Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 B 5 +: DAGLEGT LÍF LITIR eru tungumál. Þeir hafa merkingu, rauður er ást eða hætta, hvítur hreinleiki, grænt merkir vor en líka óheppni, gult gleði eða svik, og blátt sannleika eða kulda. Þegar fólk velur sér föt vega litir þess þungt. Föt og litir geta verið ákveðin tjáning einstaklinga til heimsins. Maður sem gengur í dauflituðum fötum vill ekki vera áberandi innan um aðra. Annar maður í björtum fotum er talsmað- ur gleðinnar. Yfírvegað fólk gengur í sígild- um fötum í hefðbundnum litum, en þeir sem taka lífið ekki of alvar- lega spássera um í appelsínugul- um, slímgrænum eða skærgulum klæðnaði. Bifreiðar eru af öllum stærðum og gerðum, og síðst en ekki síst litum. Eins og fatalitur er tjáning getur bílaliturinn verið það líka; tjáning bflstjórans til heimsins um sjálfan sig og hvemig hann þráir að aðrir túlki sig. Flestir eiga bílana sína í nokkur ár og því er ekki svo galið að íhuga litinn á honum vel. Litur bílsins Svartur bíll segir annað en bleikur eða blár verður nefnilega með árunum óafmáanlegur hluti af bíl- stjóranum. Fara rauftlr bílar hraftar en aftrlr? Ef til vill er eiginmaðurinn ráðríkari um val á tegund bif- reiða en hinsvegar ræður eigin- konan oftast litnum. Litagreining og áhrif lita á fólk eru sérstök fræðigrein sem mikið er stunduð á auglýsinga- stofum. Ein kenningin er að fólk álykti ósjálfrátt að rauður bíll fari hraðar en öðruvísi litaður bíll sömu tegundar. Ákveðnar bílategundir virðast flottastar í tilteknum litum, eins og rauður Ferrari, bleikur Kadilak og svartur Golf GTi. Porsch bílar virðast sterkari í rauðum litum eða svörtum. Almennt hafa svartir og silfurlitaðir bílar áhrif á ævintýra- löngun okkar. Áhöld eru um sannleika þjóð- sagna um að rauðir bílar séu oft- ast stoppaðir af lögreglunni fyrir hraðaakstur bílstjórans og að tryggingafélög láti unga menn á rauðum sportbílum greiða hærri iðngjöld. En það er vitað mál að 90% seldra Ferrari bíla eru rauðir. Blásanseraðir bílar eru vinsælir þessa daganna í Bandríkjunum. Það er karlmannlegur litur og sagt er að fólk úr viðskiptalífinu velji bláa litinn grimmt. Grænir bílar hafa hafa ekki allt- af átt upp á pallborðið og hafa framleiðendur stundum kallað græna bíla öðrum nöfnum, sökum hindurvitni um að grænt merki óheppni. En nú hefur græni litur- inn loks fengið uppreisn æru vegna áhuga manna á umhverfis- málum. ■ Ákveðnor bílategundir viróast flottast- ar í tilteknum litum, eins og rauóur Ferrari, bleikur Kadilak og svartur Golf GTi. Rithönd veldur heilabrotum hjá mörgum SKRIFT má segja að brúi hið óljósa og hárfína bil milli listar og þarfar mannsins til að tjá sig. Alls staðar, þar sem menn hafa á annað borð skrif- að, hafa einhveijir skarað fram úr í skrautritun og eru ófáar menjar til vitnis um það. Þótt handritun sé á undanhaldi og mestallur texti sé nú skráður með aðstoð tölvu, virðist rit- hönd enn vefjast fyrir mörgum. Ýms- ir fullyrða að lesa megi persónuein- kenni út úr skrift og þótt flesta Iangi til að skrifa vel, langar örugglega fleiri að hafa persónulega rithönd. Áður en skrift kom til sögunnar notuðu menn myndletur, sem er elsta skriftarkerfi sem vitað er um. Voru stflfærðar myndir þá notaðar sem tákn fyrir orð eða hugtök og herma heimild- ir að mörg ár hafí tekið að læra að skrifa myndletur. Þetta skriftarkerfi hvarf að mestu um 2900 fyrir Krist og smám saman þróaðist svokölluð atkvæðaskrift þar sem hvert tákn stóð fyrir atkvæði eða