Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44  ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ODDUR VILBERG
PÉTURSSON
+ Oddur Vilberg
Pétursson var
fæddur í Reykjavík
4. maí 1944 og lézt
á Reykjalundi 15.
marz sl. Foreldrar
hans voru Pétur
Einarsson, verka-
maður, f. 11.10.
1910, d. 12.01.1985,
og Guðbjörg Odds-
dóttir, f. 23.12.
1921, húsm. Oddur
var elztur fimm
systkina. Þau eru
Ingunn, f. 16.6.
1947, Einar, f. 3.11.
1949, Loftur Þór, f. 15.9. 1956,
og Linda Björg, f. 30.7. 1961.
Eftir nám í barnaskóla Lang-
lioltsskóla fór Oddur í Verzlun-
arskólann og lauk þaðan versl-
unarprófi. 1961 hóf hann
skriftsofustörf í Stálsmiðjunni
og vann þar til 1969 að hann
hóf nám í endurskoðun hjá
Guðjóni Eyjólfssyni. Hann
hlaut löggildingu í endurskoð-
un 1975 en þá starfaði hann
hjá N. Manscher sem hann siðar
varð meðeigandi að. Þar starf-
aði hann til 1983 að hann varð
fyrir heilsubresti.  25.6.  1964
ÉG SIT hér í bátnum mínum niðri
við sjó við strönd Ameríku og rifja
upp gamlar og góðar minningar frá
liðnum stundum sem ég átti með
honum Oddi mínum og trega að
geta ekki fylgt honum hinsta spöl-
inn.
Þegar ég hugsa um Odd er mér
efst í huga hversu ábyggilegur hann
alltaf var og góður og hve honum
leið illa ef einhver átti bágt.
Bóklestur var honum hugleikinn,
hvort sem það voru íslendingasög-
urnar eða Andrés Önd, það skipti
ekki máli.
Hann var ekki gamall þegar hann
fór að fara í sveitina til afa og
ömmu á Heiði, strax og skólinn var
búinn á vorin. Hann mátti ekkert
vera að því að bíða eftir einkunnum
sínum, svo ég fékk þann heiður að
sækja þær fyrir hann og viðurkenn-
ingarnar. Hann var alltaf í hópi
hinna hæstu yfir skólann, oftast
hæstur, svo það voru ekki erfið
spor að stíga að gera þetta fyrir
hann. Ekki minnist ég þess að hann
hafi oft reiðst, en ég man þó þegar
við vorum krakkar að hann varð
mikið reiður þegar hann var kallað-
ur: Oddur á Skaganum, með rauða
kúlu á maganum. Hann var heldur
ekkert hrifinn.af því þegar við Kitta
fylgdumst með í gegnum skráar-
gatið þegar hann var að æfa sig í
að dansa inni í stofu á Langholts-
vegjnum.
Eg á margar frábærar minningar
frá útilegunum sem ég fékk að fara
með þeim Oddi og Rögnu og vinum
þeirra um allt land. Alltaf fékk ég
að sofa í tjaldinu hjá Oddi og Rögnu,
þó ekki hafi staðið á því að ég
mætti sofa í tjaldinu hjá Kristni og
Viktori. Stóri bróðir var alltaf að
líta eftir systur sinni. Ég man h'ka
		
	Erfidrykkjur Glæsileg kaffi-hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjórtusta. Upplýsingar í síma 22322	
	FLUGLEIÐIR fléTFl LÖFTLEIÖIR	
kvæntist Oddur eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Rögnu Krist-
ínu Jónsdóttur, f.
12.11. 1945, ritara
og húsm. Ragna
Kristín er dóttir
Jóns Pálssonar, tóm-
stundaráðunauts,  f.
23.4.  1908, d. 21.8.
1979, og Vilborgar
Sigurrósar Þórðar-
dóttur,   húsm.,   f.
19.5.  1909. Dætur
Odds og Rögnu eru
Guðbjörg, kennara-
nemi, f. 20.3. 1972,
unnusti hennar er Sigurður
Arnar Jónsson, háskólanemi, f.
