Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						104 SIÐUR B/C
tvttiniMafeife
STOFNAÐ 1913
136. TBL. 83. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
TsjetsjenskuUppreisnarmennirnir
farnir frá Búdennovsk
Tóku með sér
fjölda gísla til
Tsjetsjníju
Búdennovsk. Reuter.
TSJETSJENSKU uppreisnarmenn-
irnir, sem haldið höfðu hundruðum
gísla á sjúkrahúsi í Búdennovsk í
Suður-Rússlandi í fimm daga, héldu
í gær frá bænum á sex langferðabfl-
um ásamt nokkrum hópi gísla. Hétu
rússnesk stjórnvöld þeim griðum og
ábyrgðust, að þeir kæmust óáreittir
til Tsjetsjníju en í gærkvöld var bíla-
lestin stöðvuð ekki fjarri landmær-
unum og beint inn á aðra og lengri
leið til landsins. Eftir að Tsjetsjen-
arnir fóru frá Búdennovsk streymdu
gíslarnir út af sjúkrahúsinu, margir
grátandi og illa á sig komnir eftir
hryllinginn síðustu daga.
Bílalestin lagði upp frá Búd-
ennovsk klukkan 16 að staðartíma
ásamt kælivagni með lík þeirra
Tsjetsjena, sem féllu meðan á gísla-
tökunni stóð. Höfðu Tsjetsjenarnir
með sér um 170 gísla að sögn Inter-
/ax-fréttastofunnar en um 130 að
sögn Tass, þar á meðal þingmenn,
embættismenn, blaðamenn og ein-
hverja þeirra, sem höfðu verið í gísl-
ingu á sjúkrahúsinu. í samningavið-
ræðum Víktors Tsjernomyrdíns, for-
sætisráðherra Rússlands, við upp-
reisnarmennina krafðist hann þess,
að þeir hefðu ekki með sér aðra gísla
en sjálfviljuga en ekki var vitað hvort
svo var um þá alla.
Lestinni beint aðra leið
Um klukkan 20.30 að staðartíma
var bílalestin stöðvuð skammt frá
bænum Kúrskaja, sem er 10 km frá
tsjetsjensku landamærunum. Var
það gert að skipan Anatolís Kú-
líkovs, yfirmanns rússneska hersins
í Tsjetsjníju, og bílalestin neydd til
að fara lengri leið til landsins.
í    samningaviðræðum   Tsjerno-
Reuter
RÚSSNESKIR hermenn
fylgdust með þegar bílalest-
in með tsjetsjensku upp-
reisnarmennina og gisla
þeirra fór frá Búdennovsk
til Tsjetsjnyu. Á minni
myndinni horfir gísl út um
glugga á einum bílnum.
myrdíns við uppreisnarmennina, sem
fóru fram í gegnum síma og oft sjón-
varpað beint frá þeim, féllst hann á
flestar kröfur foringja þeirra, Sham-
íls Basajevs. Hefur rússneski herinn
hætt hernaðaraðgerðum í Tsjetsjníju
og viðræður um frið í landinu eru
hafnar í Grosní. Tsjernomyrdín lagði
hins vegar áherslu á, að ekkert hefði
verið gefið eftir fyrir kröfum um
sjálfstæði Tsjetsjníju.
„Þetta var fimm daga hryllingur,"
sagði einn gíslanna á sjúkrahúsinu
þegar hann fékk frelsið aftur og
margar konur í hópnum grétu há-
stöfum þegar martröðinni lauk.
Grænfriðungar segjast munu koma
í veg fyrir áform Shell
Hóta að hlekkja
sig við pallinn
Kaupmannahöfn. Morjrunblaðíð.
SKIP grænfriðunga, Altair, er nú
komið að þeim stað, sem olíufélagið
Shell hyggst sökkva olíuborpallmum
Brent Spar í Atlantshafið og lýstu
talsmenn umhverfisverndarsamtak-
anna Greenpeace yfir í gær að félag-
ar þeirra væru reiðubúnir að hlekkja
sig við pallinn til að koma í veg fyr-
ir að honum verði sokkt. í gær sigldi
einnig stærsta skip grænfriðunga,
Solo, af stað til að hindra gerðir
Shell.
Þrýstingur vex nú á Shell í Dan-
mörku, Svíþjóð og víðar í Evrópu
vegna áætlana Shell á Bretlandi.
Upphaflega átti að sökkva pallinum
í sjó vestur af Skotlandi í dag en
það hefur frestast vegna þess hve
seint hefur gengið að draga hann á
staðinn.
Borgarstjórnin í Viborg kannar
nú möguleika á að segja upp við-
skiptum sínum við Shell, eftir að
Svend Auken umhverfisráðherra
hvatti til að viðskiptum við fyrirtæk-
ið yrði hætt. Eru engin vandkvæði
á því en samkvæmt reglum ESB
verður að bjóða þau út og þá gæti
Shell hreppt þau aftur.
