Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍOOSIÐURB/C/D
STOFNAÐ 1913
263.TBL.83.ARG.
FOSTUDAGUR 17. NOVEMBER 1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Zeroual
spáð
stórsigri
RÍKISSJÓNVARPIÐ í Alsír sagði
í gærkvöldi að fyrstu tölur í for-
setakosningunum, sem fram fóru
í gær, bentu til þess að starfandi
forseti, Liamine Zeroual, hefði
sigrað þegar í fyrstu umferð og
fengið tæp 60% atkvæða. Kjör-
dagur var víða framlengdur, að
sögn vegna mikillar kjörsóknar
en stjórnvöld töldu hana rúmlega
70%. Helsti flokkur sljórnarand-
stæðinga, íslamska frelsisfylk-
ingin (FIS), hvatti fólk til að
hundsa kosningarnar og fullyrt
var að FIS hótaði að myrða þá
sem færu á kjörstað. Talsmaður
FIS í París, Rabah Kebir, vísaði
þessu á bug og sagði flokk sinn
viHa friðsamlega lausn á deilun-
um við stjórnvöld.
Logið um kjörsókn?
Kebir sagðist í gærkvöldi haf a
komist yfir gögn frá alsírskum
stjórnvöldum er bentu til að kjör-
sókn hefði aðeins verið rúmlega
30%. Kosningarnar voru hinar
fyrstu í landinu síðan seinni
umf erð þingkosninga var aflýst
1992 er ljóst þótti að FIS, sem
er flokkur heittrúarmanna,
myndi sigra. Er talið að 50.000
manns hafi fallið í átökum liðs-
manna stjórnvalda og stjórnar-
andstöðu undanfarin þrjú ár. A
myndinni sést öryggisvörður
leita á ungum manni við kjörstað
í AlgeirsJ)org í gær.
? » ?
Fjárlagadeilan
Enginn
bilbugur
á Clinton
Washington. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hugðist í gærkvöldi beita
neitunarvaldi gegn tillögu repúblik-
ana, sem samþykkt var á þingi í
fyrrinótt og íeysir að hluta úr
greiðsluvanda ríkisins. Aflýsti hann
einnig fyrirhugaðri ferð til Japans
vegna ástandsins heima fyrir.
Tillagan var samþykkt með at-
kvæðum repúblikana og 48 demó-
krata, 277 gegn 151, og vantaði
lítið á, að fyrir henni væri aukinn
meirihluti, sem þarf til að hnekkja
neitunarvaldi forseta.
Clinton er ákveðinn í að beita
neitunarvaldi gegn tillögunni vegna
þess, að í henni er kveðið á um,
að fjárlagahallanum skuli náð niður
á sjö árum. Á það vill hann ekki
fallast vegna þess, að það myndi
kalla á mikinn niðurskurð félags-
legra útgjalda, meðal annars í heil-
brigðismálum. Hét Clinton því að
leggja sjálft forsetaembættið undir
í baráttu sinni gegn repúblikönum.
¦ Æran að veði/20
Óvænt uppákoma á þingi Jafnaðarmannaf lokksins þýska
Scharping kastað
út fyrir Lafontaine
Mannheím. Reuter.
OSKAR Lafontaine, forsætisráð-
herra Saarlands, vann óvæntan sig-
ur á Rudolf Scharping í leiðtoga-
kjöri í Jafnaðarmannaflokknum
þýska í gær. Hefur mikil óánægja
verið innan flokksins með forystu
Scharpings og það sást best á því,
að Lafontaine sigraði með yfirburð-
um þótt framboð hans hefði ekki
verið undirbúið og ekki ráðist fyrr
en á sjálfu flokksþinginu, sem hald-
ið er í Mannheim.
Lafontaine, sem tapaði fyrir
Helmut Kohl kanslara í kosningun-
um 1990, flutti mikla barátturæðu
á þinginu í fyrradag og urðu þá
margir til að skora á hann að gefa
kost á sér gegn Scharping. Lét
hann tilleiðast og í gær velti hann
leiðtoga flokksins úr sessi með 321
atkvæði gegn 190. Virtist Scharp-
ing hálfutan við sig eftir ósigurinn
e'nda gerði hann ekki ráð fyrir neinu
mótframboði.
Lafontaine er leiðtogi vinstri
armsins í Jafnaðarmannaflokknum,
þeirra, sem leggja áherslu á barátt-
una fyrir umhverfisvænu velferðár-
þjóðfélagi, og í ræðu sinni í fyrra-
dag gagnrýndi hann Scharping fyr-
ir að krefjast aukins sveigjanleika
á vinnumarkaði í því skyni að bæta
samkeppnisstöðu þýsks iðnaðar.
Kvað hann nær, að ríkið stæði betri
vörð um hagsmuni vinnandi fólks.
Örvænting
Scharping hefur þótt ákaflega
litlaus sem forystumaður ogtilraun-
ir hans til að færa þýska jafnaðar-
menn inn á miðjuna hafa verið
ómarkvissar og árangurslitlar.
Samkvæmt skoðanakönnunum er
fylgi Jafnaðarmannaflokksins að-
eins 28%.
