Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRtmR
KÖRFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA
Grindvíkingar langt
f rá sínu besta
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
GRINDVÍKINGAR töpuðu fyrsta
Evrópuleik sínum í körfuknatt-
leik ígærkvöldi þegar þeirtóku
á móti sænska liðinu M 7 Bask-
et. Svíarnir sigruðu 96:108 eftir
að hafa 46:50 yf ir í leikhléi.
Miðað við styrk sænska liðsins
er sá munur of mikill til að
Grindvíkingar eigi möguleika í
síðari leiknum sem verður í
Borás á laugardaginn. Samt er
aldrei að vita, Grindvíkingar
geta leikið mun betur og ætla
sér örugglega að gera það á
laugardaginn.
Grindvíkingar hófu leikinn vel og
náðu 7 stiga forystu eftir mín-
útu leik en Svíarnir áttuðu sig fljót-
lega, léku gríðarlega
stífa maður á mann
vörn og náðu fljót-
lega undirtökunum.
Þeir hittu ágætlega
og það sem meira var um vert, tóku
flest öll fráköst, enda miklu stærri.
Grindvíkingar hittu hræðilega illa,
vítahittnin náði varla 50%, og áttu
allt of margar sendingar sem mót-
herjarnir náðu.
Fyrri hálfleikur var frekar stíft
leikinn og dómararnir, sem voru
ákveðnir í að missa leikinn ekki úr
böndunum, dæmdu á allt. Grindvík-
ingar lentu í villuvandræðum og
strax í upphafi síðari hálfleiks fékk
Guðmundur Bragason sína fimmtu
villu og þar með var draumur UMFG
í raun og veru búinn því þó svo hinn
tvítugi Bergur Eðvarðsson léki
þokkalega þá réði hann ekkert við
átta sentimetrum hærri og helmingi
þyngri leikmann Svíanna undir körf-
unni.
Svíar náðu fljótlega þægilegri
stöðu, höfðu 15 stiga forystu eftir 6
mínútur og ætluðu að reyna að hvíla
lykilmenn sína. Það gátu þeir þó
ekki leyft sér því Grindvíkingar söx-
uðu strax á forstu þeirra og þegar
7 mínútur voru eftir munaði aðeins
10 stigum og vonir Grindvíkinga
glæddust á ný, en því miður aðeins
um stund. Svíarnir léku af skynsemi
síðustu mínúturnar og sigur þeirra
var ekki ógnað.
Grindvíkingar léku ekki vel og
hefðu með leikjum eins og þeir sýndu
í úrslitakeppninni í vor átt að vinna.
Þeir náðu ekki að stjórna hraða leiks-
ins og það komu aðeins stuttir kaflar
í leiknum þar sem heimamenn náðu
að keyra upp hraðann og þá minnk-
uðu þeir ætíð muninn.
Helgi Guðfínnson var bestur í liði
Grindvíkinga og Nökkvi Már átti
einnig góðan leik. Þessir tveir ásamt
Joe Wright voru þeir einu sem léku
vel. Aðrir áttu þó þokkalega spretti.
Grindvíkingar geta miklu betur. Þeir
eru með góðar skyttur og þær þarf
að nýta betur. Það gerist ekki nema
leikmenn hreyfi sig í sókninni þó
þeir séu ekki með boltann.
Bestir hjá Svíum voru Bandaríkja-
mennirnir tveir, Drex Baldwin og Jim
McCoy ásamt Robert Anderson sem
tók aragrúa frákasta og fyrirliðinn
Jonas Larsson er skemmtilegur leik-
maður.
Morgunblaöið/Sverrir
NÖKKVI Már Jónsson og Guðmundur Bragason í baráttunni við risann Robert Andersson sem réðl
ríkjum undlr körfunum enda 208 sentimetrar og því höfðlnu hærri en Grlndvikingar
Ætlaði að vinna þennan leik
- sagði Friðrik Rúnarsson, óánægður þjálfari Grindvíkinga
Eg er ekki ánægður með úrslitin
í kvöld, ég ætlaði að vinna
eg
þennan leik. Mér fínnst að það
hefði verið raunhæfur mögluleiki.
^¦¦¦1      ^ið klikkuðumá vít-
Frímann       alínunni í kvöld og
Ólafsson      vorum  of staðir  í
sknfarfrá      sókninni.  Það  var
Gnndavik      eing Qg menn væm
ragir við að gera það sem þeir
hafa verið að gera að undanförnu.
Núna voru menn með mikla reynslu
að spila undir getu og Guðmundur
fékk á sig ódýra villu þegar hann
fékk 5. villuna sína. Það var slæmt
að missa hann útaf en ungu strák-
arnir sem höfðu litla reynslu spil-
uðu vel. Við ætlum okkur að gera
betur úti, það er engin spurning.
„Ánœgður með sigurinn"
„Ég er ánægður með sigurinn,"
sagði Eyvind Möstl þjálfari M7
Basket eftir leikinn. „Leikurinn í
kvöld var erfiður fyrir framan allt
þetta fólk sem studdi sitt lið vel.
UMFG-M 7 96:108
Iþróttahúsið (Grindavtk, Evrópukeppni
félagsliða í körfuknattleik, fyrri leikur,
þriðjudaginn 6. september 1994.
Gangur leiksins: 2:0, 7:2, 11:4, 14:8,
16:16, 18:21, 22:21, 24:29, 34:31,
39:42, 43:4446:50, 50:59, 59:77,
70:87, 80:90, 84:95, 86:101, 96:104,
96:108.
