Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6   B  FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALOG
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
MARIE-Louise Jarnebrink, Anna Skogsberg og Eva Tillberg.
Tslensk bjoðtrú í
sænskri heimildarmynd
FYRIR skömmu voru hér á landi
þrjár sænskar konur að kanna að-
stæður fyrir gerð heimildamyndar
um íslenska þjóðtrú. Þær Eva Till-
berg, Marie-Louise Jarnebrink og
Anna Skogsberg eru nýútskrifaðar
úr námi í gerð heimildarmynda frá
Norræna lýðháskólanum í Biskops-
amö í Svíþjóð og völdu ísland sem
sitt fyrsta viðfangsefni í kvikmynda-
gerðinni.
„I Svíþjóð er vaxandi áhugi á forn-
norrænum fræðum og þjóðtrú en
hann er samt ekki eins lifandi og
sterkur og hér á landi. Að tala um
álfa í Svíþjóð þykir til dæmis frekar
hallærislegt en hér hafa álfabyggðir
meira að segja áhrif á ákvarðanir í
stjórnsýslu. Við viljum komast að því
hvers vegna þjóðtrúin er svo sterk
hér."
Það var á fyrirlestri hjá Þórhalli
Heimissyni guðfræðingi í Uppsölum
sem hugmyndin kviknaði um að kvik-
mynda þetta efni. Hann benti þeim
jafnframt áhverja væri best að tala
við hér á íslandi. I þessari fyrstu
heimsókn hafa þær meðal annars
tekið viðtal við Jörmund Inga Hansen
alsherjargoða ásatrúarmanna, Erlu
Stefánsdóttur miðil og fleiri.
Efnið sem þær taka upp nú ætla
þær að sýna sjónvarpsstöðvum í Sví-
þjóð, Sænsku kvikmyndastofnuninni
og öðrum þeim sem gætu keypt eða
styrkt gerð fullunnins þáttar.
„Þettá er fyrsta verkefnið sem við
vinnum að og við þurfum að sýna
hvað við getum. En það eru góðar
líkur á að þetta verði að veruleika,
áhuginn á efninu er mikill." Ef fjár-
málamennirnir í Svíþjóð samþykkja
munu tökur hefjast um jólaleytið.
Þá verður meðal annars litið við á
blóti ásatrúarmanna. Þær stöllur
hyggjast síðan koma aftur næsta
sumar og ljúka verkinu. Kostnaður-
inn við gerð myndarinnar verður
u.þ.b. 3-5 milljónir króna.      ¦
Hvað heitir
hjáþeim
gjaldmiðillinh
Riki
Albanía
Angóla
Arúba
Bhutan
Búrúndí
Falklandseyjar
Gabon
Haiti
Kambódía
Kórea (N- og S-)
Lesotho
Líbýa
Macau
Márítanía
Nicaragua
Pakistan
Sómalía
Surínam
Venesúela
Víetnam
Zaíre
Zimbabwe
Gjaldmiðill
lek
kwanza
gyllini
rúpia/nguitrum
franki
pund
dalasi
gourde
riel
won
maloti
dinar
pataca
ouguiya
cordoba
rúpfa
sillingur
gyllini
bolivar
dong
zaire
dollar
HVERNIG
VAR FLUGIÐ?
„Bilað" flug
FARÞEGAR í flugi Lufthansa nr.
4386 frá Stuttgart til Parísar söfn-
uðust að útgönguhliðinu klukku-
stund fyrir brottför. Tíminn var
nægur og hann leið fljótt yfir reyf-
aranum. Þegar brottfarartíminn
rann upp var tilkynnt: Seinkun, vél-
in biluð, beðið eftir varahlut, næstu
fréttir eftir klukkustund, gerið svo
vel að fá ykkur drykki. Ekkert stór-
mál því jafnvel þótt seinkun yrði
talsverð ætti að vera ráðrúm til að
< ná vél Flugleiða frá París og heim
enda vorum við félagarnir bara með
handfarangur. Streituhaldið GSM
símaliðið tók hins vegar að hringja
út um allar jarðir og segja að það
myndi hringja aftur seinna! Til hvers
í ósköpunum?
Ný tilkynning: Viðgerð stendur
yfir, næstu fréttir eftir klukkustund,
gerið svo vel að fá ykkur hressingu.
©Lufthatisa
Flestir tóku að maula skrínukostinn
frá Lufthansa: samlokur, epli,
súkkulaðibiti og safi, aðrir reyndu
að fá fluginu breytt til að komast
nú leiðar sinnar (sem var dálítið
snúið því flugmenn SAS voru í verk-
falli þennan dag) og enn aðrir rifust
við Lufthansamanninn. Enn var til-
kynnt: Brottför áætluð hálfátta,
þremur tímum eftir áætlaðan tíma.
