Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/LESBOK/D
WlffilllWllfeÍfe
STOFNAÐ 1913
270. TBL. 83. ARG.
LAUGARDAGUR 25. NOVEMBER 1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Berlusconi sætir
nýrri rannsókn
Fyrirtæki hans sökuð um að hafa
mútað Bettino Craxi
Róm. Reuter.
SILVIO Berlusconi, fyrrverandi
forsætisráðherra ítalíu, sagði í gær
að hann sætti rannsókn vegna
meintra brota á lögum um fjár-
mögnun flokka. Daginn áður höfðu
fyrirtæki Berlusconis verið sökuð
um að hafa mútað Bettino Craxi,
fyrrverandi forsætisráðherra og
leiðtoga Sósíalistaflokksins.
Berlusconi sagði að rannsóknar-
dómarar hefðu boðað hann á sinn
fund til að yfirheyra hann. „Ég
held að ég mæti ekki þar sem ég
sé enga þörf á að hitta menn sem
vilja aðeins skaða mig," sagði for-
sætisráðherrann fyrrverandi.
Berlusconi verður sóttur til saka
í janúar vegna annars máls,
meintra mútugreiðslna fjölmiðla-
veldis hans, Fininvest, til skatt-
ránnsóknamanna. Hann hefur þó
ávallt vísað sakargiftunum á bug
og sakað rannsóknardómara í
Mílanó um pólitíska herferð gegn
sér.
Berlusconi varð fyrir enn einu
áfallinu í fyrradag þegar dómari í
Mílanó gaf út handtökuheimild á
hendur Giorgio Vanoni, fjármála-
stjóra erlendra dótturfyrirtækja
Fininvest. Vanoni er grunaður um
að hafa séð um að koma mútum
til Craxi. Dómarinn gaf einnig út
fyrirmæli um handtöku Craxi, sem
er í útlegð í Túnis, og tveggja að-
stoðarmanha hans.
„Síðasta stórorrustan milli rann-
sóknardómaranna og Silvios Ber-
lusconis er hafín," sagði dagblaðið
La. Stampa í forystugrein á forsíðu.
Víki fyrir Fini
Berlusconi kvaðst í gær ekki
ætla að draga sig í hlé sem leið-
togi hægriflokkanna. Ásakanirnar
gætu þó valdið honum miklum
álitshnekki og skaðað hægriflokk-
ana í næstu þingkosningum, sem
Mist er við að verði á næsta ári.
Hægrimaðurinn Mirko Tre-
maglia, þingmaður Þjóðarbanda-
lagsins, samstarfsflokks Berlusc-
onis, hvatti hann til að draga sig
í hlé og víkja fyrir Gianfranco Fini,
leiðtoga Þjóðarbandalagsins, sem
forsætisráðherraefni hægriflokk-
anna.
Berlusconi sagði það ekkert
leyndarmál að hann hefði verið
náinn vinur Craxi. Fyrirtæki hans
hefðu þó aðeins stutt Sósíalista-
flokkinn með löglegum hætti,
t.a.m. með því að veita honum
afslætti af verði auglýsinga.
Reuter
Ríkis-
starfs-
menn
mótmæla
FRANSKIR ríkisstarfsmenn
efndu til sólarhrings verkfalls
í gær til að mótmæla fyrir-
huguðum breytingum á vel-
ferðarkerfinu. Varð mikil
röskun á samgöngum í lofti og
á láði og starfsemi lagðist nið-
ur í skólum, sjúkrahúsum,
pósthúsum og fleiri opinberum
stofnunum. Samkvæmt skoð-
anakönnunum er töluverður
meirihluti Frakka samþykkur
umbótum á velferðarkerfinu,
sem rekið er með gífurlegum
halla, en tvö stærstu verkalýðs-
félögin í Frakklandi hafa boð-
að til annars verkfalls á þriðju-
dag. Jacques Barrot félags-
málaráðherra sagði í gær, að
ríkisstjórnin myndi í engu
hopa enda væri ekki annarra
kosta völ en draga úr halla-
rekstrinum. Á myndinni er
verkfallsmaður búinn sem
gömul kona og á spjaldinu
stendur, að hann krefjist þess
að geta lifað sómasamlega í
ellinni gegn því að leggja fram
2% af launum sínum árlega.
Pólsku kosningarnar
650.000
mótmæli
berast
Varsjá. Rcuter.
RÚMLEGA 650.000 kjósendur hafa
sent hæstarétti Póllands mótmæli
og krafist þess að forsetakosning-
arnar sl. sunnudag verði dæmdar
ógildar vegna meintra kosninga-
svika. Þeir segja einnig sigurvegar-
ann, Aleksander Kwasniewski, hafa
villt um fyrir kjósendum með ósann-
sögli um menntun sína.
Kwasniewski sagðist hafa há-
skólapróf í hagfræði en háskólinn
í Gdansk skýrði hins vegar frá því
viku fyrir kosningarnar að hann
hefði ekki verið brottskráður.
