Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________________LISTIR_______________________ íslenskt verkefni valið úr hópi 10 norrænna hugmynda um umhverfisvænar innréttingar Visthollusta ná- tengd ímynd Is- lands erlendis GÖMUL fiskinet, kaðlar, vam- bir og garnir hafa Öðlast nýtt líf; sem hráefni í verkum íslenskra listnema á norrænu hönn- unar- og iistiðnaðarsýningunni Varde. Sýningin er í Búdapest sem stendur og er nú verið að fullvinna tvö islensk verk vegna smærri sýn- ingar í tengslum við Varde sem hald- in yerður í Vín í haust. Ásrún Kristjánsdóttir yfirkennari við Myndlistar- og handíðaskóla íslands segir þá kröfu gerða til hönnuða nútímans að þeir taki tillit til umhverfisins og byggi Varde verkefnið alfarið á visthollum hug- myndum. Hún segist verða vör við í samstarfi sínu við erlenda lista- skóla hversu nátengd hugmyndin um visthollustu sé íslandi í hugum útlendinga. Sé ekki vanþörf á að leggja meira í íslenskt hönnun- amám, listiðnaðardeildir hér séu fullar af nemendum sem hugsi stórt. Aðsókn erlendra nemenda í textíldeildina hér sé einnig mikil og einungis hægt að taka við örfáum vegna þrengsla og bágborins húsa- kosts. Farandsýningin Varde er sam- norrænt verkefni sem unnið er til að auka veg visthollrar hönnunar og efla samstarf listaskóla á Norð- urlöndum. Auk þess er markmiðið að kynna umheiminum hugmyndir Norðurlandanna um framtíðarsýn; marka veginn fram á við en byggja á gömlum hefðum í norrænni hönn- un. Hráefnið verður annað hvort að vera endurnýtanlegt eða eyðast í náttúrunni. Sýningin var opnuð í London í fyrravor og eiga nokkrir íslenskir nemendur verk á henni. Hún hefur verið sett upp í Róm og Búdapest í kjölfarið og er á leið til Berlínar og Vínar. Segir Ásrún ein- kenna sýninguna af hversu mikilli alvöru nemendur norrænu skólanna takist á við verkefni sín. Innyfli og gúmmíslöngur Tvær íslenskar stúlkur eiga stór og viðamikil verk sem sýnd hafa verið frá opnun Varde í fyrravor. Annað þeirra er eftir Hildi Bjarna- dóttur, sem nú er í framhaldsnámi í New York. Er það gert úr fjórum 2x1‘A metra flekum og ofið úr næloni og gúmmíslöngum úr hjól- börðum. Slöngurnar voru fengnar á bílaverkstæðum í Reykjavík og notaðar eins og þær komu fyrir, hvort sem þær voru mislitar, skemmdar eða bættar. Bútaði hún þær í sundur og óf saman. „Verkið er mjög fallegt og hefur vakið gífur- lega athygli á sýningunum," segir Ásrún. Hitt verkið er eftir Valdísi Harr- ýsdóttur. Það er 1'/2x80 metrar, og sett saman úr 20-30 einingum sem ofnar eru úr görnum kinda, svína og nautgripa. Sjö þeirra eru mótað- ar eins og pétursskip en garnimar eru litaðar og ofnar í nælon meðan þær eru blautar. Á verkið að tákna upphaf lífs, enda er pétursskip líkn- arbelgur fyrir skötuegg. „Verkin vekja mikla athygli því þau eru svo fáguð að engum kemur til hugar að þau séu unnin úr þeim efnum sem raun ber vitni,“ segir Ásrún. Strangar kröfur Það eru nemendur hönnunar- deilda Myndlistar- og handíðaskól- ans sem taka þátt í stóru Varde sýningunni að sögn Ásrúnar með dyggri aðstoð kennara skólans. Koma þeir úr keramik-deild, graf- ískri hönnun og textíldeild og stjórnast ^ val verkanna alfarið af gæðum. Ásrún hefur auk þess yfir- umsjón með framkvæmd minni sýn- ingar sem haldin verður um leið og Vínarsýningin í haust með for- merkjunum vistvænt textílefni fyrir innréttingar. Sá hún um fram- VERK Ragn- heiðar Valgerð- ar sem kynnt verður í sér- stakri verka- skrá sem gefin verður út í tengslum við sýninguna í Vín. Efnið er í skil- rúm fyrir inn- réttingar og ofið og hleypt úr köðlum, net- um og hör. , LINDA Björk Árnadóttir með textílefni úr krómsútaðri