Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 36
. 36 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MIINIIVIINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS H. TRA USTASON + Jónas H. Traustason var fæddur á Hóli í Svarfaðardal 11. mars 1915. Hann lést á heimili sinu á Akureyri 12. apríl síðastliðinn. Faðir Jónasar var Hall- grimur Traustason, f. 1891, sonur Geirfinns Trausta Friðfinnssonar af -- Ulugastaðaætt, f. 1862 að Geirbjarn- arstöðum í Köldu- kinn, kunnur bú- höldur á sinni tíð og stjórnandi skólabúsins að Hólum í Hjalta- dal 1905-14, og konu hans, Kristjönu Hallgrímsdóttur frá Fremsta-Felli í Köldukinn. Móðir Jónasar var Kristín Ingi- björg Jónsdóttir, f. 1890, frá Hóli í Svarfaðardal, af kunnum svarfdælskum ættum. Jónas var elstur þriggja barna þeirra hjóna. Á lífi er Ingibjörg, kjóla- meistari, f. 1919 en látinn er Geirfinnur Trausti, f. 1930. Hinn 15. nóvember 1941 gekk Jónas að eiga Guðnýju Jakobs- dóttur Karlssonar, skipaaf- greiðslumanns og bónda að Lundi við Akureyri. Þeim Guðnýju og Jónasi varð þriggja barna auðið. Elst er Kristín, kennari, f. 1943. Hennar maður er Guðjón Ágfúst Árnason, húsasmiður, ættaður frá Greni- vík. Barn Kristínar af fyrra hjónabandi er Jónas Hallgrimur. Næstur er Jakob, hús- gagnasmiður og pípulagningameist- ari, f. 1946, kvænt- ur Unni Pálsdóttur frá Akureyri. Börn þeirra eru Sigurður Orn, Jónas Páll, Guðný Sif og Auður Björk. Yngst er Bergljót, útstill- ingahönnuður, f. 1953. Hennar mað- ur er Árni Árnason, innanhússarkitekt, frá Akureyri. Þeirra böm eru Katrín og Guðni. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér við verslunar- og skrif- stofustörf. Hann hóf störf fyrst hjá Olíuverslun Islands, sem tengdafaðir hans hafði umboð fyrir, og síðan við skipa- afgreiðslu Jakobs, sem annaðist skipaafgreiðslu fyrir Eimskip og Skipaútgerð ríkisins. Þegar Jakob lét af störfum árið 1952 tók Jónas við skipaafgreiðsl- unni og rak hana til ársins 1979 að vöruafgreiðsla Eimskips á Oddeyrartanga var tekin í notkun og félagið tók sjálft að reka skipaafgreiðslur sínar. Jónas starfaði enn nokkur ár við skipaafgreiðslu eða allt fram yfir sjötugs aldurs. Útför Jónasar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðný, kona Jónasar, mikil mannkostakona, lést um aldur fram árið 1981, harmdauði öllum sem hana þekktu. Þegar í ljós kom fyrir rúmum tveim mánuðum að Jónas var kominn með krabbamein tók hann því með stakri ró og æðru- leysi og óskaði ekki eftir læknisað- gerðum vegna sjúkdómsins. Foreldrar Jónasar, Hallgrímur og Kristín, voru fyrstu búskaparár sín á Hóli í Svarfaðardal en fluttust þá í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til ársins 1923 að þau fluttu búferlum til Akureyrar og þar ólst Jónas upp frá átta ára aldri. Þau Guðný og Jónas bjuggu sér myndarlegt heimili, fyrst að Holta- götu 3 en síðan að Ásvegi 29. Á •þeimili þeirra var jafnan mjög gest- kvæmt af vinum og frændfólki, sem lagði leið sína norður í land á sumr- in. Má segja að á Ásvegi 29 hafi þau hjónin haldið uppi merki þeirrar frábæru gestrisni og höfðingsskap- ar sem tíðkast hafði í Lundi á heim- ili foreldra Guðnýjar, þeirra Kristín- ar Sigurðardóttur og Jakobs Karls- sonar. Kynni okkar Jónasar hófust er ég og yngri systir Guðnýjar, Krist- björg, bundum trúss okkar saman og hafa staðið óslitið í 50 ár. Hefír aldrei borið neinn skugga á þau kynni. Við Kristbjörg höfum verið búsett hér á suðvesturhorninu síðan við hófum búskap árið 1951. Fyrstu 20 árin fórum við yfirleitt norður til Akureyrar á hveiju sumri. Eitt ár féll þó úr og lengi vel miðaði kona min við þetta ár. Þetta eða hitt var svo og svo mörg ár frá sumrinu sem við fórum ekki norð- ur. í sambandi við ferðir okkar norður til Akureyrar var ávallt efnt til lengri eða styttri