31.7. 1972, og Sigurrós Jóna,
nemi, f. 19.7. 1979. Að undan-
skildum tveimur áruni sem þau
hjuggu í London og Oddur
starfaði hjá Coopers & Ly-
brandt bjuggu þau allan sinn
búskap í Reykjavik og síðast á
Kambsvegi 17, þar sem þau
höfðu byggt við æskuheimili
Rögnu. Síðustu árin sem Oddur
lifði bjó hann á Reykjalundi,
nú síðast á Hlein. Útför Odds
fer fram frá Áskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.00.
vel hve Oddur hló mikið að mér
eitt sinn er þau höfðu boðið mér í
mat til sín í Kópavoginn þar sem
þau bjuggu á annarri hæð í húsi
einu. Þegar ég opnaði útidyrnar
kom þessi líka fýlan á móti mér,
að lá við að ég sneri við. Sem betur
fer gerði ég það nú ekki, því fýlan
ógurlega kom frá neðri hæðinni þar
sem verið var að sjóða skötu.
Margt, margt fleira kemur upp
í hugann, en hér læt ég staðar
numið.
Hugur minn er hjá ykkur heima
á Fróni á þessari erfíðu stundu.
Ég bið Guð að taka vel á móti
Oddi mínum.
Ingunn Pétursdóttir Sim,
Tacoma.
Nú er löngu stríði lokið og eftir
sitja þeir mörgu sem börðust með
Oddi í hans löngu veikindum. Alltof
fljótt var hann tekinn burt úr því
fullkomna umhverfi sem hann og
Ragna höfðu búið sér og sínum.
Þegar hann veiktist 1983 varð
líf hans og hans nánustu ekki það
sama og í raun vita,það fáir hversu
illa honum leið oft. Sársaukinn að
geta ekki verið með fjölskyldu sinni
og ala upp dætur sínar sem honum
þótti svo undurvænt um hlýtur að
hafa verið óbærilegur. En við því
varð ekki gert og þá gat hann þó
glaðst yfir því hversu vel þeim gekk
í skóla, hversu fallegar og góðar
stúlkur hann átti. Og hann átti
meira. Hann átti hana Rögnu sína
sem aldrei brást. Hann var búinn
að eiga hana lengi að, því þau byrj-
uðu að vera saman kornungir ung-
lingar og voru svo einstaklega sam-
hent í öllu. Hann vissi því alltaf að
hann gat treyst á Rögnu, hún var
alltaf hans. Það var alltaf sama til-
hlökkunin að hitta þær og koma
heim.
Allir sem þekktu Odd, tóku eftir
því hversu vel Ragna hugsaði um
hann. Það gerði hún ekki til þess
I viöarlit og málaöir.
Mismunandi mynsrur, vönauö vinna.
Slmi 9I-35Q2P og 35735
Vandaðir legsteinar
Varanleg mínníng
BAUTASTEINN
Brautarholti 3,105 R
Sími 91-621393
að aðrir tækju eftir því, bara af því
að hún er eins og hún er. Hún er
hetja.
Aður en veikindin yfírtóku líf
hans, var allt í öruggum skorðum.
Alveg frá frumbernsku. Fyrsta barn
foreldra sinna, fyrsta barnabarn afa
og ömmu, augasteinn þeirra enda
bar hann nöfn þeirra beggja. í sveit-
inni hjá þeim á Heiði var hann
ungur og í raun hætti hann aldrei,
því sá staður átti alveg sérstaklega
sterk ítök í honum. Það var ekki
til sá hlutur sem hann vildi ekki
gera fyrir afa og ömmu. Síðar
byggðum við fjölskyldan okkur
sumarbústað á Heiði og enginn
annar staður átti sterkari ítök í
Oddi. Þar gróðursettu hann og
mamma fjöldann allan af trjám við
erfiðar aðstæður og hann var held-
ur montinn að koma í Sælukot og
sjá hversu vel trén döfnuðu.
Við yngri systkinin litum öll mik-
ið upp til hans. Við hefðum öll vilj-
að að okkar einkunnir litu út eins
og hans. Við glöddumst með honum
hversu vel vinnan farnaðist honum.
Það var allt eitthvað svo öruggt í
kringum hann, eitthvað sem hefði
átt að vera auðvelt að hafa sem
fyrirmynd. Hann var líka stóri bróð-
ir, þannig eiga þeir að vera.
Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Odd-
ur lengstum á Reykjalundi, nú síð-
ast hafði hann litla íbúð á Hlein.
Það er ekki til í orðabók það orð
sem getur lýst þakklæti okkar og
móður okkar til allra á Reykja-
lundi. Væntumþykja starfsfólksins
alla tíð var einstök. í lokabaráttu
Odds í þessu lífi komu þau svo sem
ekki á óvart með einstökum vinar-
bragði. Það gleymist ekki.
Hann átti ótal marga vini, hann
átti bara vini. Á ýmsum stigum í
lífi sínu kynntist hann mörgum.
Þegar við hittum þetta fólk sann-
færumst við enn betur um að þar
fór drengur góður.
Við þökkum öllu þessu fólki fyrir
það sem það var honum og við
þökkum honum það sem hann var
okkur.
Guð blessi minningu stóra bróður.
Systkini.
Örlög manna eru misjöfn. Sum-
um auðnast að komast að mestu
leyti áfallalaust í gegnum lífið á
meðan aðrir verða fyrir þung^um
áföllum. Oddur Pétursson, mágur
og svili okkar, sem við kveðjum í
dag, varð fyrir því mikla áfalli að
missa heilsuna fyrir 15 árum, þá
aðeins rúmlega fertugur. Fram til
þess tíma blasti lífið við honum.
Við hjónin höfðum stofnað okkar
heimili nokkrum árum áður en Odd-
ur kom inn í fjölskylduna og fylgd-
umst af áhuga með hvernig hann
og Ragna unnu saman við að byggja
upp framtíðina. Hann lauk prófi
sem löggiltúr endurskoðandi og var
einn af eigendum virtrar endur-
skoðunarskrifstofu í Reykjavík.
Áhugamál hans voru mörg, hann
og Ragna höfðu 'yndi af ferðalögum
og áttu sinn sælureit í sumarbú-
staðnum við Heiði á Rangárvöllum,
í landi afa hans og ömmu. Þar undi
Oddur sér vel. Við minnumst heim-
sókna okkar í bústaðinn til þeirra,
veiðiskap í Rangá og gönguferða
um landareignina. Oddur og Ragna
eignuðust tvær efnilegar dætur,
Guðbjörgu, sem er að ljúka námi
frá Kennaraháskóla íslands og Sig-
urrósu Jónu sem er að ljúka grunn-
skólaprófi. Þegar Oddur veiktist
voru þau nýflutt inn í fallegu íbúð-
ina sína sem þau byggðu ofan á
hús tengdaforeldra hans. Yngri
dóttirin var þá aðeins hálfsárs göm-
ul. Þau ár sem liðin eru hafa skipst
á bjartsýni, vonir og vonbrigði.
Oddur dvaldi langdvölum á Reykja-
lundi en kom heim eins oft og mögu-
legt var, þar vildi hann helst vera.
Ragna stóð ætíð við hlið hans, hún
studdi hann og annaðist allan þenn-
an tíma af mikilli þrautseigju og
reyndi allt sem hægt var til að hann
næði heilsu á ný. Við kveðjum Odd
í dag með þakklæti fyrir margt
dýrmætt sem hann gaf okkur. Hans
æðruleysi kenndi okkur að þakka
fyrir það sem við höfum, því ekkert
er sjálfgefið í lífinu.
Elsku Ragna, Guðbjörg, Sigurrós
og aðrir aðstandendur, við biðjum
ykkur allrar blessunar á þessari
kveðjustund.
Edda, Jón Ingi og börn.
Skólabjallan hringir - fyrsti dag-
urinn í skóla er runninn upp. Stór
stund. Hópur barna stendur í and-
dyrinu og horfir spurnaraugum inn
í endalausan skólaganginn með ótal
hurðum á báða vegu. Hurðum sem
brátt opna börnunum ungu nýjan
og spennandi heim, það er sól úti
og sól inni.
Er lífið okkar ekki, ef til vill,
svolítið eins og skólagangurinn
forðum? Hurðirnar tækifærin sem
bíða okkar, örlögin sem spinna líf-
svefmn búa innan þeirra. Enginn
veit sína ævina... er setning sem
á betur og betur við, eftir því sem
árunum í lífi okkar fjölgar.
