Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR/B
tvgnnMafrifc
STOFNAÐ 1913
261.TBL.82.ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Serbargera
harða hríð
að Bihac-borg
Reynt að jafna ágreining í NATO
um stefnuna í málefnum Bosníu
Sarajevo, Noordwyk. Reuter.
SVEITIR Bosníu-Serba hafa endurheimt mest af því svæði, sem músl-
imar tóku af þeim við Bihac í norðvesturhluta Bosníu í síðasta mánuði,
og ráða nú hæðunum fyrir ofan Bihac-borg, sem er eitt af griðasvæð-
um múslima. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna mun ekki hafa nein
afskipti af átökunum. Willy Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, mun síðar í vikunni reyna að jafna ágreininginn, sem
er með Bandaríkjastjórn og ríkisstjórnum Evrópuríkjanna um stefnuna
í Bosníumálum. Bosníu-Serbar hafa tekið aftur um 80% af því landi,
sem bosníski stjórnarherinn náði í skyndisókn við Bihac í síðasta mán-
uði, og hefur sprengjunum rignt yfir sjálfa borgina. Hafa Serbar frá
Krajina-héraði í Króatíu tekið þátt í sókninni gegn múslimum og með-
al annars gert loftárásir á Bihac-borg frá króatískri lofthelgi.
Reuter
LIÐSFORINGJAR í 'herliði Bosníu-Serba um sex kílómetra suð-austur af múslimaborginni Bihac
athuga kort sín í gær. Að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðahna hafa Serbar náð aftur á sitt vald
megninu af þeim svæðum sem þeir misstu í grennd við Bihac fyrir hokkru eftir skyndisókn múslima.
Haris Silajdzic, forsætisráðherra
Bosníu, skoraði í gær á NATO-ríkin
að stöðva sókn Serba með loftárás-
um en áður hafði Yasushi Akashi,
sérlegur fulltrúi SÞ í gömlu Júgó-
slavíu, sagt, að friðargæslulið sam-
takanna gæti lítið aðhafst.
Eftirlit úr lofti
Haft er eftir heimildum í Brussel,
að innan NATÖ hafí menn miklar
áhyggjur af sókn Serba gegn Bihac
og afdrifum fólksins, sem þar býr,
en þar eru einnig um 1.300 friðar-
gæsluliðar frá Bangladesh. Þá er
einnig vilji fyrir því innan NATO,
að haft verði eftirlit úr lofti með 20
km breiðri landræmu á landamærum
Króatíu og Bosníu til að koma í veg
fyrir árásir Serba í Krajina á músl-
ima í Bosníu.
Willy Claes, framkvæmdastjóri
NATO, mun eiga viðræður við hátt-
setta, bandaríska embættismenn í
Washington síðar í vikunni og verð-
ur umræðuefnið ágreiníngurinn, sem
kominn er upp innan NATO eftir
að Bandaríkjastjórn ákvað að verða
við kröfu þingsins og hætta að fram-
fylgja vopnasölubanni á Bosníu. Er
mikil óánægja með ákvörðunina í
Evr'ópu, einkum í þeim ríkjuim sem
eru með gæsluliða í Bosníu. Óttast
margir, að trúverðugleika NATO í
ríkjum gömlu Júgóslavíu hafí verið
fórnað á altari bandarískra innanrík-
ismála.
Viðbrögð í Noregi við þjóðaratkvæðagreiðslunni í Svíþjóð
Ný könnun sýnir aukið
fylgi við aðild að ESB
3RN Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, sagði í gær stjórnvöld    Þúsundir manna komu saman á  !         " ~  j
•a ráð fyrir að þingið myndi virða niðurstöðu þjóðaratkvæðisins um  útifundum í Tromso í gær og var  |jf'          [
lrl   Irivtríoírío   nA  T7,tr**ArMlr>i-i *v-> l-\ ri rt/¦] í-n n    TP C! T3    r\r\   rt v\Acii-r<r\r\ivi r*rt v  Ysnfrt   \\r\i-rtr\     Alrrffl-  rlrtílí-  iirr\   n Ailrl  \T<-\ vn r*r>  mrA  ori     Wíi-íaí:                     I-
BJ0RN Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, sagði í gær stjórnvöld
gera ráð fyrir að þingið myndi virða niðurstöðu þjóðaratkvæðisins um
aðild landsins að Evrópusambandinu, ESB, en andstæðingar hafa hótað
að fella samninginn, þótt hann fái meirihlutafylgi. Aukinn meirihluta,
75%, þarf til að staðfesta samninginn á þingi. Ný skoðanakönnun Gallup
í Noregi, sem birt var í gærkvöldi, þykir sýna að samþykkt Svía á sunnu-
dag hafi þegar haft áhrif, nú styðja 37% Norðmanna aðild, 45% eru á
móti en 18% óákveðnir. Fyrir tæpri viku voru hlutföllin 31%, 44% og 25%.
