Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
170. TBL. 82. ARG.
FOSTUDAGUR 29. JULI1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Berlusconi
vill bæta
ráð sitt
Mílanó, Róm. Reuter.
SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra
ítalíu, hefur boðað fréttamenn til
fundar í dag og ætlar hann þar að
gera grein fyrir áætlunum sínum um
það hvernig hann geti forðast hags-
munaárekstra.
Ráðherrann mun ætla að skilja á
milli hlutverka sinna sem kaupsýslu-
maður annars vegar og forsætisráð-
herra hins vegar. Embættismaður,
sem ekki vildi láta nafns síns getið,
fullyrti að áætlun Berlusconis væri
raunhæf og myndi leiða til þess að
forsætisráðherrann hefði ekki lengur
nein tengsl við fjölskyldufyrirtækið
Fininvest.
Berlusconi brennir af/22
Hefndin er sæt
FJÖGURRA ára drengur í Wales
hefndi sín sætlega á móður sinni
sem fyrir skömmu neitaði að
gefa honum jarðarberjabúðing.
Hann hringdi í lögregluna.
Richard Powell bað lögregluna
að koma og „tala við" móður sína,
sem krafðist þess að hann borð-
aði aðalréttinn áður en hann
fengi eftirrétt. „Við sáum til þess
að Richard fékk nóg af búðingi
- á eftir matnum," sagði tals-
maður lögreglu.
Reuter
Rúandískur hjálparstarfsmaður í Zaire gefur lítilli stúlku, sem
þjáist af kóleru, lyfjablöndu í neyðarsjúkrahúsi.
Flóttafólkið í Zaire hvatt til að snúa heim
Astandið sagt enn
verra í Rúanda
árán
Goma, Nairobi. Reuter, The Daily Telegraph.
HJÁLPARSTOFNANIR hvöttu í gær um 1,7 milljónir Rúandabúa, sem
hafa flúið til Zaire, til að snúa heim vegna kólerufaraldurs og hörmunga-
rástands í flóttamannabúðunum við Goma. í yfirlýsingu frá Rauða
krossinum í Nairobi í Kenya sagði að þótt umheimurinn einblíndi nú á
hörmungarnar í flóttamannabúðunum í Zaire væri ástandið enn verra
í suðvesturhluta Rúanda, þar sem rúm milljón flóttamanna hefst við.
Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna skýrðu frá því að áætlað
væri að 20.000 manns hefðu látist
í búðunum af völdum kóleru og
fleiri sjúkdóma, auk vessaþurrðar.
Kólerutilfelli fundust í gær í
Bukavu, suður af Goma, en í og
við Bukavu eru hundruð þúsunda
flóttamanna.
Lynda Chalker barónessa, sem
fer með þróunaraðstoð innan
bresku stjórnarinnar, kannaði
ástandið í einum búðanna í gær
og sagði að þjóðir heims yrðu að
stuðla að því að flóttamennirnir
sneru aftur til heimaland^ins.
„Hreint vatn bjargar mörgum en
það eina sem bjargar meirihlutan-
um er að bæta ástandið í Rúanda
til að hægt verði að laða fólkið
aftur heim," sagði hún.
Hútúhermenn ógna
Embættismenn Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
sögðu að 15.000 manns, flestir
hútúar, hefðu farið yfir landamær-
20
einkenna
London. Reuter.
ALLT að fjórði hver maður sem
smitast af HlV-veirunni getur
lifað í allt að 20 ár án þess að
sýkjast ioks af alnæmi. Fullorðn-
ir sýkjast fyrr en ungt fólk.
British Medical Journal skýrir
frá því að þetta komi fram í
könnun sem gerð var á ferli hóps
dreyrasjúkra karla sem smitast
höfðu við blóðgjöf.
Fylgst var með mónnunum í
áratug eftir að þeir smituðust
og út frá rannsókninni var fund-
ið út með framreikningi hver lík-
indi hvers aldurshóps væru.
Þriðjungur þeirra sem voru undir
15 ára aldri hafði ekki sýkst en
aðeins áttundi hver einstaklingur
úr róðum 30 ára eða eldri var
einkennalaus.
in til Rúanda í fyrradag og þús-
undir manna bættust við í gær.
Hútú-hermenn, sem komist
hafa undan til Zaire, njóta sömu
aðhlynningar og aðrir af hálfu
Rauða krossins í samræmí við
reglur stofnunarinnar. Staffan de
Mistura, fulltrúi Barnahjálpar SÞ,
sem rekur búðir fyrir munaðarlaus
börn í bænum Endosho, sagði í
gær að hútú-hermenn hefðu reynt
að ógna sér með handsprengju.
Einn krafðist þess að fá að kanna
hvað færi fram í búðunum og gat
de Mistura sér þess til að hann
hefði ætlað að myrða börn af þjóð-
erni tútsa.
Flóttafólk í Rúanda gleymdist
Hörmungarnar í flóttamanna-
búðunum í Zaire hafa orðið til
þess að umheimurinn hefur nánast
gleymt rúmri mílljón flóttamanna
sem þarf neyðaraðstoð innan
landamæra Rúanda, að sögn deild-
ar Alþjóðasambands Rauða kross-
ins í Nairobi.
