Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12      C    FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Eitt dýrasta verkefni Sjónvarpsins í ár
Brúðumyndin
kemur til Islands
Jóladagatai
Ríkissjon-
varpsinsíárer
tveggja tíma
brúðumynd.
Kostnaður við
gerð hennar er
um ellefu
milljónir, sem
er mjög lítið
miðað við
umfang, sejgir
Sigurður Örn
Brynjólfsson
leikstjóri og
hönnuður
Jóladagatals-
ins í Eistlandi
Texti og myndir: Jón Stefonsson
TALLINN í júlímánuði 1994. Eini
útihitamælir borgarinnar sýndi 33
gráður og miskunnarlítil sólin fyr-
ir löngu búin að bræða öll ský af
himninum. Það var svolítið skrýtið
að ganga með Sigurði Erni Brynj-
ólfssyni (SÖB) gegnum fornfagra
miðborgina, fara inn í stórt stein-
hús við Kaupmehe-stræti, loka á
hitasuðandi sólina, vera staddur í
myrkvuðu kvikmyndaveri, sjá ekki
handa sinna skil fyrr en skyndi-
lega einhver kveikir á ljóskastara
og á gólfinu miðju birtist stofa
úr vesturbæ Reykjavíkur, eins og
ljóseyja í myrkrinu. Skrýtið að
fikra sig að ljósinu, hálf dettandi
um leiðslur, beygja sig yfír stof-
una, heyra Sigurð segja: „Þetta
er jólatréð sem segir söguna," og
benda á jólatré umkringt pökkum
í einu horni stofunnar. Vera stadd-
ur í Eistlandi um mitt sumar og
ræða við Sigurð um Jóladagatal
Ríkissjónvarpsins 1994. Sem er
að þessu sinni tveggja tíma brúðu-
mynd, í 24 þáttum. Eitt fjárfrek-
asta verkefni sjónvarpsins í ár,
kostnaður upp á ellefu milljónir.
Og maður hlýtur að spyrja leik-
stjóra, hönnuð og teiknara Jóla-
dagatalsins, hvað eru jólin okkar
að gera í Eistlandi?
Lifandi brúðumynd
„Það er mikil hefð í brúðu-
myndagerð hér í Eistlandi," út-
skýrir Sigurður sem hefur verið
búsettur þar í tvö ár. Við förum
upp á aðra hæð kvikmyndavers-
ins. Sífellt að mæta fólki með
brúður eða hluta úr brúðum í
höndum.
Kona kemur hlaupandi á eftir
okkur, heldur á tveimur augum
sem þau Sigurður ræða fram og
aftur. Augu sem tilheyra barm-
mikilli blússöngkonu. „Eistar eru
með tæplega fjörutíu ára hefð í
að gera brúðumyndir. Þá er ég
ekki að tala um strengjabrúður
eða þegar maður smeygir hönd í
„HVERNIG á að búa til hundrað diska og enginn má
vera stærri en smámynt en samt líta út sem
eðlilegur matardiskur?"
einhvers konar brúðuhanska og
hreyfír. Jóladagatalið er svokölluð
lifandi („animeruð") brúðarmynd
og sem slík miklu flóknari og erf-
iðari í vinnslu en áðurnefndar. Ég
hafði samband við Sveinbjörn
Baldvinsson, dagskrárstjóra inn-
lendrar dagskrárgerðar Sjón-
varps, og kynnti fyrir honum þá
möguleika sem fælust í brúðu-
myndunum, tók fram að það væri
tilvalið fyrir Jóladagatalið. Þá var
hann búinn að fá Friðrik Erlings-
son til að skrifa handritið og
Sveinbirni fannst tilvalið að sam-
„Á TÍMABILI var ailt kvikmyndaverið, 25 manns, í þessu eina verkef ni."
eina þetta tvennt; handrit Friðriks
og brúðuhugmynd mína. Ekki
sakar að það er mjög ódýrt fyrir
okkur að vinna þetta í Eistlandi."
Lykla-Pétur lítur til hliðar
Sigurður setur myndbands-
spólu í tækið og við horfum á
fyrstu þrjá þættina, án hljóðs.
Jólatréð baðar út grænum hönd-
um og fer að segja frá því þegar
smáenglarnir Pú og Pa björguðu
jólunum frá Öngli. Brúðurnar eru
ótrúlega lifandi, engu líkar en lífs-
andi leynist í þeim. Og ég spyr í
algerri fávisku; hvernig hreyfa
brúðurnar sig?
