Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍOOSIÐURB/C
*fttmiMtiMfe
STOFNAÐ 1913
142. TBL. 83. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNI1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Aðgerðum
lögreglu
mótmælt
PÁLESTINSKUR drengur gerir
hróp að ísraelskum hermönnum á
götum Hebron í gær. Mikil ólga
er á sjálfstjórnarsvæðum Palest-
ínumanna vegna hungurverkfalls
palestínskra fanga. Þrír menn
létust og 50 særðust er ísraelskir
lögreglumenn skutu á mótmæl-
endur í Nablus á sunnudag sem
kröfðust lausnar fanganna.
Brenndu Palestínumenn hjól-
barða á Vesturbakkanum og Gaza
í gær til að ítreka kröfur sínar.
Á sunnudag funduðu Shimon
Peres, utanríkisráðherra Israels,
og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínumanna (PLO),
á Gaza og sögðu þeir að nokkuð
hefði miðað í samkomulagsátt.
Reuter
63 milljarð-
ar fyrir sæti
hjáSÞ
Tæpei, San Francisco. Reuter.
STJÓRNVÖLD á Tævan sögð-
ust í gær reiðubúin að gefa
milljarð bandaríkjadala, um 63
milljarða króna, í sjóð handa
þróunarríkjunum ef ríkið fengi
sæti hjá Sameinuðu þjóðunum.
Tævan missti sæti sitt hjá
SÞ árið 1971 í hendur kommún-
istastjórninni í Kína en fram til
þess tíma krafðist stjórn Tæ-
vans að hún nyti viðurkenning-
ar sem stjórn alls Kína. Tævan-
ar búa nú við lýðræði og eiga
næststærsta gjaldeyrisvarasjóð
í heimi, nær 100 milljarða dala.
Boutros          Boutros-Ghali,
framkvæmdastjóri SÞ, sagði í
gær að SÞ væru í raun gjald-
þrota.
¦ GjaIdþrota/17
Banatilræði
við Mubarak
Grunar
Súdani
um aðild
Kairó. Reuter.
HOSNI Mubarak, forseti Egypta-
lands, sagði í gær, að hugsanlega
hefðu stjórnvöld í Súdan staðið að
baki banatilræðinu, sem honum var
sýnt í Addis Ababa í Eþíópíu í
gærmorgun. Var hann að koma til
leiðtogafundar Einingarsamtaka
Afríkuríkjanna í borginni þegar
nokkrir menn, hugsanlega níu tals-
ins, réðust á egypsku bílalestina
með skothríð.
Mubarak sakaði ekki í árásinni
og engan fylgdarmanna hans en
hann sneri strax aftur heim til
Kairó. Á fundi með fréttamönnum
var hann spurður hvort eitthvert
„nágrannaríki" hefði staðið að til-
ræðinu og hann spurði þá hvort átt
væri við Súdan. „Það er vel hugsan-
legt, mjög svo," svaraði Mubarak.
í yfirlýsingu sem lesin var í ríkis-
útvarpið í Súdan neituðu Súdanir
að eiga nokkra aðild að tilræðinu
við Mubarak. Sagði utanríkisráð-
herra Súdans tilræðið vera sorgleg-
an atburð og ásakaði „suma aðila"
um að vilja sverta ímynd Súdans.
Grunnt hefur verið á því góða
með Egyptum og Súdönum síðan
Omar Hassan al-Bashir hrifsaði
yöldin í Súdan 1989 en talið er, að
íslamska fylkingin undir forystu
Hassans al-Tourabis hafi skipulagt
valdaránið. Fylkingin vinnur að því
koma á íslömsku strangtrúarkerfi
í öllum arabalöndum.
Mubarak sagði einnig, að yfir-
völd í Súdan styddu bókstafstrúar-
menn í Egyptalandi og nýlega héfði
fundist á landamærum ríkjanna
mikið af vopnum, sem þau hefðu
ætlað egypsku öfgamönnunum.
Egypska sjónvarpið hafði það einn-
ig eftir eþíópskum yfirvöldum, að
hús, sem tilræðismennirnir hefðu
notað í Addis Ababa, hefði verið
leigt af Súdönum.
¦ Segja Mubarak/18
Leiðtogar Evrópusambandsins setja Bosníu-Serbum úrslitakosti
Umsátrinu um Sarajevó
verði aflétt án tafar
Cannes, Bonn, Sarajevo. Reuter.
FORSETI Frakklands, Jaques Chirac, tilkynnti
seint í gærkvöldi að Evrópusambandið (ESB)
krefðist þess að Bosníu-Serbar léttu tafarlaust
umsátrinu um Sarajevó, og að opnaður yrði land-
vegur að strönd Adríahafsins.
Sagði hann að þessum markmiðum yrði náð
með aukinni diplómatískri festu. Hraðliði Breta
og Frakka í Bosníu yrði beitt til þess að tryggja
framgang málsins.
Chirac sagði að leiðtogar ESB-ríkjanna hefðu
falið sáttasemjara sínum, Carl Bildt, að knýja
fram lok umsátursinsn. Hann myndi einnig leit-
ast við að ná samningum um 4 mánaða vopnahlé.