hljóðsamband, líkt og stafróf okkar. Skriftartækni átti slðan eftir að þróast verulega og nú eru mörg skriftarkerfi notuð í heimin- um. Flestir Islendingar, sem komnir eru yfir tvítugt, hafa lært svokallaða fykkjuskrift, en á síðustu árum hefur Italíuskrift rutt sér til rúms. Er hún í senn talin einföld og stílhrein, en grunnskrift, sem Vígþór Jörundsson hefur þróað, er af mörgum talin enn einfaldari. „Ég sá ekki ástæðu til að kenna sjö ára bömum fyrst prentstafi og síðan skrifstafi, því mér fannst það allt of flókið fyrir þau. Þess vegna fór ég að velta fyrir mér hvemig hægt væri að einfalda skriftarkennslu barna," segir Vígþór aðspurður um tilurð grunnskriftarinnar. Þetta var fyrir þijátíu árum og hafa nú verið gefnar út 16 kennslubækur I grunn- skrift, sem notaðar eru I sumum skól- um. „Þetta er grunnform, sem auð- yelt er að þróa ýmsar skrift- argerðir. Ég er þeirrar skoðunar að of mikið sé gert úr því að láta börn tengja stafí, því tengingin kemur að sjálfu sér. Eg segi gjaman við börn að ef þau kunni að skrifa i, n og u kunni þau að skrifa, því þá geta þau skrifað grunnformið sem skriftin byggist á. Síðan getur fólk þróað rithönd sína með því t.d. að bæta við lykkjum, krókum og tengingum þar sem því fínnst við eiga.“ Skrift er ekki lengur sérstök náms- grein í íslenskum grunnskólum, heldur er skriftarkennsla felld undir íslensku- kennslu. Að sögn Hrólfs Kjartansson- ar, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu er skólum og kennurum í sjálfsvald sett hversu mikla skriftar- kennslu þeir veita nemendum. Björg- vin Jósteinsson kennir skrift í Kenn- araháskóla íslands og í samtali við hann kom í ljós að þegar kennarar eru útskrifaðir hafa þeir fengið innan við 15 tíma kennslu í skrift og skriftar- kennslu. Böm fá enn forskrift á blöðum eða í bókum, þar sem þeim er sýnt það sem þau eiga að skrifa. Hrólfur Kjart- ansson hjá menntamálaráðuneytinu staðfesti að borið hefði á því að kenn- arar væru misjafnlega í stakk búnir að gefa ungum nemendum forskrift, en tæknivæðing kæmi nú til aðstoðar. „Nýlega kom á markað tölvuforrit með forskrift, sem gerir kennurum kleift að prenta út forskriftarblöð fyr- ir börn. Þá þarf kennari ekki lengur sjálfur að skrifa forskrift og hægt er að prenta út forskriftarblöð við hæfi hvers nemanda." Vígþór Jörundsson hefur einnig gefið út tölvuforrit með forskrift sinni og segir hann forritið gera nemendum kleift að gefa sjálfum sér forskrift, þar sem þeir geta notað eigin hugmyndaflug. Grundvallarsjónarmið í skriftar- kennslu er að böm læri skrift og þau hafí lipra og skýra rithönd, þannig að skrift þeirra verði læsileg. María Hrafnsdóttir, íslenskukennari í Haga- skóla segir rithönd nemenda sinna Flestir hafa lært lykkju- skrift. Raksturskunnátta er ekki meðfædd og einvígið milli sköfunnar og vélarinnar stendur enn Morgunblaðið/Þorkell ÞÆGILEGUR rakstur með hníf upp á gamla mátann á rakarastofu. KARLMENN eru að meðaltali með 30 þúsund skegghár í andlitinu, sem vaxa um einn og hálfan sentímetra á mánuði. Ef skeggi er safnað í 50 ár gæti það orðið yfir 7 metra langt. Líklegt er að venjulegir karlmenn noti um 3.350 klukku- stundir eða samanlagt 139 daga af lífinu í að halda skegghárunum skefjum. Talið er að fyrstu rakstursblöðin hafi verið hákarlatennur, síðan hvöss vopn. Ameríkani, Gillette að nafni, fann svo upp rakblaðið um síðustu aldamót. Siemens kom hins vegar rafmagnsra- kvélinni í gang um 1932 og eftir það náði svokall- aður þurr rakstur vin- sældum