Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
wgmiIMbifeife
STOFNAÐ 1913
131.TBL.83.ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kjarnorkumál
Samið við
Norður-
Kóreu
Kuitla Lumpur. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og
Norður-Kóreu hafa gert með sér
samning, sem felur það í sér að kjarn-
orkuáætlunum N-Kóreumanna verð-
ur verulega breytt. Stóð það lengi í
veginum að N-Kóreustjórn vildi ekki
að stjórnin í Suður-Kóreu kæmi neitt
að málinu en nú hefur hún fallist á
það.
Bandaríkjastjórn hefur grunað
N-Kóreumenn um að stefna að smíði
kjarnorkuvopna en með samkomu-
lagi milli landanna í Genf í október
sl. var ákveðið að Bandaríkjamenn
afhentu N-Kóreumönnum tvo létt-
vatnskjarnakljúfa gegn því-að þeir
breyttu kjarnorkuáætlunum sínum.
Jafnframt skyldi lokað tveimur
kjarnakljúfum í N-Kóreu, sem geta
framleitt mikið af plútoni.
Nýju kljúfarnir áttu að koma frá
S-Kóreu en N-Kóreustjórn hefur
hingað til neitað því þar sem líta
mætti á það sem áróðurssigur fyrir
erkifjendurna í suðurhlutanum. Nú
hefur hún þó fallist á það gegn því
að Orkuþróunarsamtökin, sem
Bandaríkin, S-Kórea og Japan
standa að samkvæmt Genfarsam-
komulaginu, veiti henni aukna, efna-
hagslega aðstoð.
?  ?  ?
Jarðskjálfti
íRóm
Kóm. Reuter.
TVEIR jarðskjálftar skóku Rómar-
borg í gærkvöldi og mældist sá sterk-
ari 3,9 stig á Richterkvarða. Engar
fregnir hafa borist af slysum á fólki
eða alvarlegum skemmdum.
Margir íbúar hlupu út úr húsum
sínum og fjölmargir hringdu í
slökkviliðið og spurðu hvort þeir
ættu að yfirgefa heimili sín.
Upptök skjálftanna voru á tveim
stöðum sunnan við borgina.
Reuter
Fyrsta
prentun
uppseld
LEIÐIN til valda, annað bindi
æviminninga Margaretar Thate-
hers, kom út í gær og fyrsta prent-
un, 150.000 eintök, seldist þegar
upp. Fyrsta bindið hefur nú selst
í tveim miUjónum eintaka. Thatc-
her, sem var forsætisráðherra
Bretlands í ellefu og hálft ár, sést
hér með eintak af bók sinni í versl-
un í gær. Um þúsund manns, þ.á
m. aðdáendur frá Bandaríkjunum
og Japan, söfnuðust saman við
verslunina meðan hún áritaði bók
sína fyrir kaupendur, hraðar en
nokkur annar höfundur, að sögn
sljórnarfornianns Harper
Collins-útgáfunnar.
¦ Major fær kaIdar/20
Bosníu-Serbar segja frelsun fleiri gæsluliða í sjónmáli
Bildt bjartsýnn
á lausn gíslanna
Lúxemburg, Pale, Paris. Reuter.
CARL Bildt, fyrrum forsætisráð-
herra Svíþjóðar og nýskipaður
sáttasemjari Evrópusambandsins
(ESB) í Bosníudeilunni, sagðist í
gær bjartsýnn á að þeir gæsluliðar
Sameinuðu þjóðanna (Sþ) sem
Bosníu-Serbar hafa á valdi sínu
yrðu leystir úr haldi innan skamms.
Leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan
Karadzic, gaf í skyn í gær að lausn
gíslanna væri yfirvofandi. „Við
munum hafa fréttir af gíslunum á
morgun [þriðjudag]," sagði
Karadzic þegar hann var á leið á
fund svokallaðs þings Bosníu-
Serba.
Óháða fréttastofan Beta í
Belgrad hafði eftir ónefndum, hátt-
settum heimildamanni úr röðum
Bosníu-Serba að stór hópur friðar-
gæsluliða yrði látinn laus í dag eða
á morgun. Sagði hann að frelsun
þeirra gísla sem enn eru í haldi
tefðist  vegna   „tæknilegra  vand-
kvæða." Hann neitaði því ekki að
„pólitísk viðhorf" seinkuðu frelsun
gíslanna.
Bildt hefst handa
Bildt tók við stöðu sáttasemjara
ESB á föstudag. Hann átti í gær
fund með utanríkisráðherrum sam-
bandsins til þess að undirbúa ráð-
stefnu leiðtoga ESB síðar í mánuð-
inum. Síðar í gær fór hann til Lond-
on til fundar við John Major, forsæt-
isráðherra Bretlands, en að því
loknu liggur leið Bildts til Banda-
ríkjanna, þar sem hann mun hitta
þarlenda embættismenn og fulltrúa
Sþ, með það að markmiði að koma
skriði á friðarumleitanir. Fulltrúar
ESB sögðu í gær að Bildt myndi
einbeita sér að lausn þeirra gæslu-
liða sem enn eru í gíslingu, og að
vinna friðaráætlun Slobodans Mi-
losevics, forseta Serbíu, stuðning.