vömb. SÚTAÐ vélinda úr kind eftir Lindu. Veitið sex- hyrndu mynstrinu athygli. kvæmd verkefnisins á Norðurlönd- unum og freistuðu tíu textílnem- endur frá íslandi og grannlöndun- um þess að koma verki á sýninguna. íslenska verkið valið Fór Ásrún með afrakstur vinnu þeirra til Búdapest þar sem dóm- nefndin var stödd og var eitt verk valið til sýningar, verk frá íslandi. Fjögur önnur verk voru valin til kynningar í sérstakri sýningarskrá sem gefin verður út og þeirra á meðal var verk eftir íslenska stúlku. Segir Ásrún að unnið hafi verið með margvíslegar hugmyndir í tengslum við verkefnið; ofið úr gömlum segulböndum og búið til efni úr sælgæti auk þess að kynnt voru gluggatjöld sem skipta um lit og lögun eftir hugarástandi eiganda þeirra. Verkið íslenska sem gerð verður grein fyrir í skránni er eftir Ragnheiði Valgerði sem valið hefur að vinna með fiskinet að Ásrúnar sögn. Arfleifð sjósóknar „Það eru að safnast fyrir haugar af dóti í tengslum við sjósókn hér á landi, til dæmis gömul net og kaðlar. Ragnheiður bjó til efni sem tók marga mánuði að þróa og ofið er úr fiskineti, köðlum og líni. Það er unnið með sérstakri aðferð, með- al annars hleypt í lút,“ segir Ásrún en um er að ræða efni í skilrúm fyrir innréttingar. Til sýningar í Vín var valið verk- efni Lindu Bjarkar Árnadóttur, sem var í fjórða sæti Smirnoff-hönnun- arkeppninnar ekki alls fyrir löngu. Er hún með textílefni sem unnið er úr görnum, vömbum og vélinda. Aðallega úr kindum, svínum og nautgripum. „Hún vinnur innyflin með sútun og höfum við notið góðr- ar aðstoðar Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri, bæði hvað varðar faglega ráðgjöf og rannsóknaraðstöðu. Búið er að vinna gegnsætt hvítglært efni sem síðan er þrykkt á. Er það gert með ákveðnum efnum sem ryðga og mynda brúnleitt mynstur. Einnig er hún með grófara efni sem nota má í áklæði. Það er unnið úr vél- inda með krómsútun og kemur þá í ljós náttúrulegt sexhyrnt mynst- ur,“ segir Ásrún og bætir við að við undirbúninginn og prófun á ýmsum sútunaraðferðum hafí mikið verið stuðst við bækur um aðferðir eskimóa. Varde sýningin er glæsileg og vekur mikla athygli og mun Vigdís Finnbogadóttir forseti opna sýning- una í Vín í haust að sögn Ásrúnar. Segir hún umhugsunarefni hvort ekki eigi að leggja meira undir í uppbyggingu listiðnardeilda sem verið hafi hálfgerðar homrekur til þessa hér. „Það eru miklir möguleik- ar fyrir hendi því umheimurinn virð- ist reikna með því að allt vistvænt, ferskt og náttúrulegt komi frá landi eins og íslandi. Mér fínnst að við eigum að nýta okkur þá ímynd sem aðrir virðast hafa af okkur.“ Drýslar í lyklaleit KVIKMYNDIR Lau {{arásbí ó Riddarar kölska (Tales From the Crypt: Demon Knights“) -k Leikstjóri Emest Dickerson. Handrit Ethan Reiff, Cyrus Novis, Mark Bis- hop. Kvikmyndatökustjóri Rick Bota. Tónlist Ed Shearmur. Aðalleikendur Billy Zane, William Sadler, Jada Pin- kett, Brenda Bakke, CCH Pounder, Thomas Haden Church. Bandarísk. Universal 1995 SJÓNVARPS-, kapal- og bíó- myndir byggðar á hryllingssagna- teiknimyndablaðinu Sögum að handan („Tales From the Crypt“), eftir William M.Gaines, eru orðnar allnokkrar, auk vinsælla sjónvarps- þátta. Ekki er langt síðan sýnd var ein þessara mynda hérlendis, þrí- þáttungur undir stjórn ekki ómerk- ari manna en Walters Hills, Ric- hards Donners og hins nýbakaða Óskarsverðlaunahafa Roberts Zemeckis. Þetta endurspeglar ást Bandaríkjamanna á þessu fyrir- brigði, þeir vilja sínar draugasögur engu síður en mörlandinn. Astarþátturinn er ekki augljós í Riddurum kölska, fáfengilegri skemmtun sem á sín skástu augna- blik í brellugerðinni en yfirleitt