Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR LESBOK/C/D
*«ttiMiIif*feife
STOFNAÐ 1913
117.TBL.84.ARG.
LAUGARDAGUR 25. MAI1996
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Tyrkland
Stjórnar-
samstarfi
lokið
Ankara. Reuter.
FLOKKUR Tansu Cillers, fyrr-
verandi forsætisráðherra Tyrk-
lands, ákvað í gærkvöldi að
láta af stuðningi við stjórn
Mesut Yilmaz forsætisráð-
herra. Ráðherrar flokksins
munu hins vegar áfram gegna
embættum sínum þar til ný
stjórn hefur verið mynduð.
„Framkvæmdastjórn flokks-
ins hefur ákveðið að hætta að
styðja þessa stjórn," sagði Cill-
er eftir kvöldfund æðstu manna
Sannleiksstígsins. Hún sagði
að flokkurinn myndi þegar í
stað reyna að hefja myndun
nýrrar stjórnar.
Vakti þessi ákvörðun flokks-
ins þegar í stað vangaveltur í
Tyrklandi um það hvort Ciller
eða einhver annar flokksleið-
togi myndi taka upp viðræður
við flokk heittrúaðra múslima,
Velferðarflokkinn.
Samstarf Ciller og Yilmaz
hefur gengið brösulega frá
upphafi og sauð upp úr í kjöl-
far þess að forsætisráðherrann
tók undir ásakanir á hendur
Ciller um spillingu.
Fyrsti kven-
nautabaninn
CHRISTINA Sanchez verður í
dag fyrsta spænska konan sem
fær að bera titilinn nautabani
eða „matador de Toros" í nauta-
ati í borginni Nimes í suður-
hluta Frakklands. Hún hefur
æft stíft undanfarið og sést hér
fella síðasta naut sitt sem „ung-
nautabani" í nautaati í Madrid.
Viðræður um lausn á Tsjetsjníju-deilunni
kunna að hefjast í næstu viku
Jeltsín bjartsýnn
á samkomulasr
Rpnter.                                                                                                ^^^^^^
Moskvu. Reuter.
VIÐRÆÐUR milli rússneskra
stjórnvalda og aðskilnaðarsinnaðra
tsjetsjenskra skæruliða kunna að
hefjast á mánudag, samkvæmt
heimildum rússnesku fréttastof-
unnar Itar-Tass í röðum skæruliða.
Fréttastofan tók þó fram að þessi
tímasetning hefði ekki fengist stað-
fest samkvæmt öðrum leiðum.
Boris Jeltsín Rússlandsforseti,
sem nú er á kosningaferðalagi um
norðurhluta Rússlands, lýsti því
yfir er hann kom til hafnarborgar-
innar Arkhangelsk á fimmtudags-
kvöld að hann hefði boðið Zelimk-
han Jandarbíjev, leiðtoga að-
skilnaðarsinnanna, til viðræðna í
Moskvu.
Jeltsín sagðist vera bjartsýnn á
að hægt yrði að ná samkomulagi.
Talið er að átökin í Tsjetsjníju kunni
að kosta Jeltsín sigurinn í forseta-
kosningunum í næsta mánuði og
segja sérfræðingar hugsanlegt að
Tsjetsjenar sjái sér nú færi á að
ná friðarsamkomulagi, sem væri
þeim í hag.
Átök halda áfram í Tsjetsjníju
og sögðust yfirmenn í her Rússa
hafa náð síðasta vígi aðskilnaðar-
sinna, bænum Bamut í vesturhluta
lýðveldisins, á sitt vald í gær eftir
þriggja daga bardaga.
Yfirmaður í rússneska varnar-
málaráðuneytinu sagði í gær að
2.483 rússneskir hermenn hefðu
fallið í Tsjetsjníju frá því átök hóf-
ust í desember 1994. Þá eru 16.843
Vilja fresta
hermdar-
verkum
Gaza. Reuter.
MEIRIHLUTI fylgismanna hinna
öfgasinnuðu Hamas-samtaka Pal-
estínumanna er hlynntur því að
fresta frekari hermdarverkum í Isra-
el. Khalil Noufal, fyrrverandi yfir-
maður hernaðararms Hamas, sagði
að frekari hermdarverk myndu vinna
gegn markmiðum Palestínumanna.
Heimildarmenn innan Hamas
segja að hinn andlegi leiðtogi sam-
takanna, Ahmed Yassin, sem situr
í ísraelsku fangelsi, hafi á miðviku-
dag hvatt sendinefnd er heimsótti
hann til að efna ekki til frekari
herrndarverka fyrir þingkosningarn-
ar í ísrael.
Talið er að slíkt tímabundið
vopnahlé muni óbeint ýta undir sig-
urlíkur Shimon Peres, forsætisráð-
herra og leiðtoga Verkamanna-
flokksins.
skæruliðar sagðir hafa fallið.