í Bandaríkjun- um. Philips kynnti Evr- ópubúum fyrstu raf- magnsrakvél sína í marz 1938, Philishave. Síðan hefur hefur skeggið verið á undanhaldi. Rakarar hafa á hinn bóginn stundað starf sitt lengi eða að minnsta kosti frá tímum Forn-Egypta. Hvernig stendur á því að nú- tímamaðurinn velur skegglausan vanga í stað loðins? Ástæðurnar gætu verið margar. Ef til vill að konur vilji fremur að elskhuginn sé skegglaus eða einfaldlega vegna þess að það er þægilegra. Guðjón Jónasson hárskeri, Amt- mannstíg 5, hóf nám í hárskurði árið 1958 og upplifði þann tíma þegar karlmenn fóru á rakarastof- ur til að fá rakstur. Guðjón segir að það hafí verið venjan til ársins 1965 og ekki verið óalgengt að láta raka sig 3 í viku eða jafnvel 6 sinnum. Starfsmaður Morgun- blaðsins fór í rakstur til Guðjóns. Raksturinn hefst með því að ylja húðina með volgu vatni. Froðusápa svo smurð á. „Sérstakar sápuvélar til að búa til froðu voru á gömlu stofunum," segir Guðjón rakari. Sápan hefur það hlutverk að mýkja húðina og þess vegna er dágóður tími lagður í að nudda andlitið með sápu. Hressandlrakstur upp á gamla mátann Slípiól hangir á rakarastólnum og rakhnífurinn er hitaður og brýndur með því að draga blaðs- eggina hratt upp og niður hana. Svo hefst raksturinn. Viðskiptavinurinn lygnir aftur augunum og lætur fara vel um sig. Rakarinn beittir hnífnum af lipurð og hann hreinsar blaðið með því að stijúka því yfir hand- arbakið. Rakarinn vætir svo andlitið með volgu vatni aftur og skefur síðustu skeggbroddana af. Næst leggur hann heitan dúk yfir and- lit viðskiptavinarins til að skapa vellíðunartilfinningu. Dúkinn tek- ur hann svo af og bleytir hann í köldu vatni og leggur yfir andlitið til að loka húðinni og fríska hinn nýrakaða. Rakarinn tekur rakspírann og úðar andlitið. Viðskiptavinurinn hrekkur við og glaðvaknar eftir mókið í stólnum. Rakarinn leggur svo þurrku létt yfir og þerrar andlitið. Viðskiptavinurinn stígur úr stólnum, mjúkur og frískur til að takast á við heiminn. Rafmagnsrakvélar og sköfur meft veltlhaus Blautur rakstur er vinsælastur á íslandi, árið 1990 sögðust 66% Rakstur á réttan hátt FLESTIR telja lítið mál að raka sig og ekki þurfi að læra það sérstaklega, bara maka andlitið sápufroðu og skafa hana svo af ásarat broddunum, þurrka og svetta á sig rakspira. Sumir telja jafnvel að því sárara sem svíður undan spíranum því betra. Hvernig er í raun rétt að raka sig? Hér á eftir fara leiðbeining- ar Daniels Ruah sem er franskur sérfræðingur í rakstri. Þær birt- ust í blaðinu Arena. Blautur rakstur - rakskafa Best er að raka sig fyrir morgunmatinn. Meltingarkerfi að störfum leiðir til þess að húðin verður næmari fyrir sárs- auka. Ekki raka ykkur timbraðir eftir skemmtun kvöldins nema þið viljið skera ykkur. Þvoið andlitið áður en rakstur hefsttil að mýkja hárin. Gott er að láta bununa standa á and- litið i sturtu. Notið ekki sápu því hún skapar þurrk í andlitinu áður en raksturinn hefst. Notið þolanlega heitt vatn. m Tveggja blaða haus er hentugast- ur og setjið nýjan í sköfuna í annað eða þriðja hvert skipti. Margir gera þau mistök að nota blöðin alveg þangað • þau eru orðin bitlaus. Berið þunnt lag af rakkremi yfir skegg- broddanna á undan raksápunni. Notið ávallt gamaldags bursta, það hjálpar hárunum að rísa. Best er að bera löðrið á eitt svæði í einu í stað þess að þekja allt andlitið í byijun. Þetta kemur í veg fyrir ótímabæra þornun. Rakið í sömu átt og skeggið vex, aldrei á móti. Strokurnar eiga