Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C
ffiðuitlrlafeife
STOFNAÐ 1913
139. TBL. 83. ARG.
FOSTUDAGUR 23. JUNI1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Afsögn Majors
kaldrifjuð flétta
London. Daily Telcgraph,
JOHN Major forsætisráðherra
Breta tók í gær mestu áhættu á
stjórnmálaferli sínum með því að
segja af sér hlutverki leiðtoga
íhaldsflokksins og skora á and-
stæðinga sína að fara fram gegn
sér í nýju leiðtogakjöri sem fram
fer þriðjudaginn 4. júlí. Líklegasti
mótframbjóðandi hans er sagður
Norman Lamont fyrrverandi fjár-
málaráðherra. Ráðherrar í stjórn-
inni lýstu allir stuðningi við Major
og búist er við að mikill meiri-
hlutí þingflokksins styðji hann í
leiðtogakjörinu.
Andstæðingar náinnar sam-
vinnu Evrópusambandsríkjanna
freistuðu þess þegar í gær að
finna frambjóðanda gegn Major.
Einn þeirra, Teresa Gorman,
sagðist vonast til að menn sæju
í gegnum leikfléttu Majors og ein-
hver færi gegn honum. Frestur
til að tilkynna mótframboð rennur
út næstkomandi fimmtudag.
Breskur þingheimur varð agn-
dofa er Major kynnti ákvörðun
sína. Hún þykir til marks um
hugrekki  og  pólitíska  útsjónar-
semi. Fæstir áttu von á jafn af-
dráttarlausri áskorun af hans
hálfu á^ hendur andstæðingum
sínum. Ákvörðunin olli uppnámi
í röðum andstæðinga hans, og
með henni tókst honum að hrifsa
til sín frumkvæðið í leiðtogaslagn-
um.
Á píslarbekk
Er hann kynnti ákvörðun sína
í garði embættisbústaðarins í
Downingstræti 10 sagðist forsæt-
isráðherrann hafa fengið sig
fullsaddan af stöðugum vanga-
veltum um hugsanlegt leiðtoga-
kjör fjórða árið í röð og þær græfu
bæði undan_ íhaldsflokknum og
stjórninni. „Ég sætti mig ekki við
að flokkurinn, sem er mér svo
kær, sé kvalinn á píslarbekk öllu
lengur," sagði Major.
Hann sagðist hafa afhent Sir
Marcus Fox, formanni 1922-
nefndarinnar, afsagnarbeiðni sína
og óskað eftir því að nýtt leiðtqga-
kjör yrði undirbúið. Færi hann
með sigur af hólmi sæti hann
áfram sem forsætisráðherra og
Gummer hellir
sér yfir Dani
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Á FUNDI umhverfisráðherra
Evrópusambandsins í Lúxemborg
í gær jós John Gummer umhverf-
isráðherra Breta úr skálum reiði
sinnar yfir Daní vegna andstöðu
þeirra gegn því að Brent Spar,
olíuborpalli Shell, yrði sökkt.
Gummer sagði Dani ekki geta
sagt mikið um mengunarmál, því
þeir væru mestir mengunarvald-
ar allra þjóða í Evrópu.
Svend Auken umhverfisráð-
herra Dana varð orðfall yfir um-
mælum Gummers, en sagði
bresku stjórnina í vanda vegna
málsins og betra væri að láta
vera að munnhöggvast um það.
Gummer sagðist harma að
Shéll hefði neyðst til að hætta
við að sökkva olíuborpallinum,
því það hefði verið vistvænasta
iausnin. Bretar væru mjög með-
vitaðir um umhverfismál, en
Danir væru „drullusokkur Evr-
ópu".
Kattegat væri í andaslitrunum
vegna mengunar frá Danmörku
og hundur dytti dauður niður inn-
an 10 mínútna af að drekka úr
dönskum lækjum.
Austurrískur kaupsýslumaður
bauðst í gær til þess að yfirtaka
borpallinn og gera hann að fljót-
andi diskóteki og spilavíti.
Serbar vara Bildt
við að hunsa sig
Sarajevo, Pale. Reuter.
TVEIR létust og þrír slösuðust
þegar fallbyssukúla sprakk á götu
í Sarajevo í gær þar sem fólk
beið eftir vatni. Hafa margir borg-
arbúar beðið bana við sömu að-
stæður en Serbar hafa lokað fyrir
vatn til borgarinnar. Bosníu-Ser-
bar segja, að tilraunir til að koma
á friði í landinu verði árangurs-
lausar, hunsi Carl Bildt, nýskipað-
ur sáttasemjari Evrópusambands-
ins, leiðtoga þeirra.
Bildt átti í gær vjðræður við
Slobodan Milosevic, forseta Serb-
íu, og hafði áður 'rætt við Króata
og múslima, en ekki Bosníu-
Serba.