ferða út frá Akureyri. Aðaldriffjöðrin í skipu- lagningu á þeim ferðum var Guðný, mágkona mín, en með dyggum stuðningi Jónasar. Við svilar áttum okkur reyndar annað sameiginlegt áhugamál sem var veiðiskapur með stöng. Er margs að minnast frá fjölmörgum veiðiferðum um Norð- urland og víðar. Jónas bjó áfram í hinu stóra húsi að Ásvegi 29 eftir lát Guðnýj- ar. Gestakomurnar héldu áfram og nú höfðu barnabörnin bæst í hóp- inn. Og þannig vildi hann hafa það. Jónas og Guðný áttu barnaláni að fagna. Börnin og barnabörnin létu sér mjög annt um hann og kom það vel í ljós þegar hann háði sitt dauðastríð. Þó að Jónas hefði einn um átt- rætt er hann lést og hann hafi ekki fremur en flestir aðrir komist hjá því að finna til nokkurs krankleika í gegnum tíðina, bar hann sig svo t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför frænda okkar og vinar, TORFA L. TORFASONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Lauritz H. Jörgensen. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 13.00 í dag vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR HULDAR KJARTANSDÓTTUR. Fróði hf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík. vel að ég held að enginn hafí litið á hann sem gamlan mann. Hann virðist um margt hafa líkst Geirfínni Trausta föðurafa sínum en um hann var sagt að hann var mikill að vallarsýn og hraustur, hjálpsamur og greiðvikinn og höfð- ingi heim að sækja. Jónas var allt þetta. Hann var vel af Guði gerður bæði til líkama og sálar. Háttvís í allri framkomu, kurteis og reglu- samur, forsjáll og úrræðagóður og svo lagtækur, að Jakob, tengdafað- ir okkar, sagði um Jónas, að honum væri tæknikunnáttan meðfædd. Og það var orð að sönnu. Allir þessir kostir nýttust honum vel þó að starfsvettvangur hans yrði á sviði viðskipta og reksturs fyrirtækis. Með Jónasi H. Traustasyni er geng- inn mikill öndvegismaður. Að leiðarlokum þakka vinir og vandamenn þessum góða dreng fyr- ir samfýlgdina og órofa vináttu. Jón Finnsson. Áfram - og alltaf heim, inn gegnum sundin blá. Guðimir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Loks eftir langan dag leit eg þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. (Davíð Stefánsson.) Akureyri bernsku minnar er sveipuð ævintýraljóma. Þannig birt- ist hún okkur a.m.k. systkinunum, eftirvæntingarfullum í aftursætinu á rússanum, þegar komið var úr síðustu beygjunni á gamla veginum austan megin í Vaðlaheiðinni og Eyjafjörðurinn og Akureyri blöstu við ferðalöngum á heimleið úr lang- ferð. Fyrir smáfólk, sem dögum saman var búið að nærast á skrínu- kosti og dvelja í tjaldi, var allt jafn- spennandi við þennan veðursæla stað. Sundlaugin, ísát á Ráðhús- torgi, lautarferðir austur í skóg eða inn í Leyningshóla, matarveislurnar hennar Beggu frænku í Álfabyggð- inni og svo óteljandi margt annað. Á Brekkunni, við Ásveginn stóð hún svo, „höll sumarlandsins". Þar ríktu þau Guðný frænka mín Jakobsdótt- ir og Jónas H. Traustason, sem nú er kvaddur hinstu kveðju. Ekki er hægt að minnast Jónasar án Guðnýjar, svo samhent voru þau sem hjón og félagar. Minningamar um þau ryðjast nú fram, án þess að við það verði ráðið, en jafnframt þakklæti fyrir allt það sem var. Ef til vill vegur mest það þakklæti, sem við berum í brjósti til Guðnýjar og Jónasar fyrir það, hvernig mömmu (pabbi var þar þegar fastur í sessi) og okkur systkinunum var tekið strax við fyrstu kynni, og hvernig sú vinátta fékk að vaxa og dafna okkur öllum til góðs 'og gleði, allt til síðustu stundar. Það virtist vera alveg sama hvernig á stóð, heimilið á Ásvegi 29 stóð alltaf opið. Þannig kom þessi sex manna fjölskylda okkar fyrirvaralaust, og á móti henni var tekið með þeim hætti að helst hefði mátti ætla að gestgjafamir hefðu ekkert annað haft fyrir stafni, sem auðvitað var