að vera mjúkar og jafnar. Dýfið sköfunni jafnóðum í heitt vatn og fylgist með að broddar safnist ekki saman milli blaða. Þeir sem raka á móti hárvextin- um auka líkur á sýkingu og út- brotum í húð. 14 strokur ættu að nægja í góðum rakstri. Hreinsið andlitið vel eftir raksturinn með volgu vatni og klappið það þurrt með hand- klæði. Berið rakspíra eða rakkr- em á andlitið. Setjið aldrei rakspíra með alkahóli beint á rakstursvæðið. Raksmyrsl henta betur. Þurr rakstur - rafmagnsrakvélar Daniel Ruah segir að raf- magnsvélar henti vel karlmönn- um með viðkæma eða hijúfa húð. Látið 20 mínútur líða frá því vaknað er uns rakað er. Húðin dregur sig saman á þessum tíma og hár- in standa betur út. Þvoið ekki andlit- ið fyrir raksturinn, rakhnifar vélarinn- ar mundu bíta verr. Vélareigendur með hringsnúnum hnífum, Philishave, skulu hringsnúa þeim á húðinni. Þeir sem eiga vélar með hnífum sem hlaupa upp og nið- ur, Braun, Remington, ná bestum árangri með því að draga vélina upp og niður. Forist að hamast á sömu svæðunum lengi, það skapar hættu á sýk- ingu. Besta aðferðin er að fara einu sinni vel yfir svæðið. Þrýstið vél- inni ekki of skart að húð- inni, það kremur hárin. Morgunblaðið/Sverrir HEIMARAKSTUR með rafmagnsrakvél. raka sig með sköfu og 34% með rafmagnsrakvél. Veigar Óskars- son, verslunarstjóri hjá Heimilis- tækjum, telur að margir eigi bæði rafmagsvél og sköfu. Ef þeim tekst ekki að raka sig strax á morgnana megi sjá þá raka sig í bílnum á leiðinni í vinnuna. Og á ferðalögum finnst mörgum gott að vera með netta vél með innbyggðum rafhlöð- um sem endast í tólf daga. Tvenns konar hnífar í rafmagns- rakvélum keppa á markaðinum. Philishave-vélar hafa þrjá hnífa sem snúast í hringi. Braun-rakvélar, Remington og fleiri tegundir eru hins vegar með blaðhníf sem hleypur fram og til baka. Baldvin Bjarnason, starfs- maður hjá Pfaff, segir þriggja blaða vél með veltihaus og hola hnífa það nýjasta og hægt sé að velja um þrenns konar vélar; rafhlöðuvél, rafstunguvél og hleðsluvél. Gillette-sköfur og blöð eru mest áberandi á markaðinum. Einnig BIC sem eru einnota sköf- ur. Það nýjasta hjá Gillett er ann- ars vegar Sensor Exel, tveggja blaða með veltihaus og hins vegar dömuvél. Tálgaftlr skeggbroddar og beinskornir Torfi Geirmundsson, hársnyrtir hjá Salon Paris, hefur sérhæft sig í rakstri, jafnvel þó flestir raki sig heima hjá sér. Hann segir mjög mikilvægt að hita húðina vel til að ná út óhreinindum í andliti og ráð- leggur að nudda spápuna vel inn í húðina og umlykja skeggrótina. Raka ber í þá átt sem skeggrótin vex til að minnka hættu á blóðgun og loka húðinni svo vel með rakkremi eða spíra. Torfi segir að blautur rakstur með sköfu henti ekki öll- um, húð sumra hlaupi upp. Raf- magnsvélar hafa eitt fram yfir sköfur, að mati hans, þær skera hárin beint og broddamir stinga af þeim sökum ekki eins mikið þegar þeir vaxa á ný. Sköfur á hinn bóginn tálga broddana sem stinga meira í kjöl- farið. Torfa finnst að rafmagnsrak- vélanotendur ættu almennt að leggja áherslu á að þrífa vélamar og skipta oftar um hnífa en þeir gera. ■ Gunnar Hersveinn Sápan hefur það hlut- verk að mýkja húðina og þess vegna er dágóður tími lagður í að nudda andlitið með sápu. Morgunblaðið/Júlíus GRÉTA gafst upp á að skrifa lykkjuskrift og þróaði eigin rithönd. Hefði viljað meiri skriftarkennslu GRÉTA Lind Kristjánsdóttir er 22 ára bankastarfsmaður, sem segist nýlega vera farin að skrifa skrift sem hún er sátt við, þ.e. þegar hún