Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR B/C/D
ttgunbUMb
STOFNAÐ 1913
122. TBL. 83. ARG.
FIMMTUDAGUR 1. JUNI1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rússar gerast aðilar að Friðarsamstarf i NATO og semjá um aukið samráð
Talið seinka inn-
göngu nýrra ríkja
Reuter
ANDREJ Kozyrev, utanrík-
isráðherra    Rússlands,     á
fundinum í gær.
Noordwyk, Moskvu. Reuter.
ANDREJ Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, undirritaði í gær
tímamótasamninga um aðild
lands síns að Friðarsamstarfí Atl-
antshafsbandalagsins, NATO, og
aukið samráð í öryggismálum á
fundi í Noordwijk í Hollandi. Willy
Claes, framkvæmdastjóri NATO,
sagði að bandalagið og Rússland
gætu nú endanlega sagt skilið við
„leifar gamallar tortryggm og
grunsemda". Kozyrev lýsti sem
fyrr andstöðu við stækkun NATO.
Rússar hafa undanfarna sex
mánuði neitað að gerast þátttak-
endur í Friðarsamstarfinu í mót-
mælaskyni við hugmyndir um að
fyrrverandi kommúnistaríki í Mið-
og Austur-Evrópu fái aðild að
NATO. Samstarfið, sem rúmlega
40 ríki taka nú þátt í, gerir kleift
að skiptast á upplýsingum um
hermál, efna til sameiginlegra
heræfinga og þjálfunar her-
manna. Með hinum samningnum
er markmiðið að auka samráð á
sviði friðargæslu og öryggis í
kjarnorkumálum.
Ottast rússneska útþenslu
Fulltrúar Vesturveldanna og
talsmenn nýfrjálsra þjóða í Mið-
og Austur-Evrópu fögnuðu sam-
komulaginu. Heimildarmenn hjá
bandalaginu segja hins vegar að
þótt NATO leggi opinberlega
áherslu á að andstaða Rússa við
stækkun þess til austurs muni
ekki stöðva inngöngu nýrra ríkja
sé ljóst að ákvörðunum í þeim
efnum verði frestað um sinn.
Kozyrev sagði að stækkun
NATO til austurs myndi hvorki
þjóna öryggishagsmunum Rúss-
lands né Evrópu í heild. Hann
hvatti til þess að NATO yrði breytt
úr „hernaðarstofnun í stjórnmála-
stofnun". Rússnesk stjórnvöld
telja að ekki sé tímabært að
NATO verði stækkað við núver-
andi aðstæður, segja að með slík-
um aðgerðum yrði aðeins kynt
undir landlægri tortryggni Rússa
gagnvart Vesturlöndum og þar-
lendir þjóðernisöfgamenn styrktir
í sessi. Talsmenn nýfrjálsu ríkj-
anna vilja hins vegar tryggja ör-
yggi sitt sem fyrst með aðild af
ótta við að rússnesk útþenslu-
stefna verði aftur ofan á í Kreml.
Kjarabarátta
í Noregi
Lögregl-
an farin í
verkfall
Ósló. Reuter.
MÖRG þúsund opinberir starfs-
menn í Noregi, þ. á m. um 2.500
lögreglumenn, hófu verkfall í gær.
Þetta er í fyrsta sinn frá 1958 að
norskir lögreglumenn leggja niður
störf en þeir krefjast 13,2% launa-
hækkana.
Auk lðgreglu eru hjúkrunarfræð-
ingar, kennarar og fóstrur í verk-
falli en þau krefjast rúmlega 3%
hækkunar.
Lögreglumenn fengu á ný verk-
fallsrétt í mars sl. en hann var
tekinn af þeim með lögum Stór-
þingsins eftir vinnudeiluna 1958.
Er ætlun stéttarfélags lögreglu-
manna að knýja sem fyrst fram
niðurstöðu og auka þungann dag
frá degi með þvi að æ fleiri sláist
í hóp með verkfallsmönnum.
Boutros-Ghali vill minni umsvif frið-
argæsluliðs eða fjölþjóðaher í Bosníu
Clinton íhug-
ar að leggja
fram landher
BOUTROS Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
(SÞ), lagði í gær til við öryggisráð-
ið að það takmarkaði hlutverk frið-
argæslusveitanna í Bosníu (UN-
PROFOR) eða samþykkti að vel
vopnum búinn fjölþjóðaher undir
stjórn viðkomandi ríkja tæki við
hlutverki þeirra. Embættismenn
hjá SÞ töldu ólíklegt að ráðið
myndi samþykkja að takmarka
umsvif UNPROFOR.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að til greina kæmi að
Bandaríkin legðu tímabundið fram
landherlið til að aðstoða við að
flytja friðargæsluhermenn á brott
frá Bosníu eða endurskipuleggja
gæslustarfið. Frakkar freistuðu
þess í gær að taka frumkvæði í
alþjóðlegum aðgerðum í Bosníu í
sínar hendur. Þeir buðu varnar-
málaráðherrum og yfirmönnum
herafla ríkja Evrópusambandsins
(ESB) og Atlantshafsbandalagsins
(NATO) til fundar í París á laugar-
dag um tilfærslu gæslusveitanna í
Bosníu og stofnun 5.000 manna
hraðliðs úrvalshermanna er sent
verði á vettvang, gæslusveitum til
fulltingis.