kafna þær í hræómerkilegri at- burðarás, tómatsósu og ofbeldi. Sagan af riddurum kölska og lykl- unum sjö er svo auvirðileg að hún rifjast varla upp. Billy Zane leikur einn þessara knapa, sem eiga að vera búnir að standa í leitarstússinu allt frá því að Guð almáttugur skóp ljósið, áður ríkti myrkrahöfðinginn og árar hans. Djöfsi hefur þó ekki látið deigan síga heldur haft heila drýslahjörð í snattinu og aðeins einn lyklanna ófundinn í myndar- byrjun og er í höndum valmennisins Braykers (William Sadler). Ef Sat- an kemst yfír lykilinn hans mun myrkrið aftur ríkja yfír djúpun- um... Þær gerast varla slakari en þetta. Leikurinn er ekki uppá marga fiska, enda handritið gjörs- neytt öllum tilþrifum. Það sem hef- ur bjargað fjölmörgum B-hryllings- myndum frá því að snúast upp í hreinræktuð leiðindi er gálgahú- mor, sem ekki er að finna hér þó höfundar leiti. Leikstjórinn, Ernest Dickerson, gerir lítið af viti og ætti að snúa sér hið skjótasta að því sem hann gerir best — að stjórna kvikmyndatökunni fyrir Spike Lee. Sæbjörn Valdimarsson Gallerí Borg antik Fjölmennt á uppboði MARGT var um manninn á antik-, húsgagna- og list- munauppboði sem Gallerí Borg antik efndi til síðastlið- inn laugardag. Á þriðja hundrað manns lagði leið sína í húsnæði verslunarinnar í Faxafeni og segir Steinar Kristjánsson hjá galleríinu að greiðlega hafi gengið að bjóða munina upp. Alls voru eitt hundrað númer á uppboðinu — allt frá hnífapörum upp í sófasett og píanó. Allir hlutir voru seldir hæstbjóðanda og var sá verðmætasti — sófi — sleginn á ríflega 130.000 krónur. Gallerí Borg antik hefur haldið tvö antikuppboð á skömmum tíma. Steinar segir að fólk kunni vel að meta þessa nýbreytni í listalífi landsins og ærin ástæða sé til að halda uppteknum hætti. Gallerí Borg antik hefur því í hyggju að gera uppboð af þessu tagi að mánaðarlegum viðburði í starfsemi sinni í framtíðinni og er fastlega gert ráð fyrir að þráðurinn verði næst tekinn upp í maí. Yiður, silfur- og blaðgull HÓLMFRÍÐUR Sigvaldadótt- ir opnar sýningu á verkum unnum úr samsettum viði, silfur- og blaðgulli miðviku- daginn 12. apríl kl. 16. Hólmfríður útskrifaðist úr myndmótunardeild MHÍ 1988 og stundaði framhaldsnám við listaakademíuna í Flórens 1989-92, en þar býr hún og starfar hluta úr ári. Þetta er fjórða einkasýning Hólmfríð- ar, en hún hefur auk þess tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Verkin á sýningunni eru unnin veturinn 1994-95. Við opnunina munu Lilja Valdimarsdóttir og Vala Gestsdóttir leika á horn og lágfiðlu. Sýningin verður opin á opn- unartíma Gafé Solon íslandus til 30. apríl. Málverkasýn- ingu Elíasar að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgin hjá Elíasi B. Halldórssyni í Gerð- arsafni er um páskana. Á sýningunni eru rúmlega 100 olíumálverk, abstraktverk og litlar landslagsmyndir, einnig smáskúlptúrar sem Elías hef- ur búið til, aðallega úr fjöru- reknum hlutum. Laugardag- inn 15. apríl kl. 16 verða pá- skatónleikar í vestursal safns- ins. Flutt verður tónlist eftir Hándel og Bach. Flytjendur eru Marta Guðrún Halldórs- dóttir, sópran, Martial Narde- au, barokkflauta, Guðrún Birgisdóttir, barokkflauta, Örnólfur Kristjánsson, bar- okkselló, og Christine Lecoin, semball. Sýningu Elíasar lýk- ur síðan á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Þá mun Marta Guðrún Halldórddóttir sópransöngkona og Örn Magnússon píanóleikari halda tónleika kl. 14 og flytja tón- list eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Ravel og Sibelius. Á föstudaginn langa og annan í páskum verður safnið lokað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.