vandar sig. Hún kveðst hafa reynt sitthvað til að þroska rithönd sína og finnst að aukna áherslu ætti að leggja á skriftarkennslu og þjálfun í skrift í skólum. „Ég lærði lykkjuskrift á sínum tíma, en mér fannst skriftarkennsla í raun allt of lítil í skólakerfinu. Ég hefði gjarnan viljað fá meiri stuðning við þróun persónulegrar rithand- ar, jafnvel í frainhaldsskóla." Gréta segist aldrei hafa náð góðum tökum á lykkjuskrift og hún hafi ekki getað skrifað hana hratt. „Mér finnst Ítalíuskriftin sem nú er kennd falleg og hefði gjarnan viljað læra hana sem barn. Um það leyti sem ég fór í fram- haldsskóla byijaði ég að þreifa fyrir mér með nýja skrift, enda kvörtuðu margir undan skriftinni minni og sögðust ekki skilja hana.‘ Gréta segir að afrakstur tilrauna sinna til að bæta rithöndina sé þrenns konar skrift. „Eina nota ég þegar ég er að flýta mér, aðra hversdags og þá þriðju þegar ég vanda mig.“ í starfi sínu sem gjaldkeri í banka sér Gréta mörg rithandar- sýnishorn á dag, enda tekur hún við miklum fjölda af handskrifuð- um beiðnum um innlegg og úttekt. „ Almennt finnst mér karlar skrifa verr en konur og sérstaklega virð- ast karlar á aldrinum 30-40 ára bafa tilhneigingu til að skrifa lítið annað en upphafsstafi. Krakkar á aldrinum 16-20 ára skrifa almennt vel, finnst mér. Skriftin þeirra er áberandi skýr og læsileg, líklega vegna þess að þeir lærðu strax í upphafi að skrifa þægilega skrift.“ ■ /o 7íé / // r\cuuan z><^o\sana. Sj'nu—ts-inni IJbjo mobur nokifur o iriltu-..i-U.ar__.lbcúéleaupá-. -ueizlo..(mibÍ) mikil OQ..... jcÆrna- ér..ef..etefsr... 4+________________ /llu es ArmfbaJf /kw <4T •stoNÝ'nD st(V\ riFj riS+X . ... c/ sj/i/fyzi raM -öZp /loféi /’efar' ftyfr /taZö Tc+í-a, cr sc.m <ETq UCrVo^ Spcxri . ó/ona .Jafa jwycw ey mrida.. Ijhu. my, lSf<m ..íWiW.. vný. -. Svcm iL'úfl. ój.. .þíjar—ój-uníxW y 'Æ.. ...ec..:..6^_.Jb Jiójta- nJf ae> Jafa . - MLjjL. - WkZS. JJ_s3_sq. aö.._.-{3ýSA .méí.._cá jyfa/r, c \ Irowi- @ KONAN sem þetta skrifaði lærði grunnskrift Vígþórs og þróaði síðan persónulega rithönd á næstu 16 árum. © 13 ÁRA nemendur í Hagaskóla, sem lærðu lykkjuskrift. (3) GRÉTA Lind skrifar á þijá mismunandi vegu. @ 13 ÁRA nemendur í Hagaskóla, sem lærðu Ítalíuskrift. © LYKKJUSKRIFT sem 9 ára stúlka skrifaði 1972 og Ítalíuskrift sem 9 ára dóttir hennar skrifaði 1995. afar misjafna, en flestir hafi skýra og nokkuð þroskaða rithönd. „Flestir nemenda minna hafa lært Ítalíuskrift, en sumir lykkjuskrift. Almennt finnst mér Ítalíuskrift mjög læsileg, en lykkjuskrift getur verið afar falleg þegar hún er vel skrifuð." ■ Brynja Tomer Jíri|n._mu~ JtfÖTU ÁHRIFARÍKUR HÁRKÚR Fyrir hár, húð og neglur. Vitamín, Wlilllli i .... II steinefni, Sr^nloC^r K X T ® Hugsaðu Niiriiidfilrlu"' vel um IhhI oclt m'Á,!lí hárið. LK rFaest f heilsubúðum, mörgum , apótekum og mörkuðum BIO SELEN UMB. SIMI 5S7 6610 Eilíf æska Er Q~10 lykillinn að eilífri æsku F- ! I rumur líkamans þurfa á Kóensími Q-10 að halda til að umbreyta í orku þeirri næringu sem að þeim berst. Þær þurfa Q-10 tii að geta skilað sínu hlut- verki. Eitt hæsta hlutfall Q-10 í frumum líkamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aldri minnkar framleiðsla þess, sem getur leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótíma- bærrar öldrunar. Q-10 fyllir líkamann nýrri orku, starfsemi frumanna eflist og þær sjá fyrir auknu þreki til frckari dáða. cilsuhúsið Kringlunni & Skólavördustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.