Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR 1971 V Bikarmeistarar karla í körfuknattleik frá 1970, er keppnin var fyrst haldin 1990 f1976 1975 Armann 1982 L Fram 1978 ■ CARLTON Myers gerði 87 stig í körfuboltaleik um helgina og setti þar með ítalskt met en Sandro Riminucci átti fyrra met- ið — gerði 77 stig í leik árið 1964. ■ MYERS leikur með Rimini sem vann Udine 147:99 í 2. deild- inni. Han gerði m.a. 11 stig á sömu mínútunni í seinni hálfleik, hitti úr 14 af 22 tveggja stiga skotum, úr níu af 19 þriggja stiga skotum og úr 32 af 35 vítaskotum. ■ WILT Chamberlain á metið í NBA-deildinni, 100 stig í einum leik 1961, en Myers, sem er 23 ára, segir að takmarkið sé að kom- ast í NBA-deildina. ■ NOUREDDINE Morceli frá Alsír, var nálægt því að bæta eig- ið heimsmet í 1.500 m hlaupi innanhúss á fyrsta móti sínu í ár, í Grenoble í Frakklandi um helg- ina. Hann hljóp á 3 mín. 34,39 sek., sem er aðeins 0,13 sek. frá metinii. ■ JÚRGEN Klinsmann, þýski framheijinn hjá Tottenham í Englandi, rotaðist um stund eftir að Mark Bosnich, markvörður Aston Villa, hljóp hann gróflega niður í leik liðanna í síðustu viku. Óttast var í fyrstu að bein hefðu brotnaði í andliti Þjóðveijans, en hann reyndist ómeiddur — ótrúlegt en satt — lék með gegn Sunder- land í bikarkeppninni um helgina og skoraði tvívegis. ■ LOTHAR Matthaus, fyrirliði Bayern Miinchen og þýska lands- liðsins í knattspyrnu, sleit hásin í síðustu viku eins og fram kom í Morgunblaðinu. Óttast var að fer- ill kappans væri jafnvel á enda, en hann fór í aðgerð sem tókst vel, og vona Þjóðveijar nú að Matthaus geti leikið meðal þeirra bestu á ný næsta vetur. ■ ÞÝSKI heims- og ólympíu- meistarinn í langstökki kvenna, Heike Drechsler, stóð sig einnig mjög vel á mótinu í Grenoble; stökk 6,95 m, sem er besti árang- urinn til þessa á árinu. ■ HEIMSMEISTARAMÓTIÐ á skíðum, sem átti að hefjast í Si- erra Nevada á Spáni í gær, var frestað til næsta árs og byijar 11. febrúar. Undirbúningur keppninn- ar hefur kostað mótshaldara um 350 millj. dollara (liðlega 24 millj- arða) og þar af fóru 25 milljónir dollara í að útbúa gervisnjó. ■ ZICO, fyrrum landsliðsmaður Brasilíu sem er 41s árs, var með þrennu þegar Brasilía vann Bandaríkin 8:1 í úrslitaleik fyrsta heimsmeistaramótsins í strand- knattspyrnu. Keppnin fór fram á Copacabanaströndinni í Río de Janeiro að viðstöddum fjölda áhorfenda. Frank Worthington og samheijar í enska liðinu unnu Ítalíu 7:6 eftir framlengdan leik í keppni um bronsið. AHRIF Grindvíkingar voru „gulir og glaðir“, eins og fylgismenn hins sigursæla knattspyrnuliðs Skagamanna, I Laugardalshöli- inni á laugardaginn þegar karla- lið þeirra sigraði lið Njarðvíkinga í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. En það voru ekki allír glaðir í Höllirmi á laugardag- inn. Annað liðið tap- aði og fylgismenn þess voru vonsviknir í leikslok. Það sem allt of margir stuðn- ingsmenn beggja liða áttu þó sameiginlegt var að vera undir áhrifum. Því miður ekki áhrifum góðrar skemmtunar af því að sjá skemmtilega leiki, heldur undir áhrifum áfengis. Mörg undanfarin ár hafa Knattspyrnu-, Handknattleiks- og Körfuknattleikssambandið haft úrslitaleiki bikarkeppninnar á laugardegi, og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Það stingur hins vegar mjög í stúf, og er vægast sagt óviðeigandi, að stuðningsmannafélög liðanna sem keppa hveiju sinni, auglýsi í blöðum og útvarpi að nú eigi að hittast á hinni eða þessari kránni til að undirbúa sig fyrir viðkomandi leik. Á þessi mót koma einnig börn sem horfa uppá óhóflega drykkju manna sem síð- an vita varla hvað þeir heita, því enginn er talinn maður með mönnum nema mæta á kránna nokkrum klukkustundum áður en sjálfur leikurinn hefst. Þá vill það brenna við, jafnvel snemma morguns, að einhveijir fá sér ein- um of mikið. Afleiðingin getur í besta falli orðið að viðkomandi missi af leiknum, sem er hið besta mál. Afleiðingamar gætu hins staklega þegar haft er í huga að öryggisgæsla á íþróttaviðburðum hér á landi er lítii sem engin eins og dæmin sanna. Drukkið fólk í sigurvímu er alla jafna ekki hættulegt um- hverfí sínu, en drukkið fólk sem hefur horft á lið sitt tapa getur vegar orðið mun alvarlegri, sér- Hvers vegna ekki að njóta íþróttaviðburða án áhrifa frá áfengi? hins vegar verið stórhættulegt leikmönnum, dómurum og öðrum áhorfendum. Vonandi verður aldrei alvarlegt vandamál vegna þessa, en við höfum svo oft brennt okkur