Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C/D/E
tttðlMlMflfrÍfe
STOFNAÐ 1913
114.TBL.84.ARG.
MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1996
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bosníu-Serb-
ar segja sam-
stöðu órofna
Belgrad. Reuter.
RAJKO Kasagic, sem rekinn var
úr embætti forsætisráðherra Bosn-
íu-Serba í fyrri viku, lýsti óvænt
yfír því í gær að sá gjörningur hefði
verið löglegur og enginn ágreining-
ur væri uppi meðal Serba í Srpska-
lýðveldinu.
Kasagic undirritaði yfirlýsingu í
þessa veru í gær en í síðustu viku
skýrði Radovan Karadzic, leiðtogi
Bosníu-Serba, frá því að hann hefði
Tilræði í
Nýju-Delhí
Nýju Delhí. Reuter.
AÐ minnsta kosti 16 manns létu
lífið og um 50 slösuðust er öflug,
tíu kílóa bílsprengja sprakk í
Lajpat Nagar-verslunarhverfinu
í Nýju-Delhí í gær. Tveir hópar
aðskilnaðarsinna í Kasmír sögð-
ust í gærkvöldi bera ábyrgð á
tilræðinu.
Sprengjan sprakk á þeim tíma
þegar hvað mest er að gera í
hverfinu. Kviknuðu eldar í þrem-
ur byggingum og óttaðist ind-
verska lögreglan að einhverjir
kynnu að hafa orðið þar inn-
lyksa. „Það er enn verið að leita
að líkum," sagði talsmaður henn-
ar.
Kjósa á um tvö þingsæti í
Kasmír á morgun og hafa hermd-
arverkamenn hótað að spilla
kosningunum.
ákveðið að víkja Kasagic úr emb-
ætti. Hafði Kasagic farið hörðum
orðum um stjórnarhætti Karadzic,
sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi
í Bosníu.
Kasagic hafði verið talinn til
raunsæismanna í stjórnmálum
Bosníu-Serba og vakti brottvísun
hans hörð viðbrögð víða enda þótti
hún lítt til þess fallin að greiða fyr-
ir framkvæmd Dayton-samkomu-
lagsins um frið í Bosníu. í stað
Kasagic hefur Karadzic skipað ann-
álaðan þjóðernissinna, Gojko
Klickovic.
Óskhyggja Bildts?
Þessi rás atburða og yfirlýsing
Karadzic um að hann hafi ákveðið
að fela undirsátum sínum að halda
uppi samskiptum við fulltrúa er-
lendra ríkja, hefur vakið upp vanga-
veltur af ýmsum toga um stöðu
hans. Carl Bildt, fulltrúi Evrópu-
sambandsins í Bosníu, lýsti yfir því
um helgina að dagar Karadzic á
valdastóli væru senn taldir. Nú þyk-
ir margt benda til þess að um ósk-
hyggju hafi verið að ræða.
Samkvæmt Dayton-samkomu-
laginu eiga frjálsar kosningar að
fara fram í Bosníu í haust. Alija
Izetbegovic, forseti Bosníu, kvaðst
í gær telja að skilyrði væru ekki
fyrir hendi til að þær gætu farið
fram nú þar sem Karadzic væri enn
í leiðtogahlutverki hjá Serbum.
¦ Meistari upplausnarinnar/20
Reuter
SORPHIRÐUMENN í Bonn lögðu niður vinnu í gær og komu saman á mótmælafundi í miðborginni.
Bonn. Reuter.
Á ANN AÐ hundrað þúsund opin-
berir starfsmenn í Þýskalandi
lögðu í gær niður vinnu í lengri
eða skemmri tíma til að mót-
mæla niðurskurðaráformum rík-
iss^jórnarinnar. Olli þetta mikilli
röskun á almenningssamgöng-
um, sorphirðu og stjórnsýslu í
60 þýskum borgum.
Skæruverkföll opinberra
starfsmanna hófust fyrir tveim-
ur vikum og verða sífellt um-
fangsmeiri. Stéttarfélögin, sem
standa að aðgerðunum, segja
áform stjórnvalda um að spara
í opinberum rekstri ógna þeirri
samstöðu er ríkt hefur um fé-
lagsleg málefni í Þýskalandi frá
stríðslokum.
