Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C/D
wgiMiMaMfr
STOFNAÐ 1913
94. TBL. 83. ARG.
FIMMTUDAGUR 27. APRIL1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ghirac hafn-
ar skilyrðum
Balladurs
Paris. Reuter, The Daily Telegraph.
EKKI er lengur víst að sættir náist
milli hægrimannanna tveggja,
þeirra Jacques Chirac, borgarstjóra
Parísar, og Edouard Balladur, for-
sætisráðherra, fyrir síðari umferð
frönsku forsetakosninganna. Hefur
Chirac neitað að eiga fund með
Balladur með þeim skilyrðum, sem
forsætisráðherrann hefur sett.
Balladur lýsti yfir stuðningi við
Chirac strax og ljóst var á sunnu-
dagskvöld að hann hefði orðið und-
ir í fyrri umferð kosninganna. Lagði
þá Chirac til að þeir ættu sáttafund
tveir saman. Balladur krafðist þess.
hins vegar að helstu bandamenn
hans kæmu með honum á fundinn
en þeirri kröfu hafnaði Chirac.
Þá greindi þá á um hvar þeir
ættu að hittast. Chirac vildi funda
í ráðhúsi Parísar en Balladur í
Matignon, forsætisráðherrahöllinni.
Loks lagði Balladur fram þá mála-
miðlunartillögu að þeir myndu hitt-
ast fyrst en síðan yrði haldinn fjöl-
mennari fundur í öldungadeildinni.
Á það gat Chirac ekki fallist.
Balladur í leyfi
Hélt þá Balladur til frönsku alp-
anna í leyfi og sögðu aðstoðarmenn
hans að hann kæmi ekki aftur til
Parísar fyrr en fyrri hluta næstu
viku en þá eru einungis nokkrir
dagar eftir af kosningabaráttunni.
Síðdegis í gæri átti Chirac fund
með leiðtogum miðju- og hægri-
manna og meðal þeirra sem mættu
á fundinn voru nokkrir af helstu
stuðningsmönnum Balladurs.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var í gær, ætla 55% Frakka
að kjósa Chirac í síðari umferð
kosninganna þann 7. maí en 45%
Lionel Jospin, frambjóðanda sósíal-
ista.
Kommúnistar styðja Jospin
Robert Hue, leiðtogi franskra
kommúnista, sem hlaut 8,6% at-
kvæða í fyrri umferðinni, lýsti því
yfir í gær að kommúnistar hygðust
veita Jospin virkan stuðning. Jafnt
Hue og Jospin útiloka þó að gera
samkomulag um að kommúnistar
fái aðild að stjórninni sigri Jospin.
Jacques Delors, fyrrum forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, greindi frá því í gær að
til greina kæmi að hann yrði forsæt-
isráðherra í nýrri ríkisstjórn, ef
Jospin ynni sigur. Þegar hann var
spurður hvort að hann væri reiðubú-
inn að starfa með Jospin svaraði
Delors: „Það verður forsetafram-
bjóðandinn Lionel Jospin að
ákveða."
Hann sagðist þó telja tímabært
að ný kynslóð tæki við stjórn Frakk-
lands og að hann legði sjálfur enga
ofuráherslu á að komast í valda-
stöðu á ný.
Tjernóbýl minnst
ÞESS var minnst í gær í Úkra-
ínu að níu ár voru liðin frá
kjarnslysinu í Tjernóbýl-kjarn-
orkuverinu. Ungar konur í hvít-
um kuflum gengu í gegnum
bæinn Slavytuch, þar sem flestir
hinna 5.800 starfsmanna versins
búa í dag, til að minnast þeirra
er létust eftir að hafa barist við
eldinn er kom upp í kjarnorku-
verinu þann 26. april 1986. Af
200 þúsund slökkviliðsmðnnum
hafa 5.722 látist. Yfirvöld í
Ukraínu hafa heitið því að loka
Tjernóbýl-verinu árið 2000 með
því skilyrði þó að vestræn ríki
veiti 4 miUjarða dollara fjár-
hagsaðstoð. Þing Úkraínu biðl-
aði í gær til Vesturlanda um
stuðning í 1 jósi þess hversu
hræðilegar afleiðingar slysið
hefði haft. I Ukrainu hafa 3,7
milh'ónir manna orðið fyrir
geislun, 160 þúsund manns hafa
neyðst til að f lyl ja búferlum og
viðamikil landsvæði eru óbyggi-
leg vegna geislamengunar. Ekki
liggja fyrir nákvæmar tölur um
hversu margir hafa látið lífið
af völdum slyssins en Ijóst er
að þúsundir dauðsfalla má rekja
beint til þess. Þá hefur tíðni
barnadauða aukist mjög í Úkra-
ínu og nágrannaríkjum auk þess
sem talið er að 7,5 milljónir
manna eigi krabbamein á hættu.