? ? ?
Berlusconi
hélt velli
Kóin. Reuter,
RÍKISSTJÓRN Silvios Berlusconis á
ítalíu hélt velli í atkvæðagreiðslu um
vantraust í gærkvöldi í neðri deild
þingsins.
Með vantrausti voru 134 en 321
studdi stjórnina, fjöldi stjórnarand-
stöðuþingmanna hundsaði fundinn.
Hart hefur verið tekist á um tillögur
stjórnarinnar um niðurskurð á ríkis-
útgjöldum og á laugardag tók um
milljón manna þátt í mótmælafund-
um gegn tillögunum.
Opinberar skuldir eru að sliga rík-
ið, einkum eru eftirlaun og ýmiss
konar bætur þu'ngur baggi.
r  ,i
ros t OL
óö
_;
Undir Ermarsund
Reuter
STJORNANDI Eurostar-járn-
brautarlestarinnar stingur höf ð-
inu út um glugga, skömmu áður
en fyrsta reglubundna ferðin með
f arþega undir Ermarsundið frá
Waterloo-stöðinni í London til
Parísar hófst í gærmorgun. Um
800 manns voru um borð í lest-
inni. Fulltrúi Eurostar tjáði
Morgunblaðinu að ferðin tæki
þrjár stundir, þar af hálftími í
jarðgöngunum, hvergi væri stans-
að á leiðinni. Ódýrasta f argjaldið
væri um 10.200 krónur báðar leið-
ir en þá þyrfti aðpanta með 14
daga fyrirvara. Á fyrsta farrými
kostaði ferðin um 21.000 krónur
og væri máitíð þá innifalin. Síðar
verður hægt að nýta sér Le
Shuttle-lestirnar sem munu flytja
bíla milli endastöðva í borgunum
Folkestone og Calais.
Þúsundir manna komu saman á
útifundum í Tromso í gær og var
ákaft deilt um aðild Noregs svo að
lá við handalögmálum. Sumir vilja
að Norður-Noregur segi sig úr lög-
um við ríkið, verði aðildin sam-
þykkt. Haustþing Norðurlandaráðs
hefst í Tromso í dag.
Aukin harka
Gro Harlem Brundtland for-
sætisráðherra Noregs, sagði niður-
stöðuna í Svíþjóð gleðilega og sögu-
legan sigur fyrir þá og Norðurlönd-
in öll. Talsmenn andstöðunnar við
aðild Noregs segja hins vegar að
niðurstaða Svía muni engu breyta
og þeir vorkenni Svíum. Er gert
ráð fyrir að mikil harka muni
hlaupa í baráttuna í Noregi en þjóð-
aratkvæðið verður 28. nóvember.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, fagnaði ákaft nið-
urstöðu kjósenda á sunnudag, sagði
að Svíar hefðu látið baráttuna
„gegn atvinnuleysi og fyrir friði
og lýðræði" ráða úrslitum. 52,2%
Svía samþykktu aðild, 46,9% voru
á móti en 0,9% skiluðu auðu. And-
staðan var mest í norðurhéruðun-
um en segja má að stuðningsmenn
hafi eingöngu verið í meirihluta í
stærstu borgunum.
Frammárnenn í Finnlandi töldu
að nú væri enginn vafi lengur á
því að þingmenn myndu staðfesta
aðild. Danskir ráðamenn voru einn-
ig kampakátir en Danir hafa veríð
eina norræna þjóðin í sambandinu
siðan 1973.
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, bauð Svía
Ingvar
Carlsson
Gro Harlem
Brundtland
velkomna í sambandið og hið sama
gerðu leiðtogar helstu ESB-ríkja,
þ.á m. Helmut Kohl Þýskalands-
kanslari, er sagðist vona að Norð-
menn fylgdu fordæmi Svía.
Meirihluti í Sviss
Leiðtogar Austurríkis, sem sam-
þykkt hefur aðild, fögnuðu niður-
stöðu Svía. Ný könnun í Sviss sýn-
ir að 57% kjósenda vilja ganga í
ESB fái landsmenn sömu kjör og
Austurríkismenn.
Umtalsverð hækkun varð á verð-
bréfum á sænskum mörkuðum í
gær í kjölfar þjóðaratkvæðisins en
fjármálasérfræðingar töldu ekki
líklegt að hún yrði viðvarandi,
gríðarlegur fjárlagahalli og önnur
efnahagsóáran í landinu myndu
fljótt draga úr áhuga kaupenda.
Norsk verðbréf hækkuðu einnig
nokkuð.              ' -
¦ Viðbrögð á íslandi/10
¦ Barátta gegn atvinnuleysi/18
¦ Leiðari/24
¦ Oryggi þjóðarheimilisins/25
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48