Morgunblaðið - 20.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.07.1995, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C/D 162. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Alan Greerispan, seðlabankastj óri Bandaríkjanna Góðar horfur í efnahags- lífinu Washington. Reuter. ALAN Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að efnahagshorfur í land- inu væru góðar og spáði aukn- um hagvexti á síðara misseri þessa árs. Kvað hann þó ekki unnt að útiloka einhvern aftur- kipp en taldi líkur á honum mjög litlar. Kom þetta fram í misseris- skýrslu seðlabankans til bankanefndar fulltrúadeildar- innar en margt bendir til að bandarískt efnahagslíf sé að hrista af sér slenið á öðrum ársfjórðungi og farið að sækja í sig veðrið á ný. Ytti seðla- bankinn undir þá þróun fyrr í mánuðinum með því að lækka skammtímavexti í fyrsta sinn í þrjú ár. Greenspan taldi, að hag- vöxtur hefði enginn verið á öðrum ársfjórðungi en hann var 2,7% á þeim fyrsta og 5,1% á síðustu þremur mánuðum fyrra árs. Nú er því spáð, að hann verði 1,5 til 2% á þessu ári og 2,25 til 2,75% 1996. Atvinnuleysi var 5,6% í júní en talið er, að það verði aðeins meira það sem eftir er ársins. Gengi dollara hækkaði veru- lega á fjármálamörkuðum í kjölfar ræðu Greenspans og hefur ekki verið hærra gagn- vart japönsku jeni í þrjú ár. Hins vegar lækkaði Dow Jon- es-hlutabréfavísitalan töluvert. Er ein helsta skýringin sögð sú að spákaupmenn hafi ákveðið að ná inn hagnaði af bréfum, þar sem frekari vaxta- lækkanir eru ekki líklegar. Serbar segjast hafa náð Zepa á sitt vald Pale, París. Reuter, The Daily Telegraph. BOSNÍU-Serbar lýstu því yfir í gærkvöldi að þeir hefðu náð bænum Zepa á sitt vald og að fulitrúar íbúa bæjarins, sem flestir eru múslimar, hefðu gefist upp á fundi með Ratko Mladic hershöfðingja. Zepa er annað griðasvæði múslima í Bosníu, sem Serbar hertaka, en þeir hafa sótt að bænum frá því á föstudag. Talið er að á bilinu 10-16 þúsund óbreytt- ir borgarar séu í Zepa. í yfirlýsingu Serba sagði að 30 særðir stjórnarhermenn yrðu fluttir til Sarajevo, höfuðborgar Bosníu. Þeir íbúar Zepa, er vildu yfirgefa bæinn, yrðu fluttir til Kladanj, sem er á yfirráðasvæði Bosníustjórnar. Þúsundir flúðu frá Srebrenica eftir að Serbar náðu bænum á sitt vald í byrjun síðustu viku. 79 úkraínskir skæruliðar áttu að gæta griðasvæðisins Zepa en síð- degis í gær var greint frá því að þeir yrðu fluttir á brott. Sameinuðu þjóðirnar sögðust í gærkvöldi ekki geta staðfest að Zepa hefði fallið og sagði breska útvarpið, BBC, að fulltrúar Bosníu- stjórnar vísuðu slíkum fregnum á bug. Radovan Karadzic, leiðtogi Bos- níu-Serba, sagði í gær að múslimar í bænum Gorazde, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig lýst griða- svæði, ættu að gefast upp ella yrði á þá ráðist. Þá yrðu vestrænar her- þotur er reyndu að skipta sér af málum skotnar niður. Beita þarf herafii Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, sagði að ekki væri hægt að ná málamiðlun um griða- svæðin. Nauðsynlegt væri að vernda þau með herafli. I sjónvarpsviðtali í gærkvöldi sagði hann að senda ætti um þúsund manna herlið til Frakkar vilja eitt þúsund manna herlið til Gorazde TVEIR breskir hermenn úr hinum nýstofnuðu hraðsveitum SÞ stíga á land í hafnarborginni Ploce í Króatíu. Skipið kom með 3.000 tonn af hergögnum fyrir hraðsveitirnar. Gorazde er væri nægilega vel vopn- um búið til að veija bæinn. Frakkar þyrftu hins vegar á aðstoð Banda- ríkjamanna, Breta og íjóðveija að halda. Hann sagðist hafa rætt