Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
143. TBL. 83. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
LEIÐTOGAR aðildarríkja Evr-
ópusambandsins lýstu því yfir á
fundi sínum í Cannes í Frakklandi
í gær að þeir stefndu ótrauðir að
upptöku sameiginlegs Evrðpu-
gjaldmiðils árið 1999. Gert er ráð
fyrir að nýja myntin hljóti nafn í
desember. Leiðtogarnir náðu
jafnframt samkomulagi um fram-
lðg ESB til þróunarmála, gerðu
málamiðlun um sameiginlegu lög-
reglustofnunina Europol og
Stefna
ótrauðir að
myntbandalagi
ræddu hvernig fjölga mætti störf-
um og auka samkeppnishæfni
evrópsks atvinnulifs.
ílér heilsast þeir Jacques Sant-
Reuter
er, forseti framkvæmdastíórnar
ESB, og Paavo Lipponen, forsæt-
isráðherra Finnlands, í fundarlok.
Aðrir á myndinni eru f.v. Lam-
berto Dini, forsætisráðherra ítal-
íu, Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, Wim Kok, forsætisráðherra
Hollands, John Bruton, forsætis-
ráðherra írlands, og Helmut
Kohl, kanzlari Þýzkalands.
¦ Myntin nefnd /17
Major fer ekki frá við nauman sigur
Ráðherrar hóta
afsögnum
London, Cannes. The Daily Telegraph.
RÁÐHERRAR sem tilheyra hægri
væng breska íhaldsflokksins gáfu
í skyn í gær að þeir myndu segja
af sér ef John Major, forsætisráð-
herra, sæti áfram sem leiðtogi þótt
hann næði naumum sigri í fyrstu
umferð komandi leiðtogakjörs.
Major kom í gær frá Cannes þar
sem hann sat fund leiðtoga Evrópu-
sambandsríkjanna, og svo virtist
sem ráðherrar í ríkisstjórn hans
væru þegar farnir að gera ráð fyrir
að til annarrar umferðar kæmi í
Ieiðtogakjörinu. Fyrsta umferð
kjörsins fer fram á þriðjudag, og
nái enginn frambjóðandi meirihluta
atkvæða og fái fimmtán prósent
fleiri atkvæði en sá sem næstflest
fær þarf aðra umferð. Ný framboð
geta þá komið fram.
Kosningastjórar Majors sögðu að
ef Major næði bæði meirihluta og
fimmtán prósentunum myndi hann
líta á það sem traustsyfirlýsingu
við sig og sitja áfram sem forsætis-
ráðherra. Ekki kæmi til greina að
láta af embætti þótt sigurinn yrði
naumur, því framboð Redwoods
væri ekki til þess eins gert að reyna
að knýja fram aðra umferð og opna
þannig leið fyrir þungavigtarmenn
á borð við Michael Portillo.
Hóta afsögnum
„Ef [Major] reynir að halda
áfram eftir nauman sigur mun ríkis-
stjórnin ekki láta það viðgangast,"
var haft eftir háttsettum íhalds-
manni. „Þá verða uppsagnir."
Kenneth Clarke, fjármálaráð-
herra, neitaði því ekki að hann
myndi bjóða sig fram ef til annarr-
ar umferðar kæmi. Portillo sagðist
ekki myndu segja af sér þótt sigur
Majors yrði naumur, en einn af
helstu stuðningsmönnum hans
sagði að Portillo myndi fara fram
í annarri umferð ef til kæmi.
¦ Uppgjör/24
Tillaga utanríkisráðherra Bosníu
Brottför SÞ gegn af-
námi vopnasölubanns
Sarajevo. Reuter.
BOSNÍUSTJÓRN svaraði í gær
hótunum vestrænna ríkja um að
kalla aftur friðargæslulið Samein-
uðu þjóðanna frá Bosníu, með til-
lögu um að yfírgefi gæsluliðið land-
ið, verði vopnasölubann SÞ á Bosn-
íu afturkallað. Sakaði Muhamed
Sacirbey, utanríkisráðherra Bosníu,
gæslulið SÞ um að þjóna hagsmun-
um Vesturlanda, þrátt fyrir kröfur
sem fram komu á leiðtogafundi
Evrópusambandsins (ESB) í Can-
nes um að vopnasölubanninu, sem
staðið hefur í 39 mánuði, yrði aflétt.
„Ég tel að samfélag þjóðanna,
eða ákveðnir þjóðarleiðtogar skilji
þetta ekki. Þeir telja að við grátbiðj-
um SÞ um að vera um kyrrt. Skila-
boð okkar eru skýr... þið megið
fara," sagði Sacirbey. Hann sagði
að bosnísk yfirvöld þrýstu ekki á
um brottför liðs SÞ en að þau væru
búin undir slíkt ef það mætti verða
til þess að Bosníumenn fengju að-
gang að þeim þungavopnum sem
þá,vanhagaði um.
í dag er fastlega búist við að
Atlantshafsbandalagið muni sam-
þykkja áætlun um að senda um
60.000 hermenn til Bosníu, vegna
mögulegs brottflutnings herafla
Sameinuðu þjóðanna.