Stefna fyrirtækinu
Öflug viðbrögð eru á meginland-
inu gegn Shell og sama á við um
Norðurlöndin. Víða hefur sala dreg-
ist saman og hyggjast þeir, sem reka
bensínstöðvar Shell í Þýskalandi,
stefna fyrirtækinu.
Reuter
GRÆNFRIÐUNGAR voru
með líkan af borpallinum við
mótmæli í gær fyrir framan
höfuðstöðvar Shell í Haag í
Hollandi.
John Major, forsætisráðherra
Breta, ítrekaði hins vegar í gær fyrri
yfirlýsingar sínar um að breska
stjórnin styddi Shell.
Áhyggjur bæði Svía og Dana bein-
ast að því að hér gæti orðið um for-
dæmi að ræða þegar losna þarf við
um 400 borpalla á næstu árum.
Verð á olíu lækkar
vegna hótana OPEC
New York. Reuter.
OLÍUVERÐ lækkaði í gær og hefur
ekki verið lægra í rúmt ár vegna
þeirra yfirlýsingar forseta OPEC,
Samtaka olíuútflutningsríkja, að
samtökin kynnu að reyna að kné-
setja keppinautana við Norðursjó
með því að auka framleiðsluna.
Erwin Jose Arrieta, olíuráðherra
Venesúela og nýr forseti OPEC,
sagði í New York í gær, að hugsan-
lega yrðu takmarkanir eða kvótar á
Forseti heimssambands gegn alnæmi andvígur hræðsluáróðri
Dregur úr alnæmi í N-Evrópu
London. The Daily Telegraph.
TÍÐNI alnæmis fer nú lækkandi víða í Norð-
ur-Evrópu og það er ekki málstaðnum til
framdráttar að reka hræðsluáróður til að
vara fólk við „sprengingu" sem ekkert hefur
orðið úr, að sögn franska vísindamannsins
Lucs Montagniers sem uppgötvaði HlV-veir-
una árið 1983. Hefur hann sagt sig úr regn-
hlífarsamtökum hópa í Frakklandi er berjast
gegn alnæmi, segir að þeir vilji ekki veita
neinu fé til að berjast gegn vaxandi út-
breiðslu alnæmis í Afríku og Asíu sem nú
sé brýnast.    •
Montagnier er prófessor og forseti Heims-
sambandsins um alnæmisrannsóknir og for-
varnir. Prófessorinn bendir m.a. á að árið
1985 greindust 2.766 manns með alnæmi í
Bretlandi en 2.411 í fyrra samkvæmt opinber-
um heimildum. Ennfremur segir hann að
helstu áhættuhóparnir séu, eins og í upphafi
faraldursins um miðjan níunda áratuginn,
samkynhneigðir og eiturlyfjafíklar.
Geysihörð barátta er um fé frá opinberum
aðilum og einkareknum stofnunum til barátt-
unnar gegn alnæmi og öðrum sjúkdómum.
Montagnier mótmælt
Talsmenn baráttuhópa gegn É alnæmi í
Frakklandi og Bretlandi hafa mótmælt harð-
lega ummælum Montagniers sem komu fram
í viðtali við The Sunday Telegraph. Segja
þeir að hann etji hagsmunum alnæmissjúk-
linga í Evrópu gegn hagsmunum Afríku- og
Asíumanna, mestu skipti að berjast alls stað-
ar gegn sjúkdómnum. Hætta sé á að hann
sæki í sig veðrið ef dregið verði úr starfinu
í Evrópu.
framleiðslu aðildarríkjanna afnumd-
ir í því skyni að vinna aftur þann
markað, sem ríki utan OPEC, eink-
um Bretland og Noœgur, hefðu náð
til sín.
Eru OPEC-ríkin afar ónægð með
þessi tvö ríki en á tveimur árum
hafa þau aukið framleiðsluna úr fjór-
um millj. fata á dag í sex millj. en
OPEC-ríkin hafa á sama tíma haldið
sig við 24,5 millj. föt samtals.
? ? »
Þrándur í
Götu sektaður
Morgunblaðið. Ósló.
FÆREYSKA útgerðarfélagið, sem
gerir út Þránd í Götu, hefur verið
dæmt fyrir ólöglegar veiðar í norskri
lögsögu og er sektin nýtt met hvað
þetta varðar. Var hún sjö millj. ísl.
kr. og afli og veiðarfæri fyrir 33
millj. kr. voru gerð upptæk.
Auk sektargreiðslu útgerðarinn-
ar, P/F Vardens, voru skipstjórarnir
tveir dæmdir til að greiða 700.000
kr. og 200.000 kr. sekt.
Norska varðskipið Senja tók
Þránd í Götu í nóvember á síðasta
ári og þótti sannað, að ekki hefði
verið skýrt frá 600 tonna afla og
skipið ekki tilkynnt sig þegar það
kom inn í norska lögsögu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64