í yfirlýsingu frá deildinni sagði
að ástandið í bæjunum Gikongoro
og Cyangugu í suðvesturhluta
landsins væri miklu verra en í
flóttamannabúðunum í Zaire.
Bosníu-Serbar
þráastvið
Reyna að notfæra
sér vaxandi
ágreining milli
stórveldanna
Genf, Pale, Zagreb. Reuter, The Daily
Telegraph.
ÞING Serba í Bosníu tilkynnti í
gær, að það væri tilbúið til að ræða
frekar um alþjóðlega áætlun um frið
í landinu en það samþykkti hana
ekki eins og krafist hefur verið. í
dag koma fulltrúar stórveldanna
fimm, sem standa að áætluninni,
saman í Genf. Á þar að réyna að
samræma viðbrögð gagnvart Serb-
um samþykki þeir ekki tillögurnar.
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
til greina kæmi að refsa Serbum með
því að herða viðskiptaþvinganir,
stækka verndarsvæði og aflétta
vopnasölubanni á Bosníu og þá um
leið múslima sem eru verr vopnum
búnir en Serbar.
Frakkar og Bretar hafa lagt til
flesta hermenn í gæslulið Sameinuðu
þjóðanna í Bosníu en Bandaríkja-
menn hafa þar ekkert lið á landi.
Francois Leotard, varnarmálaráð-
herra Frakklands, er staddur í Wash-
ington og vísaði hann í gær á bug
öllum hugmyndum um að aflétta
vopnasölubanninu, þá væru menn að
taka afstöðu með einum stríðsaðila
gegn öðrum. „Við hofum ekki vopna-
búnað til að berjast við Bosníu-
Serba", sagði ráðherrann. Hann
sagði að þar að auki væri slík ákvörð-
un andstæð samþykktum SÞ.
Nýjar kröfur
í yfirlýsingu serbneska þingsins
sagði, að það væri reiðubúið til samn-
inga um friðaráætlunina en krefðist
um leið breytinga á skiptingu Bosníu
milli Serba annars vegar og múslima
og Króata hins vegar. Þá vildi það,
að framtíðarstaða Sarajevo yrði
skýrð nánar, fá aðgang að Adríahafi
og rétt til að tengjast öðru ríki, þ.e.
Serbíu, síðar.
Ýmsir stjórnarerindrekar hafa
spáð því fyrir fund stórveldanna að
Serbar muni enn einu sinni reyna
að notfæra sér ágreininginn milli
ríkjanna, Rússlands og Vesturlanda,
og virðist það líka hafa orðið niður-
staðan á serbneska þinginu í gær
hver sem hún verður hjá fimm-ríkja-
hópnum.
Úkraínustjórn lýsti í gær yfir
stuðningi við það sjónarmið Rússa
að Atlantshafsbandalagið megi ekki
taka við friðargæslu í Bosníu af sveit-
um Sameinuðu þjóðanna.
Reuter
Tapie
missir
búslóðina
VERKAMENN fjarlægja dýr-
mæt húsgögn og listaverk að
andvirði 4.000 milljóna króna
úr 17. aldar höll franska sósíal-
istans Bernards Tapie í París í
gær. Credit Lyonnais-bankinn
sakar hann um að haf a vanrækt
að greiða af milUarði franka
sem hann skuldar og hyggst
bankinn reyna að fá upp í skuld-
ina með því að klófesta búslóð-
ina. Tapie er umdeildur þing-
maður og fyrrverandi ráðherra
en einnig þekktur fyrir fjár-
málaumsvif sín, m.a. er hann
stj órnarf ormaður knattspyrnu-
liðsins Marseille.
Rússar
smyrja Kim
Il-sung
Moskvu. Reuter.
RÚSSUM hefur verið falið af
stjórnvöldum í Norður-Kóreu að
smyrja lík Kim Il-sungs, að því er
vikuritið Moskvufvéttir greindi frá
í gær.
Það eru sérfræðingar við líf-
fræðistofnun Moskvu, sem munu
sjá um verkið, en þeir smurðu á
sínum tíma lík Jósefs Stalíns og sáu
um að „viðhalda" líki Leníns. Þá
hafa þeir séð um smurningu á líkum
þekktra kommúnistaleiðtoga á borð
við Ho Chi Mihn, leiðtoga Víetnama
og Tékkans Klements Gottwalds.
Áður var þessi þjónusta veitt vin-
veittum ríkjum endurgjaldslaust en
nú er þessi þáttur starfsemi stofn-
unarinnar rekinn í hagnaðarskyni í
samvinnu við útfararfyrirtæki og
munu Norður-Kóreumenn þurfa að
greiða 300.þúsund dollara, um 20
milljónir króna, fyrir smurninguna.
Samkvæmt heimildum blaðsins
eru sérfræðingar frá stofnuninni
nú þegar komnir til Pyongyang,
höfuðborgar Norður-Kóreu.
Snnuiiiigur Leníns í Moskvu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44