Stig UMFG: Joe Wright 30, Guðjón
Skúlason 18, Helgi Jónas Guðfinnsson
15, Nökkvi Már Jónsson 14, Unndór
Sigurðsson 9, Guðmundur Bragason
4, Marel Guðlaugsson 4, Bergur Eð-
varðsson 2.
Stig M7 Basket: Jim McCoy 31, Drex
Baldwin 28, Jonas Larsson 20, Robert
Andersson 17, Daniel Málberg 4, Per
Liljenböck 3, Jonatan Lönn 2, Anders
Skoglund 2, Niklas Blom 1.
Dómarar: Paul Lee og Keth DWal.
Dæmdu vel og voru mjög ákveðnir.
Áhorfendur: Rúmlega 500
Ég er þó ánægður með 12 stiga
sigur. Við vorum hálf taugavei-
klaðir í byrjun og það tók okkur
10 mínútur að komast inn í leik-
inn. Ég vissi að Grindavíkurliðið lék
hraðan bolta og með góðar skyttur
þannig að við urðum að stöðva
þær. Við erum ekkert of sigurviss-
ir fyrir seinni leikinn heima því við
sáum að við verðum að gera vel
ef við ætlum að vinna hann," sagði
þjáflarinn.
„Hundóánægður með
eigin frammistöðu"
„Það var virkilega gaman að
spila þennan Evrópuleik og
stemmningin frábær eins og allt-
af," sagði Guðmundur Bragason
fyrirliði Grindvíkinga. „Ég er þó
hundóánægður með eigin frammi-
stöðu hér í kvöld. Ég er reyndasti
maðurinn í liðinu og á að geta bet-
ur. Við verðum að snúa bökum
saman og vinna þá í næsta leik.
Þegar þeir voru búnir að ná 15
stiga mun er erfitt að vinna það
upp gegn svona sterku liði en ef
við náum að halda í við þá úti eig-
um.við að geta unnið þá," sagði
Guðmundur Bragason.
Gotthjá
Úlfari
Wfar Jónsson, kylfmgur, varð
I fjórða sæti á sænska PGA
mótinu S Stokkhólmi um helgina.
Þetta var síðasta mótið á skand-
inavísku mótaröðinni í sumar
og nú heldur Úlfar til Bandaríkj-
anna, þar sem hann freistar
þess í haust að komast inn á
PGA mótaröðina þar í landi.
Sigurvegari á mótinu -varð
heimamaðurinn Adam Medniek
á 287 höggum, einu undir pari.
Úlfar Jónsson lék á 291 höggi;
70,74, 73, 74. „Svona mót vinn-
ast yfírleitt á 10-15 höggum
undir pari, en veðrið var frekar
leiðinlegt og enginn náði lágu
skori að þessu sinni. Völlurinn
var líka erfiður, sá erfiðasti á
„túrnum" en jafnfrarnt sá besti.
Prábær völlur," sagði Úlfar
Jónsson í samtali við Morgun-
blaðið S gær. Hann sagðist mjög
sáttur með árangur sinn um
helgina. „Það er gott að enda
svona. Ég hef púttað mjög illa
S sumar, en greip nú til þess
örþrifaráðs að breyta gripinu;
púttaði með vinstri hendina fyr-
ir neðan þá hægri, eins og gerðu
á tSmabili. Og það gekk upp; ég
púttaði mjög vel. Ég sló hins
vegar ekki vel í mótinu en það
mí segja að púttin hafi bjargað
mér."
Sveinbjörn
látinnfarafrá
ÞróttiN.
SVEINBIRNI Hákonarsyni var
sagt upp þjálfarastarfmu hjá 2.
deildarliði Þróttar á Neskaup-
stað S fyrrakvöld. Liðið er í
neðsta sæti deildarinnar þegar
tveimur umferðum er ólokið.
„Við teljum okkur geta náð upp
meiri stemmningu S tveimur síð-
ustu leikjunum og klárað þannig
deildarkeppnina með meiri reisn
en ef Sveinbjörn hefði verið hér
áfram. Það hafa verið sam-
skiptaörðugleikar milli hans
manna hér, en við erum þó ekki
að segja með þessu að slakt
gengi liðsins i sumar sé ein-
göngu honum að kenna," sagði
Magnús Brandsson, stjórnar-
maður hjá Þrótti við Morgun-
blaðið, Viðar Þorkelsson, sem
leikur með Þróttí, stjórnar liðinu
í tveimur síðustu leikjunum.
Tvö heimsmet
ísundiíRóm
TVÖ heimsmet voru sett á
heimsmeistaramótinu S sund í
Róm S gær. Þýska stúlkan
Franziska van Almsick setti met
S 200 metra skriðsundi; synti á
1.56,78 min. Austur-þýska
stúlkan Heike Priedich átti
gamla metið, sem var 1.57,55
mín., sett í júnS 1986. Þá synti
Bandaríkjamaðurinn Tom Dolan
400 skriðsund á 4.12,30 mSn.
Gamla metið i þeirri grein á
Ungveijinn Tamas Darnyi,
4.12,36 mín., sett f janúar 1991.
ISIaumur sigur
Svissíendínga
gegn SAF
LANDSLIÐ Sviss, sem er með
íslendingum í riðli S Evrópu-
keppninni í knattspymu, tók á
móti liði Sameinuðu arabísku
furstadæmanna í vináttuleik S
Sion S Sviss S gærkvöldi. Sviss
sigraði 1:0 með marki Alains
Sutter á 12. mín. íslendingar
unnu iið SAF einnig 1:0 á dög-
unum, á Laugardalsvelli.
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4