Svörtum borðum var flaggað við
hhð þjóðfánans í höfuðborginni
Kiev. Slyssins var einnig minnst
í Hvíta-Rússlandi en þangað
bárust um 70% geislamengunar-
innar. Yfirvöld þar segja fimmta
hvern íbúa landsins hafa orðið
fyrir áhrifum geislunar og tíu
prósent fjárlaganna renna enn
í dag til hreinsunarstarfs
samanborið við sex prósent í
Úkraínu. Á myndinni má sjá
konu selja kerti við myndir af
fórnarlömbum Tjernóbýl í Slav-
ytuch.
Stríðið í Bosníu
I    Ákærður
I   fyrir stríðs-
glæpi
BOSNÍU'SERBINN Dusan
Tadic (t.h.) er sakaður um
nauðganir, hrottalegar pynt-
ingar og morð á 13 Króötum
og múslimum, meðal annars í
Omarska-fangabúðunum, í
heimalandi sinu. Hann sést hér
leiddur inn í skothelt glerbúr í
sal alþjóðlega striðsglæpadóm-
. stólsius í Haag. Tadic sagðist í
gær ekki hafa drýgt neina af
umræddum glæpum. Hann er
39 ára gamall, rak áður kaffi-
hús i heimahéraði sínu og er
sagt að hann hafi átt prýðileg
samskipti við múslima þar áður
en átökin hófust milli þjóðar-
brotanna. Dómstóllinn hefur
ákært alls 22 Bosníu-Serba. Að
Tadic undanskildum, sem náð-
ist í Þýskalandi, er talið að þeir
leiki allir lausum hala í Bosníu
eða Serbíu.
Hollenskur óþefur
hrellir Breta
London. The Daily Telegraph.
HOLLENSKUM svínabændum er kennt um mikinn óþef sem lagt hefur
yfir hluta Bretlands, frá ensku miðlöndunum og suður til Kent. Þefnum
hefur verið líkt yið blöndu af rotnandi eggjum, iðnaðarúrgangi og inni-
haldi rotþróar. Óhagstæð veðurskilyrði undanfarna daga hafa orðið til
þess að ýta mjög undir „einn versta óþef í mörg ár" að sögn bresku
veðurstofunnar.
Reuter
Ótölulegur fjöldi kvartana hefur
dunið á lögreglunni á þeim svæðum
sem verst lykta og gerði breska
gasfélagið út vinnuflokka til að
kanna hvort leki hafi komið að
gasleiðslum. Þá var um tlma talið
að lyktin hefði borist frá Ruhr-hér-
aði í Þýskalandi. Breskir veðurfræð-
ingar hafa nú komist að þeirri nið-
urstöðu að um sé að ræða blöndu
„landbúnaðarlyktar" frá Hollandi
og efnaúrgangs sem berst frá Rott-
erdam.
Hollenskir starfsbræður þeirra
taka undir þessa skilgreiningu. „Ég
hef kannað veðurskilyrðin vandlega
og niðurstaðan er sú að loftið yfir
Englandi er líklega upprunnið í
Hollandi," sagði Frank Kroonen-
berg veðurfræðingur og bætti því
við að hollenskir svínabændur væru
nú önnum kafnir við að dreifa skít
á tún sín þar sem frost væri loks
farið úr jörðu.
Kosningar
sagðar úti-
lokaðar
Róm. Reuter.
GIANFRANCO Fini, leiðtogi Þjóð-
arbandalagsins og einn helsti
bandamaður Silvios Berlusconis,
viðurkenndi í gær að nær útilokað
væri að krefjast kosninga í júní.
Berlusconi, sem sagði af sér sem
forsætisráðherra í desember, hafði
litið á héraðskosningarnar sem eins
konar þjóðaratkvæðagreiðslu um
þá kröfu sína að þing yrði rofið og
efnt til kosninga.
Bandalag flokka hægrimanna
tapaði hins vegar nokkru fylgi í
kosningunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52