Á leiðtogafundi ESB í Cannes
gerði Carl Bildt, nýskipaður sátta-
semjari sambandsins í ríkjum fyrr-
um Júgóslavíu, grein fyrir niður-
stöðum fyrstu umferðar viðræðna
sem hann átti við leiðtoga stríðandi
fylkinga í Bosníu. Kvaðst Bildt í
gær telja mun líklegra að stríðsátök
héldu áfram en að friður kæmist á
í bráð.
Enola Gay sýnd
Reuter
UMDEILD sýning á sprengju-
f'lug vélimii Enola Gay, sem
kjarnorkusprengjunni á jap-
önsku borgina Hiroshima var
varpað úr í heimsstyrjöldinni síð-
ari, hefst í Smithsonian-safninu
í Washington í dag. Tejja margir
að með því að sýna vélina sé
verið að sveipa kjarnorkuvopn
dýrðarljóma. Deilurnar urðu til
þess að forstióri Smithsonian
sagði af sér fyrr á árinu.
Sawyer upp-
ljóstrari
Watergate?
TRÚNAÐARVINUR Richards
Nixons, fyrrum Bandaríkjafor-
seta, Baruch Korff rabbíni,
heldur því fram að Diane Sawy-
er, fréttamaður sjónvarpsstöðv-
arinnar ABC, hafi verið heim-
ildarmaðurinn, sem átti stærst-
an þátt í að fletta ofan af Wat-
ergate-hneykslinu í upphafi 8.
áratugarins og gekk undir við-
urnefninu „Deep Throat".
Watergate-hneykslið varð til
þess að Nixon hrökklaðist frá
völdum árið 1974. „Þetta er of
fyndið til að svara því," sagði
Sawyer, sem var aðstoðarmað-
ur Rons Zieglers, biaðafulltrúa
Nixons, í gær.
Rússneskir þingmenn leita samkomulags á bak við tjöldin
Vilja ekki fella stjórnina
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKIR þingmenn leita nú
leiða til að komast hjá því að fella
ríkisstjórnina eins og þeir höfðu þó
hótað. Er búist við að samið verði
um það á bak við tjöldin að í stað
traustsyfírlýsingar verði borin upp
tillaga um vantraust, sem þingmenn
felli með því að sitja hjá eða láta sig
vanta. Það er ekki síst ótti þing-
manna við nýjar kosningar, sem rek-
ur á eftir þessu.
Jegor Gaídar, leiðtogi flokksins
Vals Rússlands, sagði í gær að fyrir-
hugað væri að bera upp vantrausts-
tillögu á ríkisstjórnina á laugardag
og hana gætu þingmenn fellt með
því að láta sig vanta í þingsalinn eða
sitja hjá. Gengi það allt eftir myndi
Víktor Tsjernomyrdín forsætisráð-
herra afturkalla beiðni sína um
traustsyfirlýsingu.
Gaídar sagðist ekki efast um að
niðurstaðan yrði þessi og Vladímír
Shúmeiko, forseti efri deildar þings-
ins, sagði að það jafngilti pólitísku
sjálfsmorði fyrir þingmenn að fella
ríkisstjórnina. Jeltsín hefði hótað að
leysa upp þingið ef svo færi og boða
til kosninga og þá væri hætta á að
þingmenn misstu sætið sitt, bílana
sína, símana, faxtækin og fleira.
Jeltsín sagði að loknum fundi með
leiðtogum þingflokkanna í gær, að
þeir hefðu heitið að styðja stjórnina
gegn því að ráðherrar í svokölluðum
„valdaembættum" yrðu látnir víkja.
Er þá meðal annars átt við þá, sem
heyra heint undir forsetann, eins og
t.d. Pavel Gratsjov varnarmálaráð-
herra, Víktor Jerín innanríkisráð-
herra og Sergei Stephasín öryggis-
málaráðherra.
Samkomulag haldi
Jeltsín hétþví í gær að halda sam-
komulag sem náðist í friðarviðræðum
við skæruliða Tsjetsjena sl. fimmtu-
dag, þrátt fyrir að Pavel Gratsjov
varnarmálaráðherra hafi lýst því yfir
að Tsjetsjendar hafi hvað eftir annað
brotið samkomulag um vopnahlé.
Hættvið
að sökkva
skipum
Kaupmannahðfn. The Daily Telejrraph.
GRÆNLENDINGAR hafa sam-
þykkt að leggja á hilluna áætlanir
um að sökkva yfir 100 skipum í
landhelgi sinni, vegna þrýstings
frá dönskum yfirvöldum.
Fréttir um að Grænlendingar
hygðust sökkva skipunum komu
Dönum í afar óþægilega aðstöðu,
þar sem þeir fóru einna fremstir
í flokki þeirra sem fordæmdu fyrir-
ætlanir Shell-olíufélagsins um að
sökkva olíuborpallinum Brent
Spar í Atlantshaf, suð-austur af
Færeyjum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48