Þjóðverjar ætla að senda þotur
Þjóðverjar kváðust í gær ætla að senda orr-
ustuþotur á vettvang til að styðja friðarsveitir
Sameinuðu þjóðanna.
Ákvörðun Helmuts Kohls, kanslara Þýska-
lands, sem háð er samþykki þings, telst söguleg.
Þetta er í fyrsta skipti, sem ákveðið hefur verið
að beita herrrum erlendis í 50 ár. Þegar þýskir
hermenn sáust síðast á þessum slóðum voru
þeir klæddir einkennisbúningum Þriðja ríkisins.
Þjóðverjar hyggjast hins vegar ekki senda
hermenn til aðgerða á jörðu niðri, heldur halda
í þá grundvallarreglu að hermönnum verði ekki
beitt þar sem þýski herinn barðist í heimsstyrjöld-
inni síðari.
Gengið verður til atkvæða um það í sambands-
þinginu í Bonn hvort Tornado-þotur flughersins
verði ásamt flutningavélum og læknum sendar
væntanlegu hraðliði Breta, Frakka og Hollend-
inga til aðstoðar í Bosníu á föstudag. Þar hefur
stjórnin aðeins tíu sæta meirihluta, en Volker
Rtihe varnarmálaráðherra vonast til að fá þver-
pólitískan stuðning. Rudolf Scharping, leiðtogi
sósíaldemókrata (SPD), sagði í gær að engin
ástæða væri fyrir flokkinn að hvika frá andstöðu
sinni við að beita hernum í Bosníu, en ýmis
flokkssystkin hans kváðust hlynnt ákvörðuninni.
' Sprengjuregn í Sarajevo
Svo virðist sem umsátursliðið um Sarajevo sé
farið að beina sprengjuregninu sérstaklega að
friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í borg-
inni. Sprengjum var varpað á menn úr þeim í
tvígang og særðust tveir Frakkar.
Fimm börn létu lífið í árásum á sunnudag og
í gær sakaði utanríkisráðherra Bosníu, Muhamed
Scirbey, umsátursliðið um að lokka íbúa Sarajevo
út á götu með því að láta langt líða á milli
sprengjuárása.
John Redwood býður sig fram til leiðtoga breska íhaldsflokksins
Taliðminnka
möguleika Majors
London, Cannes. Reuter, The Ðaily Telegraph
JOHN Redwood lýsti því yfir í gær
að hann hygðist bjóða sig fram í
kjöri á leiðtoga breska íhaldsflokks-
ins, gegn John Major, forsætisráð-
herra. Framboð Redwoods er talið
draga talsvert úr líkunum á því að
Major haldi leiðtogasætinu. „[Mich-
aelj Heseltine mun alveg áreiðan-
lega fara fram í annarri umferð
[leiðtogakjörsins]. Hvernig sem fer,
þá er John Major búinn að vera,"
skrifaði stjórnmálaskýrandi The
Daily Telegraph í gær.
„Sú ákvörðun [Majors] að segja
af sér skilur flokkinn eftir í lausu
lofti þegar þörf er á afdráttarlausri
og ákveðinni forystu," sagði
Redwood á fréttamannafundi, fáum
klukkustundum eftir að hann sagði
af sér embætti ráðherra málefna
Wales. Hann sagðist hafa komist
að þeirri niðurstöðu að hann gæti
ekki stutt ákvörðun forsætisráð-
herrans, og því hlotið að segja af
sér.
Norman Lamont, sem Major vék
úr embætti fjármálaráðherra 1993,
hafði um helgina verið talinn mjög
líklegur til þess að keppa við Major
í leiðtogakjörinu. í gær lýsti hann
hins vegar yfir eindregnum stuðn-
ingi við framboð Redwoods.
Redwood vísaði til föðurhúsanna
vangaveltum um að hann ætti enga
möguleika á að ná kjöri og að fram-
boð hans væri til þess eins gert að
Reuter
JOHN   Redwood   veifar   til
stuðningsmanna sinna í gær.
þekktari menn gætu boðið sig fram
í annarri umferð leiðtogakjörsins.
Redwood er meðal þeirra þing-
manna íhaldsflokksins sem efast
mjög um gildi Evrópusamstarfs, en
sagði í gær að hann hygðist ekki
draga Bretland út úr Evrópusam-
bandinu ef svo færi að hann yrði
forsætisráðherra. Hins vegar myndi
hann koma í veg fyrir frekari færslu
á valdi frá Bretlandi til Brussel og
ekki skipta pundinu út fyrir sameig-
inlegan evrópskan gjaldmiðil.
Nokkrum mínútum eftir að
Redwood tilkynnti framboð sitt kom
Major til fundar leiðtoga ríkja Evr-
ópusambandsins í Cannes. Hann
sagðist öruggur um að bera sigur-
orð af Redwood í væntanlegu leið-
togakjöri, sem myndi hreinsa and-
rúmsloftið í íhaldsflokknum.
Forveri Majors, Margaret Thatc-
her, hefur hingað til verið andvíg
Ieiðtogakjöri. Hún sagði í gær að
Redwood væri „vel hæfur" maður.
Þegar hún var spurð hvort hún
væri fylgjandi framboði hans sagði
hún: „Báðir frambjóðendurnir eru
traustir íhaldsmenn."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56