Peter Hintze, framkvæmdastjóri
Kristilega demókrataflokksins
(CDU), sagði í gær, að nú hefði
Reuter
LAFONTAINE, ystur til hægri, tekur hér við heillaóskum Johannes Rau, varaformanns flokksins.
Scharping er heldur niðurlútur; ekki hafði verið búist við mótframboði þrátt fyrir óánægju með hann.
Líkur á samkomulagi
í Bosníuviðræðunum
flokkur jafnaðarmanna tekið
ákveðna vinstribeygju. Það sýndi
sig meðal annars í andstöðu La-
fontaines við þátttöku Þjóðverja í
friðargæslu í Bosníu og áhuga
hans á samstarfi við Gregor Gysi,
leiðtoga flokks fyrrverandi
kommúnista í Austur-Þýskalandi
sem var.
Michael Glos, leiðtogi þingflokks
Kristilega            sósíalsambandsins
(CSU), systurflokks CDU, sagði að
kjör Lafontaines bæri ekki vott um
neitt annað en algjöra örvæntingu
jafnaðarmanna með stöðu sína í
þýskum stjórnmálum.
Eftir kjörið í gær hétu þeir
Scharping og Lafontaine að vinna
saman. Scharping sagði, að hann
hefði beðið flokkinn að gera for-
ystumálin upp við sig og það hefði
hann nú gert.
¦ Fær nýtt tækifæri/20
Samið um
skuldir
Frankfurt. Reuter.
RÚSSAR náðu í gær samningum
við erlenda lánardrottna sína um
lengdan greiðslufrest á lánum sem
þeir erfðu eftir Sovétríkin gömlu.
„Með þessum samningum fáum
við ráðrúm til að koma á umbótum
og möguleika á að komast inn á
alþjóðlega lánamarkaði," sagði aðal-
samningamaður Moskvustjórnarinn-
ar, Oleg Davydov aðstoðarforsætis-
ráðherra. Samningaviðræður hafa
staðið í fjögur ár. Sagði Davydov
að aldrei hefði verið rætt um að
afskrifa skuldirnar.
Skuldirnar eru um 25 milljarðar
dollara auk sjö milljarða vaxta-
greiðslna sem eru í vanskilum. Rúss-
ar fá nú 25 ár til að greiða helstu
afborganir.
Osaka, Washinjrton, Dayton. Reuter.
BANDARÍSKIR embættismenn
voru í gær vongóðir um að sam-
komulag næðist á næstu dögum
um frið í Bosníu í viðræðunum í
Dayton í Ohio. Warren Christop-
her, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, ákvað að stytta Asíu-ferð
sína og halda tafarlaust til Dayton.
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
hélt í gær heim frá Ohio til að setja
nýkjörið þing í Zagreb. „Frá sjónar-
miði Króata hafa viðræðurnar verið
mjög árangursríkar," sagði forset-
inn. Hann hyggst ávarpa þjóð sína
í dag og segja henni hvað hafi ver-
ið samið um nú þegar.
Christopher tók þátt í fundi
Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og
Kyrrahafsríkja, APEC, í Japan.
„Von mín er sú að vera mín í Day-
ton verði til þess að flýta samkomu-
lagi," sagði hann. Aformað hafði
verið að utanríkisráðherrann yrði í
Asíu þar til á þriðjudag og banda-
rískir embættismenn höfðu sagt að
heimförinni yrði ekki flýtt nema til
að leiða friðarviðræðurnar til lykta.
Búist er við að Christopher verði
í nokkra daga í Dayton, þar til leið-
togarnir setji stafina sína við sam-
komulagið, og haldi síðan ásamt
bandarísku samningamönnunum til
fundar við Bill Clinton forseta eftir
helgina.
Karadzic og Mladic ákærðir
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu
þjóðanna í Haag ákærði í gær þá
Radovan Karadzic og Ratko Mladic,
helstu leiðtoga Bosníu-Serba, fyrir
að hafa skipulagt fjöldamorð á allt
að 6.000 múslimum eftir fall borg-
arinnar Srebrenica í sumar. Sak-
sóknari dómstólsins, Richard Gold-
stone, sagðist aðspurður vera
„fremur bjartsýnn" á að mennirnir
tveir myndu koma fyrir rétt vegna
þessara glæpaverka.
Vægið
nemendum
Peking. Reuter.
YFIRVÖLD framhaldsskóla í
kínverska héraðinu Jiangsu
hafa bannað kennurum að nota
20 tilgreindar setningar til að
aga og gagnrýna nemendur
sína, að sögn Dagblaðs Kína.
Meðal setninganna eru
„Komdu þér út", „Þú ert
þroskaheftur", „Það verður
aldrei neitt úr þér" og „Ég
skammast mín fyrir að vera
með nemanda eins og þig".
Ráðamenn menntamála ,1
Kína hafa að sögn blaðsins
hrósað yfirvöldum í Jiangsu
fyrir bannið, sem tók gildi í
september. Hvatti einn af ráða-
mönnunum kennara til að auka
ekki vanmáttarkennd nemenda
eða refsa þeim fyrir lélega
frammistöðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60