Þeir, sem létust í árásinni í
gær, voru stúlkubarn og fullorðinn
karlmaður en sumir telja, að ein-
hverjir uppljóstrarar Serba í borg-
inni láti þá vita hvenær vatni sé
miðlað til fólks. Þá hefji Serbar
skothríðina í von um að valda sem
mestum usla meðal óbreyttra
borgara.
leiddi flokkinn fram yfir næstu
þingkosningar.
Skaðleg gagnrýni
Major játaði að gagnrýni and-
stæðinga úr röðum flokksins hefði
valdið skaða. Fyrr um daginn
hafði Tony Blair, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagt á þingi, að
innanbúðardeilur í íhaldsflokkn-
um sköðuðu hagsmuni bresku
þjóðarinnar og flokkurinn væri
ófær um að stjórna landinu.
Major sagðist hafa sest niður
um síðustu helgi og ígrundað
framtíð sína. Ákvörðun um af-
sögn hefði hann tekið í fyrra-
kvöld. Lét hann Sir Marcus fyrst-
an vita af henni árla dags en
minntist ekki á hana á ríkisstjórn-
arfundi í gærmorgun. Ráðherrar
fengu ekki að vita um hana fyrr
en á hádegi og hafði Major sjálfur
samband við þá flesta. ÖU 18
manna stjórn 1922-nefndarinnar
skrifaði í gær undir tillögu um
að Major yrði endurkjðrinn.
¦ Ráðherrarsegjaafsögn/18
Reuter
JOHN Major kemur ákveðinn í fasi til fundar við fréttamenn í
garði Dqwningstrætis 10 þar sem hann tilkynnti afsögn sína sem
leiðtogi íhaldsflokksins. Ákvörðunin kom sem þruma úr heiðskíru
lofti en með henni er Major sagður ná pólitísku frumkvæði.
Reuter
RÚSSNESKIR   hermenn   aka   brynvagni   sínum   frá   Grosní   í
Tsjetsjný'u í gær. Uppreisnarmenn í héraðinu samþykktu í gær
að leggja niður vopn.
Tsjetsjenar gefa eftir
Grosní, Moskvu. Reutcr.
TSJETSJENAR slökuðu talsvert
á kröfum sínimi er þeir náðu
samkomulagi við Rússa um leiðir
til að stuðla að friðsamlegri lausn
deilunnar um Tsjetsjníju. Efa-
semdir eru þó uppi um að samn-
ingar takist í bráð.
Tsjetsjenar f éllust meðal ann-
ars á að afvopnast gegn því að
Rússar drægju hluta hersveita
sinna frá landinu. Höfðu þeir
sett það sem skilyrði fyrir af-
vopnun, að Rússar kölluðu allar
sveitir sínar burt.
Samkórhulag náðist um fanga-
skipti og afmörkun vopnahlés-
beltis en hvorugt vérður að veru-
leika nema einnig takist samn-
ingar um efnahagsleg og pólitísk
efni í dag, föstudag.
Bæði Rússar og Tsjetsjenar
lýstu sigri í gær og sögðu að
hægt yrði að Ieysa deiluna um
framtíð Tsjetsjnyu friðsamlega.
Það gæti þó reynst taf samt þar
sem Rússar líta á svæðið sem
órjúfanlega hluta af Rússlandi
en Tsjetsjenar segja að ekkert
annað en sjálfstæði komi til
greina.
Gagnkvæmar ásakanir um
vopnahlésbrot voru settar fram
í gær. Skothvellir heyrðust í
Grosní í gær og sakaði talsmaður
Borís Jeltsíns forseta Tsjetsjena
um að hafa rofið grið þar.
Tsjetsjenar sökuðu Rússa hins
vegar um að hafa hafið skothríð
í borginni Vedeno í suðaustur-
hluta Tsjetsjníju.
Foster
hafnað
Washington. Reuter.
HVERFANDl líkur eru á að
tilnefning Henry Fosters í
starf landlæknis Bandaríkj-
anna nái fram að ganga þar
sem öldungadeild þingsins
felldi öðru sinni í gær tillögu
um að stöðva málþóf um til-
nefninguna.
Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti tilnefndi Foster í stárf
landlæknis. Hann er 61 árs
þeldökkur
kvensjúk-
dómaíæknir
frá Nashville
í Tennessee.
Andstæðing-
ar fóstureyð-
inga hafa
lagst gegn
því að hann
hljóti starfið og Phil Gramm
öldungadeildarmaður hélt því
fram að skoðanir Fosters væru
róttækar og samrýmdust ekki
afstöðu meirihluta þjóðarinn-
ar.
Tillaga um að stöðva mál-
þófiö var samþykkt með 57
atkvæðum gegn 43 en skorti
þrjú atkvæði til þess að ná
fram að ganga. Sama niður-
staða varð er samskonar til-
laga var borin upp í fyrradag.
Þetta þýðir að málið er nán-
ast úr sögunni. Tilnefningin
sjálf hefði aðeins þurft 51
atkvæði til þess að öðlast
samþykki.
Foster
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52