Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
tt&mtifíMbib
STOFNAÐ 1913
267. TBL. 82. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 22. NOVEMBER 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sveitarstjórnar-
kosningar á Italíu
Hrun
hjá Berl-
usconi
Róm. Reuter.
FLOKKUR Silvios Berlusconis,
forsætisráðherra ítalíu, beið mik-
inn ósigur í sveitarstjórnarkosn-
ingum sem fram fóru í landinu á
sunnudag. Er talningu var að
mestu lokið hafði fylgi flokksins
hrunið úr 30% í 8,3%. Talsmaður
flokksins, Áfram ítalía, bar sig þó
vel og sagði úrslitin ekki myndu
hafa nein áhrif á stjórnina.
í þeim borgarstjórnarkosningum
þar sem enginn frambjóðenda nær
hreinum meirihluta verður að
ganga aftur til kosninga, og verður
það gert 4. desember.
Þetta er í fýrsta sinn sem Berl-
usconi tapar í kosningum en hann
bauð í fyrsta sinn fram í þingkosn-
ingunum í mars sl. og fékk þá
yfir 30% atkvæða. Sagði talsmaður
flokksins að hann hefði fengið að
kenna á óánægju fólks með fjár-
lagafrumvarpið.
Samstarfsflokkar Berlusconis
hlutu ekki eins slæma útreið, Þjóð-
arbandalagið, flokkur sem kenndur
hefur verið við nýfasisma, hlaut
um 12,5% fylgi, og Norðursam-
bandið hélt sínu a Norður-ítalíu.
Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðar-
bandalagsins, sagði, að endur-
skoða yrði stjórnarsamstarfið í ljósi
úrslitanna svo að stjórnarflokkarn-
ir mættu skilja sjónarmið hver
annars.
Kristilegir og vinstri-
menn í sókn
Það voru hins vegar andstæð-
ingar hægristjórnarinnar sem
unnu kosningasigur. Lýðræðislegi
vinstriflokkurinn (PDS) jók fylgi
sitt í 14% og Þjóðarflokkurinn, sem
stofnaður var á rústum kristilegra
demókrata, hlaut um 12,7% fylgi.
Sögðu talsmenn Þjóðarflokksins
hann enn eiga erindi við kjósend-
ur, en kristilegir demókratar voru
um áratuga skeið stærsti flokkur
landsins.
Reuter
LEIGHTON Smith aðmíráll og yfirmaður NATO-herjanna í Suður-Evrópu skýrir út fyrir frétta-
mönnum árangur loftárásanna á flugvöll Serba í Udbina í Krajina. Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, segir, að NATO-vélarnar geti gert aðra árás verði það talið nauðsynlegt.
Breska lottóið
Lánsamur
atvinnu-
leysingi
London. Reuter.
ATVINNULAUS, ungur maður
fékk ásamt sex öðrum hæsta
vinninginn í breska lottóinu
þegar dregið var í því í fyrsta
sinn síðastliðinn laugardag. í
gær var vitað um þrjá vinnings-
hafa en fjórir höfðu ekki gefíð
sig fram.
Mark Wright, sem er 18 ára
gamall og býr í Liverpool,
kvaðst næstum því hafa kastað
burtu lottómiðanum í ógáti.
„Það er hins vegar of snemmt
að segja hvað ég tek mér fyrir
hendur en eitt er vist, að ég
ætla að hjálpa fjölskyldu
minni," sagði Wright en hæsti
vinningurinn var 620 milljónir
ísl. kr. þannig að um 88,7 millj-
ónir koma í hlut hvers.
Herflugvélar Atlantshafsbandalagsins ráðast á flugvöll Serba í Krajina
Arásunum fagnað sem
tímabærum aðgerðum
Sarajevo. Reuter.
HERFLUGVÉLAR Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, gerðu árásir
í gær á flugvöll í Udbina, sem er
á yfirráðasvæði Serba í Króatíu.
Tóku 30 bandarískar, breskar,
franskar og hollenskar flugvélar
auk 20 aðstoðarflugvéla þátt í árás-
inni en frá flugvellinum hafa Serbar
haldið uppi loftárásum á Bihac í
Bosníu og meðal annars beitt nap-
almsprengjum. Að-_sögn franska
vamarmálaráðuneytisins var flug-
brautin eyðilögð og einníg_ loft-
varna- og eldflaugapallar. Árásin
er mesta hernaðaraðgerð NATO í
45 ára sögu bandalagsins.