Heimildarmenn í franska varn-
armálaráðuneytinu sögðu, að ætl-
unin væri að hraðliðið hefði yfir
að ráða þyrlum, brynvögnum og
stórskotavopnum sem flytja mætti
með þyrlum. Alain Juppé forsætis-
ráðherra sagði að liðinu yrði ætlað
að tryggja öryggi gæslusveita SÞ.
Þær yrðu endurskipulagðar og
hafðar í færri og stærri einingum
til þess að þær yrðu ekki jafnber-
skjaldaðar fyrir því sem hann kall-
aði „villimennsku Bosníu-Serba."
Owen hættir
Owen lávarður, sáttasemjari
ESB í Bosníu-deilunni, hefur
ákveðið að láta af því starfi í lok
júní að eigin frumkvæði. Lýsti
hann vonbrigðum með hve lítill
árangur hefði náðst í tilraunum til
að stilla til friðar.
Miroslav Toholj, upplýsingaráð-
herra í svonefndri ríkisstjórn Bos-
níu-Serba, sagði í gær að Serbar
væru tilbúnir til viðræðna við full-
trúa fimmveldanna, þ.e. Bret-
lands, Frakklands, Bandaríkj-
anna, Þýskalands og Rússlands,
um að láta nær 400 gæsluliða, sem
þeir hafa í gíslingu, lausa. FrÖnsk
sjónvarpsstöð sagði að Serbar
settu skilyrði um að SÞ hétu því
að neyta ekki aflsmunar gegn
Serbum, að allt herlið yrði flutt
frá svonefndum griðasvæðum SÞ
á landi múslima og loks að SÞ
hindraði vopnasendingar frá ríkj-
um islams til múslima.
Giftist
gítarnum
sínum
London. Reuter.
BRESKUR maður gekk um
síðustu helgi í „hjónaband"
með rafmagnsgítarnum sín-
um, eftir 35 ára „ástarsam-
band". Chrís Black, sem er
53 ára, kveðst hafa fallið
fyrir Fender Stratocaster-
gítarnum sínum er hann leit
hann augum í fyrsta sinn.
Hann bað vin sinn um að
framkvæma athöfnina eftir
að sóknarpresturinn hafði
neitað því. „Hún tók aðeins
nokkrar mínútur. Okkur
gafst ekki einu sinni tími til
að fara í brúðkaupsferð."
Eiginkona Blacks til 29
ára, Janet, er að vonum
ekki hrifin. „Hún heldur að
ég sé galinn," segir Black
sem vill láta jarða sig með
gítarnum.
Reuter
Lítil hætta á hnjaski
ÞRIR ítalskir bankamenn í Lond-
on smeygðu sér úr lakkskónum
í gær og tóku þátt í æsispenn-
andi kappleik. „Völlurinn" er
eins konar uppblásin, risastór
dýna. Tvö lið eigast við og leik-
menn eru bundnir við stengurnar
sem aðeins geta hreyfst til
beggja hliða; leikurinn minnir á
hefðbundið f ótboltaspil í yfír-
stærð. Keppnin stendur í viku
og liðin verða að skora mark
með alls sjö boltum. Ekki fer
sögum af frammistöðu ítalanna
sem ekki eru beinlínis íþrótta-
mannslega klæddir.
Bankadeila Dana og Færeyinga
Eining um rannsókn
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
EFTIR að danska stjórnin tilkynnti
að hún myndi rannsaka færeyska
bankamálið upp á eigin spýtur sam-
þykkti færeyska landsstjórnin að-
faranótt miðvikudagsins að taka þátt
í rannsókninni. Þar með er þessi
dansk-færeyska deila leyst.
Ásteytingarsteinninn var hvort
dómarar ættu að framkvæma rann-
sóknina, að ósk Færeyinga, eða sér-
fræðingar, eins og Danir vildu.
Danska fyrirkomulagið verður ofan
á, en auk sérfræðingahópsins mun
nefnd   skipuð   þremur   færeyskum
stjórnmálamönnum og jafnmörgum
dönskum fylgjast með störfum hóps-
ins.
Stefnt er að því að niðurstðður
liggi fyrir í haust. Uffe Ellemann-
Jensen, formaður Vinstriflokksins
(Venstre), hefur ákaft gagnrýnt
stjórnina fyrir að vinna gegn Fær-
eyingum. Hann fagnaði niðurstöð-
unni, en sagði að enn væri óupplýst
hvort Poul Nyrup Rasmussen forsæt-
isráðherra hefði leynt þingið ein-
hverju um gang málsins. Þá hlið
málsins þyrfti einnig að skýra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56