Allt þetta kemur upp í hugann
þegar síminn hringir og mér er tjáð
að Oddur Pétursson, minn gamli
bekkjarbróðir úr barnaskóla, sé far-
iriri í ferðina miklu.
í huga mínum er mikil birta,"
sólskin bernskudaganna er skærara
en nokkurt sólskin dagsins í dag.
Mynd 10 ára bekkjar A í Langholts-
skóla skín skærast. Það var gaman
að vera í þessum skemmtilega bekk,
meðal fjörugra skólasystkina og
með frábæra kennara sem uppfræð-
ara. Langvinsælasti strákurinn í
bekknum okkar var Oddur. Við
stelpurnar sáum stjörnur þegar
hann birtist. Við vorum allar bál-
skotnar í honum. Hvernig var ann-
að hægt? Hann var með sitt fallega
breiða bros og rauðar eplakinnar.
Bjartur og blíður, duglegur í námi
og ljúfur í leikjum, kátur og góður
félagi. Eftir skóla á daginn hitt-
umst við krakkarnir oft til að leika
okkur á túnunum fyrir neðan Lang-
holtsveginn eða þá til að fela okkur
í skurðunum við Holtaveginn. Já,
leikir og gleði einkenndu þennan
tíma.
En alvara lífsins og sorg gerðu
líka rækilega vart við sig. Við Odd-
ur upplifðum bæði á þessum við-
kvæma aldri að missa feður okkar.
Þrátt fyrir þá sáru reynslu sem
setur mark sitt á barnssálina, mark
sem aldrei máist, nutum við
bernskudaganna með stuðningi og
ást yndislegra mæðra okkar.
Tíminn í Langholtsskóla var tími
birtu og vaxtar og flaug hratt.
Unglingsárin tóku við og bæði völd-
um við Verslunarskólann sem okkar
framhaldsskóla. Oddur var sem fyrr
ljúfur og góður félagi. Námsmaður
í betra lagi með tölur sem áhuga-
svið. Og aftur kemur upp í hugann
setningin, Enginn veit sína
ævina...
Ungur að árum varð Oddur fyrir
alvarlegum höfuðveikindum sem
slógu þennan góða dreng þungum
höggum, oftar en einu sinni. Líf
hans gjörbreyttist. Ungi maðurinn
í góðu starfi hjá eigin fyrirtæki með
sína góðu eiginkonu, Rögnu sér við
hlið og tvær yndislegar dætur,
þurfti nú að endurmeta stöðu sína
og sinna. Ég hitti hann stutta stund,
á förnum vegi, á þessum tíma og
enn brosti Oddur sínu fallega brosi
og augun endurspegluðu trú á lífíð
og trú á bata.
Þegar þessi hurð á lífsganginum
opnaði Oddi heim veikinda og bar-
áttunnar við þau, stóð hann aldeilis
ekki einn. Ragna kona hans og
stúlkurnar þeirra tvær stóðu með
honum. Sterkar og bjartar veittu
þær honum gleði og ást - alltaf -
til hinstu stundar.
Ég trúi að hurðin sem síðust
opnaðist mínum kæra bekkjarfé-
laga úr Langholtsskóla, Oddi Pét-
urssyni, sé hurð að eilífri hamingju-
sól og nýjum vexti sem ekkert fær
stöðvað.
Helga Mattína — Grímsey.
Það var fyrir margt löngu, á
upphafsári kennslu í Langholtsskól-
anum í Reykjavík. Ég, eins og allir
aðrir nemendur, kom úr öðrum
skóla. Við þær aðstæður er leitað
félaga og þróaðist svo, að myndað-
ist þriggja manna klíka. Það var
ég undirritaður, Kristinn og svo
Oddur. Við Kristinn þekktumst úr
Vogunum, en Odd þekktum við
ekki, því hann var úr Kleppsholt-
inu. Það breyttist fljótt og hélt þessi
hópur saman veruna í Langholts-
skólanum og hefur nú sú vinátta
enst í yfír 40 ár. Ýmislegt var gert,
en ekki var þó verið mikið í líkam-
legum íþróttum en meiri áhersla
lögð á þær andlegu. Fyrst skák, en
um fermingu tók brids við. Fyrst
vorum við þrír og fengum þá oftast
eitthvert foreldra okkar sem fjórða
mann og var þá kennsla innifalin.
