Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR LESBOK/C/D
STOFNAÐ 1913
124. TBL. 83. ARG.
LAUGARDAGUR 3. JUNI1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Búist við að yfirborð Oyeren-vatns í Noregi muni hækka um 11 metra
Mörg þúsund
heimili í hættu
FLÓÐIN í Noregi halda áfram að vaxa og
gangi spár eftir má búast við að vatnsborðið
í Öyeren-vatni hækki um 11 metra. Þá mun
bærinn Lilleström, við norðurenda vatnsins,
fara í kaf og mörg þúsund íbúar hans verða
að yfírgefa heimili sín. Gro Harlem Brundt-
land, forsætisráðherra Noregs, skoðaði flóða-
svæðin í gær og sagði fulla ástæðu til að
lýsa yfir neyðarástandi á svæðunum. Þá yrði
að koma í veg fyrir að farsóttir brytust út.
Forsætisráðherrann hét því að ríkisstjórnin
myndi veita þeim sem yrðu fyrir tjóni af
völdum flóðanna alla þá aðstoð sem unnt
yrði. Alíir, sem ekki væru tryggðir fyrir af-
leiðingum náttúruhamfara, fengju skaðabæt-
ur úr viðlagasjóði. Brundtland vísaði á bug
gagnrýni þess efnis að hjálparstarf hefði
hafist of seint og stjórnvöld hefðu ekki brugð-
ist við nógu snemma.
Kjell Dalviken, vatnafræðingur hjá Lands-
virkjun Noregs, segir við blaðið Aftenposten
að yfirborð Oyeren-vatns hafi í gær verið
5,8 metrum hærra en venjulega og búist
væri við að í dag myndi hækkunin nema
6,2 metrum; á morgun 7,6 metrum og á
fimmtudag í næstu viku verði hækkunin
orðin um 11 metrar. Það er einum metra
hærra en mest hefur áður orðið, sem var
1967.
Yfirborð TMjösu-vatns stóð í gær tæpum sex
metrum hærra en venjulega og er búist við
að á fimmtudag í næstu viku verði hækkunin
orðin rúmlega átta metrar. Vatnafræðingar
búast við að vatnsborðið í Mjösu muni hækka
um níu metra áður en yfir lýkur. Spár vatna-
fræðinganna eru byggðar á úrkomumælingum
og eru skekkjumörk all mikil.
Ottast farsóttir
Fylkislæknirinn í Heiðmörk óttast að far-
sóttir kunni að brjótast út á svæðum um-
hverfis ána Glommu, þar sem erfitt hefur
reynst að koma í veg fyrir að skólp blandist
drykkjarvatni. íbúar á svæðunum eru hvattir
til að sjóða neysluvatn. í einu byggðarlagi
hefur ekkert drykkjarvatn verið að hafa síðan
á þriðjudag.
Alls hafa flóðin fært um eitt prósent alls
ræktarlands í Noregi á kaf og eru það um
10 þúsund hektarar. Verst er ástandið í
Heiðmörk, þar sem 7-8 þúsund hektarar eru
í kafí.
Sjö þúsund hermenn og björgunarsveitar-
menn eru til reiðu við hjálparstarfið. Liðs-
auki hefur verið kallaður til og hvítasunnu-
leyfi hermanna aflýst. Tvö hundruð hermenn
eru nú þegar að störfum á flóðasvæðunum,
en aðrir eru viðbúnir útkalli frá björgunar-
stöðvum á svæðunum. Þá hafa björgunar-
sveitir á að skipa um 3.000 sjálfboðaliðum
sem ýmist eru þegar að störfum eða í við-
bragðsstöðu. Að sögn forsvarsmanna hjálpar-
sveita er þetta viðamesta björgunarstarf sem
nokkurn tíma hefur verið skipulagt vegna
náttúruhamfara í Noregi.
¦ Ógnvekjandi á að horfa/20
Mestu flóð í Noregi í 125 ár
Reuter
NEYÐARASTAND ríkir víða í Austurdal
í_ Noregi vegna gifurlegra vatnavaxta.
Áin Glomma hefur brotist yfir bakka sína
og stór landbúnaðarhéruð voru eins og
risastórt stöðuvatn  yfir að  líta í gær.
Sömuleiðis hækkar ört í Mjösu og ógnar
flóðið byggð í Hamar. 75 ára karlmaður
fórst rétt hjá Lillehammer er flóðið hreif
bíl hans með sér. Flóðin eru hin mestu
sem orðið hafa í Noregi í 125 ár.
Serbar sleppa 120
friðargæsluliðum
Reuter
FRIÐARGÆSLULIÐAR, sem
sleppt var  úr  haldi  i  gær.
Óvíst er hvar þeir voru þegar
myndin var tekin.
Belgrad, Sarajevo. Reuter.
HERLIÐ Bosníu-Serba sleppti í gær
úr haldi 120 friðargæsluliðum Sam-
einuðu þjóðanna. Var þetta gert fyr-
ir tilmæli forseta Serbíu, Slobodans
Milosevic og sagt að með þessu vildu
Bosníu-Serbar sýna vilja sinn til að
leysa gisladeiluna með friðsamlegum
hætti. Fyrr í gær skutu Bosníu-Serb-
ar niður bandaríska F-16 orrustu-
þotu er tók þátt í að framfylgja flug-
banni yfir Bosníu.
Frakkar staðfestu í gærkvöldi að
gæsluliðarnir 120 hefðu verið af-
hentir fulltrúum Serbíustjórnar.
Bandarískur   sendimaður,   Robert
Frasure, hefur í tvo daga verið í
Belgrad og átt viðræður við Mil-
osevic en stórveldin hafa lagt hart
að honum að viðurkenna landamæri
Bosníu og fá aflétt viðskiptaþving-
unum SÞ í staðinn.
Flugmaður í haldi
Flugmaður þotunnar mun hafa
komist lífs af en Serbar tekið hann
höndum. Krafðist yfirmaður herja
Atlantshafsbandalagsins (NATO) i
Suður-Evrópu þess að honum yrði
þegar sleppt. NATO gerði í gær-
kvöldi út leiðangur til að reyna að
frelsa manninn sem talið var að
væri í haldi skammt frá borginni
Banja Luka í norðurhluta Bosníu en
henni ráða Serbar.
Varnarmálaráðherrar og yfir-
hershöfðingjar 14 aðildarríkja
NATO og Evrópusambandsins hitt-
ast í París í dag til að ræða tillögu
Frakka um að stofnað verði 4.000
manna sérþjálfað hraðlið er hægt
verði að senda á vettvang í Bosníu
þegar upp komi mál á borð við gisla-
tökuna.
¦ Evrópumenn áhyggjufullir/21
Aðstoð á
17. braut
London. Reuter.
BRESKUR kylfingur var ný-
lega ótrúlega heppinn í upp-
hafshögginu á 17. braut
Southerndown-klúbbsins í
Wales. Kúlan festist undir
dindlinum á kind sem rölti
með hana 30 metrum nær
holunni.
Völlurinn liggur að hag-
lendi og þar er oft sauðfé á
beit. „Rollan virtist dálítið
undrandi en við vorum ærir
af fögnuði," sagði kylfingur-
inn, Peter Croke. „Hún gekk
af stað og í átt að 17. holu,
síðan virtist hún hrista kúluna
af sér eins og hún væri að
verpa." Croke vann keppnina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52