Bildt sagði nauðsynlegt að ein-
drægni ríkti meðal þeirra ríkja sem
þrýsta á Bosníu-Serba með að sam-
þykkja friðartillögur.
Hann sagði að ekki hefði verið
ákveðið hvort hann kæmi fram fyr-
ir hönd fimmveldahópsins svo-
nefnda (Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands, Rússlands og Þýska-
lands) sem reynt hefur að koma á
friði, eða ESB eingöngu. Fulltrúi
sambandsins sagði að auðveldara
yrði fyrir Bildt að hefjast handa ef
hann kæmi einnig fram fyrir hönd
hópsins.
Fyrstu hraðliðarnir
Fyrstu frönsku hraðliðarnir, sem
veita eiga gæsluliðum Sþ í Bosníu
vernd, munu koma til Króatíu í
dag, að sögn franska varnarmála-
ráðuneytisins. Frakkar og Bretar
hyggjast senda alls um 10 þúsund
manna hraðlið til aðstoðar gæslulið-
um í Bosníu.
Reuter
Deilur um afsökunarbeiðni Japana
Búist við vantrauststil-
lögu á ríkisstjórnina
Tókýó.TheDailyTelegraph.Reuter.
STÆRSTI stjórnarandstöðuflokk-
urinn í Japan hyggst bera fram
vantrauststillögu á ríkisstjórn
Tomiichi Murayama á næstu dög-
um, vegna þess að stjórnin hafi
lagt fram hálfkaraða afsökunar-
beiðni fyrir stríðsglæpi Japana í
seinni heimsstyrjöld. Fulltrúar
stjórnarandstöðuflokksins NFP
vildu að í afsökunarbeiðninni yrði
vísað til innrása og blóðugs
hernáms Japana á nágrannalöndun-
um.
Fáist vantrauststillagan sam-
þykkt þegar hún verður borin upp
eftir nokkra daga getur Murayama
annaðhvort beðist afsagnar fyrir sig
og ráðuneyti sitt eða leyst upp þing-
ið og boðað til kosninga.
Langvinnar deilur
Neðri deild þingsins lagði blessun
sína yfir afsökunarbeiðnina um-
deildu á föstudaginn, eftir langvinn-
ar deilur um orðalag hennar. Vildi
Sósíalistaflokkur Murayamas að
beðist yrði afsökunar á herskárri
stefnu japanska keisaradæmisins,
en fulltrúar Frjálslynda lýðræðis-
flokksins (LDP) staðhæfa að mark-
mið Japana hafi verið að vernda
nágranna sína fyrir evrópskum ný-
lenduveldum.
Stjórnin   bar  texta   afsökunar-
beiðninnar undir þingið og fékk
hann samþykktan eftir málamiðlun,
en stjórnarandstöðuflokkar sátu
hjá.
Fréttastofa Reuters hefur eftir
ónefndum heimildamönnum að NFP
hafi ákveðið að sitja hjá eftir að
flokknum mistókst að ná samkomu-
lagi við stjórnina. Átt hefði að semja
um að stjórnin léti af kröfu sinni
um að fyrrum ráðamenn í NFP
bæru vitni í meintu fjármálamis-
ferli í skiptum fyrir samþykki
stjórnarandstöðunnar við texta af-
sökunarbeiðninnar. Formaður NFP
harðneitaði að slíkt samkomulag
hafi komið til greina.
Torséð
flugvél vek-
ur athygli
TORSEÐA bandaríska
sprengjuþotan B2 hefur vakið
mikla athygli á flugsýningu sem
hófst í París á sunnudag en
mikil leynd hefur hvílt yfir þot-
uiiiiil.il þessa. Lögun hennar og
smíðisefni gera þotunni kleift
að f\júga óséð inn yfir óvina-
svæði til sprengjuárása. Á leið-
inni til Parísar flaug hún 5.000
sjómílna vegalengd frá White-
man-flugstöðinni í Missouri til
Parísar í einum áfanga á hálfri
tólftu klukkustund. Er það
lengsta viðstöðulausa flug B2
en á leiðinni tók hún eldsneyti
úr tankflugvélum. Myndin var
tekin er þotan lagði upp í ferð
þar sem hún sýndi kúnstir yfir
Le Bourget-flugvellinum í Par-
ís.
Ennboða
Svíar aðhald
vegna ESB
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSK stjórnvöld boðuðu í gær
niðurskurð um 16 milljarða sænskra
króna (um 141 milljarður ÍSK). Að-
gerðir þessar eru liður í viðleitni
Svía til að uppfylla þær kröfur, sem
fylgja aðlögun að myntbandalagi
(EMU) Evrópusambandsins (ESB).
Göran Persson fjármálaráðherra
kynnti áætlanir Svía um að laga sig
að EMU og sagði að þetta yrðu senni-
lega sfðustu aðgerðirnar að sinni til
að reyna að tjónka við taumlausa
skuldasöfnun og síversnandi fjár-
lagahalla.
Persson kvaðst hafa fengið stuðn-
ing smáflokka til að tryggja aðlögun-
aráætlun minnihlutastjórnar sinnar
að EMU stuðning á þingi. Áætlunin
verður því næst lögð fyrir fram-
kvæmdastjórn ESB í Briissel og
kvaðst Persson þess fullviss að hún
hlyti náð fyrir augum hennar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56