við John Major, forsætisráðherra Bretlands, síðdegis í gær og hvatt til að þegar í stað yrði komið á fundi hemaðar- sérfræðinga til að gera áætlun um hvernig stöðva mætti sókn Serba. Um 300 breskir og úkraínskir friðargæsluliðar em nú á griða- svæðinu. Breskir fjölmiðlar sögðu þarlenda hemaðarsérfræðinga í auknum mæli hallast að því að beita hótunum um loftárásir til að stöðva átökin. Þeir hafi hins vegar varað ráðherra við því að verði sú leið farin verði alvara að liggja að baki. Þingmenn í öldungadeild Banda- ríkjaþings ræddu í gærkvöldi, tillögu Bob Doles forseta öldungadeildar- innar, um að aflétta vopnasölubann- inu á Bosníu. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hefur lagst hart gegn tillögunni og segir samþykkt hennar þýða endalok aðgerða SÞ. Ráðast á Bihac Króatíu-Serbar og múslimskir bandamenn þeirra, réðust í gær á vígi Bosníustjórnar í Bihac. Fulltru- ar SÞ sögðu Króatíu-Serba hafa ráðist á héraðið úr vestri en sveitir múslimska uppreisnarmannsins Fikret Abdic úr norðri. Enn væri þó of snemmt að segja til um hvort markmið Serba væri að ná griða- svæðinu á sitt vald. Alls búa um 180 þúsund manns í Bihac en griða- svæði SÞ nær einungis til sjálfrar borgarinnar Bihac en ekki svæðisins í heild. ■ Afstaða Úkraínu/16 Tsjetsjníju-deilan Ekki vilja allir frið VIKTOR Tsjernómyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í viðtali við rússneska ríkissjónvarpið í gær að hann hefði ástæðu til að ætla að öfl í Rússlandi vildu ekki binda enda á deiluna um Tsjetsjníju. Forsætisráðherrann nefndi engin nöfn en talið er ljóst að hann hafi átt við harðlínumenn er vilja halda stríðsrekstrinum áfram. Pavel Grac- hev vamarmálaráðherra gagnrýndi Tsjernómyrdín og tilraunir hans til að stilla til friðar harðlega fyrr í mánuðinum. „Sumir vilja halda áfram. Þeir hugsa ekki um blóðsúthellingarnar. Þessir menn eru of viljugir að fórna lífum annarra," sagði Tsjernómyrd- ín og tók fram að friðarviðræðum yrði haldið áfram. ^ Reuter ítölsk tíska HELSTU tískukóngar Ítalíu efndu unum í Róm í gærkvöldi. Var það til glæsilegrar sýningar á sköpun- gert í tilefni af tískusýningunni arverkum sínum á spænsku tröpp- Alta Moda, en henni lauk í gær. Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum ESB vill fund um löndunarbannið Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins, ESB, hefur farið fram á fund fljótlega um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum en sam- bandið hefur harðlega mótmælt því, að síldarskipum frá ESB-ríkjum skuli vera bannað að Ianda í Noregi og á íslandi. Er litið á það sem brot á samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Fulltrúi framkvæmdastjórnar- innar sagði í gær, að þetta mál hefði verið rætt á fundi sameigin- legu EES-nefndarinnar á þriðjudag og væri stefnt að formlegum fundi um það eins fljótt og auðið yrði. Haft er eftir heimildum í Brussel, að hvorir tveggju vilji finna lausn á þessu máli en í síðustu viku sagði talsmaður framkvæmdastjórnar- innar, að hugsanlega yrði því vísað til úrskurðar Evrópudómstólsins. Þeirri hótun hefur þó ekki verið haldið á lofti síðan. Kannast ekki við ágreining Stjórnvöld í Noregi og á íslandi líta svo á, að þeim sé heimilt að banna landanir á fiski úr stofnum, sem „mikill ágreiningur" sé um, en talsmenn ESB segjast ekki þekkja til neins ágreinings. Veiðar á alþjóð- legu hafsvæði séu öllum heimilar og menn verði fyrst að koma saman til að ræða málin áður en unnt sé að tala um ágreining.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.