„Sjáðu til," byrjar Sigurður, „ef
brúðan á að hreyfa sig, þá eru
teknir nokkrir rammar af henni í
mismunandi stellingum. Segjum
til dæmis að Lykla-Pétur eigi að
líta til hliðar. Þá eru teknir tveir
rammar framan á hann, tveir þeg-
ar hann horfir að hálfu leyti til
hliðar og loks tveir rammar af
vangasvipnum. Ef horft er á þessa
sex ramma á eðlilegum hraða
kemur það út sem hreyfing. Pétur
að li'ta til hliðar." Sigurður beygir
sig eftir brúðu með mikið og virðu-
legt silfurlitað hár, „verðum við
ekki að búa til annan Mikael?"
spyr hann aðstoðarleikstjóra sinn,
dökkhærða glaðsinna konu, sem
hugsar eitthvað upphátt á eist-
nesku og síðan vega þau og meta
erkiengilinn á ensku. „Við þurfum
yfírleitt að búa til tvær dúkkur
af þeim persónum sem koma mik-
ið við sögu," segir Sigurður við
mig eftir á. „Brúðurnar verða
skítugar og slitnar af álaginu, vír-
ar gefa sig. Sumar eru reyndar til
í nokkrum stærðum, eins og Pú
og Pa sem eru til í litlum og stór-
um útgáfum. Minni gerðin er til
dæmis notuð þegar Pétur grípur
þá í lúku sína. En þar sem minni
útgáfurnar geta ekki hreyft
munninn, verðum við stundum að
nota báðar stærðirnar í sama at-
riðinu. Það er svolítið flókið."
Tveggja ára vinna á átta
mánuðum
Brúður eru eins og önnur hug-
arfóstur; þær spretta ekki alskap-
aðar fram. Hver brúða er persóna
sem margar hendur hafa gætt lífi.
Fyrst verður persónan auðvitað
til í höfði handritshöfundar, Frið-
riks Erlingssonar. En grunninn
að útlitinu leggur Sigurður Örn
með því að teikna brúðuna. Síðan
eru ákveðnir starfsrnenn sem búa
þær til, ákveða háralit, búning,
nefstærð og þess háttar. Loks eru
það þeir sem stilla brúðunum upp
í sviðsmyndinni og sjá um hreyf-
ingar. Þannig að hver brúða á sér
marga skapara, þó handritshöf-
undur og leikstjóri eigi þar stærst-
an hlut að máli.
Verkefni á borð við Jóladaga-
talið ætti undir eðlilegum
kringumstæðum að taka tvö til
þrjú ár. „Á átta mánuðum," segir
Sigurður „höfum við þurft að
hanna og búa til yfir sextíu brúð-
ur af öllum stærðum og gerðum
og upp undir 15 sviðsmyndir. Það
þarf að búa til ský, bát með fótkn-
únar hendur, tré sem snúa öfugt,
pylsuvagn, pylsur, flugvél, stofu
í vesturbænum, stafla af óhreinum
diskum, sjálft himnaríki og þar
fram eftir götunum. Hvernig á til
dæmis að búa til hundrað diska
og enginn má vera stærri en smá-
mynt en samt líta út sem eðlileg-
ur matardiskur? En við höfum
haft aðgang að góðu starfsfólki
með mikla reynslu. Á tímabili var
allt kvikmyndaverið, 25 manns, á
fullu í þessu eina verkefni."
Myndbandstækið hefur suðað
meðan Sigurður segir frá og um
leið og hann þagnar, dettur gam-
all engill í hjólastól niður um
skýjagat, en nær að krækja sér í
eitthvað^ og hrópa ergilegur á
hjálp. „Ég er bjartsýnn á framtíð
brúðumynda," segir Sigurður og
slekkur á tækinu. „Það er vax-
andi áhugi á þeim. Við hér í kvik-
myndaverinu erum nú þegar byrj-
uð á öðru verkefni, tíu mínútna
mynd gerð eftir Hreiðars þætti
heimska. Það er norrænt sam-
vinnuverkefni."
„Ég er mjög spenntur"
Við erum aftur í myrkvaða
salnum. Sigurður þreifar sig eftir
rofanum og rafmagnsbirtan af-
hjúpar stóran sal, þéttskipan kvik-
myndavélum, sviðsmyndum, ljós-
kösturum og leiðslur eins og flók-
ið æðakerfi eftir gólfinu. Brúður
í heilu lagi eða pörtum liggja á
við og dreif, bíða þess að kvik-
myndavélar taki að suða og gæði
þær lífi. í einu horninu er himna-
ríkið. Hrúga af sælgætisbréfum
vekur athygli mína; leifar sælgæt-
isins sem freistaði Pú og Pa. Það
hefur ekki síður freistað starfs-
manna kvikmyndaversins en smá-
englanna. Ég geng að vesturbæj-
arstofunni, hvessi augun að
pakkahrúgunni undir jólatrénu og
ég hugsa um allt í einu um Lauga-
veginn á Þorláksmessu; síðdegi
og það slítur snjókorn úr lofti. „Ég
er mjög spenntur eftir að sjá við-
brögðin heima við Jóladagatal-
inu," segir Sigurður Örn fyrir aft-
an mig. Fyrir utan stynur höfuð-
borg Eistlands í hitanum.
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12