Seinna bættist við fjórði maður, svo
sá fímmti og sá sjötti. Þessi klúbb-
ur starfar enn, kannski ekki svo
fullkomin spilamennska, en góður
vettvangur fyrir mannleg sam-
skipti. Hann hefur eiginlega breyst
í fjölskylduhóp. Frá upphafí hefur
verið lagt í sjóð fyrir hvert spila-
kvöld. Fyrsti sjóður klúbbsins nægði
fyrir smurðu brauði í Glaumbæ.
Seinna hresstist sjóðurinn og tóku
þá við helgarferðir til að njóta
menningu heimsborga. Fyrsta stóra
ferðin var farin 1981 og var Oddi
þá, sem menntuðum einvaldi, falið
að skipuleggja þá ferð. Ferðin var
frábær eins og Odds var von og vísa.
Strax á unga aldri kom fram
nákvæmni og samviskusemi í verk-
um Odds. Hópurinn hafði um tíma
þá venju, að fara í sund á sunnu-
dagsmorgnum. Oddur bar út Mogg-
ann og var það hlutverk okkar að
flýta fyrir. En einn sunnudags-
morgun var einu aukablaði of mikið
í lokin. Ekki kom annað til greina
en að fá málið á hreint og ekki
hætti hann að yfirheyra okkur hina
fyrr en fundist hafði gleymdi áskrif-
andinn. Þá var hægt að fara í sund.
Við Oddur fórum að líta í kring-
um okkur á.hitt kynið á álíka tíma
og vorum heppnir með valið. Hann
kynntist henni Rögnu og eyddi með
henni lífinu eins lengi og heilsan
entist. Þau eignuðust tvær dætur,
Guðbjörgu, fædda 1972, og Sigur-
rós fædda 1979.
í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla
ákvað Oddur áframhaldandi skóla-
göngu og þreytti inntökupróf í
Verslunarskóla íslands', einu ári
yngri en vanalegt var. Að sjálfsögðu
stóðst hann prófið og lauk því versl-
unarprófí einu ári yngri en skóla-
systkinin.
Eftir verslunarpróf hóf Oddur
vinnu í Stálsmiðjunni. Ekki gerði
hann sig ánægðan með mögulega
framamöguleika án frekari mennt-
unar og hóf hann nám í endurskoð-
un 1969. Það nám var þá að hluta
bóklegt nám en að miklum hluta
til samningur í endurskoðunarfyr-
irtæki. Hann stundaði til að byrja
með nám sitt hjá Guðjóni Eiríks-
syni, en 1972 hóf hann vinnu hjá
N.Mancher & Co og vann þar með-
an heilsan entist. Til að byrja með
sem nemi en fljótlega eftir lokapróf
sem meðeigandi.
Fyrir 15 árum fékk Oddur fyrsta
áfallið. Það var heilablæðing og
seinna kom í ljós, að hún var afleið-
ing af arfgengum nýrnasjúkdómi.
Eftir þessi veikindi virtist allt ætla
að jafna sig. En áföllin urðu fleiri
og heilsunni hrakaði og síðustu 12
árin hefur hann að mestu verið
vistmaður á. sjúkrastofnunum,
lengst af á Reykjalundi en síðustu
tvö árin á Hlein við Reykjalund.
Aðstaða þar er til mikillar fyrir-
myndar og hefur umönnun hans
bæði á Hlein og Reykjalundi verið
sérstök. Þetta kom hvað best fram
í erfiðum veikindum nú síðasta
mánuðinn.
Oddur var dulur maður og flíkaði
ekki tilfinningum sínum en um-
hyggja fyrir fjölskyldunni kom fram
í öllu hans lífi. Hann vildi ávallt
byggja upp fyrir hana og er óeigin-
gjarnt starf hans í Ássöfnuði dæmi
um þá umhyggju. Þó nokkuð sé
síðan heilsa Odds hindraði hann í
hefðbundinni samvinnu okkar mun-
um við ávallt minnast hans sem
trausts og góðs félaga.
Við spilafélagar og konur okkar
votta Rögnu og dætrunum og öðr-
um skyldmennum samúð okkar og
óskum þeim alls góðs í ókominni
framtíð.
Hreinn Frímannsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64