Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 254. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						92 SIÐUR B/C/D
ttrttumMafrife
STOFNAÐ 1913
254. TBL. 82. ARG.
SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Framliðinn í
framboði og
annarífelum
Boston. Morgunblaðið.
ÞETTA er undarlegt kosningaár. Fram-
bjóðendur ata hver annan auri, sveipa sig
bandaríska fánanum, deila um kosti og
galla hárleysis og hárprýði í pólitík og
guma sig af því að hafa ekkert vit á
stjómmálum. En þegar frambjóðendur
hverfa sporlaust og framliðnir eiga sigur-
inn vísan getur fátt komið lengur á óvart.
Robert Garner sigraði í f orkosningum
repúblikana á Hawaii um framboð til
Bandaríkjaþings 17. september en síðan
hefur ekkert til hans spurst. Flokks-
systkini Garners hafa leitað hans log-
andi ljósi enda ekki seinna vænna að
hefja kosningabaráttuna því að gengið
verður að kjörborði á þriðjudag.
Kunningjar Garners segja að hann
hafi siglt á haf út á báti sínum. „Hann
er hinn framúrskarandi óháði repúblik-
ani," sagði Jared Jossem, frammámaður
í Repúblikanaflokknum.
Odell Huffman verður að öllum líkind-
um endurkjörinn til setu á ríkisþinginu
í Vestur-Virginíu enda vinsæll meðal
kjósenda. Þetta væri svo sem ekki í frá-
sögur færandi ef ekki vildi svo til að
Huffman er ekki lengur í tölu lifenda.
En nafn hans verður á atkvæðaseðlinum
þótt hann hafi látið lífið í september og
á þessari upplýsingaöld er talið að kjós-
endur muni grípa til þess ráðs að merkja
við nafnið sem þeir þekkja.
Nema kjósendur hafi fengið svo mikla
andúð á sljói-iiinálamöiiiuun að þeir kjósi
frambjóðendur til að gegna ekki embætt-
um sínum.
Sú er alltjent von Mörthu Whitehead,
sem sækist eftir embætti ríkisféhirðis í
Texas. Hennar kosningaloforð er að
leggja niður embættið og allar skrifstof-
ur þess. „Færri skriffinnar, minni sóun
og ég fer fyrst," segir Whitehead í sjón-
varpsauglýsingu um leið og mynd af
henni rennur út í eitt.
¦ Martröð Clintons/14
Fergie leikur
í Strandvörðum
SARAH Ferguson, Fergie, hertogaynjan
af Jórvík, býr sig nú undir að koma fram
í sjónvarpsþáttunum „Strandverðir".
Hefur hún samið við framleiðendur þátt-
anna að þeir muni styrkja eftirlætislíkn-
arfélag hennar, „Börh í vanda". Hún
mun þó ekki koma fram á sundfötum.
Þátturinn verður sendur út í apríl á
næsta ári. Auk hertogaynjunnar kemur
milljónamæringurinn Richard Branson,
eigandi Virgin-samsteypunnar, fram í
þáttunum. I þáttunum mun Branson
lenda í sjávarháska og strandverðirnir
bjarga honum. Hann mun að því búnu
eiga samtal við Fergie í myndsíma.
Harðnar á dalnum hjá hrossunum
Morgunblaðið/RAX
HROSSAEIGENDUR eru farnir að huga að heygjöf, enda
vetur genginn í garð og farið að harðna á dalnum hjá úti-
gangshrossum. Þáðu þau heyið með þökkum í fyrsta snjó
vetrarins á suðvesturlandi en myndin er tekin við Akranes.
The New York Times segir vopn flæða til Bosníu frá Króatíu
Her múslima sækir að
bænum Bosanska Krup
Sarajevo, New York. Reuter.
FRIÐARGÆSLULIÐAR Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) sögðu í gær að harðir bardagar stæðu nú
á milli stjórnarhers Bosníu og Bosníu-Serba
um bæinn Bosanska Krup í norðvesturhluta
Bosníu. Bærinn er á valdi Serba, sem verja
hann af mikilli hörku. Segjast Bosníu-Serbar
stefna að allsherjar herútboði, þar sem múslim-
ar séu staðráðnir í að berjast áfram.
Dagblaðið The New York Times sagði í
gær að vopnasölubannið á Bosníu væri virt
að vettugi. Króatar smíðuðu og settu saman
allt frá skriðdrekum til MIG-21 orrustuþotna
og áð vopn flæddu til Bosníu frá eða í gegn-
um Króatíu.
Friðargæsluliðar SÞ kváðust óttast að
mannfall yrði mikið í bardögunum um Bos-
anska Krup og að stjórnarhernum myndi
ganga erfiðlega að ná honum á sitt vald.
Múslimar hafa sótt að bænum í tíu daga en
hann er á mörkum Bihac-svæðis múslima.
Herir múslima og Króata náðu borginni
Kupres á sitUvald í vikunni. Er hart barist
suðvestur af Sarajevo en talsmenn SÞ segja
múslima sækja fram að borginni Trovo en
um hana liggur mikilvæg flutningaleið.
Yfimaður hers Bosníu-Serba, Ratko Mladic,
hótar múslimum því að ofbeldi muni færast
í aukana í Bosníu, í viðtali sem birtist í Der
Spiegel. Segir Mladic að múslimar kunni að
„tapa öllu" og að landamæri ríkjanna verði
dregin upp með blóði.
Mikið framboð vopna á
svörtum markaði
Að sögn The New York Times láta banda-
rísk yfirvöld sem þau viti ekki af umfangsm-
iklum vopnaflutningum frá Króatíu til Bosn-
íu. „Ég fæ það sem ég þarf," sagði varnar-
málaráðherra Króatíu, Gojko Susak, í sam-
tali við blaðið. Sagði ráðherrann að svo mikið
framboð væri af vopnum á svðrtum markaði,
að væru þau fengin löglega, yrði það þrisvar
sinnum dýrara.
Líkti Susak vopnakaupum í Póllandi, Búlg-
aríu og Rússlandi við kaup á opnum markaði
og sagði að Króatar sæju stjórnarher Bosníu,
sem aðallega er skipaður múslimum, fyrir
sprengjuvörpum, og skotum í þær og aðrar
tegundir skotvopna.
Tsjúbajs fær stöðuhækkun
Moskvu. Rcuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gær
umbótasinnann AnatolrpTsjúbajs í embætti
fyrsta aðstoðarforsætisráðherra. Hann hefur
stýrt einkavæðingaráætlun stjórnarinnar.
Skipun Tsjúbajs fylgir í kjölfar uppstokk-
unar í stjórninni en tveir miðjumenn hafa
látið. af embætti og landbúnaðarráðherra
verið skipaður með stuðningi kommúnista.
10
Barnið
mitter
fíkill
MARTROD
CLINTONS
VIÐSKIFTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
20
HEPPNIOG
ÚTSJÓNARSEMI
lb
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48