Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C/D
maunlilaMfc
STOFNAÐ 1913
262. TBL. 82. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Þing Norðurlandaráðs í Tromso
ESB auki
baráttu gegn
atvinnuleysi
Talið að meirihluti óákveðinna í Nor-
egi muni greiða ESB-aðild atkvæði
Tromso, Ósló. Reuter.
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna skoruðu í gær á Evrópusam-
bandið að gera baráttuna gegn atvinnuleysi að forgangsverkefni sínu.
Ráðherrarnir, sem sitja nú þing Norðurlandaráðs í Tromso, sendu Theo
Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, áskorun um að Evrópuráðið, sem
fundar í Essen, í Þýskalandi 9. og 10. desember nk., „komi Evrópu til
starfa" eins og segir í bréfi þeirra. Undirbúningur kosninganna um ESB-
aðild er nú hafinn fyrir alvðru, og settu deilur um aðild svip sinn á umræð-
ur um öryggis- og utanríkismál á þinginu.
Bréfið til Waigel er talið ótvíræð
vísbending um að þau ríki Norður-
landanna, sem samþykkt hafa aðild
að ESB, muni leggja höfuðáherslu á
baráttuna gegn atvinnuleysi. Þá er
það talið liður í því að fá norska
andstæðinga ESB-aðildar til að láta
af ótta sínum við hrun velferðarkerf-
isins, gangi þjóðin í Evrópusamband-
ið. Kosið verður um aðild 28. nóvem-
ber nk.
Stuðningur við ESB eykst
Stuðningur í Noregi við aðild að
Evrópusambandinu hefur aukist í
38,3% ef tekið er meðaltal fjögurra
skoðanakannana sem gerðar hafa
verið frá því að ljóst var að Svíar
hefðu samþykkt aðild. Þá hefur fylgi
andstæðinga aðildar aukist um 0,7%,
er nú 47%, en óákveðnum hefur
fækkað úr 20,8% í 14,8%. Hyggjast
norskir fjölmiðlar birta skoðana-
kannanir um fylgi við ESB-aðild á
hverjum degi fram að kosningum.
„Þetta er greinileg jásveifla, sem
er nýtt en gerist í kjölfar kosning-
anna í Svíþjóð," sagði Henry Valen,
prófessor við Norsku rannsóknar-
stofnunina í félagsfræðum. Segir
hann mun fleiri af hinum óákveðnu
munu reynast fylgismenn aðildar
en andvígir henni en segist þó langt
í frá sannfærður um að það nægi
til þess að þjóðin samþykki ESB-
aðild.
Veldur ESB-aðild veikindum?
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, og Esko Aho, forsætisráð-
herra Finnland, gátu ekki sótt fund
Norðurlandaráðs vegna veikinda. Er
þetta varð ljóst, gall við í Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra: „Um
leið og þeir ganga í Evrópusamband-
ið, verða þeir veikir."
¦ ÞingNorðurlandaráðs/10-11
ítalía
Atök um
lífeyris-
kerfið
Kóm. Reuter.
BOÐAÐ hefur verið til allsherjar-
verkfalls á ítalíu 2. desember nk. til
að mótmæla fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar en þar er meðal 'ann-
ars þrengt að lífeyriskerfi ítalskra
launþega. Silvio Berlusconi forsætis-
ráðherra hefur farið fram á trausts-
yfirlýsingu þingsins vegna þessa og
verður hún tekin fyrir á þingi í dag.
Allsherjarverkfallið er svar verka-
lýðsleiðtoganna við þeirri ákvörðun
Berlusconis að fara fram á traustsyf-
irlýsingu vegna lífeyrisskerðingarinn-
ar en með henni er áætlað að spara
á næsta ári um 385 milljarða ísl.
króna. Verkalýðsfélögin efndu til
fjögurra klukkustunda allsherjar-
verkfalls vegna þessa 14. október sl.
? ? ?----------
Reuter
Hátíðahöld í Jeríkó
PALESTÍNSKIR lögreglumenn sýndu fimi sína við hátíðahöld
í Jeríkó í gær í tilefni þess að sex ár eru liðin frá því að Þjóðar-
ráð Palestínumanna í Alsír lýsti yfir stofnun Palestínuríkis.
Tóbak skað-
legra konum
en körlum
London. Reuter.
REYKINGAR eru líklegri til að valda
lungnakrabba í konum en körlum.
Er það niðurstaða rannsóknar, sem
breskir og norskir vísindamenn stóðu
að, en þeir segjast ekki vita hvernig
á því standi.