Tsjetsjenar véfengja þessar tölur.
Jeltsín reyndi í gær að höfða til
kjósenda á heimskautssvæðum
Rússlands með því að heita þeim
miklum fjárframlögum. „Ég kem
með fullar hendur fjár," sagði for-
setinn í gamansömum tón er hann
ræddi við kjósendur í Arkhangelsk.
Forsetinn lýsti því jafnframt yfír
að hann hefði undirritað röð tilskip-
ana um fjárstuðning við norðurhlut-
ann, en markaðsstefna stjórnvalda
siðustu ár hefur bitnað mjög á
þungaiðnaði á svæðinu er var al-
gjörlega háður ríkisstyrkjum.
Ekki þjóðnýting
Rússneskir kommúnistar birtu í
gær í fyrsta skipti opinberan út-
drátt úr efnahagsstefnu sinni fyrir
forsetakosningarnar. Þar kemur
m.a. fram að kommúnistar hafa
ekki í hyggju að þjóðnýta á ný eign-
ir er einkavæddar hafa verið á síð-
ustu árum. Þó er gerður fyrirvari
um eignir sem dómstólar kunni að
úrskurða að færðar hafi verið frá
ríki til einkaaðila á ólöglegan hátt.
Markmið stefnu kommúnista yrði
að leggja áherslu á „þjóðernislega
hagsmuni" Rússa og skipuleggja
„réttlátari" eignaskiptingu.
Gennadí Zjúganov, forsetaefni
kommúnista, reyndi hins vegar að
slá á ótta kaupsýslumanna með því
að heita því að ekki yrði um neina
„kollsteypu" að ræða í efnahags-
málum.
Frjálslyndi hagfræðingurinn
Grigorí Javlinskí sagðist í gær ekki
hafa í hyggju að draga framboð
sitt til baka til að auðvelda endur-
kjör Jeltsíns. Forsetinn hefur hvatt
Javlinskí og aðra frambjóðendur til
að draga sig í hlé þannig að koma
megi í veg fyrir sigur kommúnista
í kosningunum.
Reuter
Hörð kosn-
ingabarátta
í Albaníu
ÞRIÐJU lýðræðislegu kosning-
arnar í Albaníu frá falli komm-
únistasrjórnarinnar árið 1990
fara fram á sunnudag. Stuðn-
ingsmenn Lýðræðisflokksins
og Sali Berisha forseta fjöl-
menntu á baráttufund á Skand-
erberg-torgi í höfuðborginni
Tirana í gær. Kosningabaráttan
hefur staðið í mánuð og ein-
kennst af mikilli hörku og deil-
um um markaðsstefnu sljórnar-
innar. Flokkur Berisha hefur í
skoðanakönnunum haft nokkuð
öruggt forskot á Sósíalista-
flokkinn, arftaka albanska
kommúnistaflokksins.
Kínverskir vopnasalar
neita aðild að smygli
Peking. Reuter.
TVEIR stærstu vopnasalar í Kína,
fyrirtækin Norinco og Polytechno-
logies, vísuðu í gær á bug ásökun-
um Bandaríkjamanna um að þeir
væru viðriðnir smygl á tvö þúsund
sjálfvirkum rifflum af gerðinni
AK-47 og talsverðu magni skotfæra
til Bandaríkjanna.
Bandarísk yfirvöld lýstu yfír því
á fimmtudag að lagt hefði verið
hald á stærsta farm sjálfvirkra
vopna, sem gerður hefði verið upp-
tækur í Bandaríkjunum, eftir 16
mánaða umfangsmikla rannsókn og
voru kínversku ríkisfyrirtækin Nor-
inco og Polytechnologies bendluð
Herferð gegn
hugverkastuldi
við málið. Sjö menn voru handtekn-
ir og handtökuskipun gefin út á
hendur nokkrum mönnum af kín-
verskum uppruna.
„Þessi frétt er tómur tilbúningur.
Þetta atvik kemur okkur ekki við,"
sagði talsmaður Polytechnologies,
sem er dótturfyrirtæki Poly Group
Corp, en yfirmaður þess er He Ping,
tengdasonur Dengs Xiaopings, hins
aldna leiðtoga Kína.
Kínverjar hafa skorið upp herör
gegn glæpum og undanfarið hafa
mörg hundruð manns verið tekin
af lífi fyrir morð, nauðganir og
aðra glæpi.
Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda
mun herferðin gegn glæpum nú ná
til þeirra, sem hafa stundað þjófnað
á hugverkum.
Bandaríkjamenn lýstu yfir því í
síðustu viku að gripið yrði til refsi-
aðgerða á hendur Kínverjum á
þeirri forsendu að þeir hefðu ekki
staðið við samkomulag milli ríkj-
anna um að draga úr þjófnaði á
tónlist, kvikmyndum og tölvuhug-
búnaði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64