Dieter Schulte, formaður
stéttarfélagsins DGB sakaði
Wolfgang Schauble, einn nán-
asta samstarfsmann Helmuts
Skæru-
verkföll í
Þýskalandi
Kohls kanslara, um að segja
ósatt er hann héldi því fram að
verkalýðshreyfingin hefði fallist
á sparnaðaráformin. „Þetta er
lygi. Fimmtíu punkta áætlunin
[til að efla atvinnu og hagvöxt]
var ekki rædd við okkur. Um
leið og ríkisstjórnin samþykkti
áætlunina lýstum við því yfir að
hún bryti í bága við þá sameigin-
legu yfirlýsingu sem við gáfum
út á kanslaraskrifstofunni 23.
janúar." Schauble virti hins veg-
ar ummæli Schulte að vettugi
og hvatti stéttarfélögin til að
taka þátt í því að draga úr launa-
tengdum kostnaði er væri ein
helsta ástæða hins mikla at-
vinnuleysis í landinu. Hann sagði
Schulte og aðra verkalýðsleið-
toga hafa samþykkt í janúar sl.
að taka þátt í þessu starfi. Þar
sem tilraunir til að gera þetta í
nánu samráði við samtök at-
vinnulífsins hefðu runnið út í
sandinn hefði löggjafinn orðið
að taka á málinu upp á eigin
spýtur.
Ríkisstjórnin vill m.a. frysta
laun opinberra starfsmanna og
krefst þess að verði laun hækkuð
komi jafnframt til hagræðing og
lengri vinnutími. Opinberir
starfsmenn hafa krafist 4,5%
launahækkunar.
Farþegaferju frá Tanzaníu hvolfir á Viktoríuvatni
Óttast að 500
manns hafi farist
Dar es Salaam. Reuter.
ÓTTAST var að allt að 500 manns
hefðu farist snemma í gærmorgun
er ferju frá Tanzaníu hvolfdi á Vikt-
oríuvatni í Afríku. Fregnir voru
óljósar en sagt að björgunarmenn
hefðu þegar fundið um 120 manns
á lífí og 25 lík. Ríkisútvarp Tanzan-
íu hafði eftir fréttaritara sínum að
nær 600 hefðu verið um borð, tals-
vert fleiri en leyfilegt var.
Ferjan, sem nefndist Bukopa,
mátti ekki sigja með fleiri en 433
manns innanborðs. P.J. Kyesi, starf-
andi yfirmaður ríkisjárnbrautanna,
sem áttu ferjuna, virtist ekki vita
fyrir víst hve margir hefðu verið um
borð en algengt er á þessum slóðum
að ferjur séu ofhlaðnar.
í símasamtali við fréttamann
Reuters virtist Kyesi draga í efa að
fullyrðingar ríkisútvarpsins í Tanza-
,í          ^Mwanza
v     r
TANZAN.ÍA
100 km
níu um að 500 hefðu farist væru
réttar.
„Þeir [björgunarmennirnir] fundu
120 manns á lífi og við gerum einn-
ig ráð fyrir að fleiri hafi komist af
með því að búa sér til fleka, við leggj-
um þess vegna mikla áherslu á að
finna þá," sagði hann. Kyesi vísaði
á bug fregnum um að ferjan hefði
steytt á skeri.
Benjamin Mkapa, forseti Tanzan-
íu, lýsti yfír þriggja daga þjóðarsorg
vegna harmleiksins. Fulltrúi hans
sagði að stöðugleiki ferjunnar hefði
verið mældur fyrir skömmu og
reynst í lagi en heimildarmenn hjá
járnbrautunum tjáðu fréttamönnum
að skipið hefði verið gamalt og hefði
átt að taka það úr notkun á næst-
unni.
Bukopa var á leið frá borg með
sama heiti á vesturströnd stöðu-
vatnsins til borgarinnar Mwansa á
suðurströndinni en sökk um 30 km
frá landi, við eyna Karumo.
Reuter
Fagnað of fljótt?
GJALDEYRISKAUPMADUR í
Amman í Jórdaníu faðmar
seðlabúntin sín, írska dínara
sem hann telur að muni níi
verða meira virði eftir að írak-
ar hafa samþykkt skilyrði
Sameinuðu þjóðanna fyrir tak-
markaðri oliusölu.Tíðinduinim
var ákaft fagnað í írak þar sem
vöruskortur og óðaverðbólga
hafa valdið almenningi miklum
þjáningum; einræðisherrann.
Saddam Hussein hefur«ytt
stórfé í nunnismcrki, haHir-og
lys(isnekkju þrátt fyrir neyð^-
ina. Stjórnmálaskýrondur
segja að Bandaríkjamenn og
Bretar hyggist tryggja að við-
skiptaþvingunum öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna gagnvart
írak verði að öðru leyti haldið
áfram.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52