öðru nær. Barnssálin mótaðist þó öðru fremur af þeirri hlýju og elskusemi sem þau hjónin bæði áttu svo mikið af og sann- færði strákhnokka um það að betra fólk en Guðný og Jónas á Akureyri væri varia til. Guðný lést árið 1981, langt um aldur fram, eftir áralanga baráttu við banvænan sjúkdóm. Baráttu sem hún tókst á við af þeim kjarki og æðruleysi, að helst koma upp í hugann göfugustu kvenlýsingar Is- lendingasagna. En þrátt fyrir _ fráfall Guðnýjar hélt heimilið á Ásvegi áfram að vera til, þó auðvitað væri það með öðru sniði. Orðinn fulltíða maður má segja að ég hafi kynnst Jónasi með nýjum hætti, en mörg undan- farin ár höfum við Gréta konan mín dvalið hjá Jónasi í styttri fríum og heimsóknum norður. Gestrisnin var sú sama og forðum, en umræðu- efnin á hinn bóginn breytt. Þannig minnist maður samræðna í sjón- varpsstofunni um lágnættið, stríð- alinn af magál, grísasultu, cocoa puffs og öllu því besta sem búrið bauð upp á og í „desert“ brá maður sér á efri hæðina og naut hinnar næturlausu voraldarveraldar í formi sólar að síga á bak við Kaldbak úti í ljarðarmynni. Fyrst og síðast var Jónas Eyfirð- ingur og vildi raunar hvergi annars- staðar vera. Reykjavík og hvað þá útlönd voru honum mátulega að skapi og í Reykjavík minnist ég hans raunverulega ekki öðruvísi en í brýnum erindagjörðum og þá öðr- um þræði með hugann fyrir norðan. Um leið var Jónas einstakur sjentil- maður, nánast á heimsborgaralega vísu. Kurteis og fágaður, en full- komlega laus við tilgerð. Á upp- hafsárum sambúðar okkar Grétu fékk ég margar ábendingar um að veita hinu eða þessu í framkomu og athöfnum Jónasar eftirtekt, enda færi þar maður sem kynni að um- gangast konur! Fundum okkar bar síðast saman örfáum dögum fyrir andlát hans, og sýnt var að hveiju dró. Andinn var þó óskaddaður og enn brá fýrir gamalkunnu og síungu bliki í aug- um hans þegar talið barst að laxi í töku, en af fáu held ég að hann hafí haft meiri ánægju en að glíma við þann silfraða. Og nú er komið að þessari kveðjustund, og enn hljómar í eyr- um hin gamalkunna kveðja: „Þið vitið, hvar þið gistið, þegar þið kom- ið næst“! Fyrir hönd fjölskyldu minnar allr- ar votta ég systkinunum, Kristínu, Jakobi og Bergljótu, mökum þeirra og afkomendum innilega samúð okkar. Okkur er þó efst í huga gleði og óendanlegt þakklæti fyrir það góða og mannbætandi veganesti sem þau Guðný og Jónas eftirlétu okkur, sem fengum að njóta návista við þau. Vin minn kveð ég að sinni, í full- vissu um sigur lífsins yfir dauðan- um. Eg sé hann nú fyrir mér munda stöngina við þá Fnjóská, sem bíður handan Vaðlaheiðar lífs og dauða. Guð blessi minningu Jónasar H. Traustasonar. Karl Axelsson. í dag kveð ég afa minn Jónas - að sinni. Hann hefur kvatt þessa jarðvist að lokinni þriggja mánaða hetjulegri baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Það er svo undarlegt að hugsa til þess að ljós hans sé slokkn- að, en svona er gangur lífsins - vegir drottins eru órannsakanlegir. Ég mun alltaf minnast afa sem eins glæsilegasta manns sem ég hef kynnst. Hann var ávallt sterkur til sálar og líkama, traustur og góður maður og á ég honum margt að þakka. Ég á svo margar góðar minningar um afa Jónas, en það er svo erfitt að koma þeim á blað. Afi minn, nú hafa leiðir ykkar ömmu Guðnýjar legið saman á ný og veit ég að þú ert í góðum hönd- um hjá henni. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu... (Óþekktur höfundur.) Guð blessi minningu Jónasar H. Traustasonar. Guðný Sif Jakobsdóttir. Afi minn er látinn á 82. aldurs- ári eftir stutt veikindi. Mig setti hljóðan er mér bárust tíðindin og minningarnar fylltu hug minn. Veiði og útivera voru hans ær og kýr. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór mína fyrstu veiðiferð með pabba og afa austur í Fnjóská. Þar var mér stillt upp á stein og þaðan fylgdist ég með þeim feðgum veiða. Og þá varð ekki aftur snúið. Veiðidellan náði tökum á mér og veiðiferðirnar með „þeim garnla" urðu æði margar áður en yfir lauk. Afi átti stóran þátt í að móta mig sem veiðimann, þar sem aflinn skipti minna máli en nálægðin við náttúruna var það sem gaf veiði- ferðinni gildi og að þolinmæðin væri oft gjöful. Þær voru ófáar stundimar á árbakkanum, í hvíldar- tímanum eða heima í eldhúsi sem við sátum og spjölluðum um daginn og veginn - en kannski mest um veiði o g mauluðum þá kannski norð- lenskan magál og rúgbrauð með af bestu lyst. Þegar ég lít til baka til bernskuáranna á Akureyri skipa þessi samskipti okkar afa stóran sess. Haustið 1986 fór ég til náms suður á land og kynntist þar kon- unni minni. Frá fyrstu tíð sýndi hann Sissu þá sömu umhyggju og vináttu sem hann hafði alltaf átt handa mér og þegar við heimsóttum hann í Ásveginn áttum við ávallt góðar samverustundir. Hann fylgd- ist jafnan vel með öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Stoltur var ég þegar ég gat flutt honum tíðindin um að hann yrði langafi og ekki mátti á milli sjá hvor okkar var hamingjusamari sumarið 1995 þegar Ólöf Björk dóttir mín heim- sótti hann í fyrsta sinn. Þau hittust síðan í tvígang á líðandi vetri. En þær heimsóknir verða víst ekki fleiri. Og veiðiferðirnar ekki heldur. En góðar minningar gleðja okkur og hugga á kveðjustund. Minningar um gamla góða daga á Ásveginum meðan amma Guðný lifði, samverustundirnar eftir að afi varð einn, allar ógleymanlegu veiði- ferðirnar í Fnjóská og Laxá og dýrmæt er hún minningin um síð- asta veiðidaginn okkar saman í Eyjafjarðará sl. sumar. Eyjaijörður- inn skartaði sínu fegursta, veðrið var gott, aflinn ágætur og við veiði- félagarnir undum glaðir við okkar - saman úti í náttúrunni. Þannig vil ég muna afa minn. Við Sissa og Ólöf Björk kveðjum með söknuði. Sigurður Örn. Hann Jónas frændi er látinn. Fregnin kom ekki með öllu á óvart, en þó fyrr en vænta mátti. Við töluðum síðast saman í síma fyrir sex vikum. Hann var léttur í máli sem vandi hans var og tilbúinn að kveðja - hans timi væri kominn. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum og hans ágætu konu, Guðnýjar Jakobsdóttur, sem lést í janúar 1981 tæplega 64 ára, og var sárt saknað af öllum sem hana þekktu. Þau voru glæsileg hjón og ein- staklega góðar manneskjur, hjálp- fús og umhyggjusöm. Ég bjó á heimili þessara mætu hjóna á Akureyri í tvo vetur, er ég gekk þar í skóla. Þau voru mér miklu meira en venjulegir húsráð- endur. Frá fyrsta degi báru þau velferð mína fyrir bijósti - allt frá því að ýta við mér á morgnana svo að stelpan svæfi ekki yfir sig og til þess að fylgjast með því að mað- ur tæki lýsið með morgunmatnum. Það er dýrmætt hveijum ungl- ingi, sem fer í fyrsta sinn úr öryggi foreldrahúsa, að eiga athvarf á heimili eins og þeirra Guðnýjar og Jónasar. Þar bar allt vitni um gagn- kvæma ást og virðingu, blandað glaðværð og hlýju viðmóti. Ég var lítil, þegar ég fékk fyrst að fara í heimsókn til foreldra Jónasar, þeirra Kristínar Jónsdóttur ogHall- gríms Traustasonar. Þau bjuggu þá í Helgamagrastræti 11 á Akur- eyri. Ég var nær jafnaldra Trausta syni þeirra og leit mjög upp til Jón- asar og Ingibjargar systur þeirra sem þá voru fulltíða fólk. Þegar einhver úr fjölskyldunni fór í kaupstaðinn, var alltaf komið við hjá Stínu frænku og Hallgrími. Þar var öilum tekið opnum örmum og hlúð að gestum á allan hátt. Þaðan eigum við systkinin margar dýrmætar minningar og þangað kom ég oft í heimsókn meðan á skólagöngu minni stóð og oftsinnis síðar ásamt eiginmanni og sonum. Það er mikil gæfa að eiga sam- leið með góðu fólki á lífsleiðinni og eru það engin ný sannindi. Heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.