Stuðningsmenn    Kwasniewskis
höfðu lagt áherslu á að hann væri
menntaðri og hæfari til að gegna
forsetaembættinu en Walesa.
„Þetta kann að virðast lítilfjör-
legt mál en staðreyndin er sú að í
skoðanakönnunum sögðu 36% kjós-
enda að menntun vægi einna þyngst
þegar valið væri á milli frambjóð-
endanna," sagði Boguslaw Kow-
alski, talsmaður Walesa. Hann
sagði aðstoðarmenn Walesa einnig
hafa bent á 56 skráð dæmi um
misferli eða tilraunir til kosninga-
svika.            <
Hæstiréttur hefur frest til 9.
desember til að úrskurða í málinu
og lögfræðingar telja að kosning-
arnar verði ekki dæmdar ógildar.
Hjónum leyft
að skilja?
f RAR gengu í gær til atkvæða um
hvort breyta ætti sljórnarskránni
og binda enda á 70 ára bann við
hjónaskilnuðum. Skoðanakannan-
ir fyrir atkvæðagreiðslu þjóðar-
innar bentu til þess að mjótt yrði
á munum, en úrslitin eiga að
liggja fyrir á hádegi í dag.
Rikisstjórnin og margir stjórn-
arandstæðingar hvöttu kjósendur
til að greiða atkvæði með sljórn-
arskrárbreytingunni en kaþólska
kirkjan beitti sér mjög gegn
henni. I samskonar þjóðar-
atkvæðagreiðslu árið 1986 voru
tveir þriðju kjósenda andvígir því
að hjónaskilnaðir yrðu leyfðir. Á
myndinni mæta írskar nunnur á
kjörstað.
Bosnískir og króatískir hermenn bornir þungum sökum
Stöð SÞ rænd og
hús Serba brennd
BOSNISKIR stjórnarhermenn létu
greipar sópa um eina bækistöð
Sameinuðu þjóðanna í gær og frétt-
ir eru um, að króatískir hermenn
hafi rænt og brennt hús á svæði,
sem afhenda á Serbum. Forseti
þings Bosníu-Serba neitar enn að
fallast á friðarsaiuningana og kallar
þá svik.
Chris  Vernon,  undirofursti  og
Reuter
talsmaður friðargæsluliðsins, sagði,
í samtali við fréttaritara Reuters,
að bosnísku stjórnarhermehnirnir,
200 að tölu, hefðu ráðist inn í bæki-
stöð 80 friðargæsluliða frá Bangla-
desh í Velika Kladusa og stolið þar
öllu steini léttara. Skutu þeir af
byssum upp í loftið og höfðu meðal
annars á brott með sér níu bryn-
varða bíla, bensín og matvæli. Hef-
ur þessum atburði verið harðlega
mótmælt við stjómina í Sarajevo.
Króatar óánægðir
Maríanna Csillag, hjúkrunar-
fræðingur, sem starfar á vegum
Rauða krossins í gömlu Júgóslavíu,
segir mikla óánægju með friðar-
samninginn meðal Króata. Þeir séu
einkum óánægðir með að þurfa að
gefa eftir landsvæði sem þeir náðu
í Mið-Bosníu.
Maríanna segir menn sammála
um að samkomulagið feli ekki í sér
neina lausn á málefnum flótta-
mannanna. „Menn hafa ekki trú á
því að flóttamenn geti snúið aftur.
Þess eru dæmi að króatískir flótta-
menn frá Bosníu hafi verið sendir
afturtil „öruggra svæða" í Bosníu
frá Króatíu áður en samkomulagið
náðist. Nú verður hluti þessa fólks
að halda hrakningunum áfram því
svæðin, sem það var sent til, féllu
Bosníu-Serbum í skaut."    v
Króatar kveikja í húsum
. Reuter hafði eftir talsmanni SÞ,
Alexander Ivanko, að króatískir
hermenn hefðu rænt verðmætum
úr húsum í Mrkonjic Grad og Sipovo
í Norðvestur-Bosníu og brennt þau.
Þessi svæði féllu í hendur Króötum
og múslimum í haust en verða
serbneskt svæði samkvæmt friðar-
samningunum.
William Perry, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í Vín í
gær, að NATO-herliðið myndi halda
uppi gæslu jafnt á svæði Serba sem
múslima og Króata og yrði komið
þangað fáum dögum eftir lokaund-
irritunina í París. Sagði hann, að
hún yrði snemma í desember.
Momcilo Krajisnik, forseti þings
Bosníu-Serba, neitar enn að fallast
á friðarsamningana þótt svo virðist
sem allir aðrir leiðtogar þeirra hafi
heitið að framfylgja þeim. Hefur
Krajisnik viðurnefnið „herra nei"
vegna afstöðu sinnar í fyrri friðar-
viðræðum. Radovan Karadzic, leið-
togi Bosníu-Serba, kvaðst í gær-
kvöldi styðja samningana.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
30-31
30-31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60