NATO-vélarnar  lögðu  upp  frá
ítalíu og tókst árásin mjög vel að
Umfangsmesta hernaðaraðgerð
NATO-ríkjanna frá upphafi
sögn Leightons Smiths aðmíráls og
yfirmanns NATO í Suður-Evrópu.
Skotið var á vélarnar en þær sneru
allar aftur til stöðva sinna á ítalíu
og um borð í breska flugmóðurskip-
inu Invincible.
Óvíst um mannfall
Höfðu flugmennirnir fyrirmæli
um að granda ekki flugvélum á
jörðu niðri kæmust þeir hjá því og
reynt var að komast hjá mannfalli
meðal óbreyttra borgara.
Ríkisstjórnir á Vesturlöndum, í
Bosníu og ýmsum íslömskum ríkj-
um hafa lýst yfir stuðningi við að-
gerðirnar, sem sagðar voru meira
en tímabærar, og einnig Borís Jelts-
ín, forseti Rússlands. Hann varaði
hins vegar Bandaríkjastjórn við að
hefja vopnasölu eða aðrá aðstoð við
Bosníustjórn. Ýmsir fjölmiðlar á
Vesturlöndum hafahaldið því fram
að undanförnu, að starfsmenn CIA,
bandarísku leyniþjónustunnar, séu
nú þegar komnir til Bosníu þar sem
þeir veiti stjórnarhernum tæknilega
aðstoð í stríðinu við Serba.
Ottast hefndir
Múslimar í Sarajevo fögnuðu
fréttinni um loftárásina á Udbina
en hún vakti einnig ótta við, að
Serbar reyndu að hefna hennar á
þeim. Skömnm eftir árásina féll
einn maður fyrir serbneskri leyni-
skyttu og fjarstýrðri eldflaug var
skotið á ráðhúsið í borginni. Klaus
Kinkel, utanríkisráðherra Þýska-
lands, sagði í gær, að fulltrúar fimm
ríkja hópsins, sem reynt hefur að
koma á friði í Bosníu, ætluðu að
koma saman til fuhdar í Brussel
2. desmber nk.
Sakleysið sann-
að eftir 24 ár
Ósló. Morgwiblaðið.
PER Liland, 63 ára gamall Norð-
maður, hefur verið fundinn sak-
laus af því að hafa myrt tvo
menn árið 1969 en hann var
dæmdur fyrir morðin 1970 og
var í fangelsi í 14 ár eða til 1984.
Skömmu fyrir jól 1969 voru
tveir menn myrtir með öxi í húsi
í Fredrikstad, sem kallað var
„Litla víti". Voru nágrannar Li-
íands, fjölmiðlar og lögreglan
ekki í neinum vafa um, að hann
væri sekur og yfirlýsingar hans
um að hann hefði ekki verið á
morðstaðnum voru ekki teknar
trúanlegar. Liland og vinir hans
hafa þó aldrei gefist upp og nú,
24 árum eftir að sektardómurinn
var kveðinn upp, hefur verið
sánnað, að hann sagði satt.
Þegar forseti réttarins hafði
lesið upp sýknudóminn stóðu
aðrir dómarar á f ætur og klöpp-
uðu fyrir Liland. Er ekki vitað
til, að það hafi áður gerst. „Nú
hefur æra mín verið hreinsuð
og ég er glaður og þakklátur,"
sagði Liland við fréttamenn í
gær.
Lögfræðingur Lilands býst við,
að skaðabótakrafan verði ekki
undir 100 milljónum kr.
MEIRA en 10.000 Palestínumenn
gengu um Gaza-borg í gær til
að láta í ljós stuðning við Yasser
Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka
Palestínumanna (PLO), eftir átök
palestínsku lögreglunnar við fé-
laga í múslimskum öfgasamtök-
um á föstudag sem kostuðu fjórt-
án manns lífið. Fatah, hreyfing
Arafats, stóð fyrir göngunni og
Fylkja liði
fyrir Arafat
hún var til marks um hversu
hatrammur klofningurinn meðal
Palestínumanna er orðinn. Meira
Reuter
en eitt þúsund göngumenn voru
vopnaðir byssum og skutu upp í
loftið svo hávaðinn var stundum
ærandi. Leiðtogar Hamas vísuðu
í gær á bug fregnum um að sam-
tökin hefðu fallist á aðild að tutt-
ugu manna nefnd sem palestínsk
yfirvöld hafa ákveðið að skipa
til að rannsaka átökin síðastlið-
inn föstudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48