Rannsóknin fólst meðal annars í
því að kanna DNA-erfðaefnið í 63
krabbameinssjúklingum og kom þá
í ljós, að það hafði orðið fyrir meiri
skaða í konunum.
Hún bendir einnig til, að í framtíð-
inni verði lungnakrabbi algengari í
konum en körlum.
Fundur Atlantshafsbandalagsins um átökin í Bosníu
Breiða yfir deilur
um vopnasölubann
Brussel, Sar^jevo. Reuter.
FULLTRÚAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, ákváðu í
gær á fundi sínum í Brussel að haldið yrði sem fyrr uppi vopnasölubanni
á Bosníu enda þótt stjórnvöld í Washington taki ekkí lengur þátt í að
framfylgja því. Hermálanefnd NATO mun hafa tjáð fundarmönnum
að ákvörðun Bandaríkjanna myndi litlu breyta um bannið í reynd.
Ákvörðun stjórnar Bills Clintons forseta hefur valdið miklum áhyggjum
annarra bandalagsríkja og er sögð geta leitt til alvarlegrar misklíðar.
Bandarísk herskip, sem tóku þátt    færi hjá þjóðbræðrum sínum í Serb-
í að framfylgja banninu, eru á brott
frá Adríahafi. Clinton forseti er nú
staddur í Indónesíu. Hann reyndi i
gær að róa bandamenn sína í NATO.
„Við brjótum ekki gegn vopnasölu-
banninu, við hlítum því. Það munum
við áfram gera," sagði forsetinn.
Meirihluti fulltrúa á Bandaríkja-
þingi telur að vopnasölubannið komi
fyrst og fremst Bosníu-Serbum til
góða en þeir réðu þegar í upphafi
átakanna yfir gnægð vopna og
fengu auk þess lengi vopn og skot-
íu og Svartfjallalandi. Þingmenn
vildu að Bandaríkin beittu sér af
krafti fyrir því að ríki heims afléttu
banninu og fullyrti Clinton að stjórn
sín hefði fundið málamiðlun.
Claes til Washington
Willy Claes, framkvæmdastjóri
NATO, heldur í dag til Washington
þar'sem hann mun ræða deiluna .um
vopnasölubannið við háttsetta emb-
ættismenn. Bretar og Prakkar, sem
hafa léttvopnaða friðargæsluliða í
Bosníu, óttast um öryggi þeirra verði
banninu aflétt; talið er að Serbar
muni þá hefna sín á gæsluliðum.
Stjórnmálaskýrendur sögðu að þótt
reynt væri að breiða yfir ágreining-
inn í NATO væri Ijóst að hahn væri
mjög alvarlegur.
Barist af hörku í Bihac
Herir Sarajevo-stjórnarinnnar,
sem aðallega eru skipaðir múslim-
um, verjast enn Bosníu-Serbum af
hörku í Bihac-héraði. Stjórn Króatíu
hefur hótað að koma her múslima-
stjórnarinnar til hjálpar í Bihac en
ekki hefur orðið af því.
Svo mikill skortur er á hjálpar-
gögnum í borginni vegna umsáturs
Serba, að sjúklingar sem flytja þarf
á sjúkrahús verða sjálfir að útvega
bensín á sjúkrabílana.
Reuter
Kohl endurkjörinn kanslari
NEÐRI deild þýska þingsins end-
urkaus Helmut Kohl sem kanslara
Þýskalands til næstu fjögurra ára
í gær. Hann hefur verið kanslari
frá 1982. Náði Kohl kjöri í fyrstu
umferð og hlaut 338 atkvæði af
672 eða einu meira en hann þurfti.
Gegn kjöri hans greiddu 333 þing-
menn atkvæði eða tveimur fleiri
en sameiginlegur þingmannafjöldi
stjórnarandstöðuflokkanna er.
Mili.il! viðbúnaður var hjá stjórn-
arflokkunum vegna kjörsins, tveir
veikir flokksmenn Kristilegra
demókrata voru fluttir í þinghúsið
og engu mátti muna að tveir stuðn-
ingsmenn Kohls kæmust í tæka
tíð, annar svaf yfir sig en hinn
tafðist vegna lestaróhapps. Þá
ákvað Kohl að fresta því að til-
kynna hverjir hlytu ráðherraemb-
ætti þar til á morgun, fimmtudag,
til að koma í veg fyrir að vekja
reiði þeirra sem teldu sig eiga rétt
á þeim en fengju ekki. Á myndinni
tekur kanslarinn við blómvendi úr
hendi þingkonunnar Brigitte Bau-
meister en auk hennar fagna Klaus
Kinkel utanríkisráðherra og Al-
fred Dregger kjörinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48