Nú var orðið heldur lítið ráðrúm
fyrir okkur félagana í París, ekki
síst þar sem við þurftum að færa
okkur milli flugvalla. En Lufthansa-
maðurinn ráðlagði okkur að halda
af stað og sagðist greiða gistingu í
Sjomenn fortíðar
heimsottir í ðsvör
SJÓMENNIRNIR hafa líklega róið
út í góða veðrinu og eru væntanleg-
ir á hverri stundu með aflann. Einn
sjóarinn hefur orðið eftir og tekur
á móti gestum klæddur fullum
skrúða, skinnfötum sem eru sér-
staklega verkuð í fitu og lýsi svo
þau verði vatnsþétt.
Sjómaðurinn gestrisni er safn-
vörðurinn Geir Guðmundsson,
íklæddur sjógalla af gömlu gerð-
inni. Geir leiðbeinir fólki um safnið
og segir frá sjómennsku fyrri tíðar,
um daglegt líf mannanna sem sóttu
sjóinn, fanggæsluna sem gætti afl-
ans, sérstöðu formannsins sem öllu
réð og mátti einn fara upp á hjall-
loftið og hvað mennirnir gerðu sér
til dægrastyttingar, hvað þeir borð-
uðu og hvernig aflinn var verkaður
og nýttur.
Ósvör er eitt þriggja safna í
Byggðasafni Vestfjarða. Önnur söfn
eru sjóminjadeild í Turnhúsinu í
Neðstakaupstað og Minjasafn Ön-
undarfjarðar á Flateyri. Á Ósvör
hefur verið lengi útræði og verbúð
fram eftir öldum en hún var endur-
byggð 1989-90 á gömlum tóftum í
þeim tilgangi að verða sjóminjasafn
Vestfjarða.
í Ósvör er allt sem viðkemur fyrri
tíðar sjómennsku til sýnis, allt frá
bátum, sjófatnaði og matvælum til
verkaðs flsks í hjöllum, lúðuhrogn-
um og saltfisks í salthúsinu þar sem
fengurinn var geymdur.
Það er eins og sjómenn hafi
brugðið sér frá augnablik. Sýrukút-
ar, veiðarfæri og verkaður fískur
eru á jarðhæðinni og á loftinu eru
vistarverur sjómanna. Þar eru lukt-
ir, rokkur og kistlar með mat að
heiman og aðrir persónulegir munir
íbúa. Þegar veður er of vont til þess
að róa til fiskjar er tíminn. nýttur
til þess að beita á línu. Á kvöldin
er ullarþráður spunninn á rokknum
eða kaðall snúinn úr hrosshári. Á
morgnana þegar heppilegt var að
róa kepptust áhafnirnar við að vera
á undan á miðin og rifu menn sig
upp árla og læddust út til þess að
vekja ekki menn úr hinni áhöfninni.
Upphafsatriði   Verstöðvarinnar
Morgunblaðið/ÞHY
GEIR Guðmundsson, safnvörður í sjóminjasafninu á Ósvör,
tekur á móti gestum í fullum skrúða af gömlu gerðinni.
íslands er tekið upp í Ósvör_og get-
ur verið að margir safngestir kann-
ist við húsakostinn úr myndinni.
Verbúðin er ætluð tveimur skipsá-
höfnum og var henni skipt með þili.
Hún er af þeirri gerð verbúða sem
tíðkuðust í Bolungarvík seinni hluta
síðustu aldar, með e.k. baðstofulofti
eins og híbýíi voru til sveita. Átta
manns voru í áhöfn, svo að 16-18
manns hreiðruðu um sig í húsinu á
Osvör og þröngt var á þingi. Á loft-
inu beggja megin eru fjögur flet
undir súð og í þeim hvfldu átta sjó-
menn, tveir í hverju fleti. Úti fyrir
liggur sexæringur i fjörunni og fisk-
ur hangir í hjöllum. Hressilegt sjáv-
arloftið er frískandi og golan ber
með sér lykt af söltum sjó og þangi.
Geir skýrir af miklum sannfær-
París ef við misstum af Flugleiðaþot-
unni. Og hann fékk að standa við
það því brottförin tafðist enn og við
fórum ekki í loftið fyrr en kl. 21 í
stað 17.
Með lllu eða góðu
I París rembdust Lufthansa-menn
eins og rjúpan við staurinn því um
leið og lent var vorum við fjögur sem
ætluðum til íslands beðin að gefa
okkur fram og drifin í leigubíl yfir
á Orly flugvöll. Þegar þangað var
komið voru allir aðrir farþegar
komnir um borð og búið að loka.
Við fréttum síðar að Flugleiðafólkið
á Orly hefði sagt strax við Luft-
hansamennina á Charles de Gaulle
flugvellinum að það þýddi ekkert að
senda okkur yfir, vélin yrði ekki lát-
in bíða. Klukkan var orðin ellefu
þegar þetta var ljóst og flestir flug-
vallastarfsmenn á heimleið. En okk-
ÞEGAR flugáætlanir fara úr
skorðum er ekki annað að gera
en skoða flugstöðvarnar vel og
vandlega, reyna veitingaþjón-
ustuna, versla ef svo ber undir og
lesa reyfara. Þeir sem eru hins
vegar injög „important" liggja í
GSM símanum sínum og rífast
þess á milli í flugvallarstarfs-
mönnum yi'ir fráleitri þjónustu.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8