bænum. Vinsældir bæjar-
ins má rekja til óspilltrar fjallafegurðar, og að auki
er staðurinn frægur fyrir að vera í nágrenni við heim-
kynni hins illræmda Drakúla greifa, og vinsæll af
þeim sökum allan ársins hring.
Samningar hafa verið gerðir við enskar og ísraelsk-
ar ferðaskrifstofur, og meiri umsvif krefjast meira
hótelrýmis. Dæmi er um að ferðamenn greiði fyrir
tvær vikur 534 dollara (um 36 þús. kr.), og er þá
allt innifalið, m.a. skemmtanir, heimsóknir í transyl-
vaníska kastala, að hinum víðfræga kastala Drakúla
ógleymdum, þjóðlegar sýningar, útreiðartúrar og önn-
ur útivist.
Ferðamálaráð Rúmeníu segir að ferðamál í landinu
séu hægt og bítandi að ná sér á strik, með einkavæð-
ingu og betri markaðssetningu eftir fall kommúnis-
mans.
Áætlað er að það taki um tvö ár að gera upp þau
þrjú hótel sem eru í bænum þegar, og reisa nýtt glæsi-
legt 200 herbergja hótel sem ætlað er að taka á
móti þeim ferðamönnum sem hyggjast í framtíðinni
heimsækja Drakúlaslóðir.
Þó höfuðborgin Búkarest veki ekki jafnmikla hrifn-
ingu ferðamanna og ýmsar aðrar borgir í austur
Evrópu, t.d. Prag og Búdapest má ætla að þar verði
einnig gert átak til að ferðamenn tefji um stund í
borginni.                                  ¦
					
Hide thumbnails
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8