á að gera ekkert í málunum fyrr en um seinan. Á að leika bikarúr- slitaleiki á sunnudögum? Það yrði til þess að drykkjan yrði minni þó ekki nema væri að færri færu á kránna snemma á sunnudags- morgni. Erlendis tfðkast að menn fái sér áfengi á íþróttaviðburöum en þrátt fyrir það hefur undirritaður mjög sjaldan séð dauðadrukkið fólk á stórleikjum, nema á fs- landi. Vínmenning er lítil hér á landi, en fer þó batnandi og vert er að hafa í huga að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Menn gera engum greiða með þvf að flykkjast á krár mörg- um klukkustundum áður en leikir hefjast til þess eins að fara í kappdrykkju við félaga sína. Slfk- ir menn ættu að láta vera að mæta á leikinn. Skúli Unnar Sveinsson Loks fangaði bandaríski körfuboltamaðurinn FRANC BOOKER titli á íslandi? Verða tveir þettaáríð FRANC Booker, körfuknattleiksmaðurinn bandaríski sem leik- ur með Grindavík lék mjög vel með liði sínu í bikarúrslitaleikn- um gegn Njarðvík á laugardaginn. Hann hefur leikið hér á landi við góðan orðstýr síðan 1991, fyrst með ÍR síðan Val og nú Grindavík. „Nú hef ég loks fagnað titli hér á íslandi. Ég er viss um að þeir eiga eftir að verða tveir þetta árið,“ sagði með því að komast í Bowling Green háskólaliðið og lék með því í þijú ár.“ - Hvað tók við eftir háskókinn? „Ég var valinn til að æfa með New Jersey- Nets eftir skólann og stóð mig ágætlega, en liðið varð að velja á milli mín og annars leik- manns og ég varð látinn fara. Ég fór þv! aftur í háskólann til að ljúka náminu.“ - Hvers vegna komstu til íslands? „Það æxlaðist þannig að ég tal- aði við vin minn, sem er umboðs- maður, og sagðist hafa áhuga á að leika körfubolta í Evrópu. Fyrsta landið sem kom upp var ísland. Umboðsmaðurinn sagði að þ_að væri gott fyrir mig að byija á ís- landi áður en ég færi annað. Ég ákvað að prófa og hér er ég enn.“ -Þú hefur nú verið hjá þremur félögum. Hvernig hefur þér líkað vistin? „Ég byrjaði með IR í janúar Booker sem er 31 s árs. Booker er fæddur í Augusta í Georgíu og segist hafa byijað að æfa körfubolta mjög ungur. „Ætli ég hafi ekki Eftjr verið svona fimm til sex ára þegar Jónatansson éS byijaði að fara í körfubolta með bróður mínum, sem er einu ári yngri en ég. Við lékum oftast mað- ur á mann eða þá tveir á móti tveimur öðrum strákum úr hverf- inu,“ sagði Booker. - Hvers vegna valdir þú körfu- bolta? „Þetta er góð spurning. Ég held að aðal ástæðan hafi verið sú að ég elska körfubolta. Þetta er íþrótt sem býður upp á mikinn hraða og mikla spennu. Eins hafði það sitt að segja að vinur minn sagði við mig einu sinni þegar ég var ungur að ég yrði aldrei góður körfubolta- maður. Ég var ákveðinn í að af- sanna þá kenningu og gerði það Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson FRANC Booker hefur dvallð hér á landi síðan 1991. Hann hafði aldrei náð að hampa bikar fyrr en með Grindvíkingum um helgina. Ég trúi þvf að við getum einnig orðið meistarar f vor, segir Booker sem hér heldur á blkarnum eftirsótta. 1991 og lék út tímabilið. Síðan fór ég til Vals og átti þar þijú mjög góð ár. Það var gott að vera hjá Val og þar kynntist ég góðum fé- lögum eins og Tómasi Holton, Ragnari Þór, Svala og fleirum. Ég fann að það var kominn tími fyrir mig að breyta til. Ég hafði löngun til að verða meistari og ég vissi að Grindvíkingar voru með gott lið og ættu góða möguleika. Eg trúi því að við getum orðið meistarar, en það verður erfitt og við verðum að vinna vel saman, eins og í bikar- leiknum á laugardaginn. Við sýnd- um þá að við getum sigrað hvaða lið sem er í deildinni." - Verður þú aldrei þreyttur á körfuboltanum? „Nei, ég held að menn þreytist ekki meðan þeir hafa gaman af því að leika körfubolta og það hef ég svo sannarlega. Ég átti þó í smá vandræðum fyrst þegar ég kom til Grindavíkur vegna þess að miklar væntingar voru bundnar við mig og eins átti ég sjálfur í persónuleg- um vandamálum. En þetta lagaðist fljótt og nú hef ég ánægju af lífínu og körfuboltanum.“ - Átt þú íslenska unnustu? „Nei, en ég á son. Hann heitir Aron og er sex mánaða. Hann er dásamlegur. Hann verður frábær íþróttamaður því get ég lofað þér.“ - Hefur þú áhuga á að leika hér áfram næsta keppnistímabU? „Já, ég kann vel við mig hér á landi. Hér er gott fólk. Ef Grindvík- ingar vilja hafa mig áfram, þá er ég tilbúinn. Ég hef áhuga á vera nálægt syni mínum — vera honum góður faðir, það er mér mikilvægt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.